Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ t LISTIR „Norður í Norðri“ MYNÐLIST IVorræna húsið Kjallari/anddyri MYNDVERK/ÍÐIR SAMAR Opið alla daga frá 14-18. Til 14. febrúar. Aðgangur 200 krónur. HINGAÐ til lands hafa ratað nokkrar kynningarsýningar á menningu Sama og flestar ef ekki allar hafa þær verið settar upp í Norræna húsinu, sem þar með ræktar hlutverk sitt með sóma og í góðu samræmi við nafngiftina. Áhugasamir ættu eftir öllum sól- armerkjum að dæma að vera farnir að þekkja allvel til menn- ingar Sama, og trúlega eru ís- lendingar sér mun betur vitandi um hana en þeir okkar. En meg- inmáli skiptir, að allar hafa þessar sýningar vakið góða athygli, glatt augað og verið hollar fyrir sálina. Samar eru afar mikilvægur hluti Norðurlanda, jafnvel svo að erfitt væri að hugsa sér Norðrið án þeirra, sem þá yrði snöggtum fá- tækara og risminna í augum um- heimsins, sem í vaxandi mæli beinir sjónum til lífríkisins, hins óspillta jarðtengda og uppruna- lega. Hér er um að ræða flökku- fólk lífsrýmis en ekki ríkis, og lengi hefur verið vitað um tilvist þess, þannig eru þeir nefndir í rit- um Grikkjans Pytheas 300 árum fyrir Krists burð. Fyrmm fylgdu þeir hreindýrahjörðum sínum, dreifðir um norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rúss- lands, en það er að mestu liðin tíð þótt svo þeir lifi enn í góðri sátt við móður náttúru og láti hverjum degi nægja sínar þjáningar. Til marks um hin nánu tengsl, skiptu þeir árstíðunum í átta hluta, eða orðrétt; vorvetur, vor, vorsumar, sumar haustsumar, haust, haust- vetur, vetur... Það góða og heilbrigða við íðir og listiðkanir Sama, em hin nánu tengsl þeirra við uppranann, hið trausta og jarðbundna handverk, sem er undursamlega fallegt í ein- faldleika sínum og fölskvaleysi, og eins langt frá kaupmennskuíburði og fáfengilegu hnoði og verða má. Þetta hefur einkennt flesta þá muni er hingað hafa ratað á fyni sýningar, og er svo einnig að þessu sinni og ber að gaumgæfa af hér- lendum. Viðbótin sem við fáum núna, og telja verður mikilsverð- asta framlagið að þessu sinni, er þó helst að finna í verkum fjögurra menntaðra myndlistarkvenna og BRITTA Marakatt Labba, Bitar, textíl, blönduð tækni, 1990. Z3 MARJA Helander, Teno áin í Talvados, ljósmynd, 1997. er mjög áhugavert að fylgja sköpunarferli þeirra. Sýn- ingin ber heitið, Geaidit - sjónhverfíngar, og er rýnir- inn ekki fullkomlega með á nótunum hvernig beri að skilja það, því hér er yfir- leitt hreint gengið til verks þótt öll gild listaverk feli í sjálfu sér duldar skírskot- anir. Höfuðkostirnir eru hér, að Samar era ekkert að flýta sér frekar en fyrri daginn og hafa því ekki glatað uppruna sínum né tilfinningunni fyrir gagnsæ- um tærleika frerans, marg- þættum brigðum hauðurs og gróandi né ljósinu í um- hverfinu og hinu háa. Greinilega má lesa þessi atriði í verkum Brittu Marakatt Labba, f. 1951 í Idivuomí í Svíþjóð. Einkum í myndunum, Bitar, 1990 og Svífandi, 1989, en í nýrri verkum er meira skreyti í anda módernismans, og þó glata þau ekki þeim sér- staka ferskleika uppranans sem telja verður bestu eig- indir listakonunnar. Þrátt fýrir að Maj-Lis Skjalte, f. 1940 í Gállivare, Svíþjóð sé elst, eða kannski einmitt þess vegna, eru verk henn- ar fjölþættust. Hún gerir tilraunir tO margra átta, jafnvel tölvugrafík, þar sem hún vinnur út frá ljósmynd- um og eldri minnum, en hinar huglægu einföldu for- manir era þó það sem mað- ur staðnæmist helst við. Ingunn Utsi, f.1948, býr í Repvág, Noregi. Hún virtnur í sígildan efnivið sem hún leitast við að um- FIMMTUDAG, F0STUDAG 0G LAUGARDAG ALLAR MC.G0RD0N GALLABUXUR NU 1.980 KR. STK. ATH. 0PJÐ ALLA VIRKA DAGA 10-20 0GALLA LAUGARDAGA 10-18 Ath Sendum ípóstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.