Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Sumarstörf handa
Islendingum
Eftirlitsstofnun EFTA skal
tryggja að EFTA-ríkin standi við
skuldbindingar sínar samkvæmt
EES-samningn-
um og að fyrir-
tæki fari að regl-
um um virka sam-
keppni. Stofnunin
getur rannsakað
meint brot, ann-
aðhvort að eigin frumkvæði eða á
grundvelli kvartana.
Vefslóðin er www.efta.int og al-
mennt símanúmer er 32 2 286 18
11. Nánari upplýsingar veitir
Helga Óttarsdóttir í síma 00 32 2
286 18 34 eða netfang: reg-
istry@surv.efta.be.
Sóknarfæri í
Evrópusamvinnu
Reglulega berst bókasafni Euro
Info skrifstofunnar mikið lestrar-
efni er tengist innri markaði Evr-
ópusambandsins. Á skrifstofunni
er einnig hægt að nálgast upplýs-
ingablöðin Sóknarfæri í Evrópu-
samvinnu sem gefin voru út í sam-
vinnu við Vinnuveitendasamband
Islands og iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið. Nánari upplýsingar:
www.icetrade.is , www.vsi.is, eða í
síma 511 4000.
Evrópskir
aðstoðarkennarar
Hægt er að sækja um í
LINGUA-áætlunina að fá evr-
ópska aðstoðarkennara, skólanum
að kostnaðarlausu
12-16 tíma á viku
í 3-8 mánuði. Um-
sóknarfrestur er
til 15. febrúar
1999. Sífellt fleiri
tungumálakennarar nýta sér þessa
þjónustu og hafa lýst þessari að-
stoðarkennslu sem vítamínsprautu
í tungumálakennslunni. Umsókn-
areyðublöð eru að finna á Alþjóða-
skrifstofu Háskólans. Allar nánari
upplýsingar veitir Ragnhildur
Zoéga í síma 525 5813 netfang:
rz@hi.is
Fimmta ramma-
áætlun ESB
Stefnt er að því að fyrstu köllin í
5. Rannsóknar- og þróunaráætlun
ESB verði birt um miðjan febrúar.
Haldin verður
kynning á veg-
um ESB í París
hinn 22. febrúar fyrir Upplýsinga-
tækniáætlunina og fyrir allar áætl-
anirnar í ESSEN í Þýskalandi 25.
og 26. febrúar. Á báðum stöðum
verður boðið upp á stefnumóta-
þjónustu fyrir fyrirtæki sem eni að
íeita að væntanlegum samstarfsað-
ilum vegna áhuga á þátttöku í 5RA.
Nánari upplýsingar veitir Grímur
Kjartansson í sima 525 4902 -
grimurk@rthj .hi.is
Auglýst eftir
fslendingum
MEDIA kvikmynda-
og sjónvarpsáætlun
Umsóknafrestur fyrii’ styrki til
að halda námskeið er 25. febrúar
nk. Fyrsti sldlafrestur ársins 1999
íyrir dreifíngu myndbanda- og
mai’gmiðlunar-
verkefna verð-
ur 9. apríl nk.
ATH.! Næsti umsóknarfrestur íyrir
undirbúningslán er 15. júlí nk.
Umsóknargögn og nánari upp-
lýsingar fást á skrifstofu MEDIA
upplýsingaþjónustunnar, s. 562-
6366, fax. 561 7171, netfang. media-
desk@centrum.is.
Jafnréttismál
Við minnum allt áhugafólk um
jafnrétti kynjanna á styrki Evr-
ópusambandsins til átaksverkefna
(projects) á því sviði. Sem dæmi
um styrkhæf átaksverkefni má
nefna þróun aðferða til að vinna
gegn kynbundnum launamun og
ójafnri stöðu kynjanna á vinnu-
markaði eða aðgerðir til að jafna
hlut kynjanna við ákvarðanatöku á
vegum sveitarstjórna, -félaga, -fyr-
irtækja. Umsóknarfrestur rennur
út 1. mai’s næstkomandi.
Öll gögn og frekari upplýsingar
fást hjá Helgu Guðrúnu Jónasdótt-
ur, Skrifstofu jafnréttismála í síma
552 7420/helga@jafnretti.is.
Nýtt veffang EES-Vinnumiðlun-
ar: www.vinnumalastofnun.is, velj-
ið síðan EES-Vinnumiðlun. Þar
eru tengingar
við miðlægan
gagnagrunn
EURES í Brussel,
þar sem laus störf
eru auglýst. Nú
þegar eru nokkur
sumarstörf auglýst.
