Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 51
hún svo sannarlega á heimavelli í
slíku spjalli.
Garður hennar á Lindargötunni
var einstaklega fallegur þótt ekki
væri hann stór. Fjölskrúðug blóm
sem greinilega var hugsað um af
natni. Þannig ræktaði hún einnig
þann garð sem næstur henni stóð, í
velferð barna og ástvina.
Ast hennar og alúð hefur hún
skilið eftir í afkomendum sínum
sem voru henni allt og getur stolt
og ánægð hitt skapara sinn.
Börnin mín eru á sama tíma og
ég skrifa þessa fátæklegu grein að
teikna mynd sem fylgja á Huldu og
á myndina er skrifað. „Hafðu það
gott hjá Guði og Jesú.“ Þessa
kveðju vil ég einnig gera að minni.
Að lokum sendi ég mínar inni-
legstu samúðarkveðjur til barna og
fjölskyldu.
Kristján Þór.
Hulda Jónsdóttir, tengdamóðir
mín, hefur nú kvatt þetta jarðlíf og
er hennar sárt saknað af okkur
sem eftir sitjum.
Hulda var af þeirri kynslóð sem
sá þjóðina breytast úr fornu
bændasamfélagi í nútíma þjóðfé-
lag. Ung að árum fór hún sem
kaupakona austur undir Eyjafjöll.
Tók sú ferð nokkra daga og þurfti
að sundríða óbrúað Markarfljót á
leiðinni. í fai-tesld sínu hafði Hulda
með sér skeið og gaffal og mun
heimilisfólkinu hafa fundist það hé-
gómi hjá Reykjavíkurstúlkunni að
nota slík áhöld til að matast.
Foreldrar Huldu fluttu til
Reykjavíkm- árið 1918, þegar hún
var á fyrsta ári, og keyptu þá húsið á
Lindargötu 44a, þai- sem Hulda bjó
alla tíð, þar til fyrir nokkrum árum
að hún flutti annað. Húsið mun m.a.
hafa verið valið vegna þess að þaðan
mátti sjá upp að Brautarholti á Kjal-
amesi þar sem faðir Huldu hafði
verið bústjóri hjá Sturlubræðrum
og móðir hennar starfaði einnig við
búið um það leyti sem þau kynntust.
Hulda var aðeins átta ára gömul
þegar faðir hennar lést, og hefur
það ekki verið auðvelt fyrir móðm-
hennar að sjá sér og sjö bömum sín-
um farborða á þeim tíma. Einhvem
veginn hafðist það, m.a. með því að
leigja út bróðurpartinn af húsinu á
Lindai-götunni og þegar Hulda hafði
talið upp fyrir manni íbúana sem
þar bjuggu samtímis er erfitt að
ímynda sér hvemig allt það fólk
rúmaðist í þessu litla húsi.
Sem unglingur starfaði Hulda við
bamagæslu og sem vinnukona á
heimilum í Reykjavík og um tveggja
ára skeið starfaði hún á heimilum í
Kaupmannahöfn. Um tvítugt stofn-
aði hún sitt eigið heimili, ásamt
manni sínum Birgi Einarssyni, í
húsi fjölskyldunnar á Lindargötu.
Þar uxu böm hennar úr grasi og
varð heimili hennar sannkölluð
fjöskyldumiðstöð, þar sem bömin og
síðar bamabömin nutu hlýju hennar
og umhyggju í i-íkum mæli.
Hulda var mikil hagleikskona og
var hún snillingur við hvers kyns
saumaskap, föndur og handavinnu.
Saumaði hún meira og minna allan
fatnað á börn sín og síðar nutu
barnabörnin handbragðs hennar.
Hún var mjög fmmleg og tókst
henni oft að framkvæma hluti sem
öðrum datt ekki í hug, eða töldu
ekki mögulega.
