Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 37

Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 37 UMRÆÐAN Auglýst eftir stefnu JÆJA, þá er réttar- dagur Samfylkingar- innar liðinn í aldanna skaut og kemur von- andi aldrei til baka. Fjallkóngarnir sleikja sárin og flestir eru vonandi búnir að jafna sig eftir réttarballið - voru reyndar furðu- fljótir að ryðjast út úr hólfunum. Fjöldinn gladdi, alþýðan sem streymdi á kjörstað jarðaði flokkseigend- urna og heimtaði Jóhönnu, minna sukk og meiri velferð. En nú er vonandi kominn tími til að tala um pólitík. Það er orðið æði brýnt eftir allt of langt og innihaldsrýrt karp um girðingar og hólf og flokksbönd og smala. Að vísu var örlítið intermessó í haust þegar einhverjum pappír var hent í gin fjölmiðlaúlfanna en það plagg fjallaði víst bara um ein- hverja framtíð í hillingum og var að sögn afar illa prófarkalesið. Það er hins vegar eftir að svara öllum helstu spurningum sem brenna á okkur hér og nú og munu brenna á okkur fram að kosningum. Ég ætla að nefna þær helstu. Hver er stefnan? Hver er afstaða Samfylkingarinnar til fiskveiðistjórnunar og veiðileyfagjalds? Verður þar ofan á stefna Þjóðvaka og 'krata sem er um allar aflaheimildir á upp- boð innan fárra ára eða verður vand- ræðagangurinn í Alþýðubandalag- inu framlengdur inn í Samfylking- una? Verður ein stefna uppi á Vestfjörðum, önnur á Austfjörð- um og sú þriðja á Norðurlandi? Hver er afstaða Samfylkingar- innar til virkjana og stóriðju? Verður það stefna Gísla S. Einars- sonar sem ræður ferðinni? Eða stefna Einars Más Sigurðssonar? Eða Marðar Árnasonar? Vill Sam- fylkingin fjölga álverum eða lumar hún á einhverjum nýjum kosti í at- Framboðsstefna Það er eftir að svara öllum helstu spurning- um, segir Þröstur Haraldsson, sem brenna á okkur hér og nú og munu brenna á okkur fram að kosningum. vinnumálum landsbyggðarinnar? Hver er stefna Samfylkingar- innar í Evrópumálum? Er það stefna Agústs Einarssonar og flestra krata að sækja strax um aðild að Evrópusambandinu eða stefna Arna Þórs Sigurðssonar og fleiri allaballa sem gengur út á að fara sér hægt og helst ekki hreyfa sig? Hver er stefna Samfylkingar- innar í landbúnaðarmálum? Er það stefna Alþýðuflokksins sem Þröstur Haraldsson vill afnema allan ríkisstyrk eða sú stefna sem Alþýðubandalagið hef- ur lengst af fylgt og þarf sér- fræðinga til að þekkja frá stefnu Framsóknar? Og af því að úrslit prófkjörsins voru réttilega túlkuð sem krafa um aukinn jöfnuð og öflugra vel- ferðarkerfi - hver er stefna Sam- fylkingarinnar í velferðarmálum? Sígild jafnaðarstefna sem oft er vitnað í gefur ekkert einhlítt svar því jafnaðarmenn í Evrópu eru sem óðast að endurskoða afstöðu sína til hins hefðbundna velferðar- kerfis. Hvort stendur Samíylking- in nær hinum nýja breska Verka- mannaflokki eða norrænum kröt- um í þessum efnum? Hver er stefna Samfylkingar- innar í fjölskyldumálum? Þá á ég við raunverulega stefnu en ekki bara vel hljómandi orðagjálfur um hornstein samfélagsins. Talar Samfylkingin einum rómi um fyr- irkomulag fæðingarorlofs? Ætlar hún að setja peninga í það að koma hér á raunhæfu fjölskyldu- orlofi sem Evrópusambandið vill senda okkur í? Hvaða skref hyggst hún stíga í því að sveigja atvinnulífið að fjölskyldulífinu? Hver er stefna Samfylkingar- innar í efnahagsmálum, pen- ingamálum, menntamálum, heil- brigðismálum... Svar óskast, helst í gær Þannig gæti ég haldið áfram að spyrja lengi dags því þótt búið sé að koma nokkrum framboðslistum á koppinn er mikið starf óunnið. Það mun verða spurt um stefnu Samíylkingarinnar af vaxandi þunga á næstu vikum og mánuð- um. Það er því ljóst að nú þarf að bretta upp ermarnar og hefjast handa við að svara þessum spurn- ingum bæði fljótt og vel. Umræðan í þjóðfélaginu og þar með lýðræðið í landinu hefur liðið fyrir vandræðaganginn í aðstand- endum Samfylkingarinnar að und- anförnu því meðan allt var upp í loft í framboðsmálunum mátti eng- inn opna munninn um eitt né neitt, þá var hætta á að allt færi í bál og brand. Afleiðingin