Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 63 Fréttaannáll rjúpnavinar 1998 Frá Elsu Pétursdóttur: RANNSÓKNIR Náttúrufræðistofn- unar á haust- og vetrarafföllum rad- íómerktra rjúpna í Mosfellsbæ sýndu að um 70% fugla á lífí í upp- hafí veiðitíma féllu fyrir hendi veiði- manna. Engar líkur eru á því að rjúpnastofn geti staðið undir slíku álagi. Rjúpnatalningar á Suðvestur- og Vesturlandi sýna að rjúpnastofn- inn þai- stendur í stað eða fuglum fækkar meðan aukning er á Norður- og N orðausturlandi. Áður voru stofnbreytingar í þessum landshlut- um í takt. Þessar niðurstöður taln- inganna um fækkun eða kyrrstöðu á Suðvestur- og Vesturlandi gætu bent til þess að sú ofveiði sem sann- anlega er í Mosfellsbæ sé miklu víð- ar. Þrátt fyrir þetta halda skotveiði- menn því fram að engar marktækar vísindalegar sannanir liggi fyrii- þvi að rjúpan sé ofveidd á sumum svæð- um, en farið er fram á að meira fé verði veitt til vísindalegra rann- sókna. En til hvers ef enginn tekur mark á þeim? Formaður Skotvís, Sigmar B. Hauksson, segir meðal annars í bréfí 21. desember, „að nær allar rjúpnarannsóknir sem stundað- ar eru hér á landi sé kostaðar af fé úr svokölluðum veiðikortasjóði". Veiðikort voru fyrst tekin í notkun 1996 svo ekki er langt síðan þessi „sjóður" varð til. Ef til vill mætti hækka veiðikortagjaldið. Formaður Skotvís gi’eindi einnig frá því í Morgunblaðinu 6. des. að engin hætta væri á rjúpnaskorti í ár. Hann telur að hér sé mai'kaðm- fyrir um 100 þúsund rjúpur og það komi heim og saman við niðurstöður neyslukönnunar sem Gallup hefur gert fyrir Skotvís undanfarin ár. Því megi segja að veiddar rjúpur um- fram þessar 100 þúsund séu birgðir til næsta árs. Samkvæmt tölum frá veiðistjóra voru skotnar 163.103 rjúpur á síðasta ári (1997). Ennfrem- ur sagði formaður Skotvís að tölu- vert væri til af rjúpum frá í fyrra og jafnvel hitteðfyrra. Hin árlegu villibráðarkvöld fengu sína athygli. Rjúpnaveiðin leyfð á 12-15 ríkis- jörðum. Velgengni fálkastofnsins er algjör- lega háð fjölda rjúpna. Á fræðslufundi Skotveiðifélags Is- lands, 7. október, voru fundarmenn minntir á námskeið í að drepa rjúpur. Grímur M. Steindórsson skrifar Klíkuvana listmálari Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: FYRIR norðan hafa alltaf verið menningartilburðir; einkum hefur borið á því í seinni tíð. I Ketilhúsinu svonefnda í Grófargili er tilvalin sýn- ingaraðstaða. Um þessar mundir sýnir þar listamaður níu verk sín, sem öll eru unnin í olíu á striga. Þetta er forvitnileg listsýning og gefandi. Þessar myndir eru án titils og núm- eraðar réttsælis - það út af fyrir sig er athyglivert og fær mann til að hugsa. Einkum eru tvö verk sem hrífa þann, sem þetta skrifar: Númer níu, sem minnir mig á norðlenska veðráttu (þvílíkt litaspjald - mýkt og birta sem er aðalatriðið í málverki að viðbættri línunni, sem Kjarval var alltaf að tala um að skipti höfuðmáli). Páll Sólnes, borinn og barnfæddur Akureyringur, er höfundur þessara mynda. Inngönguversið á þessari sýningu er „númeró úno“ - númer eitt sem í yfírlætisleysi og hógværð í samsetningu (composition) er gætt þessari kyrrlátu spennu sem verður að vera í listaverki hvort sem um er að ræða myndlist, tónlist eða ritlist (ella er enginn stíll). Páll hefur stíl og er þess vegna verðugur. Aukinheldur er hann ekki í neinni leiðindaklíku. