Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 57 + Guðrún Bjarna- dóttir fæddjst á Leifsstöðum í Ong- ulsstaðahreppi í Eyjafirði 21. apríl 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 27. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 2. febrúar. Vegna mistaka birtist greinin sem hér fer á eftir undir röngu höfundar- nafni í Morgunblaðinu þriðju- daginn 2. febrúar. Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Guðrún Bjarnadóttir eða Gunna Bjarna, einsog hún var oftast kölluð meðal ættingja og vina, var yngst af fjórum systkinum. Þessi systkini, sem nú eru öll látin, Kristján, Bubba, Magga og Gunna, voru í nánum tengslum við fjölskyldu mína svo lengi sem ég man eftir, og ég á ljúfar minningar um þau öll. Amma mín, Guðbjörg Bjarna- dóttir, var afasystir þeirra, en það voru forlögin, sagði hún amma mín, sem sáu til þess að hún kynntist þessu frændfólki sínu. Oft sagði hún söguna af því þegar hún hitti Bene- dikt hálfbróður sinn, afa systkin- anna, í fyrsta sinn. Amma mín, sem átti tvö alsystkini og ellefu hálf- systkini, ólst upp hjá frændfólki sínu í annarri sveit og þekkti ekkert systkina sinna. Þá var það dag einn snemma á þriðja áratugnum að amma, sem þá var löngu orðin ekkja og nýflutt til Akureyi-ar, rakst þar á mann sem henni var sagt að byggi yfir í Kaupangssveit, og flaug henni þá í hug að spyrja þennan mann um Benedikt hálf- bróður sinn, en hún var búin að frétta að hann byggi hjá Bjarna syni sínum og Snjólaugu konu hans á Leifsstöðum í Kaupangssveit. „Þekkir þú Benedikt á Leifsstöð- um?“ spurði amma. „Já,“ svaraði maðurinn, „ég þekki hann.“ Amma mín sagði þá hver hún væri og hvers vegna hún væri að spyrja um Benedikt, hann væri bróðir hennar, en þau hefðu aldrei sést. „Já, það er nú það,“ sagði bónd- inn með hægð, „ég er Benedikt á Leifsstöðum.“ „Þá erum við systkini,“ sagði amma. „Svo mun vera,“ sagði Benedikt. Þannig hófust kynnin milli fjöl- skyldna okkar Gunnu, og hafí for- lögin verið þar að verki, einsog amma mín trúði, þá voru forlögin henni og okkur afkomendum henn- ar sannarlega hliðholl á þeirri stundu. Foreldrar Gunnu, þau Bjarni og Snjólaug, og síðar börnin þeirra fjögur áttu eftir að reynast ömmu einstaklega vel og á efri ár- um hennar má segja að hjá þeim systkinunum hafi hún átt sitt annað heimili, þegar svo bar undir. Fyrst þegar ég man eftir Gunnu bjó hún ásamt móður sinni á heimili Bubbu systur sinnar og Stefáns Reykjalín, sem þá voru nýlega gift. Gunna var þá að læra tannsmíði, en hún var ein fyrsta íslenska konan sem lagði stund á þá grein og starf- aði hún við tannsmíði um árabil. Frá fyrstu tíð var Gunna mér eink- ar góð og hlýleg, og man ég hvað mér fannst alltaf gaman að koma inn í litla herbergið hennar í Holta- götu 7, þar sem allt var svo smekk- legt og fallegt. Hún var líka rauð- hærð einsog ég, og það vakti sam- kennd mína, því það var ekkert gaman að vera rauðhærður á þeim árum. Margan greiða gerði hún mér þegar ég var í skóla á Akureyri á unglingsárum mínum og var svo heppin að vera kostgangari hjá Bubbu og Stefáni. Svo liðu árin, og þegar ég kom heim eftir nokkurra ára dvöl í útlöndum var Gunna gift Árna Jóns- syni amtsbókaverði og þau búin að eignast tvö indæl börn, Maríu og Bjarna. Þá var gaman að koma á heimili þeirra á Gilsbakkaveg- inum og kynnast Árna, sem var svo Ijúfur og skemmtilegur. Árni lést langt um aldur fram og var það mikið áfall fyrir Gunnu og bömin. Gunna fluttist í minni íbúð og fór að vinna á Amtsbókasafninu. Á þess- um árum dvaldist ég með fjölskyldu minni á Akureyri á hverju sumri, og það var fastur liður hjá okkur að fara út á bókasafn til að hitta Gunnu fljótt eftir að við komum í bæinn, og alltaf var jafn notalegt að sjá hana á sínum stað við afgreiðsluborðið, brosandi og alúðlega. Gunna var hlédræg og tranaði sér ekki fram, hæg í framkomu, jafnvel dálítið feimnisleg, en bros hennar fallegt og heillandi. Hóg- værð var henni í blóð borin, og kemur upp í huga minn að oft sagði hún við mig og fjölskyldu mína, þegar hún var að aka okkur um all- ar trissur á litla bílnum slnum, að hún væri nú ekki góður bílstjóri. En Gunna var einmitt góður bíl- stjóri, gætin og tillitssöm í umferð- inni. Þannig vandaði hún allt sem hún tók sér fyrir hendur. Útsaum- aðir munir, sem prýddu heimili hennar, báru vott um prýðisgott handbragð, en Iíka fágaðan smekk