Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 Þegar ljóst var að í febrúarþætti Spuna niyndi verða uppskrift að sjali var þeirri spurningu varpað fram við mig; hver er munur- inn á sjaii og hyrnu? -y Við eftirgrennslan á gömlum uppskriftum hér og þar þá virðast þessi orð, „sjal“ og „hyrna“, vera notuð jafnt yfir klæði sem lagt er yfir herðarnar. Skv. orðabók Máls og menningar kemur þó fram munur á þessum orðum. Þar kemur fram að „sjal“ sé klæði (með kögri) sem lagt er yfir herðarnar en að „hyrna“ sé höfuðklútur. Astæðan fyrir að í (laglegu máli virðist enginn greinarmunur gerður á þessum orðum gæti verið sú að sjalið og hyrnan þjóna oft sama tilgangi. Sjalið er oft notað sem höfuð- klútur t.d. í vondu veðri og hyrn- an tekin af höfðinu og sett yfir herðarnar. Þannig gæti orðnotk- unin, hin upprunalega merking orðanna, hafa blandast. Aðal- munurinn á þessum orðum virð- ist sá að „sjalið“ getur bæði ver- ið fjórhyrnt og þríhyrnt en fjór- hyrnt sjal er lagt saman í þrí- hyrnu en hins vegar virðist orðið „hyrna" alltaf vera notað í merk- ingunni þríhyrna þ.e.a.s. með þremur hornum, þegar skoðaðar eru gamlar uppskriftir. Skv. orðabók Máls og menn- Hngar þýðir orðið þríhyrna = herða- eða höfuðsjal. Þannig að í þessu orði „þríhyrna" sameinast orðin í eina og sömu merk- inguna. „Sjal“ og „hyrna“ er því að vissu leyti sam- heiti en að öðru Ieyti ekki, enda sjaldgæft að tvö orð (samheiti) séu að öllu leyti eins. Einnig get- ur orðnotkun og þar með merking orða í hugum fólks verið misjöfn frá einum einstaklingi til annars, einnig frá einu svæði til annars og frá einum tíma til annars. Hafa ber því í huga að orðabókardæmi er ekki heilagur sannleikur í öllum tilvikum. Það má geta þess að orðið „sjal“ er tökuorð í íslensku og kemur til í gegnum dönsku úr ensku (shawl) en kemur upphaf- lega úr persnesku skv. orðsilja- bók Asgeirs Blöndals. Þriðja orð- ið er til um þennan hlut en það er orðið „skakki" sem er reyndar staðbundið málfar, t.d. var það notað í Jökulijörðum en skv. orðabók þá er „skakkinn" pijón- uð þríhyrna. Hvort „skakki" gat verið heklaður kemur ekki fram. Sú heklaða þríhyrna sem hér er á herðum má því notast jafnt yfir herðar og/eða höfuð þegar hemja þarf hárið í villtum dansi sínum við íslenskt hvassviðri. Mig langar í lokin að geta þess við lesendur Spuna sem ekki hafa áttað sig á reglubundinni birtingu hans að Spuni birtist alltaf fyrsta fimmtudag í hverj- um mánuði. Þannig geta dag- setningar verið misjafnar frá ein- um mánuði til annars. HYRNUNA er einfalt að hekla, bara loftlykkjur, fastapinnar og stuðlar. Hekluð þríhyrna um herðar Hönnun; Bergrós Kjartansdóttir. Heklað úr Sisu 80% ull 20% acryl. Lengd á sjali u.þ.b. 150 sm. Sídd þar sem það er breiðast u.þ.b. 55 sm. , SISÚ: Mosagrænt nr. 9863 eða Orans nr. 3525 Heklunál nr. 3 Heklið 299 loftlykkjur (ef óskað er eftir stærra sjali eru heklaðar 303-310-317-324 ' loftlykkjur o.s.frv.) 1. umf.: Stingið heklunálinni í fjórðu loftlykkjuna frá nál = 1 stuðull. 2 stuðlar í sömu lykkju, tvær loftlykkjur, 3 stuðlar í næstu lykkju við hliðina. * 2 loftlykkjur, hoppa yfir tvær lykkjur, 1 fastap- inni í 3. loftlykkju, 2 loftlykkjur hoppa yfir tvær lykkjur, 3 stuðlar í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, 3 stuðl- ar í næstu lykkju við hliðina.* End- urtakið frá * - * út umferðina. 