Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 53

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 53 framlag sitt hlaut Jakob líklega ekki fyrr en hann var beðinn að halda opnunarfyrirlestur á hinu fyrsta norræna nýlatínuþingi sem haldið var á Biskops-Arnö í Svíþjóð sumarið 1987. Þá stóð Jakob á átt- ræðu og vakti aðdáun og hrifningu þriggja kynslóða norrænna latínu- fræðinga bæði fyrir skarpskyggni í fræðilegum umræðum frá morgni til kvölds og samkvæmislund þegar menn lyftu glasi að loknu erfiði dagsins. Þriðji kafli kynna minna af Jak- obi eru þær stundir sem ég átti á heimili hans og mikilhæfrar konu hans Grethe Benediktsson, sem var í hópi fyrstu kvenna sem lauk meistaraprófí í klassískri fornleifa- fræði við Háskólann í Kaupmanna- höfn. í endurminningunni um hið klassíska andrámsloft við Hafnar- háskóla á millistríðsárunum áttu Jakob og Grethe sér heim sem fáir Islendingar þekktu. Sökum náms og persónulegra kynna af mönnum og málefnum í Danmörku átti ég því láni að fagna að verða að nokkru leyti gjaldgengur í þessum heimi. Þar mátti ausa endalaust úr miklum fróðleiksbrunni. Við um- ræður um klassísk málefni, frá- sagnir af átökum og skoplegum til- vikum leið kvöldstund á ^ heimili Grethe og Jakobs fljótt. Ég mun ætíð standa í mikilli þakkarskuld við þau hjón fyrir það að hafa feng- ið að öðlast vináttu þeirra og njóta stakrar gestrisni og hlýju í menn- ingarumhverfi sem var einstakt hér á landi. Jakob Benediktsson var með sanni fjölfræðingur, „polyhistor", en framar öllu húmanisti. Nú er hann allur og hans er sárt saknað. Ég kveð minn aldna kennara og vin með virðingu og þökk. Vale! Sigurður Pétursson. Það hefur verið sagt að fræði- menn hyllist til að velja sér við- fangsefni sem með einhverjum hætti höfði til þeirra eigin atferlis; Jakob Benediktsson valdi sér fyrsta íslenska húmanistann, Arn- grím Jónsson lærða og gaf út á sjö árum verk hans og skrifaði um hann doktorsritgerð sína 1957. Báðir eiga þessir menn sammerkt að hafa öðrum mönnum fremur opnað augu landa sinna og erlendra manna fyrir ágæti og reisn ís- lenskra fræða. Sá sem þessar línm- skrifar kynntist Jakobi snemma á háskóla- árum sínum. Á þeim tíma var enn lögð rækt við gömul sannindi sem fólust í því að þekkja til klassískra húmanístískra fræða. Allir stúdent- ar sem ætluðu sér að ljúka prófi í íslenskum fræðum urðu að kunna eitthvað í latínu og svo fyrir lagt að þeir yrðu að vera læsir á mið- aldalatínu. Þá námsgrein kenndi Jakob Benediktsson. Mér er minn- isstætt að aðferð hans við kennslu var öðru vísi háttað en stúdentar voru vanir. Að vissu leyti fetaði hann í fótspor gömlu heyraranna á Hólum og í Skálholti, tók menn upp, lét lesa og leggja út. En hon- um sjálfum var svo mikil nautn að útskýra, að hver lína varð honum skemmtun sem var fólgin í ná- kvæmri útleggingu textans ekki að- eins frá málfræðilegu sjónarmiði heldur var hún líka sett inn í sitt rétta menningarlega umhverfí. Stundum setti hann fyrir mann gát- ur og hló við ef menn réðu ekki rétt. Eitt sinn lét hann mig lesa sömu setninguna þrívegis og spurði mig hvort ég heyrði ekki eitthvað. Þegar ég hafði lesið setninguna í þriðja sinn og stundi upp að líklega væri þetta pentameter, þá hló Jak- ob við og svaraði. „Ekki er það al- veg rétt, góði minn, þetta er hexa- rneter." Á eftir fylgdi langur fyrir- lestur um notkun latínumanna á hendingum í lausu máli og hvernig þær sömu reglur birtust í fomís- lenskum lausamálsbókmenntum. Á þennan hátt leiddi hann stúdenta inn í námsefnið. Þó að lítill hluti af starfi Jakobs væri kennsla mátti svo heita að