Síðast en ekki síst
eru sértilboð, auglýst störf erlendis
sem beint er að Islendingum. Nán-
ari upplýsingar í síma 588 2580,
netfang: jon.s.karlsson@svm.is
Viðurkenning
fyrir tungumála-
nám og -kennslu
VAKIN er athygli á viðurkenn-
ingu framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins íyrir nýbreytni-
verkefni á sviði tungumálanáms
og -kennslu, European Label.
Menntamálaráðuneytið tekur
þátt í þessu samstarfi en hefur
falið Álþjóðaskrifstofu háskóla-
stigsins framkvæmd hér á landi.
Skrifstofan er á Neshaga 16 í
Reykjavík, símbréf: 525 5850..
Viðurkenningin, European
Label, er veitt í hverju þátttöku-
landi en lýtur sameiginlegum
evrópskum viðmiðum. Innlend
dómnefnd metur umsóknir og
tekur ákvörðun um veitingu við-
urkenningarinnar. Er gert ráð
fyrir að árlega geti 1-3 íslensk
verkefni hlotið European Label.
Þeir sem sótt geta um viður-
kenninguna eru allir skólar inn-
an opinbera skólakerfisins en
einnig aðilar s.s. málaskólar,
fullorðinsfræðslustofnanir,
fræðslusamtök og íyrirtæki.
Auglýst var eftir umsóknum í
janúarbyrjun. IJmsóknarfrestur
er til 28. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir
Ragnhildur Zoéga á Alþjóða-
skrifstofu háskólastigsins, sími
525 5813, netfang: rz@hi.is.
Einnig er bent á heimasíðu
menntamálaráðuneytisins:
http://www.mrn.stjr.is
__________UMRÆÐAN
Eru allar deilur
illdeilur?
BRAGI Guðbrands-
son forstjóri barna-
verndarstofu hefur
brugðist við greinum
mínum með tveim
greinum í Mbl. þann 21.
og 22. janúar sl. Hann
svarar málefnalegri
gagnrýni á ákveðna og
takmarkaða þætti í
starfsemi Barnavernd-
arstofu með því að láta í
veðri vaka að geinarhöf-
undi gangi það eitt til
að meiða stofnunina eða
forstöðumann hennar.
Bragi reynir að gera
viðmælanda sinn tor-
tryggilegan, geiir hon-
um upp annarlegar
hvatir og fákunnáttu meðan málefn-
in sitja á hakanum. Svör hans gefa
því tilefni til athugasemda.
Bai’naverndarstofa er opinber
stofnun. Hún varð til í félagsmála-
ráðuneytinu á þeim tíma sem Bragi
var aðstoðarmaður ráðherra. Hann
hefur án alls efa tekið þátt í að skapa
stofnunina þegar á frumstigi. Bragi
er fyrsti og eini forstöðumaður
stofnunarinnar og tengsl hans og
Barnaverndarstofu því með öðrum
hætti en gengur og gerist meðal for-
stöðumanna ríkisstofnana. Þrátt fyr-
ir þessa sérstöðu hlýtur Barna-
verndarstofa að lúta sömu lögmálum
og aðrar stofnanir á vegum ríkisins.
Það verður að ræða starfsemi henn-
ar og hún er ekki hafin yfir gagn-
rýni.
Faraldsfræði
I áður birtum greinum mínum
gerði ég m.a. athugasemdir við túlk-
un Braga á tölfræðilegum upplýs-
ingum og lagði áherslu á geðræna
erfiðleika unglinga í áfengis- og
vímuefnavanda og skort á læknis-
fræðilegri þjónustu við þann hóp og
aðra sem eiga við geðrænan vanda
að stríða og vistast á ábyrgð Barna-
verndarstofu. Það var ekki fjallað
um allan starfsvettvang Barna-
verndarstofu heldur einungis þá
skjólstæðinga sem eiga við geðræn-
an vanda að stríða með eða án vímu-
efnavanda.
I svörum sínum vitnaði Bragi til
Flosa Ólafssonar og Benjamins
Disraeli. Til Flosa sótti Bragi fyrir-
sögnina og til Disraeli leitaði hann
eftir ofnotuðum fi-asa um misnotk-
unargildi tölfræði og fullyrti að „Pét-
ur og Páll slái um sig með faralds-
fræðilegum upplýsingum og reikni
út líkurnar á því að unglingur úr til-
teknum árgangi hafi stungið inn nef-
inu á Vog.“ Hér bland-
ar forstjórinn saman
faraldsfræði, tölfræði
og líkindareikningi.