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON listamaður. meðal annai’s í Morgunblaðið 27.3. 98: „Skotveiðimennska, hvað er það? Er það þjónkun við lífið eða dauð- ann: Hver á það líf sem er drepið, þeir eða ég? Tilstandið við dráps- ferðir er hlægilegt og er þá ekki spurt um kostnað. Allir kætast nema þeir sem gráta sviptingu gleðinnar yfir sköpunarvei’kinu." 4. nóvember 1998 segir Kai’l Jónatansson meðal annars í bréfi til blaðsins: „Rjúpan er sú lífvera sem hvað mest prýðir okkar fósturjörð, á svo margan hátt. Hún er falleg að sjá bæði í sínum sumar- og vetrar- búningi. Hún er ljúflingur sem gerii’ engri skepnu eða manni mein. Hún er einn þarfasti hlekkurinn í lífkeðj- unni til gróðurræktunar í óbyggðum landsins. Öllum fínnst rjúpan vera ómissandi vinur og nágranni nema þá nokkur hundruð svokallaðar rjúpnaskyttm’." Hann kemur einnig með góða uppástungu: „Væri kannski ráð að senda þessar byssuglöðu rjúpnaskyttur niður í fjöru og þar fengju þær að skjóta máva og svartbak. Sjálfum sér og öðrum bæði til gagns og gleði. Og það sem best væri: Hættan á að þær týndust eða meiddu sig væri sáralít- il.“ DV birti viðtal við rjúpnaskyttu í upphafi veiðitímans sem sagði meðal annars: „Ég hef stundað rjúpnaveiði Iengi og aldrei séð menn svona mikið á fjórhjólum við veiðiskapinn. Þótt þetta sé algjörlega ólöglegt gera menn þetta í stórum stíl og lögreglan gerir lítið í málinu. Veiði á fjórhjól- um er að verða vandamál því meðan ekkert er gert í málinu stunda menn þennan ólöglega veiðiskap grimmt." Eftir að hafa lesið þetta spyr maður; er þetta sportið, hvað með sjálfsagt eftirlit er það kannski ekkert? Varla hefur löggæsla hvers sveitarfélags ráðrúm til þess að fylgjast með skot- veiðimönnum út um holt og hæðh’. Morgunblaðið birti frétt 3. desem- ber um tvær vinkonur frá Eskifirði sem töldu sig fengsælar, voru búnar að fá 200 rjúpur sem ætlaðar voru handa ættingjum og vinum og selja afgangsfugl. Það viðraði illa við rjúpnaveiðina en þá fóru þær út á fjörð og náðu sér í svartfugl. Væri ekki möguleiki að sleppa því að skjóta rjúpuna og njóta hennar lif- andi og snúa sér frekar að svartfugl- inum sem selst allt árið? Einn ágætur þingmaður sagði meðal annars í sjónvarpsþætti ný- lega að hann væri hálfleiður yfir því að hafa ekki getað sýnt ræktarsemi við heimahagana og skotið þar rjúpu en varð þess í stað að kaupa hana í búð. Ég undirrituð er að velta því fyrir mér hvort tekist hafí að losna við þær rjúpur sem beðið hafa í frystikistum undanfarin ár og vona að ekki hafi hlaðist upp annað eins af nýskotinni rjúpu. Rétt fyrir jól stóð ég fyrir framan frystiborðið í einum stórmarkaðinum í Reykjavík til þess að velja mér aligæs. Fyrst varð mér litið á stóran og matarmikinn kalkún, næst honum var sæmileg aligæs, þar næst alltof lítil villigæs, en við hliðina á henni var lítill hvítur hnoðri sem við nánari athugun voru tvær rjúpur samanbögglaðar í plast- poka. Ég fékk sting i hjartað og hugsaði með mér: Er nú endanlega búið að úti’ýma rjúpunni minni á sumarbústaðasvæðum í Borgarfh’ði? Ein spurning að lokum. Er ekki jafn siðlaust að drepa rjúpu sem tóm- stundagaman og að drepa rjúpu í at- vinnuskyni? ELSA PETURSDOTTIR, Neðstaleiti 5, Reykjavík. AFMÆLI SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR Hún tekur upp á