Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ u*------------------------------- Veljum sterka sveit á Reykjanesi Jón Kr. Ósknrsson loftskcytamaður, Hnfnnrfirði, skrifnr: ÉG TEL að framboðslisti okkar myndi styrkjast mjög ef við hefðum Lúðvík Geirsson, Hafnarfirði, í þriðja sæti og Jón Gunn- arsson, Vogum, í fímmta sæti á lista Samfylkingar í Reykjaneskjör- dæmi. Jón Gunnarsson og Lúðvík Geirsson eru menn sem hafa all- lengi starfað að sveitarstjórnarmál- • um í sínum byggðarlögum og hafa yfirgripsmikla reynslu í þeim mála- flokkum. Jón hefur til að mynda starfað mikið í ýmsum mikilvægum nefndum á vegum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Lúðvík hefur t.d. starfað mikið innan íþróttahreyfing- arinnar, meðal annars sem formað- ur Knattspymufélagsins Hauka undanfarin ár. Reyknesingar, veit- um þessum mönnum brautargengi til áframhaldandi góðra mála hinn 5. og 6. febrúar nk. Með Guðmund Arna í forystu list- ans og með góða menn sem Lúðvík og Jón innanborðs, þá eru okkur all- ir vegir færir. Fram til baráttu jafn- aðarmenn. Ágúst Einars- son til forystu Sigrún Benediktsdóttir, Lundi, Svíþjóð, skrifnr: ÉG STING hér niður penna til þess að mæla með einum þeirra í efstu sæti listans, Agústi Ein- arssyni alþingis- manni. Agúst þarf að sjálfsögðu ekki að kynna svo vel sem hann hefur kynnt sig sjálfur í störfum sínum. Þama er óumdeilt þungavigtarmaður á ferð í íslenskri pólitík. Ágústi er greindur vel og fljótur að setja sig inn í hlutina. Hann er vel menntaður og hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í mörgum mik- ilvægum málaflokkum. Þar nægir að nefna sjávarútvegsmál og efnahags- mál. Ágúst er prinsípmaður sem fylgir einarðlega sannfæringu sinni. Állir þessir þættir skipta miklu máli í okkar hraða upplýsingaþjóðfélagi. f Ég hef kynnst Ágústi í gegnum flokksstarf mitt í Alþýðuflokknum og get því hiklaust sagt að með því að tryggja Ágústi forystusæti á lista samfylkingarinnar á Reykjanesi er- um við að styrkja hana sem stjóm- málafl í landinu. ►Meira á Netinu Veljum Valþór á þing Logi Kristjnnsson verkfræðingur skrífnr: EINN þeirra sem býður fram krafta sína í próf- kjöri Samfylking- arinnar í Reykja- neskjördæmi er Valþór Hlöðvers- son, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Biður hann um stuðning í 2. sæti listans. I meirihlutatíð Valþórs í bæjar- stjórn Kópavogs voru gerðir rekstr- ar- og framkvæmdasamningar við Breiðablik. Kom það í minn hlut sem þáverandi formaður félagsins að semja við bæjaryfirvöld og átti ég góð samskipti við Valþór og fé- ' laga hans um þau efni. Þar sýndi hann framsýni og skilning á högum þeirra sem vildu efla æskulýðs- og íþróttastarf í bænum enda hafa þeir samningar orðið til eftirbreytni um land allt. Ég hef þekkt Valþór lengi og hef góða persónulega reynslu af þeim kynnum. Ég hvet því Reyknesinga til að fjölmenna í prófkjörið og tryggja honum verðugt sæti á Al- þingi. Kjósum Sigríði Jóhannesdótt- ur í prófkjör- inu Pnin Færseth skrífnr: ÉG VIL hvetja alla kjósendur til að taka höndum saman og tryggja Sigríði Jóhannes- dóttur alþingis- manni í Reykjanes- kjördæmi áfram- haldandi setu á Al- þingi, en hún býður sig fram í annað sæti í prófkjöri samfyikingarinnar sem fram fer 5. og 6. febrúar næst- komandi. Þar gefst ölium, jafnt flokksbundnu sem óflokksbundnu fólki, færi á að hafa áhrif á hverjir munu skipa framboðslista samfylk- ingarinnar í kosningum í vor. Ég þekki Sigríði vel og treysti henni til góðra verka í þágu kjördæmisins enda hafa hennar störf á þingi sýnt að hún er vel að því trausti komin. Þórunni í þriðja sæti Pnll Vnlsson, ritstjóri, Kópnvogi