Tölur SÁA varða ein-
staklinga sem hafa
lagst inn á Vog og eru
skráðar með sama
hætti og innlagnir á
önnur sjúkrahús. Inn-
lögnin hafði þegar átt
sér stað en ekki er ver-
ið að spá um líkur á því
að hún verði. Faralds-
fræði varðar orsakir og
tíðni sjúkdóma. Henni
kastar Bragi ásamt töl-
fræðinni og mælist svo
til þess að greinahöf-
undur leggi lönd undir
fót til að „fræðast" á meðferðar-
stofnunum þar sem engir sérfræð-
ingar eru að störfum! Það er helst að
Barnaverndarmál
Það er brýn nauðsyn,
segír Páll Tryggvason,
að fram fari gagnrýnin,
málefnaleg og fagleg
umræða um efnið.
skilja á Braga að þekking sé ekki til
góðs!
Bragi upplýsti lesendur Morgun-
blaðsins um fjölda og menntun
starfsliðs Barnaverndarstofu en
hann sagði ekkert um það sem sætti
gagnrýni af minni hálfu, þ.e. fjölda
og menntun þess starfsliðs sem dag-
lega sinnir meðferð ungmenna með
geðræn vandamál en staðfesti hins
vegar að enginn læknir sérmenntað-
m- í málefnum barna og ungmenna
starfi á vegum stofnunarinnar.
Lækningar
Bragi segir frá tilvist fagteymis
með þátttöku m.a. yfirlæknis BUGL
þar sem fjallað er um umsóknir og
meðferðarvistun og upplýsti enn-
fremur að mat á þörf einstaklinga
fyrir læknisþjónustu byggist oft á
niðurstöðum sérfræðinga barna-
verndarnefnda og í því mati felist
íyrst og fremst þörf á atferlis- og
umhverfísmeðferð en ekki lyfjameð-
ferð. Þessar upplýsingar eru at-
hygliverðar þar sem það er ekki á
færi annarra en sérmenntaðra
lækna að meta hvaða meðferð hent-
ar best í hverju tilviki en fágætt er
að læknar, og enn síður barna- og
Páll
Tryggvason
unglingageðlæknar, starfi fyrir
barnaverndai’nefndir. Það ætti ekki
að þurfa að taka það fram að lyfja-
gjöf er aðeins hluti meðferðarúr-
ræða í geðlæknismeðferð ung-
menna. Hér er ekki fullyrt að ráð-
gjöf um heppileg úrræði og nálganir
af sálrænum og félagslegum toga
geti ekki komið frá öðrum faghópun,
en sá sem ekki hefur yfirsýn og
þekkingu á öllum meðferðarúrræð-
um, þ.m.t. lyfjum, getur ekki lagt á
ráðin um þá meðferð sem líklegust
er til að skila árangri. Fagteymið er
góð lausn til stjórnunar og sam-
starfs en á ekkert skylt við lækning-
ar.
Geðheilbrigðismál
I síðustu grein minni lagði ég það
tO að umboð Barnaverndarstofu til
að bera ábyrgð á vímuefnameðferð
ungmenna, þar sem stór hluti skjól-
stæðinganna þarf á sérhæfðri geð-
læknisfræðilegri þjónustu að halda,
verði fært undir heilbrigðismála-
ráðuneytið. Eg er ekki einn um
þessa skoðun. Ég fylgi fordæmi
Braga og vitna til ítarlegrar skýrslu
um stefnumótun í málefnum geð-
sjúkra. Þar segir m.a. um núverandi
stöðu: „Þannig þarf að tryggja að
ábyrgð heilbrigðisyfirvalda sé skýr
og sú staða sem er í dag að öll
ábyrgð á meðferð þessa hóps hvílir
nú á herðum félagsmálayfirvalda er
algjörlega á skjön við eðli vand-
ans...“ Áður hafði í skýrslunni verið
m.a. fjallað um læknisfræðilega
þætti er vörðuðu áhættu- og áhrifa-
þætti áfengis- og vímuefnavanda.