varð löng og pínleg þögn um allt sem máli skipti. Ríkisstjórnin notaði svigrúmið afar vel og hefur sloppið allt of billega frá fjölmörgum mál- um sem hefðu reynst henni þyngri í skauti ef stjórnarandstaðan hefði ekki verið upptekin við eitthvað allt annað en alvörupólitík. Nú ætti að vera óhætt að tala um málin og fá svörin á hreint. Að öðrum kosti vinnast engar kosn- ingar í vor. Það er alveg á hreinu. Höfundur er blaðamaður. ver Síðustu dagar útsölunnar UNLIMITED LAUGAVEGI 95-97, SIMI 552 1844 KRINGLUNNI, SIMI 581 1944 Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Máttarvöld ein vita skil á löggjöf sinni“ LÍFIÐ er skemmtilega slungið. Ef andleg heilsa leyfir opn- ast mörgum öldruðum æ fleiri hólf skynjunar, sem að öll- um óvörum senda ýmis boð til vitundarinnar sem samein- ar þau lífsreynsluþáttum er tíminn hefm- leitt í ljós að eru á rökum byggðir. Eitt er það sem virðist í flestu óvéfengjanlegt og raunar staðfest af fjölmörgum öldruðum sem höfðu að lífsstarfi að uppfræða æsku landsins, að unglingar eru dásamlegt fólk, saklaust og hreinskiptið í eðli sínu. Þeir standa á mörkum þess að hverfa frá bernsku sinni í hinn viðsjála heim fullorðinna. Vilja af alefli berjast móti ranglæti og spillingu og nota þá, í ungæði sínu, mismunandi aðferðir, stund- um þær er finnast í dökkum veruleika fullorðinna. Unglingar eru eins og viðkvæm blóm í fyrstu hretviðrum vorsins og yfirleitt eru þeir auðsærðari en aðrir aldurshópar. Einnig er það að unglingar eiga mikinn yl í framkomu og skiln- ing að gefa öldruðum ef sest er að samræðum við þá hvar sem er, með einlægri virðingu fyrir þeim og trausti til þeirra. Það er dýrmæt lífsreynsla að hafa á rúmlega 40 ára ferli með unglingum alla vetur kynnst vel þessum eiginleikum þeirra. Vita ekki hafa brugðið útaf í samskiptum, nema eigin blindni hafi ráðið gerðum - heimur fullorðinna hafi komist í spilið. Mörgum mun finnast hér djarflega mælt og kannski byggt á þeim rökum að ein af gjöfum _________________________ hins óþekkta í tilverunni er að muna fremur hið besta. En svo er ekki í þessu tilfelli, svo margir aldraðir hafa vitnað um slíka samveru með ung- lingum. Við íslendingar erum yfir okkur hrifnh* af miklum fram- gangi vísinda nútímans, ekki síst framlagi okkai- sjálfra, þai' sem heilaorka og vitsmunir þroskast hratt til gífurlegra átaka. í þessu sem öðru erum við þó háð lögmálum þess óþekkta að nokkru. Eflaust hljóta kenningar hins þýska vísindamanns Oswald Spen- gler (1888-1936) að verða umhugsunarefni á okkar tímum. í bók sinni Der Untergang des Abendlandes spáir hann endalokum vestrænnar menningar. Hann bendir á þær menningaröldur sem risið hafa og hnigið víðs vegar um veröld frá því sagnir hófust. Hann lýsir þeirri tómhyggju andans sem eykst þótt raunvísindi blómgist og eflist. Trú og siðgæði sem áður virtust eðlisbundin verða að úrlausnarefnum á vísindalegum grundvelli. Mannfólkið tekur að leita lífsþæginda sem felast í nautnum, tísku og hégóma. Lífsþægindagræðgi samfara sýndarmenningu tekur völdin. Andinn kulnar, efnishyggjan vex. Þetta verður vandamál Vesturlanda. Vegna þessara lífsstefnu sem virðist að nokkru fylgja eftir spádóm- um Spengler hafa unglingar orðið einna harðast úti. Það er ekki úr vegi að virða löngun flestra heilsugóðra aldraðra til samveru við þá í trúnaði og vináttu, til að geta miðlað þeim af lífsreynslu sinni. Á öllum tímum sjá stjómvöld og uppalendur hvert stefnir. Þjóð- skipulag okkar lýtur í ýmsu alheimsframferði ásamt óskýrðum lög- málum byggðum á torráðnum forsendum. Kannski eru Vesturlönd að komast í þá menningarlegu lægð sem Oswald Spengler spáði þeim - og feyskin tré verði hlutskipti and- legrar hnignunar á því sviði? Hins vegar hafa aldraðir vitað fram- vindu taka breytta stefnu og það yrði óskin best til ungu kynslóðar- A öllum tímum sjá stjórn- völd og uppalendur hvert stefnir. Þjóðskipulag okkar lýtur í ýmsu alheimsfram- ferði ásamt óskýrðum lög- málum byggðum á torráðn- um forsendum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.