Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 11 Þórður Friðjónsson, viðskiptaráðuncyti Gj aldeyrisfor ðinn í Augljós sögulegu lágmarki hættumerki ORVALDUR Gylfason, prófessor við Háskóla Is- lands, segir ljóst að mikil þensla sé í þjóðarbúskapnum. Hana megi m.a. marka af því, að útlán bankakerfisins hafi aukist mjög hratt síðustu mánuði. „Aðrar peningastærðir, eins og t.d. peningamagn í umferð, hafa einnig aukist mjög hratt. Vaxt- arhraði helstu peningastærða er frá 15% og allt upp í 30% síðustu 12 mánuði. Það er hætt við því að svo mikil peningaþensla geti kynt undir verðbólgu þegar frá líður.“ Þorvaldur segir að hafa þurfi í huga, að samkeppni hafi harðnað talsvert á Islandi eins og í öðrum löndum og svigrúm kaupmanna og annarra til verð- hækkana sé að sama skapi minna en áður. „Fyrir nokkrum árum hefði það verið nokkurn veginn sjálfgefið að svo mikil peningaþensla leiddi til aukinn- ar verðbólgu innan nokkurra mánaða eða missera, en það hef- ur ekki gerst enn,“ segir hann. „Samt skyldu menn ekki ganga út frá því sem gefnum hlut að samkeppnin sé orðin svo hörð að þeim stafi engin hætta af pen- ingaþenslunni, heldur er hættan þvert á móti umtalsverð að minni hyggju.“ Andvaraleysi stjómvalda Þorvaldur segir hættuna ekki aðeins bundna við peningaþró- unina, heldur einnig andvara- leysi sljórnvalda. „Þenslumerki af þessu tagi eru sérstaklega hættuleg þegar kosningar eru í nánd, því að þá er vilji sljórn- valda til að viðurkenna veikleika í hagsljórninni með allra minnsta móti. Góðærið nú, eins og önnur sem við höfum gengið í gegnum allan lýðveldistímann, byrgir mönnum sýn. Þeir of- metnast og taka því ekki fullt mark á viðvörunum Seðlabanka, annarra innlendra aðila eða er- lendra efnahagsstofnana, sem fjalla um íslensk mál.“ Þorvaldur segir að gjaldeyris- forði Islendinga sé í sögulegu lágmarki. „Undanfarin ár hefur verið talið eðlilegt að gjaldeyris- forði Seðlabankans dygði til að AGNAR Hansson, fram- kvæmdastjóri viðskipta- sviðs Viðskiptaháskólans, segir þenslueinkenni í formi auk- innar innlendrar eftirspurnar, viðskiptahalla og þróun peninga- magns í eðli sínu verðbólguhvetj- andi, þó sú hafi ekki orðið raun- in enn. „Hins vegar skýtur æ oft- ar upp kollinum sú spurning hvort senn sé komið að því að hagkerfið þoli ekki lengur við og eitthvað láti undan. Það er ekki til einhlítt svar við því, enda ótal ytri þættir sem máli skipta og ógerlegt er að henda reiður á. Við höfum notið þess að verðlag á sjávarafurðum hefur hækkað mikið samfara því sem verð á innfluttum hrávörum hefur al- mennt lækkað. Geysileg sam- keppnisaukning hefur orðið í smásöluverslun og tilkoma hluta- bréfamarkaðar hefur leitt til saineiningar og hagræðingar, sérstaklega í sjávarútvegi. Opn- un fjármagnsmarkaðar og frjálst fjármagnsflæði hefur veitt inn- lendum fyrirtækjum aðgang að ódýrara lánsfjármagni en áður, auk þess sem nýjungar í fjár- málastjórnun, s.s. afleiðusamn- ingar, hafa gert fyrirtækjum kleift að draga úr áhættu og auka hagnað sinn samtímis. Til viðbótar öllu þessu liefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt allt frá árinu 1993 og frekar Þorvaldur Gylfason prófessor standa straum af innflutningi til landsins í þijá eða fjóra mánuði. I OECD-löndum er viðmiðunin yfirleitt sú, að gjaldeyrisforð- inn þurfi að duga fyrir a.m.k. þriggja mánaða innflutn- ingi. Þessi þriggja mánaða við- miðun hefur verið eins konar gólf undir gjaldeyrisforðann, einnig hér heima. Nú er svo komið, að gjaldeyrisforði okkar dugir aðeins fyrir tveggja mán- aða innflutningi. Hann er kom- inn niður