Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 24

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flak flugvélarinnar fjarlægt FLAK einkaflugvélar, sem brot- lenti í fyrradag í einu fátækra- hverfa Luauda, höfuðborgar Angóla, var fjarlægt af slys- staðnum í gær. 28 manns biðu bana í slysinu, átta farþegar og tuttugu íbúar hverfisins. Flug- vélin var af gerðinni Antonov- 12 og hrapaði þegar reynt var að lenda henni skömmu eftir flugtak vegna tækjabilunar. Flugriti vélarinnar hefur verið sendur til rannsóknar í Ukra- ínu, þar sem hann var fram- leiddur. Viðræður IMF og Brasilíustjórnar Leggja drög að stöðugleika Sao Paulo. Reuters. FULLTRÚAR Brasil- íustjórnar og IMF, Al- þjóðagjaldeyrissjóðs- ins, lögðu í gær drög að áætlun um stöðug- leika í gengismálum landsins, daginn eftir að tilkynnt var um skipan nýs seðlabanka- stjóra. Arminio Fraga, nýi seðlabankastjórinn, tekur raunar ekki við formlega fyrr en eftir rúmar þrjár vikur en hann tók fullan þátt í viðræðunum í gær ásamt Stanley Fischer, aðstoðaryfírmanni IMF, og Pedro Malan fjármálaráðherra. Sögðu brasilískir fjölmiðlar í gær, að Fraga, sem var um hríð ráðgjafi auðjöfursins George Soros, myndi koma á vinnufriði innan efnahags- nefndarinnar eftir að í odda skarst með Malan og Francisco Lopes, sem var seðlabankastjóri í tæplega þrjár vikur. Sagt er, að Lopes hafi ekki viljað fallast á þær kröfur IMF, að seðlabankinn gripi inn í til að verja gengi realsins, brasilíska gjaldmiðilsins, og héldi áfram að hækka vexti til að stöðva doll- araflóttann frá landinu. Malan samþykkti það hins vegar með „sem- ingi“. Óttast verðbólgu Hagfræðingar segja, að helsta verkefni efnahagsnefndarinnar verði að koma í veg fyrir, að gengisfall realsins leiði til óða- verðbólgu í landinu en ríkisstjórnin hefur heitið IMF að draga verulega úr fjárlagahallanum. Er hann nú 8% af þjóðarframleiðslu. IMF mun þá greiða út í áfóngum þá aðstoð, sem samþykkt var að veita Brasilíu í nóvember sl. ARMINIO Fraga, nýr seðlabanka- stjóri f Brasilíu. Jeltsín til vinnu í rúma klukkustund Rak helming starfsliðsins Moskvu. The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, mætti öllum að óvörum til vinnu í fyrradag og fyrir miðjan morgun var hann búinn að reka helming starfsliðsins. Jevgení Prímakov, for- sætisráðherra Rússlands, ræddi í gær við forseta þingsins um eins konar vopnahlé fyrir kosningarnar síðla á árinu. Búist hafði verið við, að Jeltsín, sem þjáist af magasári, yrði á heilsuhæli í hálfan mánuð enn og því kom það öllum í opna skjöldu þegar hann kom til vinnu sinnar. Staldraði hann ekki við nema í hálfa aðra klukkustund en á þeim tíma rak hann Afexsei Ogarjov, aðstoðar- starfsmannastjóra sinn, og fjóra nána ráðgjafa, Sergei Krasavtsjen- ko, Emíl Pajín, Viktoríu Mítína og Lúdmílu Píkhoja. Mælirinn löngu fullur Rússneskir fréttaskýrendur segja, að hafí Jeltsín talið, að með þessu sýndi hann hver hefði töglin og hagldirnar, þá hafi honum skjátlast illilega. Hjá honum sé brottrekstrarmælirinn löngu orð- inn fullur og hver ný uppákoma grafi aðeins undan honum sem for- seta. Rússneska sjónvarpið sýndi myndir af Jeltsín í fyrrakvöld þegar hann fagnaði 68 ára afmæli sínu ásamt þeim Afexei II patríarka, Jevgení Prímakov forsætisráðherra og Níkolaj Borjúzha, starfsmanna- stjóra sínum, og