skrífnr: NÚ ÞEGAR hfil- ir undir að lang- þráður draumur okkar jafnaðar- manna um eina fylkingu verði að veruleika skiptir ákaflega miklu máli að velja gott fólk til forystu. Við í Reykjaneskjör- dæmi erum þeir lukkunnar pamfílar að okkur stendur til boða að velja einn af frumkvöðlum þessa fram- boðs, Þórunni Sveinbjarnardóttur, stjórnmálafræðing, í öruggt sæti. Ein mikilvægasta fyrirmynd samfylkingar er Röskva - hið prýði- lega félag ungra jafnaðar- og vinstri manna í Háskóla íslands, þar sem félagshyggjufólk hefur starfað sam- an með góðum árangri í rúm tiu ár. Fyrsti formaður Röskvu og einn arkitekta þess félags var einmitt Þórunn Sveinbjarnardóttir. Allar götur síðan hefur Þórunn verið ötull talsmaður samfylkingar jafnaðar- manna og m.a. einn kosningastjóra R-listans í Reykjavík við síðustu kosningar. Ég skora á Reyknesinga að tryggja sér starfskrafta Þórunn- ar og velja samfylkingunni um leið réttsýnan og heiðarlegan forystu- mann af nýrri kynslóð. Stuðningur við Drífu Guðrún Aradóttir skrífnr: DRÍFA Hjartar- dóttir, bóndi á Keldum, Rangár- völlum, býður sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suður- landskjördæmi í komandi kosning- um. Drífa hefur víð- tæka reynslu í fé- lagsmálum, hefur m.a. setið í sveitar- stjóm Rangárvallahrepps um árabil og í héraðsnefnd Rangæinga og er því gjörkunnug málefnum sveitarfé- laga. Hún hefur verið virk og valist til forystu í samtökum kvenna bæði innan lands og á fjölþjóða vettvangi. Hún var formaður Sambands sunn- lenskra kvenna í sex ár og er núver- andi forseti Kvenfélagasambands ís- lands. Einnig er hún forseti Nor- ræna húsmæðrasambandsins. Hún vill stuðla að velferð íbúa kjördæmisins, byggja upp atvinnu- lífið og sinna málefnum fjölskyldna. Drífa er kona sem þorir og er alltaf jákvæð og tilbúin til að bæta á sig verkefnum í þágu samfélagsins. Hún er eini Rangæingurinn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, sem hefur raunhæfan möguleika á því að komast á þing. Veljum Drífu Hjartardóttur í annað sæti D-listans á Suðurlandi. ► Meira á Netinu Ferskleiki og kraftur Olnfur Thordersen, frnmkvæmdn- stjóri, ski’ifnr: NÝTT framboð, Samfylking jafnað- armanna, hefur loksins litið dags- ins ljós. Þegar nýtt og ferskt framboð kemur fram á sjón- arsviðið tel ég brýnt að ferskleik- inn sé undirstrik- aður þegar valið á framboðslista til alþingiskosninga. Um næstu helgi mun þetta nýja og ferska afl halda prófkjör þar sem öllum stuðningsmönnum listans gefst kostur á að velja á framboðs- listann í Reykjaneskjördæmi. í prófkjörinu tekur þátt ungur maður, sem ég þekki vel til. Hann heitir Gestur Páll Reynisson, fram- kvæmdastjóri og háskólanemi. Ég hef þekkt vel til Gests Páls og starfa hans í Alþýðuflokknum og líkað vel. Hér er á ferðinni öflugur og greindur ungur maður, sem á fullt erindi á framboðslista Sam- fylkingarinnar. Gestur Páll undir- strikar þann ferskleika sem þessu nýja framboði fylgir og nú er lag að láta kné fylgja kviði og kjósa góðan dreng í 5.-6. sæti í prófkjörinu. Guðmund Árna sem leiðtoga Helgi R. Gunnarsson, starfsmaður Raf- iðnaðarsambands Islands: ÉG VARÐ þeirr- ar ánægju aðnjót- andi að starfa með Guðmundi Árna í bæjarmálum Hafn- arfjarðar í nokkur ár meðan hann var þar bæjarstjóri. Þar sá ég framtíð- arforystumann jafnaðarmanna, mann sem sýndi áræði og styrk í störfum sínum um leið og hann treysti fólki 100% í þeim störfum sem þeim voru falin. Guðmundur hefur sýnt og sannað að hann hefur kjark og þor að takast á við krefj- andi verkefni. Hann ávann sér virð- ingu Hafnfirðinga, hvar í fiokki sem þeir stóðu, í bæjarstjóratíð