því að verða áttræð í dag, blessunin hún frænka mín úr Húnavatnssýslu. Sigurlaug Sigurðardóttir sparivinkona mín og frænka (Skeggstaðaætt) er ekkert venjuleg, hvorki sem kona né manneskja. Hún fluttist suður kornung og skellti sér óðar út í lífs- baráttuna í asfaltfrumskógi litlu stórborgarinnar - fór strax að vinna fyrir sér, fyrst vann hún verzlunarstörf í virðulegum bútikk- um. Hún hefur snemma kunnað listina að fást við mannleg sam- skipti, kunnað slíkt fram í fíngur- góma. Það sannast áþreifanlega æ ofan í æ. Enn er hún að fást við lífsstarf sitt: nudd, alls konar lík- amsnudd. Hún rak víðfræga nudd- stofu á Hótel Sögu í fjöldamörg ár og eignaðist marga vini og kunn- ingja sem gleyma henni aldrei. Hvers vegna? Hún er alltaf skemmtileg á hverju sem veltur og ber ekki slæmsku og andstreymi á torg. Fáum manneskjum hef ég kynnzt sem hafa meiri húmor en hún frænka Sigurlaug. Kímni- kennd er ein mesta guðsgjöf sem nokkrum manni getur hlotnazt. Japanir segja sorgleg tíðindi hlæj- andi; fornmenn sögðu, ef illa gekk: „Þat hlægir mig“. Var ekki stund- um talað um að brosa gegnum tár- in. Elsku Sigurlaug mín er auðvit- að viðkvæm eins og sumir í föður- ætt greinarhöfundar í Húnaþingi - trúlega um of á stundum. Hins veg- ar leyfir manndómur hennar hvorki vol né víl. Því er hún Sigur- laug sterk og oft er hún gefandi af ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur _____Gæða snyrtivörur i_______á góáu verði. _ _ 29 ár á íslandi. Sími 567 7838 — fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is ;r /. www.xnet.is/oriflame sjálfri sér, veitandi ýmsu fólki styrk - það hef ég fyrir satt og tala auk þess af persónulegri reynslu. Frændi okkar Sigurlaugar, Örn sálugi Eiríksson loftsiglingfræð- ingur, var alltaf að tala um hana Sigurlaugu. Andlit hans fékk á sig annan svip þegar hann minntist á hana - það glaðnaði jrfir honum. Þegar sumar bardagamanneskjur og síungar manneskjur eins og Sig- urlaug eiga í hlut, viðrar alltaf ferskt og hversdagsleikinn er ekki til. Honum hefur verið fleygt í ruslið og er því bara handa leiðin- ” legu fólki. Var það ekki líka Oscar Wilde sem sagði, að fólk væri hvorki vont né gott - það væri ann- aðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Hún Sigurlaug er enn að vinna og hjálpa fólki með hvítum galdri sín- um. Hún kann öll hugsanleg kerfi í nuddi frá A til Z, fylgist með öllu í faginu. Aukinheldur lætur hún sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Fáir og fáar á lífsleið minni eru, að mér fínnst, fljótari að hugsa en hún frænka - og listræn er hún og smekkleg og vinnur hún að list - myndlist í ýmsum tilbrigðum og til- þrifum. Myndheimur hennar er gæddur lífi eins og hún sjálf. Kæra Sigurlaug mín, ég sendi þér beztu afmæliskveðju í heimi með innilegum þökkum fyrir fjörug- ar samverustundir. Lifðu alltaf! Þinn frændi og vinur, Steingrímur St.Th. Sigurðsson. SúrefnisYÖmr Karin Herzog Kynning í dag kl. 15-18 í Ingólfsapóteki, Kringlunni BÓKABÚÐAKEÐJAN %(BÍ€f) merkipennar STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN, Kringlunni 8-12 - Reykjavík verður lokuð í nokkra daga vegna breytinga Meðan á breytingunum stendur verður opið frá kl. 9.00-18.30 í STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík, sími 551 8519
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.