Þar segir: „Það er því oftast flókinn
undirliggjandi vandi til staðar hjá
unglingi sem er í vímuefnaneyslu
sem birtist í hárri tíðni geðrænna
fjölkvilla. Sérfræðiþekking á hinum
geðræna vanda þessa hóps er nauð-
synleg á meðferðarstigi ef meir en
skammvinnur árangur á að nást“.
Þeir tveir læknar sem Bragi Guð-
brandsson nafngreinir í ski’ifum sín-
um, annar þeirra tilnefndur af
Barnageðlæknafélagi Islands, áttu
sæti í nefndinni um málefni geð-
sjúkra og það er því ekki úr vegi að
álykta að þarna komi fram sjónar-
mið þeirra. Þau koma vel heim og
saman við sjónarmið barnageð-
lækna.
Barnaverndarstofa hefur fengið
verkefni sem hún rís ekki undir sök-
um skorts á læknisfræðilegri þjón-
ustu. Það er því biýn nauðsyn að
fram fari gagnrýnin, málefnaleg og
fagleg umræða um efnið. Sá er til-
gangur skrifa minna en ekki að bíta í
hæla forstjórans, meiða hann per-
sónulega eða Barnaverndarstofu
eins og Bragi lætur í veðri vaka, en
framganga hans í sjónvarpi og blöð-
um kallaði á viðbrögð. Hollt er að
minnast að ekki eru allir viðhlæjend-
ur vinir.
Höfundur er formaður Barnageð-
læknafélags íslands.
Villur leiðréttar
VALÞÓR Hlöðversson,
framkvæmdastjóri og
þátttakandi í prófkjöri
Samfylkingarinnar í
Reykj an eskj ördæm i -
og þar með væntanleg-
ur þingmaður ef kjós-
endur lofa - skrifar
grein í Morgunblaðið
28. jan. sl. sem nefnist
„Við eigum aðeins eitt
land“. Þar stendur m.a.
þessi klausa:
„Munum að við eig-
um aðeins eitt ísland.
Vissulega þurfum við
að nýta gögn og gæði
landsins en það er bók-
stafiega út í bláinn að
ríkisrekið fyrirtæki með einokun á
orkuöflun og orkusölu skuli hafa
nær algert sjálfdæmi um virkjanir
fallvatna íslenskrar náttúru án þess
að þing eða þjóð fái þar að hafa
nægjanleg áhrif.“
í þessari klausu eru
þrjái’ vitleysur:
1. í 7. grein Orkulaga nr. 58 frá
1967 stendur: „Til að reisa og
reka raforkuver
stærra en 2000 kW
þarf leyfi Alþingis."
(2000 kW er sama og 2
MW). Það er því rangt
að nokkur geti virkjað
fallvötn á Islandi svo
neinu nemi án þess að
þing eða þjóð fái þar
að hafa nægjanleg
áhrif. Þessi skipan, að
þjóðþingið, hinir lýð-
ræðislega kjörnu full-
trúar þjóðarinnar,
þurfi að heimila ein-
stakar virkjanir er af-
ar sjaldgæf. Þau lönd
munu teljandi á fingr-
um annarrar handar
sem hafa svo lýðræðislega skipan
á ákvörðunum um virkjanir.
2. Ekkert fyrirtæki á íslandi hefur
lögum samkvæmt einkarétt á að
fá leyfi til virkjunar. Alþingi hef-
ur þar algerlega óbundnar hend-
ur. Landsvirkjun hefur að vísu
yfirburðastöðu í raforkuvinnslu á
Islandi sökum stærðar sinnar en
ýmsir aðrir hafa fengið leyfi Al-
þingis til virkjunar vatnsorku og
Virkjanir
Mikilvægt er, segir
Jakob Björnsson, að
þeir, sem sækjast eftir
þingmennsku, kynni
sér mál. •
jarðhita til raforkuvinnslu. Það
er því rangt að tala um einokun í
þessu sambandi. Alþingi hefur
ávallt úrslitavaldið um hver fær
að virkja.
3. Augljóst er af samhenginu að
með „ríkisreknu fyrirtæki með
einokun" á höfundur við Lands-
virkjun. En Landsvirkjun er ekki
ríkisfyrirtæki. Ríkið á aðeins
helminginn í Landsvirkjun. Hinn
helmingin eiga Reykjavíkurborg
og Akureyrarkaupstaður.
Mikilvægt er að þeir sem sækjast
eftir þingmennsku kynni sér mál
áður en þeir skrifa um þau.
Höfundur er frv. orkumálastjóri.
Jakob
Björnsson