sinni, enda fór hann aldrei í manngreinar- álit í störfum sínum. Störf hans hafa einkennst af hugsjónum hans, jafn- réttið í öndvegi og hann tekur jafn- an málstað þeirra sem minna mega sín. Guðmundur er enn ungur að ár- um, en hefur óvenjumikla lífs- reynslu. Hann hefur mátt þola bæði súrt og sætt, sigra sem ósigra bæði í starfi sem einkalífi. Það er aðdáun- arvert það æðruleysi sem Guð- mundur hefur sýnt í því mótlæti sem hann hefur mætt og hvernig hann hefur notað það sem lífreynslu til að læra af og þroskast. Reyknes- ingar! Það er mikið og gott mannval á lista samfylkingarinnar og vil ég þar sérstaklega nefna Rannveigu og Lúðvík Geirsson, sem ég tel eiga er- indi á þing. Veljum Guðmund Árna til að leiða þennan föngulega hóp. Jón Gunnars- son á þing Jóhnnna Reynisdóttir, sveitarstjórí Vatnsleysustrandarhrepps, skrífar: JON Gunnars- son, framkvæmda- stjóri, býður sig fram í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjaneskjör- dæmi 5. og 6. febr- úar nk. Jóni kynntist ég fyrir 10 árum þeg- ar hann rak fisk- vinnslufyrirtæki í Njarðvík. Ég var þá útibústjóri í Verslunarbankanum sáluga og stundaði Jón viðskipti við bankann. Tveimur árum síðar kynntist ég Jóni á öðrum vettvangi, þ.e. á vett- vangi sveitarstjórnamála en hann var þá oddviti í Vatnsleysustrandar- hreppi. Samstarfshæfni hans, metn- aður hans að tryggja fé til fram- kvæmda í hreppnum, hæfni hans í ræðumennsku og ekki síst leiðtoga- hæfileikar eru kostir sem Jón getur státað af. I viðskiptun og sveitarstjóma- málum hefur Jón aflað sér víðtækr- ar þekkingar og reynslu sem nýtist þingmönnum vel. Með þann bak- grunn að vopni eru fáir betur í stakk búnir til að berjast fyrir mál- efnum kjördæmisins. Jón Gunnars- son er einfaldlega maður sem nær árangri. Ég hvet alla sem taka þátt í próf- kjörinu að setja Jón Gunnarsson í annað sæti. ►Meira á Netinu Valþór I öruggl sæti! Heiðrún Sverrisdóttir leikskólakennari skrifnr: í OPNU próf- kjöri samfylkingar í Reykjaneskjör- dæmi um næstu helgi eiga kjósend- ur möguleika á að velja fulltrúa úr stórum hópi til að móta þetta nýja stjórnmálaafl. í þeim hópi er að finna Valþór Hlöðversson, fyrrum bæjarfulltrúa. Ég sat með Valþóri í bæjarstjórn í fjögur ár en þá var hann að byrja sinn stjórnmálaferil. Af þeim kynn- um hef ég góða reynslu. Síðan þá hef ég haft ánægju af að fylgjast með verkum hans, nú síðast í sam- fylkingu félagshyggjufólks, kven- frelsissinna og jafnaðarmanna í Kópavogi sl. vor. Hafði hann frum- kvæði að því framboði og var ein- róma valinn bæjarstjóraefni þess. Ég vil eindregið hvetja Reyknes- inga til að taka þátt í þessu opna prófkjöri og tryggja Valþóri Hlöðverssyni öruggt sæti á listanum. Ég treysti Valþóri best Halldóra Ottósdóttir húsmóðir skrifar: Ég hef þekkt Vaiþór Hlöðvers- son frá því ég var unglingur og síðan fylgst með honum í bæjarpólitíkinni í Kópavogi. Hann biður nú um stuðn- ing í 2. sæti í próf- kjöri Samfylking- arinnar á Reykja- nesi um næstu helgi. Mér er bæði ljúft og skylt að verða við þeirri ósk. Þeir sem hafa fylgst með Valþóri á pólitískum vettvangi hingað til vita að hann mun reynast öflugur þingmaður. Hann er heiðarlegur maður og vinnusamur en þó fyrst og fremst baráttumaður fyrir þá sem minna mega sín. Þannig fólk vil ég að sitji á Alþingi. Ég vil skora á fólk að taka þátt í opnu prófkjöri um næstu helgi og velja Valþór í 2. sæti listans eins og hann hefur beðið um. Raunar ætla ég sjálf að kjósa hann í 1. sætið því þangað á hann erindi að mínu mati. Sigríði Jó- hannesdóttur I annað sætið Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjórí í Keflavík, skrifar: SIGRÍÐUR