2. umf.: Snúið við. Keðjulykkjur að fyrsta 2ja loftlykkjuboganum. 3 loftlykkjur = 1 stuðull. 2 stuðlar 2 loftlykkjur og 3 stuðlar í sama loft- lykkjuboga. * 5 loftlykkjur, 3 stuðla 2 loftlykkjur 3 stuðla í næsta 2ja ioftlykkjuboga. * Endurtakið frá *-* út umferðina. Ath. I hverri umferð er fækkað um eina skel þ.e.a.s. það er snúið við þegar ein skel er eftir. Þannig fækkar skeljaröðinni um eina í hverri umferð þar til ein skel er eftir. 3. umf.: Snúið við. keðjulykkjur að fyrsta 2ja loftlykkjuboganum. 3 loftlykkjur = 1 stuðull. 2 stuðlar 2 loftlykkjur og 3 stuðlar í sama loft- iykkjuboga. * 21oftlykkjur, 1 fastapinni utan um 5 loftlykkjubog- ann, 2 loftlykkjur. 3 stuðlar 2 loft- lykkjur 3 stuðlar í 2ja loftlykkju- bogann. * Endurtakið frá *-* út umferðina. Endurtakið síðan til skiptis 2. og 3. umferð. Kögur: Klippið 30 sm langa spotta, leggið saman 10 spotta og notið aðferðina sem sýnd er á myndinni til að gera kögrið. Einnig getur lengdin og þykktin á kögrinu farið eftir smekk hvers og eins. Ver Jón Viktor Reykja- víkurmeistaratitilinn? Jón V. Gunnarsson - Róbert Harðarson Kristján Eðvarðsson - Sigurbjörn Björnsson Sigurður D. Sigfússon - Bragi Þorfinnsson Þorvarður F. Ólafsson - Hrafn Loftsson Ami H. Kristjánsson - Tómas Bjömsson Arnar E. Gunnarsson - Davíð Kjartansson Einar K. Einarsson - Bergsteinn Einarsson Jóhann H. Ragnars- son - Páll A. Þórarins- son Dan Hansson - Hjalti R. Ómarsson Jón Árai Halldórsson - Torfi Leósson Jón Viktor Gunnarsson Helgi Áss næstefstur á Bermúda Þegar einni umferð er ólokið á alþjóðlega skákmótinu á Bermúda er Helgi Áss Grétars- son í öðru sæti með sex vinninga, en á auk þess eina skák óteflda. Tak- ist Helga Áss að vinna skákina verður hann hálfum vinningi á eftir franska stórmeistaran- um Bacrot fyrir síðustu umferð. Þröstur Þór- hallsson hefur lokið sín- um skákum og hlaut 5!4 vinning. Þrettán skák- menn taka þátt í þessu lokaða skákmóti. SKAK Taflfélag Ileykjavík- ur, Faxafeni 12 SKÁKÞING REYKJAVÍKUR Jón Viktor Gunnarsson er í efsta sæti á Skákþingi Reykjavíkur að loknum sjö umferðum. ÞEGAR sjö umferðir hafa verið tefldar á Skákþingi Reykjavíkur er ~ *Jón Viktor Gunnarsson efstur á mótinu með 6'/2 vinning og hefur hálfs vinnings forskot á Sigurbjörn Björnsson úr Hafnarfirði. Jón Viktor sigraði á mótinu í fyrra og er langstigahæsti keppandinn nú. Sigurbjörn Björnsson vann Dan Hansson í frestaðri skák og skaust þar með upp í annað sætið fram úr þeim Braga Þorfinnssyni og Krist- jáni Eðvarðssyni. Röð efstu manna: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6V2 v. 2. Sigurbjöm Björnsson 6 v. r 3.-4. Bragi Þorfínnsson 5'/t v. 3. -4. Kristján Eðvarðsson 5'A v. 5.-13. Tómas Björnsson, Hrafn Loftsson, Davíð Kjartansson, Róbert Harðarson, Arnar E. Gunnarsson, Sigurður Daði Sigfússon, Einar K. Einarsson, Árni H. Kíistjánsson 5 v. o.s.frv. I áttundu umferð, sem tefld var í ; gærkvöldi, tefldu m.a. saman: Guðjón Heiðar sigrar í unglinga- flokki Skákþings Rvk. Keppni í unglingaflokki á Skák- þingi Reykjavíkur er lokið. Tefldar voru sjö umferðú' eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn var 30 mínútur á skák. