Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengda- móöir og amma, STEFANÍA ÞÓRSTÍNA ÍVARSDÓTTIR, dvaiarheimilinu Seljahlíð, áður Hátúni 8, verður jarösungin frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 5. febrúar kl. 13.30. Sæmundur Magnússon, Guðný Hinriksdóttir, Lúðvík Andreasson, ívar Sæmundsson, Ingibjörg B. Sveinsdóttir, Andreas Lúðvíksson, Stefán Þór Lúðvíksson. Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaöir, ÞORSTEINN HANNESSON söngvari, er látinn. Kristín Páisdóttir, Páll Þorsteinsson, Ragna Pálsdóttir, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Þór Pálsson, Hannes Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson. Elskulegur sonur okkar og barnabarn, ARNAR ÞÓR, lést á Barnaspítala Hringsins þriðjudaginn 2. febrúar. Ólafía Guðbergsdóttir, Guðbjartur S. Franzson, Ragnhildur Gísladóttir, Guðbergur Sigurðsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Franz Guðbjartsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ÖGMUNDUR EIRÍKSSON skipstjóri frá Dvergasteini, Kleifarhrauni 3c, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju Vestmanna- eyjum, föstudaginn 5. febrúar kl. 14.00. Kristín Þórarinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Ólöf Jóna Þórarinsdóttir, Hjörleifur Jensson og barnabörn. + Tengdamóðir mín, amma okkar og fóstursystir, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR frá Kolbeinsá, Austurbrún 4, er látin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Elínborg Jónsdóttir, Inga María Ólafsdóttir, Jón Arnar Ólafsson, Grétar Norðfjörð. + Móðir okkar, INGIRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis að Bjarkargrund 14, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 2. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Þorsteinsdóttir, Bjarni Þorsteinsson. INGVAR BJÖRGVIN JÓNSSON + Ingvar Björgvin Jónsson fæddist í Holtaseli á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu 19. nóv- ember 1908. Hann lést á deild F-2 á Hrafnistu í Reykja- vík að morgni 29. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Jón Þórðarson bóndi, ættaður úr Suðursveit, og eig- inkona hans Pálína Erlingsdóttir, ættuð úr Oræfum og Suð- ursveit. Þau hjón bjuggu á Rauðabergi og á Stórabóli, en lengst af í Holtaseli á Mýrum. Foreldrar Ingvars Björgvins fluttu síðar að Hólabrekku, sem var næsti bær við Holtasel. Þar lést Jón bóndi hinn 15.6. 1958. Pálína fluttist þá til sonar síns Þórðar, sem bjó á Bjargi á Höfn á Hornafirði. Dvaldi hún hjá honum til dánardægurs, 25.3. 1961. Þau hjón, Jón og Pálína, Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. (M. Joch.) Þessar línur úr sálminum fallega, Fögur er foldin, hafa nú í haust og vetur lifað með mér. I fjölskyldu okkar hafa orðið kynslóðaskipti. Feður okkar Hreiðars voru dánir fyrir mörgum árum. Móðir okkar systkina lést hinn 8. október síðast- liðinn og nú er hann Ingvar bless- aður, sambýlismaður hennar mömmu síðustu 26 árin, látinn. Ingvar fékk hægt andlát að morgni 29. janúar eftir tíu daga sjúkleika. Hann hafði þráð dauðann lengi. Víst er það svo að dauðinn felur í sér lausn fyrir aldna og lúna. Fyrir þá sem eru saddir lífdaga. Við sem eftir stöndum vitum það mætavel. Þakklæti er sú tilfmning sem fyllir hugann á þessum stund- um. Þakklæti og viðkvæmni. Vegna þess að það sem var verður aldrei aftur. Við sem tilheyrum nú eignuðust sjö börn og komust fimm þeirra til fullorðinsára. Þau hétu, auk Ingvars Björgvins, sem hér er minnst: Þórður, Elí- as, Karl Kristinn og Olafía Agústa. Þau eru öll látin. Sambýliskona Ingvars Björgvins var Anna Kristín Halldórsdóttir Thom- sen, f. 14.5. 1908, á Vermundarstöðum á Ólafsfirði, d. 8.10. 1998. Anna Kristín gerðist ráðskona Ingvars Björg- vins haustið 1971 á heimili hans á Laugavegi 67a. Var það eftir lát eiginmanns hennar, Tomasar Thomsen, sem lést 14.1. 1970. Ár- ið 1976 keyptu Anna Kristín og Ingvar Björgvin saman íbúð á Lindargötu 61 í Reykjavík. Þar bjuggu þau til sumarsins 1986 er þau fluttu í þjónustuíbúð aldr- aðra á Dalbraut, 25. Fyrir þremur árum fluttu þau á Hrafnistu í elstu kynslóðinni höfum ekki að- eins kvatt þá, sem voru okkur kærir, heldur einnig hluta af lífi okkar. Á slíkum vegamótum er gjarnan horft um öxl. Minningarnar mörgu leita á hugann. Hann Ingvar kom inn í líf okkar íjölskyldunnar þegar móðir okkar gerðist ráðskona hans haustið 1971. Það var fáum árum eftir dauða fóður okkar. Það hefur verið átak fyrir hann Ingvar að taka á móti stóra hópnum hennar Önnu Kristínar. Heimilið hans lognværa varð eins og umferðar- miðstöð, þar háværir glaðsinna ein- staklingar komu og fóru. Og alltaf bættist í hópinn. Með tímanum urðum við fjölskyldan hans og hann fylgdist grannt með hverjum og einum. Fjórum árum síðar keyptu þau sér saman íbúð á Lindargötu 61 þar sem þau bjuggu þar til þau íluttu í þjónustmbúð fyrir aldraða að Dalbraut 25. Fyrir þremur ár- um fóru þau síðan á Hrafnistu í JÓNA FRÍMANNSDÓTTIR + Jóna Frímannsdóttir fædd- ist í Garðshorni á Þelamörk 9. júní 1950. Hún lést á heimili sínu 16. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Gler- árkirkju 22. janúar. Það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért ekkki lengur hjá okkur. Eg var eiginlega orðin sannfærð um að þú gætir örugglega unnið bug á þessu eins og í öll hin skipt- in, þegar þú varst mikið veik en hresstist svo aftur og varst farin að þeytast um allan bæ á sýningar og í gönguferðir með vinkonum þínum. Eg kynntist þér bara fyrir tæpum tveimur árum þegar ég og Svanlaugur fórum að vera saman. Ég get nú ekki neitað því að ég var hálfsmeyk við að hitta þig fyrst, því að Svanlaugur hafði borið af þér hálfgerðar tröllasögur og að hún mamma sín væri ekkert lamb að leika sér við ef hún kæmist í ham. En þetta breyttist allt um leið og ég hitti þig fyrst því þú varst einmitt svona klassísk leik- + Elskulegur sonur minn, fóstursonur, bróðir okkar og mágur, JÓN HELGI HJARTARSON, Bólstaðarhlfð 50, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Sendum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug, hugheilar þakkir. Guð þlessi ykkur öll. Hjörtur Jónasson, Ólafur Á. Jóhannesson, Reidun Gustum, Halldóra Ólafsdóttir, Þórður Hjartarson, Helga Ólafsdóttir, Sif Konráðsdóttir, Magnús Jónsson, Sturla Hjartarson, Hermann Hjartarson, Hólmfríður Sóley Hjartardóttir, Axel Blöndal, Oddvar Örn Hjartarson, Reykjavík þar sem Anna Krist- ín lést hinn 8. október síðastlið- inn. Ingvar Björgvin var barn- laus, en börn Onnu Kristínar eru: Hallmar Thomsen, f. 7.5. 1932; Elna Thomsen, f. 11.5. 1936; Tomas Enok Thomsen, f. 27.2. 1940; Magnea Thomsen, f. 17.5. 1941; og Svala Sigríður Thomsen, f. 15.10. 1945. Niðjar Onnu Kristínar eru 65. Ingvar Björgvin ólst upp í Holtaseli. Hann stundaði sveitastörf og sjómennsku, m.a. var hann tíu vertíðir á Höfn í Hornafirði, en heima var liann við bústörf á sumrin. Hann flutti suður og gerðist gæslumaður við hælið í Arnar- holti á Kjalarnesi árið 1947. Árið 1953 flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann var búsettur síðan. Ingvar Björg- vin vann við fiskvinnslu í Sænska frystihúsinu í fimm ár en starfaði síðan í 19 ár hjá Guðmundi í trésmiðjunni Víði. Síðustu tíu ár starfsævinnar vann Ingvar Björgvin hjá 01- gerðinni Agli Skallagrímssyni, eða til 75 ára aldurs, er hann lét af störfum vegna aldurs. títför Ingvars Björgvins fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Reykjavík. Var þá móðir okkar orðin mjög minnisskert og þurfti á frekari aðhlynningu að halda. Á Hrafnistu voru þau ekki á sömu deild. Ingvar fór til hennar dag- lega. Hann dvaldi hjá henni í marg- ar stundir dag hvern og vakti það athygli starfsfólks og gesta hvað hann var einstaklega umhyggju- samur og natinn við hana. Fyrir það og alla hlýjuna hans munum við systkinin vera Ingvari ævar- andi þakklát. Við Elna þökkum traustið sem hann sýndi okkur með því að biðja okkur um að annast útför sína. Drögin að henni hafði hann lagt sjálfur. Dauðinn var Ingvai’i kær- kominn gestur. Hann kvaddi sátt- ur við Guð og menn, saddur líf- daga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Svala og Hreiðar. skólakennaramanngerð, og alltaf stutt í brosið. Þú tókst mér opnum örmum og sagðir mér bara að koma sem oftast, sem ég og gerði. I hvert sinn sem ég átti fríhelgi flaug ég norður og var orðin fasta- gestur á flugteríunni á Reykjavík- ui-flugvellinum á meðan ég beið efth- hoppi norður. Svo flutti ég norður í haust og kynntist þér þá ennþá betur. Oft sátum við inni í eldhúsi og spjöll- uðum. Þú sagðir oft svo skemmti- legar sögur, t.d. af því hvemig var að alast upp í sveit og ýmsar skemmtisögur af hinum og þessum furðufuglum og öðru merkilegu fólki. Það er líka þér að þakka að ég dreif mig á myndlistamám- skeiðið því að þér fannst alveg ómögulegt að ég hefði ekkert skemmtilegt fyrir stafni. En það sem skipti þig mestu máli í þessu lífí vom strákarnir og Óli. Þú hafð- ir talsverðar áhyggjur af því hvernig þeim myndi reiða af án þín og hvort að það yrði nokkurt jóla- skraut næstu jól og hvort einhver hugsaði um kisu. Það hlýtur að vera óbærileg tilhugsun að vita að maður er að deyja og að öll fjöl- skyldan á eftir að sitja eftir í sorg, en enginn getur breytt þessu lífi og ég veit að þú ert ekki horfin að eilífu, heldur er nú bara nýtt tíma- bil hafið hjá þér og mér líður miklu betur við þá tilhugsun. Ég ímynda mér að núna sértu einhvers staðar böðuð hvítu, hlýju ljósi og fylgist með öllum ástvinum þínum. Ég votta Óla, Svanlaugi, Dofra, Hrannari og öllum ættingjum og vinum samúð mína. Margrét Sævarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.