fyrir viðtekin öryggis- mörk. í góðæri ætti gjaldeyris- forðinn að vera meiri en í hall- æri. Rýrnun forðans miðað við innflutning er til marks um það andvaraleysi, sem mér finnst einkenna afstöðu stjórnvalda um þessar mundir. Þau beija sér á bijóst og segja að allt sé í himnalagi, en svo er þó ekki að minni hyggju. Þegar forðinn er orðinn svo naumur geta spá- kaupmenn séð sér hag í því að kaupa gjaldeyri í stórum stíl til þess eins að geta selt hann aftur ef gengið fellur. Einn höfuðtil- gangurinn með því að eiga myndarlegan gjaldeyrisforða í Seðlabankanum er einmitt að draga úr freistingu spákaup- manna til að reyna slík áhlaup." Of lítil fyrirhyggja í fjárlagagerð Þorvaldur segir of mikið sagt að efnahagslífið þoli engin áfóll, en viðnámsþrótturinn sé þó minni en hann ætti að vera að réttu lagi. „Auk þess er enn við ýmsa veikleika að elja í ríkis- íjármálum því að nauðsynlegur uppskurður og skipulagsbreyt- ingar hafa látið á sér standa á þeim vettvangi. Þar hef ég aðal- lega í huga mál málanna, veiði- gjald af einhveiju tagi, sem myndi skapa svigrúm til að búa svo um hnútana í ríkisbúskapn- um að okkur stæði miklu minni ógn af þenslu og verðbólgu - og næstu niðursveiflu - en ella.“ Fyrirhyggja í Ijárlagagerð er styrkst en hitt.“ Agnar segir að þessi stöðug- leiki í gengi krónunnar hafi öðru fremur verið hvati fyr- ir þá geysilegu aukningu sem orðið hafi í gjaldeyrisviðskiptum undanfarin ár. „Það má reikna með að velta í gjaldeyrisviðskiptum milli inn- lendra aðila á síðasta ári hafi numið nálægt eitt þúsund millj- örðum króna og óhætt að full- yrða að millibankaviðskipti inn- lendra banka við erlenda sé margfeldi þeirrar tölu. Þegar við samtímis gerum okkur grein fyr- ir því að innflutningur vöru og þjónustu var „einungis" 226 milljarðar og útflutningur um 200 milljarðar verður ljóst að hlutur fjármagnshreyfinga og spákaupmennsku hefur æ meiri of lítil, að mati prófessorsins. „Við núverandi kringumstæður 'ætti ríkissjóður að sýna myndar- legan afgang. En því er ekki að heilsa. Það á einnig við um sveit- arfélögin, sem halda áfram að safna skuldum. Góðærið hefur fyllt menn falskri öryggiskennd. Þetta hefur gerst hvað eftir ann- að undangengna áratugi, og ástandið væri tryggara nú ef við hefðum lært meira af mistökum fyrri ára.“ Á síðasta ári og árið 1997 spáðu ýmsir sérfræðingar of- þenslu, en sú spá rættist ekki. „Hún rættist að vísu til hálfs, því að viðskiptahallinn hefur verið svo mikill, að skuldasöfnun þjóð- arinnar í útlöndum er aftur kom- in á fulla ferð. Það er á hinn bóginn alveg rétt, að verðbólga hefur ekki aukist. Skýringin á því er sumpart aukin samkeppni. Eg hef hins vegar verið þeirrar skoðunar og er enn, að við séum ekki búin að snúa verðbólguna endanlega niður. Feysknir inn- viðir gamla verðbólguþjóðfélags- ins eru flestir enn á sínum stað. Þar á ég t.d. við úrelt skipulag á vinnumarkaði og einnig í banka- málum. Enn sem fyrr hafa fáein- ir menn í forystusveit verklýðs- félaganna og vinnuveitenda það í hendi sinni að knýja kauplag upp á við með gamla laginu, ef þá lystir. Og enn sem fyrr ráða stjórnmálamenn lögum og lofum í bönkunum. Þessu úrelta fyrir- komulagi fylgir m.a. hætta á því að verðbólgan taki sig upp aftur. Það hefði þurft að nota upp- sveifluna í efnahagslífinu að undanförnu til að ráðast í löngu tímabærar skipulagsbreytingar, gera Seðlabankann sjálfstæðari innan stjórnkerfisins eins og gert hefur verið í nálægum lönd- um, bæta bankakerfið til muna og gefa markaðsöflunum lausari taum á vinnuinarkaði fyrir nú utan þá knýjandi nauðsyn sem ber til þess að taka landbúnaðinn og sjávarútveginn af beinu og óbeinu ríkisframfæri án frekari tafar. Það er erfíðara að gera róttækar breytingar af þessu tagi í hallæri en góðæri. Lélegt tímaskyn er einn versti óvinur Islands." áhrif á þróun gengis íslensku krónunnar.