Jó- hannesdóttir tók sæti á Alþingi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson var kjör- inn forseti en áður hafði hún verið varaþingmaður fyrir Reykjanes- kjördæmi frá 1991. Hún hefur unnið mikið og gott starf á Alþingi þar sem hún hefur verið öflugur málsvari þeirra sem minnst mega sín. Sú reynsla sem ég hef persónu- lega af störfum hennar er varða málefni Sjúkrahúss Suðumesja þar sem ég var stjórnarmaður, vaskleg framganga hennar gegn niður- skurðarhníf framsóknar/íhalds- stjórnarinnar, sannfærði mig enn frekar um það að Sigríður setur manngildi ofar auðgildi. Sigríður er eini þingmaður Suður- nesja í hópi þingmanna Samfylking- ar, skeleggur málsvari þess að verja beri félagslega þjónustu og einlægur málsvari þeirra sem vilja skapa þjóð- félag jafnréttis og bræðralags. Hún hefur starfað á Aiþingi af dugnaði og elju og ég vil hvetja Suðumesja- menn og alla Reyknesinga til að taka þátt í prófkjörinu og tryggja henni annað sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar sem fram fer 5. og 6. febrú- ar. Athugið að prófkjörið er opið jafnt flokksbundnu sem óflokks- bundnu fólld. Allir í Reykjaneskjör- dæmi geta haft áhrif á það að Sigríð- ur Jóhannesdóttir fái kost á því að halda áfram hinu góða starfi sínu á Alþingi. Þórunni i forystu Olafur Darri Andrason hagfræðingur skrifar: FYRIR um ára- tug var Röskva, samtök félags- hyggjufólks_ í Há- skóla Islands, stofnuð en segja má að með því hafi grunnurinn að Samfylkingunni verið lagður. Þór- unn Sveinbjamar- dóttir var fyrsti formaður Röskvu og hefur æ síðan verið sannur sam- fylkingarsinni. Þórann er fulltrúi nýrrar kyn- slóðar í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur til að bera bæði áræði og dugnað og hefur með störfum sín- um aflað sér víðtækrar reynslu sem gerir hana að verðugum fulltrúa í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Þórunn var framkvæmdastjóri Kvennalistans ‘92- 95, varaþingkona ‘95-’99, í nefnd Alþingis um endurskoðun kosningalaganna ‘98, sat í útvarps- ráði ‘95-’97, var kosningastjóri Reykjavíkurlistans ‘98 þegar listinn vann glæsilegan sigur í Reykjavík, upplýsingafulltrúi Rauða krossins í Tansaníu og Aserbaidsjan 95-97. Tryggjum Þórunni sæti í forystu- sveit Samfylkingarinnar á Reykja- nesi. Græn stóriðja og búseta í sveit Georg Ottósson, stjórnnrformaður Sölufélags garðyrkjumanna, skrífar: FLUTNINGUR fólks úr sveitum og byggðakjörnum landsins til höfuð- borgarsvæðisins ógnar mjög fram- tíðarbúsetumögu- leikum komandi kynslóða. Fátt virð- ist geta stöðvað þessa þróun, en uppbygging fjölbreyttra atvinnu- greina er vissulega nokkuð sem hjálpar til við að snúa þróuninni við. Islensk garðyrkja er í sveitum landsins og skapar mikinn fjölda starfa víða um land, en þó sérstak- lega á Suðurlandi þar sem um 90% framleiðenda eru. Lækkun raforku- verðs til greinarinnar er stærsta hagsmunamál þessarar greinar, en raforkukostnaður vegur um 25-30% af rekstrargjöldum garðyrkjubýla. Kjartan Ólafsson, formaður Sam- bands garðyrkjubænda, hefur unnið af mikilli hörku og óeigingirni að því að fá taxtana lækkaða enda er hér á ferðinni gríðarlega mikilvægt byggðamál fyrir Suðurland og land- ið í heild. Ég er sannfærður um að nái Kjartan Ólafsson þeim árangri að komast á þing mun reynsla hans og leiðtogahæfni skila jákvæðum árangri í baráttunni við fólksflutn- inga af landsbyggðinni. Logi Kristjánsson Páhi Færseth Páll VaJsson Ólafur Thordersen Helgi R. Gunnarsson Jóhanna Reynisdóttir Heiðrún Sverrisdóttir Halldóra Ottósdóttir Eyjólfur Eysteinsson Ólafur Darri Andrason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.