Hulda var afskaplega ljúf kona
og kom það ekki síst fram í mjög
mikilli blíðu gagnvart öllum börn-
um sem urðu á vegi hennar. Dæt-
ur okkar Margrétar, Lilja og
Berglind, bundust henni trúnaðar-
og vinaböndum, sem þær eiga ljúf-
ar minningar um. Fáa hef ég hitt
eins og Huldu, sem fannst það
sjálfsagt að þjóna þeim sem í
kringum hana voru, án þess að
óska nokkurs í staðinn. Þannig var
eðli hennar og lífssýn og þessa
nutum við fjölskylda hennar og
samferðafólk.
Fyrir fáum árum gekkst Hulda
undir erfiða skurðaðgerð sem tók
nokkrar klukkustundir. Þegar hún
vaknaði að aðgerðinni lokinni þótti
henni verst að hafa tafíð læknana
svona lengi yfír sér, „menn sem
höfðu nóg annað og merkilegra að
gera“.
Hulda var glæsileg kona á velli og
jafnvel eftir að ki'aftar fóru dvín-
andi var aðdáunarvert að sjá hversu
vel hún hélt reisn sinni og glæsileik
allt til hins síðasta. Hún gerði sér
far um að láta okkur halda að henni
liði betur en henni leið kannski í
raun og veru, til þess að við hefðum
ekki af henni óþarfa áhyggjur.
Blessuð sé minning Huldu Jóns-
dóttur.
Jón Þorsteinn Gunnarsson.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar með nokkrum orðum, þó að
af miklu sé að taka þegar sest er
niður og minningarnar streyma
fram. Amma var mjög hugmynda-
rík kona og fær í öllu sem viðkom
saumaskap og handavinnu, mér er
minnisstætt þegar hún bjó til
brúðu og saumaði fatnað á þær,
leiktjöld og annað af mikilli natni.
Man ég sérstaklega þegar hún var
fengin til að búa til bmðurnar um
jesúbarnið og vitringana þrjá, og
bað hún okkur, elstu bamabörnin,
að koma og stjórna strengjabrúð-
unum á sýningum sem haldnar
voru í sunudagaskólum kirkjunnar.
Þarna fannst mér ég leika svo stórt
hlutverk, með því að stjóma einum
vitringnum að ég vaknaði íyrir all-
ar aldir af spenningi á hverjum
sunnudegi, fyrir utan það hvað ég
var stolt af ömmu minni að geta
búið allt þetta til.
Einhvem veginn fannst mér að
amma ætti að lifa endalaust, þótt
ég sé nú orðin fullorðin og viti
hvemig lífið gengur fyrir sig. Hún
var bara alltaf til staðar og bar ætíð
velferð fjölskyldunnar fyrir brjósti.
Amma veiktist og var flutt á
Landspítalann 26. janúar og lést
þar tveimur sólarhringum seinna.
Ég fór að heimsækja hana daginn
áður en hún kvaddi, fyrst í hádeg-
inu þar sem mér fannst hún vera
orðin ansi veik og ljóst var að
bragðið gat til beggja vona. Síðan
kom ég seint um kvöldið og þá
fannst mér hún vera öllu hressari,
þar sem hún hló og sló á létta
strengi. Þarna kvaddi ég hana og
kyssti góða nótt og hún bað mig
fyrir kveðju heim. Þessa stund
ætla ég alltaf að geyma í hjarta
mínu. Að endingu langar mig að
láta fylgja litla vísu sem amma
söng alltaf fyrir mig þegar ég var
lítil telpa, og ég syng nú fyrir böm-
in mín, en hún er:
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: „Gleymdu ei mér“,
væri ég fleygur fugl,
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Far þú í friði og hafðu þökk fyrir
allt, amma mín.
Þín
Guðrún Hulda.
Amma, það er líklega orðið sem
við læram á eftir mamma og pabbi.
Hver er merkingin á bak við orð-
ið amma? I huga okkar kemur
hlýja, traust og kímni. Oft er
ömmu ímyndin; gráhærð, lágvaxin,
þétt kona. Amma okkar var öðra-
vísi amma. Hún var há, grönn og
glæsileg.