og næmi fyrir litum. Einhverntíma sagði ég við hana að hún hefði list- ræna hæfileika, og þá brosti hún og fannst að ég hefði sagt mikla fjar- stæðu. Síðustu árin fór heilsu Gunnu hnignandi, alltaf bar hún sig þó vel, en svo fór að lokum að hún gat ekki lengur séð um sig sjálf í íbúðinni sinni í Víðilundi, og varð að flytjast á Dvalarheimilið Hlíð. Þegar ég sagði dóttur minni að Gunna væri komin í Hlíð varð henni að orði: „Ég á erfítt með að sjá Gunnu fyrir mér innan um gamalt fólk, í mínum huga verður Gunna aldrei gömul." Þessi orð rifjast upp fyrir mér nú við and- lát Gunnu. Gunna var í rauninni aldrei gömul þó að hún kæmist yfir áttrætt og líkamleg heilsa væri far- in að gefa sig. í útliti hélt hún sér ótrúlega vel; grönn og beinvaxin og létt á fæti, rauðgullna hárið var að vísu löngu orðið snjóhvítt, en það var þykkt og fór henni vel. Og mál- rómurinn var alltaf hinn sami, þýð- ur og unglegur. Ævi Gunnu var löng og farsæl. Ég, sem er ein af þeim mörgu sem hlutu ríkulegan skerf af tryggð hennar og vináttu, minnist hennar með söknuði, og mikið er ég for- sjóninni þakklát fyrir að hafa leitt hálfsystkinin tvö, ömmu mína og afa Gunnu, saman á Akureyri fyrir nær áttatíu árum. Kristín Jónsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, ÞORVALDUR ÁRNI GUÐMUNDSSON fyrrv. starfsmaður Alþingis, Safamýri 42, lést á hjartadeild Landspítalans að kvöldi þriðju- dagsins 2. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Áslaug Guðjónsdóttir. t Hjartkær bróðir minn, STEINAR PÁLL ÞÓRÐARSON kennari, Hraunbæ 168, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Trausti Þórðarson, frændi og vinir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN F. ARNDAL fyrrv. svæðisstjóri hjá Vátryggingafélagi Islands í Hafnarfirði, Naustahlein 3, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Margrét Jóhannsdóttir, Hlynur Jónsson Arndal, Auður G. Eyjólfsdóttir, ívar Jónsson Arndal, Elín Helga Káradóttir, Margrét Helga ívarsdóttir, Karen Lísa Hlynsdóttir, Jóhann Kári ívarsson, Finnbogi F. Arndal, Kristjana F. Arndal. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. GUÐRÚN BJARNADÓTTIR + Maðurinn minn, faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON byggingameístari frá Böðmóðsstöðum, Laugardal, Vesturhúsum 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 5. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Unnur Dorothea Haraldsdottir, Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Hafdís Karólína Guðbjörnsdóttir, Kristján Valberg Guðbjörnsson Guðmundur Guðbjörnsson, Sólrún Guðbjörnsdóttir, Ásgerður Guðbjörnsdóttir, Arinbjörn Guðbjörnsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Þuríður Guðbjörnsdóttir, barnabörn oc Grímur Valdimarsson, Kristján Gíslason, Eygló Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Baldvin Jónsson, Eggert Snorri Guðmundsson, Torfi Markússon, aðrir ástvinir. + Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, sambýlis- kona og amma, MAGNEA G. GUÐJÓNSDÓTTIR, Blikahólum 4, áður til heimilis á Austurströnd, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Guðjón Stefánsson, Sigurjón Stefánsson, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Jón Stefánsson, Rannveig Hjörtþórsdóttir, Guðbjörg A. Stefánsdóttir, Gunnar G. Andrésson, Jón G. Guðjónsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, systir okkar, móöir og amma, HALLDÓRA ODDNÝ ALEXANDERSDÓTTIR EGGERTSSON, frá Suðureyri við Súgandafjörð, Lindargötu 62, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 29. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Ásgeir Eggertsson, Soffía Alexandersdóttir, Gyða Halldórsdóttir, Hannes Alexandersson, börn og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EVA ÞORFINNSDÓTTIR, Austurvegi 21B, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 6. febrúar kl. 13.30. Aagot F. Snorradóttir, Sigríður Snorradóttir, Gunnar S. Snorrason, Þorfinnur Snorrason, Árni Snorrason, Sigurður Hjaltason, Skúli Magnússon, Rannveig Friðriksdóttir, Ingunn Stefánsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Anna María Snorradóttir, Óli R. Ástþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN VÍDALÍN GUÐMUNDSSON, Vestmannabraut 53, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 6. febrúar kl. 14.00. Guðlaug Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.