hann væri síkennandi og fræðandi. Það leið varla sá dagur að ekki væri til hans leitað um smátt og stórt og jafnan fóru menn vel nestaðir af hans fundi. Manni virtist á stund- um að hann væri nokkuð dómhai-ð- ur um sum fræði og fræðimenn en þegar betur var að gáð þá höfðu dómar hans nær undantekningar- laust við rök að styðjast. Rökvísi hans og nákvæmni sést best í út- gáfum hans. Sú þekking sem Jakob hafði aflað sér á fræðistörfum ís- lenskra og erlendra húmanista á 16. og 17. öld gerði hann einstak- lega vel fallinn til að gefa út Islend- ingabók og Landnámabók sem að töluverðu leyti eru aðeins til í upp- skriftum frá 17. öld. Á Hafnarárum sínum bjó hann til prentunar bréfa- skipti danska vísindamannsins Ole Worm við íslendinga og þar á eftir fylgdi stórvirki hans, útgáfari á verkum Arngríms lærða. Áður hafði hann gefið út Veraldar sögu og Deilurit Guðmundar Andrésson- ar. Eftir að heim var komið þá tók Jakob til við Skarðsárbók og Þórð- arbók Landnámu en sú útgáfa var nauðsynleg undirbúningsvinna við það verk Jakobs sem flestir þekkja, Landnámabók og Islendingabók sem út kom 1968. Jakob lét af störfum sem orða- bókarritstjóri 1977; hann gat þá betur sinnt þeim störfum sem hon- um voru hugleikin, margs konar út- gáfu og ritstörfum. Hann var tíður gestur á Stofnun Árna Magnússon- ar og þar vann hann við að ganga frá ljósprenti af einu handriti Róm- verja sögu, AM 595 a-b 4to og síðar var honum falið að skrifa inngang að ljósprenti Stjómar, AM 227 fol., sem er eitt fegursta handrit Árna- safns. Hann lauk því verkefni, en því miður hefur inngangur hans aldrei birst, því að ekki varð af út- gáfu á Stjórn. Jakob hafði yndi af sögum, eink- um sögum af fræðimönnum fyrri tíða. Þar naut frásagnargáfa hans og glettni sín best. Þegar hann hafði kveikt í pípunni, ég tala ekki um ef glas var haft við hönd, þá urðu áheyrendur allt í einu áskynja að þeir voru ekki staddir á Melun- um heldur í Kólfi, klúbbi nokkuma íslendinga í Höfn, þar sem Sigfús Blöndal réð ríkjum eða voru komn- ir inn í Árnasafn í Fjólustræti, þar sem þeir sátu við skriftir Jón Helgason og Finnur Jónsson og hinum síðarnefnda var penninn svo fastur í hendi að blekið frussaðist yfir þá sem næstir sátu. Jakob og Grethe kona hans voru höfðingjar heim að sækja. Umvaf- inn vindlareyk og kræsingum var gesturinn fræddur á öllu milli him- ins og jarðar. Húmanistinn Jakob kunni á flestu skil; hann var vel að sér um flestar listir, einkum þó klassíska músík, lék sjálfur á hljóð- færi á yngri árum og fáa tónleika lét hann fram hjá sér fara. Annað áhugamál hans var íslensk og er- lend pólitík og allt til hins síðasta fylgdist hann vel með. Ég man til þess að skömmu áður en hann þurfti að fara á sjúkrahús sat hann hálfblindur með risastórt stækkun- argler fyrir framan stafla af danska blaðinu Information og las sér til um veraldarstjórnmál. Viðmót Jakobs Benediktssonar gat í fyrstu virst svolítið hryss- ingslegt, en við nánari kynni kom í ljós að hann var hið mesta ljúf- menni og vildi hvers manns vanda leysa. Notaleg glettnin var alltaf skammt undan. Þegar við Örnólfur Thorsson höfðum sett saman rita- skrá hans á áttræðisafmælinu 1987, samtals 580 titla og hún var fullprentuð, leit hann yfir hana og sagði hlæjandi: „Strákar mínir, hér vantar eitt rit! En þið hafið aldrei upp á því! Það er kvæði sem ég orti á latínu og birtist í Dan- mörku.