Amma Lindó var eina amma
okkar systranna og gegndi stóra
hlutverki í lífí okkar. Spennandi
var að fá að vera með henni þar
sem ýmislegt var brallað. Hana
skorti aldrei hugmyndir að afþrey-
ingu fyrir okkur. Það var fóndur úr
öllu milli himins og jarðar, s.s.
sogi’örum, pípuhreinsurum, tvinna-
keflum og öðram ótrálegum hlut-
um.
Undir leiðsögn ömmu urðu úr
þessu hin glæsilegustu listaverk.
Amma hafði endalausa þolin-
mæði við okkur í spilamennsku.
Það sem við gátum þvælt henni í
löngu vitleysu, hæ gosa, rommí,
kleppara og svo mætti lengi telja.
Oft var kátt í eldhúsinu, sungið
og dansað við lagið „ég lonniett-
urnar lét á nefíð“.
Þegar við eignuðumst okkar
heimili og fjölskyldur sjálfar, var
gott og gaman að eiga ömmu að. Ef
einhverjar framkvæmdir stóðu til á
heimilum okkar sýndi amma því
mikinn áhuga alla tíð.
Þótt mikið vanti þegar amma er
farin eigum við góðar minningar
um yndislega konu sem kenndi
okkur margt með að vera til.
Hulda María og Asdís.
Elsku amma Lindó.
Einhvem veginn átti ég aldrei
von á því að til þess kæmi að ég
þyrfti að kveðja þig í hinsta sinn.
Þú áttir alltaf að vera til staðar -
tilbúin að ræða um allt milli himins
og jarðar, eins og við gerðum svo
oft í eldhúsinu á Lindargötunni,
síðan í Skaftahlíðinni og síðast í
Lönguhlíðinni. Sátum yfir kaffí-
bolla og ræddum framtíð mina og
minnar fjölskyldu, hvemig mér
gengi að jafna mig á bakmeiðslum
mínum, hvort allir væra ekki frísk-
ir, hvernig gengi hjá krökkunum í
skólanum og nú síðast hvernig
Höllu minni liði á meðgöngunni.
Alltaf varstu að hugsa um að öðr-
um liði vel og gengi vel í því sem
þau voru að gera. Nú þegar ég lít
yfír farinn veg þá er svo margt sem
ég átti eftir að segja þér, hversu
vænt mér þykir um þig og hversu
hreykinn ég var að segja þér frá
fæðingu Höllu Kristínar og Hjálm-
ars Arnar, og að við Halla ættum
von á okkar þriðja barni á afmælis-
daginn þinn nú í sumar. Nú ertu
skyndilega farin og heimsóknirnar
verða ekki fleiri en alltaf mun
minningin um þig hlýja mér um
hjartarætur eins þær samvera-
stundir sem við áttum. Guð blessi
þig og geymi elsku amma mín.
Þinn ljúflingur,
Hannes Birgir.
Er ég lít yfir farinn veg sé ég
hversu lánsöm ég hef verið frá
unga aldri að hafa kynnst og verið
samferða svo mörgum einstökum
manneskjum á lífsleiðinni. Heil-
steyptum og góðum einstaklingum,
sem eru af þeirri kynslóð, sem nú
er að hverfa. Ein þeirra er Hulda
Jónsdóttir. Hulda mágkona, Hulda
hans Birgis, Hulda frænka var ein
og sama manneskjan, - ég kallaði
hana alltaf „frænku", en hún var
gift Birgi Einarssyni, móðurbróður
mínum. Allan þeirra búskap
bjuggu þau á Lindargötunni með
bamahópinn sinn, Kiddý, Birgi
Örn, Önnu og Margréti.
Ég minnist sérstaklega einnar
heimsóknar minnar á Lindargöt-
una til Huldu frænku, en ég mun
hafa verið 13 ára gömul, þegar ég
bankaði upp á með rósótt efni und-
ir hendinni. Ég var búin að sjá
sömu dans- og söngvamyndina í
Austurbæjarbíói a.m.k. fjóram
sinnum. Þar var aðalsöngstjarnan í
svo óskaplega fallegum kjól, að
annað eins hafði ég aldrei séð. Mig
dreymdi þennan kjól.