það leyndi sér ekki, að honum hefur hrakað mikið. Stjórn ríkisins er nú í höndum Jev- genís Prímakovs forsætisráðherra og í skoðanakönnunum er stuðning- ur við forsetann ekki mælanlegur. Þess í stað er hann hafður að háði. og spotti meðal landa sinna. „V opnahlésviðræður" Prímakov átti í gær viðræður við Gennadí Seleznjov, forseta Dúmunnar úr flokki kommúnista, um eins konar vopnahlé á milli þings og stjórnar fyrir þingkosning- amar, sem verða í desember, og forsetakosningarnar um mitt næsta ár. Tók Seleznjov því ekki ólíklega en setti það skilyrði, að Jeltsín segði fyrst af sér sem forseti. Prímakov segist ekki ætla að bjóða sig fram í forsetakosningun- um og ber við háum aldri en ýmsir telja, að með „vopnahléinu" vaki það fyrir honum að treysta stöðu sína ef Jeltsín skyldi nú detta í hug að reka hann eins og hann gerði með tvo for- sætisráðherra á síðasta ári. Niðurstöður rannsóknar verða opinberaðar Kuala Lumpur. Morgunblaðið. MAHATMAR Mohamad, forsætis- ráðheira Malasíu, hefur lýst yfir að niðurstöður sjálfstæðrar rannsókna- nefndar, sem skipuð var til að rann- saka meint ofbeldi malasísku lög- reglunnar gagnvart Anwar Ibrahim, fyrrverandi forsætisráðherra lands- ins, yrðu opinberaðar. Anwar sagði í samtali við blaðamenn í gær að slík rannsókn væri tilgangslaus yrðu nið- urstöður hennar ekki birtar opinber- lega. Forsætisráðheira sagði að bið gæti orðið á því að rannsóknin hæfíst þar sem meðlimir rannsóknanefnd- arinnar hefðu nýlega verið skipaðir. í henni sitja tveir fyrrverandi hæsta- réttardómarar, læknir og fynver- andi saksóknari. Malasíska dagblaðið New Straits Times greinir frá því í gær að ýmsir hafi dregið trúverðugleika nefndar- innar í efa þar sem formaður hennar, Abu Talib Othman, hafi komið að rannsókn málsins á fyrri stigum. Þá er bent á að læknirinn í nefndinni, Yeoh Poh Hong, vinni í sjúkrahúsi sem sé í eigu sonar forsætisráðherr- ans. Forsætisráðherrann hefur vísað þessum ásökunum á bug og sagt að stjórnarandstaðan neyti alla bragða til að gera skipun nefndarinnar tor- tryggilega. Niðurstaða norskrar rannsóknar á hjartasjúkdómum Erfðir stærsti áhættu- þátturinn hjá konum ERFÐIR hafa afgerandi áhríf á það hvort konur fá hjartasjúk- dóma en það sama á ekki við um karlmenn. Þetta er niðurstaða könnunar sem norskir læknai- við Ullevál-sjúkrahúsið í Ósló hafa gert og birtist í læknatímaritun- um Hjerteforum og Cardiology. „Rannsókn okkar bendir til þess að erfðir séu nánast forsenda þess að konur verði hjartveikar," segir Ingrid Os yfirlæknir í sam- tali við Aftenposten. Könnunin leiddi í ljós að hjart- veiki foreldra eða systkina kvenna eykur líkurnai' umtals- vert á því að þær fái sjálfar hjartasjúkdóm. Tvær af hverjum þremur hjartveikum konum reyndust eiga náskylda ættingja sem voru með hjartasjúkdóma en samsvarandi tölur fyrir karl- menn voru aðeins 3%. Það eru engin ný sannindi að erfðir hafi áhrif á hjartasjúk- dóma en það sem er nýtt í þess- ari könnun er hve miklu meiri áhrif erfðir hafa á konur en karla. „Það kom okkur mjög á óvart hve mikil áhrif erfðirnar hafa,“ segir Os. Hún segir að nið- urstöðurnar þýði að konum sem eiga foreldra eða systkini sem eru hjartveik beri að fara sér- staklega variega. Þær verði að gæta þess að halda kólesteról- hlutfalli lágu, auk þess sem þær verði að huga að