Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 22

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Júlíus GUÐNY Guðmundsdóttir fyrrverandi eigandi Grænu línunnar og Kris- tján P. Guðmundsson eigandi Vesturbæjarapóteks sem keypti versl- unina Grænu línuna. Græna línan í V esturbæj ar apótek VERSLUNIN Græna iínan er flutt í Vesturbæjarapótek. Græna línan hefur selt Maija Entrich snyrtivörur frá árinu 1983 er Guðný Guðmundsdóttir stofnaði verslunina. Auk þess sem vörurn- ar koma til með að fást í apótek- inu verður þar einnig boðið upp á þá húð- og heilsuráðgjöf sem var í Grænu línunni. „Maija Entrich snyrtivörurnar komu fyrst á markað árið 1930 og vöktu athygli á þeim tíma þar sem einkunnarorð framleiðand- ans voru að þær innihéldu ekkert sem ekki mætti borða líka. Að auki fylgdu vörunum innihalds- lýsingar en það tíðkaðist ekki á þessum tíma. Vörurnar voru of- næinisprófaðar og engin hráefni notuð í framleiðsluna þar sem dýratilraunum hafði verið beitt.“ Guðný hefur að undanförnu verið með starfsfólk apóteksins á námskeiði í húð- og heilsuráðgjöf og segist munu gefa viðskipta- vinum apóteksins ráð fimmtudag og föstudag. Kristján P. Guð- mundsson eigandi Vesturbæjar- apóteks segir að þessi lífræna snyrtivörulína Grænu línunnar sé einungis fyrsta skrefið í að koma upp myndarlegri heilsuvörudeild í Vesturbæjarapóteki. Nýtt Kjara- samningur skokkarans SÉRVERSLUN hlauparans í Kringlunni býður nú viðskiptavin- um sínum að gera þriggja ára samning við verslunina um ákveðna mánaðarlega úttekt af greiðslukorti sínu. Verslunin veitir í staðinn 20% afslátt af vörum sín- um og stundum hærri afslátt. Þá er innifalin ráðgjöf hjá næringar- fræðingi, lækni, stoðtækjafræð- ingi, einkaþjálfara og sérfræðingi í hlaupaskóm sem svara spurning- um á Netinu um allt sem lýtur að þjálfun og heilsu. Þá gefur versl- unin út fréttabréf á átta vikna fresti. LÝÐUR B. Skarphéðinsson verslunarstjóri í Sérverslun hlauparans í Kringlunni og Að- alsteinu Snorrason arkitekt og skokkari handsala fyrsta kjara- samning skokkarans og Sér- verslunar hlauparans. Verðhrun í u-rjoi iiadií 399 KR. Frjálst val úr þessum tegundum. Eitt verð 399 KR. , Á meðan birgðir endast. Alparós Bergpálmi GuUpálmi Drekatré Reghlífartré Gúmmítré Ástareldur Sólhlífartré Mosaja^5 ANDEY IS í heimahöfn í Súðavík. Burðargeta rúm- lega tvöfölduð Andey IS 440 komin úr lengingu og gagngerri klössun í Póllandi Isafirði. Morgunblaðið ANDEY IS 440 kom frá Póllandi til heimahafnar í Súðavík um síð- ustu helgi að lokinni lengingu og svo gagngerum endurbótum, að heita má að um nýtt skip sé að ræða. Andey er í eigu Hraðfrysti- hússins hf. í Hnífsdal og kom inn í fyrirtækið þegar Frosti hf. í Súða- vík sameinaðist því. Skipið var lengt um 12 metra, sandblásið allt hátt og lágt, innan- dekks og utan, og síðan að sjálf- sögðu málað upp á nýtt. Vélbúnað- ur var endurnýjaður að verulegu leyti og settar voru í skipið nýjar 35 tonna rafdrifnar togvindur frá Ibercisa. Lestin var einangruð sér- staklega fyrir kör. Nýr ásrafall var settur í skipið og aflstýribúnaður sem gerir kleift að samkeyra ás- rafal og rafal hjálparvélar, eins og nú er farið að tíðkast í skipum til að auka aflið út í skrúfu. Kælikerfi aðalvélar var allt endurnýjað. Verulegar endurbætur voru gerð- ar á vistarverum áhafnar, eldhúsi og stakkageymslum, og borðsalur stækkaður og innréttaður upp á nýtt. Hér mun þó ekki allt upp talið. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir allar var liðlega hundrað milljónir króna. Ekki liggur fyrir nákvæmur samanburður á mælingu fyrir og eftir lengingu. Samkvæmt gömlu mælingunni var skipið 211 tonn en er nú 596 brúttótonn samkvæmt nýju mælingunni. Stækkunin er því mjög veruleg, enda var metr- unum tólf bætt í skipið þar sem það er breiðast og rýmið mest. Að sögn Ingimars Halldórsson- ar, útgerðarstjóra Hraðfrystihúss- ins hf., fer Andey á veiðar á ferskri rækju og landar í Súðavík. „Við veiðum hana bai-a þar sem hún finnst - það er ekld flóknara en svo,“ sagði Ingimar. Það verður þó hér á Islandsmiðum, enda er skipið ekki með frystibúnað og getur því ekki sótt á fjarlæg mið. INGIMAR Halldórsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihússins hf., Konráð Jakobsson framkvæmdastjóri, Jónatan Ásgeirsson skipstjóri og Einar Valur Kristjánsson, stjómarformaður Hraðfrystihússins, er skipið kom til hafnar í Súðavík. Loðnaná LOÐNUSKIPIN héldu flest úr höfn í gærmorgun eftir þriggja daga brælu á miðunum. Flest bendir nú til þess að loðnan sé gengin upp á landgnmnið og voru mörg skip komin í land í gær til að taka um borð grynnri nætur. Það sem af er árinu hefur loðnu- veiðin aðallega verið austan við Reyðarfjarðardýpi en þar fannst engin loðna þegar skipin komu á miðin í gærmorgun. Hins vegar varð vart við loðnu nokkru sunnar, eða á Lónsbugt, skammt austan við Stokksnes. Ekki var þar um mikið Lónsbugt magn af loðnu að ræða, að sögn skipstjórnarmanna, aðeins dreif hér og hvar, og alls ekki í veiðan- legu ástandi. Ekkert skip hafði því fengið afla í gær. Þeir sögðu þetta þó vera ágætis vísbendingu um að loðnan væri gengin upp að landinu. Þegar hafa mörg skip skipt yfir á grynnri hringnætur. Héldu nokkur skip til hafnar í gær þegar fréttir bárust af loðnu á Lónsbugtinni til að taka grynnri nætur um borð og gera sjómenn þannig ráð fyrir að loðnuveiðin verði uppi við landið næstu vikurnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.