“ Við gengum á hann og báðum hann að segja okkur hvar það væri en hann hló enn meira og eyddi talinu. Jakob Benediktsson varð aldrei fastur kennari við Háskóla Islands, en þó má fullyrða að betri kennara og fjölfróðari hafi íslensk fræði naumast átt. Við sem nutum leið- beininga hans og vináttu þökkum nú fyrir þær fágætu stundir. Sverrir Tómasson. + Sveinn Stefáns- son fæddist í Brekkugerði í Fljótsdal 22. októ- ber 1934. Hann lést á heimili sínu í Smárahlíð í Hruna- mannahreppi 20. janúar síðastliðinn. Hann var elsti son- ur hjónanna Stefáns Sveinssonar, f. 1.11. 1911, d. 1943, ogJó- hönnu J. Kjerúlf, f. 14.9. 1911. Seinni maður Jóhönnu var Andrés M. Kjerúlf, f. 21.1. 1921, d. 21.2. 1979. Systkini Sveins eru: Jörgen, f. 17.4. 1936, d. 6.7. 1984; Þor- varður, f. 18.11. 1937, d. 6.8. 1939; Þorvarður, f. 29.9. 1939. Barn Jóhönnu og Andrésar var stúlka, f. 26.1. 1946, d. 9.5. 1946. Kona Sveins var Anna Sigríð- ur Gústavsdóttir frá Utnyrð- ingsstöðum og hófu þau búskap á Útnyrðingsstöðum 1962. Þau slitu samvistum 1985. Sveinn og Anna eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Stefán, f. 1962, maki hans er Ragnheiður Samúels- dóttir. Dætur Stefáns eru: Elísabet Agla, Vera Kristborg og Thelma Björk. 2) Jóna Björg, f. 1965, maki hennar er Jökull Magnússon. Þeirra synir eru Magnús Þorri og Sveinn Hugi. 3) Sigríður Hrönn, f. 1968, maki hennar er Guð- mundur Freyr Halldórsson. Þeirra dætur eru Dóra Sigur- björg og Birgitta Rún. 4) Þor- „Vitur faðir veit að hljóðlátt faðmlag læknar flest sár,“ stendur einhvers staðar skrifað og lýsir það vel hvemig faðir pabbi okkar var. Pabbi hugsaði fyrst og fremst um það að búa fjölskyldu sinni gott heimili. Hann vann ávallt mikið og leit á vinnusemi og heiðarleika sem höfuðdyggð hvers manns. Hann hafði kannski ekki þann tíma fyrir okkur sem hann vildi hafa haft en bætti sér og okkur það upp með því að reyna að hitta barnabörnin sín sem oftast. Þeirra stunda naut hann vel og var hann í miklum metum hjá þeim. Pabbi var ljúfmenni sem kaus frið við umhverfi sitt, hann kom vel fyrir og reyndist félögum sínum vel. Hann hafði sjaldan hátt um steinn Óli, f. 1970, maki hans er Katrín María Magnúsdótt- ir. Þeirra börn eru Þorgeir Óli og Aldís Anna. Jóhanna, f. 1972, maki hennar er Jón Ingi Jónsson. Dóttir þeirra er María Eir. Einnig ólst upp á Utnyrð- ingsstöðum systur- sonur Ónnu, Tryggvi Snær Páls- son, f. 1967. Maki hans er Anne Vaill- ant. Dóttir Tryggva er Heiðbjört Marín. Sveinn fór í bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan bú- fræðiprófi 1956. Eftir búfræði- próf stundaði hann almenn sveitastörf norður í Iandi, en einnig var hann vinnumaður og póstur hjá Pétri á Egilsstöðum. Hann vann hjá Landssímanum við línulagnir og einnig hjá RARIK og Brúnás á árunum 1956 til 1962. Jafnframt. búskapnum á Útnyrðingsstöðum vann hann mikið hjá Kaupfélagi Héraðs- búa. Sveinn var bóndi á Útnyrðingsstöðum frá 1962 til 1985 en þá flutti hann til Hafn- ar í Hornafírði, þar sem hann vann næstu árin við ýmis störf hjá Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga. Síðast bjó hann í Smárahlíð í Hrunamanna- hrejipi. Utför Sveins fór fram frá Valþjófsstaðarkirkju 1. febrúar. skoðanir sínar en stóð á sínu ef með þurfti. Við systkinhr áttum alltaf vísan stuðning hans, sama hvað við tókum okkur fyrir hendur. Tónlistin átti alltaf stóran þátt í lífi hans. Hann söng í mörgum kór- um og spilaði á harmoniku og org- el. Hann hafði dálæti á ferðalögum og ferðaðist jafnt utanlands sem innan. Síðastliðið sumar dvaldi hann í Frakklandi hjá Tryggva Snæ, uppeldisbróður okkar, sem var honum sem sonur. Þar aðstoð- aði hann Tryggva við hestaum- hirðu og var það sem ævintýri fyrir hann, þar sem þama sameinuðust helstu áhugamál hans, hesta- mennska, útivist og ferðalög í sól- skininu