öðrum áhættu- þáttum, svo sem reykingum, offitu og hreyfingarleysi. Erfðir yfirvinni náttúrulegar varnir Os segir að varast beri að draga of miklar ályktanir af nið- urstöðunum meðan aðeins sé um eina könnun að ræða. I fyrsta lagi séu spurningalistarnir send- ir út til fólks eftir að það hafi veikst og í öðru lagi kunni konur að hafa betri yfirsýn yfir heilsu- far ættingja sinna en karlmenn. Os segist ekki hafa skýringu á muninum á körlum og konum hvað erfðirnar varði. „Ef til vill þarf jafn sterkan áhættuþátt og erfðir til að yfirvinna þær nátt- úrulegu varnir sem við vitum að konur búa yfir,“ segir Os. En þrátt fyrir að vitað sé að konur hafi öflugri vöm gegn hjarta- sjúkdómum en karlar er ekki vit- að hvers vegna. Os telur að kven- hormónin kunni að skipta máli. Sú staði-eynd að það dregur úr mun á tíðni hjartasjúkdóma milli karla og kvenna með aldrinum styður þetta. Þá útiloka vísindamennirnir ekki að kólesteról hafi minni áhrif á konur en karla, konur hafi að jafnaði lægra hlutfall þess og fitu í blóði. Hjá þeim konum sem fá hjartasjúkdóma reynast að jafnaði mun fleiri áhættuþættir til staðar en hjá körlum, þar sem einn nægi. Hjartveikar konur hafi oft of hátt kólesterólhlutfall, séu of þungar og reyki. Rann- sókn Os og félaga staðfestir að reykingar hafa mikil áhrif á hjartasjúkdóma, því þær konur sem reyktu, veiktust að jafnaði átta árum fyrr en þær sem ekki reyktu. Um 200 hjartasjúklingar tóku þátt í rannsókninni, sem gerð var til að kanna muninn á tíðni hjartasjúkdóma milli kynja en tveir af hverjum þremur hjarta- sjúklingum eru karlar og þeir veikjast að jafnaði tíu árum fyrr en konur. ísraelar höfða til kristinna pflagríma Jerúsalem. The Daily Telegraph. FERÐAFÓLKI í ísrael mun gef- ast kostur á því í haust að feta í fótspor Jesú Krists og ganga á vatni. I því skyni verður smíðað- ur um 60 metra langur pallur út í Galileuvatn og verður hann um fimm sm undir vatnsborðinu. Pallurinn verður í Kfar Nahum þar sem kraftaverkið á að hafa átt sér stað fyrir um 2.000 árum og munu allt að 300 manns geta líkt eftir því samtímis. Hafa ferðamálayfirvöld í Israel fallist á þessa fyrirætlan en þau búast við íjórum milljónum gesta og pflagríma þegar fagnað verður nýju árþúsundi. Hugmyndina að pallinum á Ron Major, ísraelskur Iögfræð- „Gengið á vatni“ fyr- ir 200 kr. ingur, en hann segist hafa fengið hana er hann var einu sinni að aka meðfram vatninu. Leggur hann á það mikla áherslu, að til- gangurinn með þessu sé ekki að græða peninga, heldur að höfða til kristinna pflagríma. „Þetta mun hjálpa fólki að skilja hvern- ig Jesú leið er hann gekk á vatn- inu. Við ætlum ekki að reyna að líkja eftir hinu guðdómlega kraftaverki, þetta verður ekkert Disney-land. Ef það verður eitt- hvert gjald, þá verður það um 10 siklar (tæpar 200 ísl. kr.) bara vegna viðhalds,“ segir Major. Israelar segja, að hugmyndinni hafi verið vel tekið af kristnum mönnum en ekki eru allir jafn hrifnir. Dómínikanamunkurinn Jerome Murphy-O’Connor, kunn- ur Nýja testamentisfræðingur, segir, að hún sé fáránleg. „Þetta er einstaklega ómerkilegt uppá- tæki. Það getur vel verið, að ein- hverjir vilji láta taka mynd af sér gangandi á vatninu en hvers kon- ar pflagrímur myndi taka þátt í kjánaskap af þessu tagi?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.