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Guðjón H. Valgarðsson 7 v. 2. Ólafur Gauti Ólafsson 6 v. 3. Dagur Arngrímsson 4!4 v. 4. Elí B. Frímannsson 4 v. 5. Birkir Örn Hreinsson 4 v. 6. Guðmundur Kjartansson 4 v. 7. Hjörtur Jóhannsson 3V5 v. 8. Aron Ingi Óskarsson 3 v. 9. Anna Lilja Gísladóttir 3 v. o.s.frv. Stefán Baldursson sigrar á Fullorðinsmóti Annað Fullorðinsmót Hellis var haldið mánudaginn 1. febrúar. Mót- ið var vel sótt, en það var einungis opið fyrir 25 ára og eldri. Eins og við er að búast hafa mót af þessu tagi annað yfirbragð heldur en ai- menn mót þar sem engin aldurstak- mörk eru. Nokkurs konar „skák- klúbbastemming" myndast, sem skákmenn á þessum aldri kunna vel að meta. Mótið var jafnt og spennandi og komu fjórir keppendur jafnir í mark. Eftir stigaútreikning og síðan vara- stigaútreikning stóð Stefán Baldur- son uppi sem sigurvegari. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Stefán Baldursson 5 v. 2. Magnús Magnússon 5 v. 3. Gunnar Bjömsson 5 v. 4. Arnþór Hreinsson 5 v. 5. -7. Gísli Stefánsson, Hörður Garðars- son og Þröstur H. Práinsson 4'Æ v. 8.-10. Vigfús Óðinn Vigfússon, Jón Úlfljótsson og Harald Bjömsson 4 v. 11.-12. Grétar Áss Sigurðsson og Bene- dikt Egilsson 3‘/2V. o.s.frv. Alls tóku 20 keppendur þátt í mótinu. Skákstjórar vom Gunnar Björnsson og Vigfús Oðinn Vigfús- son. Kvennamót Hellis á laugardaginn Nú á vormisseri ætlar Taflfélagið Heilir að gangast fyrir nokkrum mótum sem eingöngu verða fyrir konur. Ekkert aldurstakmark er á þessum mótum og vonast er til að sjá sem flesta þátttakendur, bæði þær stúlkur sem eru virkastar svo og aðrar sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma. Fyrsta mótið verður haldið laugardaginn 6. febrúar og hefst kl. 13. Tefldar verða 7 umferð- ir eftir Monrad kerfi með 10 mín- útna umhugsunartíma. Ekkert þátttökugjald. Góð verð- laun verða veitt fyrir þrjú efstu sæt- in á mótinu. Skákþing Fljótsdalshéraðs 1998 Skákþingi Fljótsdalshéraðs 1998 lauk 24. janúar sl., en mótið hafði þá tafist verulega vegna frestaðrar skákar. Skákmeistari Fljótsdals- héraðs 1998 varð Gunnar Finnsson. 1. Gunnar Finnsson 3 v. 2. Rúnar Isleifsson 2V2 v. 3. Guðmundur Ingvi Jóh. 2 v. 4. Jón Bjömsson l'A v. 5. Gunnar Th. Gunnarss. 1 v. Umhugsunartími var U/2 klst. á 30 leiki og 30 mín. til að ljúka skák- inni. Umsjón með mótinu höfðu Guðmundur Ingvi Jóhannsson og Gunnar Finnsson. Mót á næstunni hjá Skákfélagi Akureyrar Skákþing Akureyrar stendur nú yfir og lýkur 21. febrúar. Á næst- unni stendur Skákfélag Akureyrar auk þess fyrir eftirfarandi mótum: 5.2. kl. 20: Fischerklukkumót 3+2 19.2. kl. 20: Tíu mínútna mót 45 ára og eldri 20.2. Skákþing Akureyrar í yngri flokkum 23.2. kl. 19:30: Áskorendamót 1. um- ferð. 2000 25.2. kl. 20: Febrúar hraðskákmót- ið. 28.2. kl. 14: Fimmtán mínútna mót. Vafasamur stigalisti frá FIDE Það virðist nú fokið í flest skjól fyrir FIDE. Nánast eini fasti punkturinn í tilveru samtakanna var reglubundin útgáfa skákstiga- listans. Samkvæmt venju hefði átt að koma út nýr stigalisti um ára- mótin, en töluverður dráttur varð á því. Nú hafa nokkrir aðilar birt stigalista á Netinu, þó ekki FIDE sjálft, en ástæða er til að vara skák- menn við að treysta þeim upplýs- ingum. Með því að skoða skákstig íslensku skákmannanna má fljót- lega sjá að lítið er að marka listann. Einhver mót virðast tvíreiknuð, auk þess sem skákmenn sem hafa verið óvirkir birtast með tefidar skákir. Daði Orn Jónsson Margeir Pétursson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.