Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 35 _________________UMRÆÐAN Tannheilsa aldraðra á ári aldraðra 1999 MIKLAR breyting- ar hafa átt sér stað á heilsu almennings á þessari öld hér á landi sem annars staðar í vestrænum heimi. Bættur húsakostur, bætt fæði, bætt vinnu- aðstaða o.s.frv. hefur þar haft mikil áhrif. Bætt heilbrigðisþjón- usta hefur einnig haft mikið að segja. Undan- farin ár hefur mikið verið rætt um heil- brigðismál hér á landi og er það gott og gagn- legt ef skynsemin ræð- ur ferðinni. Tannheilsa Islendinga fer mjög batnandi. Það kemur m.a. fram í því að stöðugt fleiri aldraðir sem búa á sjúkrahúsum eða öðnim stofnunum eru með eigin tennur. Við vitum að þessi þróun heldur áfram og að æ fleiri koma þangað með dýrar viðgerðir svo sem brýr og krónur. Slíkar viðgerðir þurfa eftirlit og umhirðu fagfólks ef þær eiga ekki að skemmast og valda sársauka og öðrum erfiðleikum. Ástand eigin tanna eldra fólks er oft mjög bágborið. Skemmdar tennur, brotnar tennur, rótar- brot og tannholds- bólga, sem veldur því að tennurnar losna, eru dæmi um algeng vandamál. Ef ekkert er að gert versnar þetta, veldur mikilli vanlíðan og síðan þarf e.t.v. dýrar aðgerðir ef það er þá ekki orðið of seint. Sem eitt dæmi af mörgum: Við skoðun á munnholi sjúklings komu í Ijós rótarbrot og skemmdar tennur sem augljóslega þjökuðu sjúkling- inn. Tannbrot og illa skemmdar tennur voru fjarlægðar. Eftir það róaðist sjúklingurinn og nærðist eðlilega og á stuttum tíma hafði hann náð eðlilegri þyngd. Þetta dæmi sýnir hversu nauðsynlegt það er að fylgjast með munnholi sjúklinga á sjúkrahúsum. En einmitt sú staðreynd kallar á meiri umönnun og eftirlit því að aldraðir, og þá sérstaklega þeir sem þjást af öldrunarsjúkdómum, Tannvernd * Tannheilsa Islendinga, segir Stella Margrét Siguijónsdóttir, fer mjög batnandi. eru ekki alltaf færir um að annast sjálfir eigin munnhirðu. Enda er ástand tanna æði misjafnt og flestir sjúklinganna eru með tann- holdsbólgu á mismunandi háu stigi. En gervitennur þurfa ekki síður eftirlit og umhirðu. Margir aldraðir eru með margra ára gamlar gervi- tennur sem eru slitnar og passa ekki lengur, valda bólgum í slím- húð, sveppasýkingu og sáram í munnvikum. Þegar þessu fólki er bent á að það hafi þörf fyrir nýjar tennur er svarið oftast: Það tekur því ekki, ég er orðin/n svo göm- ul/gamall. Staðreyndin er þó oftast sú að það hefur ekki ráð á að fá sér nýjar gervitennur. Stella Margrét Sigurjónsdóttir Dýr þjónusta? Nú hafa yfírvöld ákveðið að aldr- aðir sem dveljast á sjúkrastofnun- um eða í þjónustuhúsnæði eigi rétt á nauðsynlegum tannlækningum sér að kostnaðarlausu. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér aukin útgjöld fyrir tryggingarnar. En því betri umhirðu og umönnun sem stofnanimar geta veitt þessum sjúklingum því betri verður tann- heilsan og því minni verður þessi kostnaður. Og gleymum því ekki að þeim mun minni verða þjáningar sjúklinganna. Eins og áður sagði eru stöðugt fleiri sjúklingar með langvinna sjúkdóma með eigin tennur. Arið 1992 skoðaði Halla Sigurjóns tann- læknir alla sjúklinga á hjúkrunar- heimilinu Skjóli og kom þá í Ijós að u.þ.b. 70% þeirra voru með gervi- tennur og 30% með eigin tennur. 16% af þeim vora með skemmdar tennur. Engin sambærileg rann- sókn hefur verið gerð síðan. A hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli er ekki gert ráð fyrir tann- vemd á fjárhagsáætlunum. Þessar stofnanir hafa því engan möguleika á að ráða tannfræðing til þess að fylgjast með ástandi tanna og munnhols sjúklinga sem liggja á sj úkrastofnunum. Ennþá er meirihluti aldraðra með gervitennur bæði í efri og neðri góm, sumir era með gervi- tennur í efri góm og eigin tennur í neðri góm, aðrir með nokkrar eigin tennur og partgóma. Eftirlit og hirðing munnhols sjúklinga vill því miður sitja á hak- anum. Hjúkrunarfólk hefur oft ekki fengið nægilega tilsögn í því að annast þessa þætti og hefur oft ekki tíma til þess vegna annarra verkefna. Sjálfsögð þjónusta Alls staðar á Norðurlöndum er fastráðið sénnenntað fólk, þ.e. tann- fræðingar og tannlæknai-, til þess að annast tannhirðu og tannvið- gerðir á sjúkrahúsum og hjúkran- arheimilum nema á Islandi. Má segja að það sé furðulegt að ekki skuli vera aðstaða til þessa starfs á öllum stærri sjúkrahúsum hérlend- is. Öldranarsvið Sjúki’ahúss Reykjavíkur hefur nú ráðið til sín tannfræðing í hálft starf t.il þess að annast eftirlit með tannheilsu sjúk- linga á SHR Landakoti og á öldran- arlækningadeild í Fossvogi. Þetta er stórt skref í rétta átt en vinnuað- staðan er ekki fyrir hendi enn sem komið er. Tannfræðingurinn og tannlæknh-inn sinna sjúklingum þar sem þeir liggja í rámum sínum eða sitja í hjólastól. Þetta stendur til bóta á Landakoti þar sem von er á fullkominni aðstöðu. Eg vona að þessi áríðandi og sjálfsagða þjónusta verði komin á öll sjúkrahús og hjúkranarheimili innan tíðar svo að sérmenntað fólk hafi í framtíðinni aðstöðu til þess að taka á móti vaxandi fjölda aldr- aðra sem eru með eigin tennur. Höfundur er tannfræðingur. Tekur5 kg. I 60 mín. tímast 2 hitastiihngar Snýr í báöár B Notar Iraiki o.fl. I B: 17187E 37635E | Verð áður kr. 32.900. 1200 sn. þvottavél. Tekur 5 kg. og er búln J öllu því besta sem prýöir góöa þvottavéi. M.a. innb.vigt sem stýrir vatnsmagni eftir þvottamagni, ullarvöggu, flýtiþvottakerfi o.fl. o.fl. | Tekurökg. I 120 mín. tímarofi 2 hitastillingar, barki fylgir o.fl. Tekur 3 kg. 120 mín. timarofi 2 hitastillingar, barki o.fl. Creda. 37697 | Verð áður kr. 52.900. - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Ath. Öll verð eru staðgreiðsluverð BVerð nú kr. 32.900 Þú sparar kr. BVerð nú kr. 24.900 Þú sparar kr. verð nú kr. B ig.goo Þú soarar kr. Þu sparar kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.