“ Gífurleg aukning á erlendum endurlánum Agnar bendir á að gífurleg aukning hafi orðið á erlendum endurlánum á síðustu árum. „Þetta stafar af tvennu. í fyrsta lagi er eðlilegt að álykta að aukið aðgengi innlendra fyrirtækja að erlendu fjármagni, bæði frá inn- lendum og erlendum bönkum, hafi veitt þeim betri möguleika til að mynda mótvægi í greiðslu- streymi eigna sinna og skulda en áður. I öðru lagi hefur aðhalds- söm peningamálastefna Seðla- banka leitt af sér töluverðan vaxtamun milli innlendra og er- lendra vaxta veginna í hlutföllum myntkörfu íslensku krónunnar. Þessi vaxtamunur er nú rúm 3,5% þegar tekið er mið af millibanka- vöxtum og er það meiri munur en verið hefur undanfarin ár.“ Agnar segir að alls sé hlutur ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, segir hættumerkin í efnahagsmálum augljós. „Það þarf ekki að leita langt til að sjá ýmis teikn, sem ástæða er til að fylgjast með. Benda má á þróun peninga- mála, einkaneyslu og viðskiptahalla. Þá er augljóslega einhver spenna á vinnumarkaði. Launahækkanir hafa verið meiri en reiknað var með í áætlunum og á sumum sviðum at- vinnulífsins virðist vera töluverð spenna. Loks má nefna að fast- eignaverð virðist fara hækkandi á síðustu vikum og mánuðum. Þetta eru allt augljóst merki þess að það sé rétt að fara í viðbragðsstöðu." Þórður segir að helstu peninga- stærðir, hvort sem litið sé til útlána, peningamagns eða annaiTa stærða, hafi aukist um 20-30% á síðustu mánuðum. „Það eitt er nægjanlegt til að sýna beri aðgát. Á þessu eru að vísu ýmsar skýringar, eins og skipulagsbreytingar á peninga- markaði og fleira af því taginu. Eigi að síður eru þessar tölur mjög háar. Ef við berum raunaukninguna sam- an við fyrri ár, þá finnum við ekki jafn mikla aukningu síðan 1986-1987. Það sama á við um einkaneyslu, sem jókst um 12% á síðasta ári. Það er mjög sérstakt að einkaneysla aukist svo mikið milli ára, í tveggja stafa tölu, og það hef- ur bara gerst tvisvar á síðustu tutt- ugu árum, 1987 og 1977. Þetta er umhugsunarefni, þótt efnahagsum- gjörðin sé tryggari og nútímalegri núna. Við venjulegan og eðlilegan vöxt í hagkerfinu er ekki óeðljlegt að einkaneysla aukist um 3-6%. Á þessu þarf að hafa gætur.“ Eyðum 20-30 milljörðum um efni fram Þórður segir að viðskiptahallinn sé um 30 milljarðar króna, sam- kvæmt áætlunum. „Hluta hans má skýra með mikilli fjárfestingu, sér- staklega í íýrra. Fjárfestingarhlut- fallið er talið verða 19-20% á þessu ári og það er í sjálfu sér ekki óeðli- legt hlutfall þegar til lengri tíma er litið. Við slíkar aðstæður ætti að jafnaði að vera jafnvægi í viðskipt- um við önnur lönd. Þjóðin er ein- faldlega að eyða 20-30 milljörðum króna um efni fram um þessar mundir. Það er því helsta viðfangs- efni hagstjórnar á næstu árum, að ná viðskiptahallanum svo niður að gengisbundimia skuldabréfa af heildarútlánum innlánsstofnana nú um 36% en það jafngildi rúm- um 40% af útlánum þeirra til fyr- irtækja. „Til sainanburðar má nefna að þessi sömu hlutföll voru 17% og 27% í árslok 1996. Þessi vöxtur er langt umfram almenna útlánaaukningu bankakerfisins, sem sumum þykir þó hafa verið fullmikil. Að öllu jöfnu eru er- lendu endurlánin styttri en ella og því ástæða til að ætla að endur- fjármögnunarþörfin sé rík, auk þess sem fullvíst er að fleiri fyrir- tæki muni sjá ástæðu til að endur- skoða fjármögnun sína enn frekar eftir því sem vaxtamunurinn eykst." Af hveiju sjálfstæður gjaldmiðill? Agnar segir að sú spurning vakni, hvort einstaklingar muni ekki sjá sér leik á borði og leita í gengisbundin lán. „Og þegar við spyrjum slíkra spurninga hljótum við eðlilegt fjár- festingarstig sé jafnvægi á við- skiptum við önn- ur lönd og helst nokkur afgang- ur, þannig að er- lendar skuldir verði greiddar niður.