Ég stóð á eldhúsgólfinu hjá
Huldu frænku með efnið rósótta,
keypt hjá Toft, og margþvælda
teikningu og riss af kjólnum úr bíó-
myndinni í lófanum, - og auðvitað
saumaði listakonan ljúfa á mig
kjólinn. Hún var eins og góða dísin
í ævintýrinu með töfrasprotann
sinn. Draumakjóllinn varð til.
Annan kjól ekki síðri gaf hún
mér seinna meir. Það var skírnar-
kjóll fyrir elstu dóttur mína, úr
hvítu lérefti með innlagðri blúndu,
sem hún sjálf hafði saumað. Dætur
mínar fjórar og barnabömin hafa
öll verið skírð í skírnarkjólnum
hennar Huldu frænku.
Ein kynslóð ber hina til grafar
og eftir stendur tómarám og sökn-
uður. A kveðjustund sem þessari
er flest allt ósagt sem í huga
manns býr. Hlýhugur og þakklæti
er mér efst í huga þegar ég þakka
góðri frænku samíylgdina.
Hjálpsemi, hlýja, virðuleiki og
einstök útgeislun einkenndu Huldu
Jónsdóttur. Þannig mun ég alltaf
minnast hennar.
Guðrún Sverrisdóttir.
Elsku besta amma Lindó. Þetta
er eitthvað það erfiðasta sem ég
hef um ævi mína gert, að skrifa
niður á blað örfá minningarbrot
þegar af svo óteljandi mörgu er að
taka. Sú tilhugsun að amma Lindó
skuli vera öll, er hreint út sagt
mjög óraunveraleg, en sagt er að
tíminn græði flest sár.
Upp í huga minn koma margar
hlýjar minningar úi' æsku, því
aldrei sat maður auðum höndum
þegar maður fékk að gista hjá
ömmu á Lindó. Hún spilaði mikið
við okkur barnabömin, svo sem
rássa, kleppara, veiðimann, þar
sem við söfnuðum buxum, og lúdó, _
spilatíminn gekk oft lengur en al-
menn tímamörk gerðu ráð fyrir,
sem gerði þetta allt meira spenn-
andi fyrir vikið.
Mér er líka minnisstætt þegar
hún leyfði okkur að búa til gipsstytt-
ur sem við svo máluðum í öllum
regnbogans litum og bjuggum til
platta úi' gömlum kökudiskum sem
við límdum á litla marglitaðar
mósaíkflísar eða gimsteina eins og
þetta leit út fyrir mér og ekki má
gleyma matargerðinni þegar ég
fékk oft að hjálpa til við að leggja á
borð og banka niður til Ragnars"*
bróður ömmu og láta vita að nú væri
kominn tími til þess að borða. Mörg-
um finnst kannski ekld mikið til þess
koma en hún amma gerði þetta allt
svo spennandi. Hún amma mín var
alltaf svo úrræðagóð og nýtin og
breytti hún oft svo ekki meridlegum
hlutum í djásn. Hún var hjartahlý
og með eindæmum bamgóð og vildi
aldrei neinum illt, sem sýndi sig best
þar sem hún átti marga vini og
kunningja sem vora tíðir gestir á
Lindargötunni. Gestrisni vantaði
ekld hjá elsku ömmu sem bakaði oft
epla- og pönnukökur án þess að til-
efni væri til.
Erfítt er að hætta þegar maður>-~
fer af stað með svona fáar línur og
ekki hægt að koma öllu til skila til
að heiðra minningu þessarar virðu-
legu konu sem mér fannst alltaf
allt kunna og geta með sinn botn-
lausa viskubrann.
Nú ert þú farin, elsku amma
mín, komin yfír móðuna miklu þar
sem þín bíða margir ástvinir, þó
sérstaklega afí Birgir, sem ég veit
að tekur á móti þér með ást og
hlýju og fagnar endurfundum eftir
svo langan tíma. Guð hefur vísað
þér veginn í ljósið skæra þar sem
nýtt og göfugt hlutverk tekur við,
að gæta og vaka yfír okkur hinum
sem eftir era.