í Frakklandi. Fyrir tveimur árum flutti pabbi til Jóhönnu og Jóns Inga í Smára- hlíð í Hrunamannahreppi, þar sem hann byggði sér lítið hús. Hann stundaði vinnu á Flúðum ásamt þvi að hjálpa til við búið í Smárahlíð. Þarna leið honum mjög vel, hann var aftur kominn í sveitina. Nú til þín, faðir, flý ég, á fóðurhjartað kný ég, um aðstoð ég bið þig. Æ, vert með mér í verki, ég veit þinn armur sterki í stríði lífsins styður mig. Eg veit, að við þitt hjarta, er vonarlindin bjarta, sem svalar særðri önd, sem trúin himnesk heitir, sem huggun sanna veitir. 0, rétt mér, Jesús, hjálparhönd. En verði, Guð, þinn vilji, þó veg þinn ei ég skilji, égfúshannfaravil. Þó böl og stríð mig beygi, hann brugðizt getur eigi, hann leiðir sælulandsins til. (Guðm. Guðm.) Elsku amma og Vassi, missir ykkar er mikill. Guð styrki ykkur og blessi. Elsku pabbi, við þökkum þér allt sem þú gafst okkur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Stefán, Jóna Björg, Sigríður Hrönn, Þorsteinn Óli, Jóhanna, Ragnlieiður, Jökull, Guðmundur Freyr, Katrín og Jón Ingi. Elsku afi. Þegar þú komst í heimsókn máttir þú alltaf vera að því að tala við okkur, spila við okk- ur og hlusta á okkur syngja og spila. Þú varst líka kominn til þess að vera með okkur. Takk fyrir, þetta er okkur mikils virði. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ijós á villuvegi viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. M barst tryggð í traustri hendi, tárinstraukstafkinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) - Elísabet Agla og öll hin afabörnin þín. SVEINN STEFÁNSSON MAGNÚS HALLDÓRSSON + Magnús Hall- dórsson fæddist í Hólma (Hróars- staðaseli) á Skaga 12. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 2. janúar. Ég var ekki nema fjögurra til fimm ára gömul en samt er eins og það hafi gerst í gær að Maggi frændi náði í mjólk fyrir Maju kisu, flækingskött sem ég hafði tekið að mér. Svoleiðis var Maggi frændi, alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálp- arhönd. Maggi frændi hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Því var ég hissa þegar ég á unglingsaldri fékk að vita að hann var ekki í raun frændi minn heldur uppeldisbróðir pabba. Ha, hugsaði ég, og svo ekki meir um það. I hjarta mér var hann líka orðinn hluti af mér. Maggi frændi var yndislegur maður. Hann var barngóður og man ég enn hvað það var nota- legt þegar hann klappaði mér á bakið, alveg þangað til ég sofnaði. Hann hugsaði vel um okkur systkin- in, Jónu, Nonna og mig. Hann hrósaði mér fyrir góðar ein- kunnir. Og þegar við systkinin vorum orðin eldri og komin með okkar börn sýndi hann þeim sömu ástúð og hann sýndi okkur systkinum. Hann var fróður um land sitt og hafði yndi af ættfræði. Maggi frændi lifði mjög einföldu lífi en gaf því meira af sér. Af hon- um lærði ég um það góða sem allir bera í hjarta sér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinarþel, sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem þú gafst mérþáafhjartaþér. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa ámeðanlifiég á meðan lifi ég. Ogégþakkavil þá dýru gjöf aðlífiðleittilmín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Það er með söknuði sem ég kveð Magga frænda, en enginn á skilið að kveljast og Maggi frændi barðist hetjulega við versta óvin mannsins, eins og hann kallaði það eða með öðnim orðum krabbamein. Núna veit ég allavega að honum líður vel. Ættingjum Magga frænda sendi ég kveðju mína og þakkir. Blessuð sé minning þín, elsku frændi. Kristín Ingunn Holm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.