“ Síðustu tölur um verð á fasteignamarkaði benda til verulegrar hækkunar. „Það sama á við um ástandið á vinnumarkaðn- um,“ segir Þórður. „Þar hefur verið töluvert launaskrið, sem bendir til að í vissum greinum sé eftirspurn mjög mikil.“ Skynsamlegt að auka aðhaldið Þórður segir alltaf álitamál hve langt eigi að ganga í aðhaldsaðgerð- um. „Sjálfur tel ég að hægt sé að færa sterk rök fyrir að skynsamlegt sé að auka aðhaldið. Þegar við- skiptahallinn er svona mikill er þjóðhagslegur sparnaður of lítill. Mikilvægasta verkefnið er að auka hann. Ríkisstjórnin hefur gert viss- ar ráðstafanir, með viðbótar lífeyr- issparnaði og hvatningu til að kaupa hlutabréf. Ut frá hagfræðinni er ljóst að öflugasta tækið fyrir stjórn- völd til að auka þjóðhagslegan sparnað er að bæta afkomu hins op- inbera. Spamaðarhneigð einstak- linga og heimila virðist vera tiltölu- lega lítil hér á landi í samanburði við aðrar þjóðir og það er vísbend- ing um að skynsamlegt væri að vega upp á móti því með því að reka það opinbera með miklum afgangi. Það er því ekki einhlítt að horfa ein- göngu á að afkoma hins opinbera sé á núlli.“ Efnahagslífið er á toppi hagsveifl- unnar, að mati Þórðar. „Þess vegna er ástæða til þess að hið opinbera sýni ýtrustu aðhaldssemi í hag- stjóm. Það má hins vegar alltaf deila um nákvæmlega hvenær rétti tíminn er til að fara í aðhaldsaðgerðir. Meg- inatriðið er að á næstu misserum takist að ná þjóðarútgjöldum niður. Þau era of mikU við núverandi að- stæður og einkaneyslan hefur vaxið of mildð. Með hagstjómaraðgerðum verður að reyna að ná mjúkri lend- ingu eftir hagsveifluna. Við þurfum að ná vaxtarhraðanum sem fyrst nið- ur á eðlilegt stig og aðrar lykilstærð- ir, eins og einkaneyslan, þurfa að vera á sama róli.“ við lfka að geta spurt: Af hverju erum við að halda uppi sjálfstæð- um gjaldmiðli? Það er óvíða sem utanríkisviðskipti eru jafn stór hluti af umfangi hagkerfisins og hér, þar sem innflutningur nemur um 40% af vergri landsfram- leiðslu." Agnar Hansson segir að þessar tölur gefi til kynna að íslenskt hagkerfi og þar með íslensk fyrir- tæki séu mun meira undiroriiin gengisáhættu en gengur og gerist erlendis. „Sá munur hefur ekki minnkað með tilkomu Evrópska myntbandalagsins og evninnar. Þar höfum við dæmi um 11 ríki sem afsala sér gjaldmiðli sínum og sjálfstæði í peningamálastjórnun til viðbótar við afar strangan fjár- lagaramma. Þessum „smámunum“ er fórnað á altari aukins viðskipta- hagræðis og eflingar samkeppnis- hæfni fyrirtækja innan bandalags- ins. Hvað varðar íslensk fyrirtæki þá gerir þessi viðbótar áhætta, sem þau standa frammi fyrir í rekstraru mh verfi si'nu, þeim aug- ljóslega erfiðara um vik við að bæta hag hluthafa, sem vissulega hlýtur að vera markmið þeirra. Þamiig gætu þau bæði átt erfiðara með að sælga áhættufé til væntau- legra hluthafa sem og að standa undir þeim kröfum sem til slíks er gert. Ekki síst þegar ofan á geng- isáhættuna bætast 3,5% hærri vextir en í samkeppnislöndunum." Agnar Hansson, Viðskiptaháskólanum Spurning hvenær hagkerf- ið þolir ekki lengur við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.