Ég kveð þig með söknuði og eft-
irsjá, og hugga mig við það að ég
veit að við sjáumst aftur einhvem-
tíma um ókomna framtíð.
Ég elska þig af öllu hjarta og
mun ávallt varðveita minningu þína
í hjarta mínu.
Þinn sonarsonur,
Birgir Svanur Birgis (Biddi).
SIGURÐUR KR.
S VEINBJÖRNSSON
+ Sigurður Kr.
Sveinbjörnsson
forsljóri fæddist í
Reykjavík 13. nóv-
ember 1908. Hann
lést í Landakots-
spítala hinn 25. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Laugarnes-
kirkju 1. febrúar.
Með láti Sigurðar
Sveinbjörnssonar er
fallinn frá einn af
brautryðjendum ís-
lensks málmiðnaðar á
þessari öld. Starfsævi hans var
ekki einasta löng heldur líka
óvenju farsæl og örvandi fyrir
málmiðnaðinn í heild enda lét hann
sig allt skipta sem horfði til fram-
fara í greininni.
Sigurður hóf nám í vélsmíði hér
á landi en lauk því síðan hjá Bur-
meister og Wain í Kaupmannahöfn
árið 1930. Þetta var óvenjulegur
ferill ungs iðnnema á þeim tíma, en
lýsandi dæmi um áræði Sigurðar,
sem síðan var einkenni hans alla
hans löngu og farsælu starfsævi.
Þegar hann svo sneri heim frá
Danmörku var kreppan skollin á
og lítið um vinnu í þeirri iðngrein
sem hann hafði lært. Hann lét þó
ekki deigan síga og hóf af alkunnri
seiglu að undirbúa sig að koma
sjálfur á stofn smiðju, sem hann og
gerði við upphaf síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Fyrst starfaði hann og
hans menn við við-
gerðir í skipum og
mótorbótum en sneri
sé svo að framleiðslu á
vindum fyrir skip og
báta. Fyrir þess konar
smíði varð Sigurður og
fyrirtæki hans fljótt
iandsfrægt. Skiptu
togvindur, línu- og
netavindur, sem fóra
frá vélaverkstæði hans
hundraðum áður en
yfir lauk.
Áj'ið 1940 gekk Sigurður í Meist-
arafélag járniðnaðai-manna, sem nú
heitir Málmur - samtök fyrirtækja
í málm- og skipaiðnaði. Allt frá
þessum tíma tók hann virkan þátt í
starfi félagsins og heildarsamtaka,
sem það var aðili að. Hann var í
stjórn Meistarafélagsins í mörg ár
og þar af tvisvar fonnaður, á árun-
um 1958-59 og 1968-70. Þar kom
vel fram eldmóður hans og áhugi
fyrir eflingu íslensks málmiðnaðar í
bráð og lengd. Með starfí sínu inn-
an hagsmunasamtakanna lagði Sig-
urður möi'g mikilvæg lóð á vogar-
skálina og fyi’ir það stendur ís-
lenskur málmiðnaður í þakkarskuld
við hann. Það var því að vonum
þegar Sigurður var sæmdur gull-
merki Málms á 50 ára afmæli fé-
lagsins árið 1987.
En Sigurður Sveinbjörnsson var
ekki einasta hugsjónamaðurinn og
brautryðjandinn í hópi íslenskra
meistara í málmiðnaði. Hann var
líka góður félagi og allra manna
kátastur þegar menn gerðu sér
glaðan dag. Þá lék hann á als oddi
og smitaði samferðamenn með lífs-
gleði sinni. Hann var því einn af
þeim mönnum sem era öllum félög-
um og samtökum mikils virði, einn
þessara sjaldgæfu manna sem
hrífa aðra með sér hvort sem er í
leik eða starfi.
Við leiðarlok er viðamikilla
starfa Sigurðar Sveinbjörnssonar
fyrir íslenskan málmiðnað minnst
með þakklæti og virðingu.
Stjórn Málms - samtaka fyrir-
tækja í málm- og skipaiðnaði. ^
Formáli
miimingar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.