Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 18. febrúar. Össur Aðalsteinsson, Helga Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Eyfjörð Þorsteinsson, Kristján Orri Sigurleifsson, Heiðar Örn Tryggvason. t Hjartkær bróðir okkar, SIGURÐUR ANTONÍUSSON frá Núpshjáleigu, sem andaðist mánudaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Systkini hins látna. t Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, HELGI LEÓ KRISTJÁNSSON, Bakkahlíð 19, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju miðviku- daginn 24. febrúar kl. 14.00. Kristján Snorrason, Anna Lísa Óskarsdóttir, Snorri Kristjánsson, Helena Antikainen, Óskar Kristjánsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Snorri Kristjánsson, Heba B. Helgadóttir, Ásta S. Hannesdóttir og frændsystkini. t Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir, bróðir, mágur, afi og langafi, JÓHANNES HEIÐAR LÁRUSSON, Mávahlíð 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. febrúar kl. 13.30. Kristrún Guðjónsdóttir, Sonja Andrésdóttir, Lárus Kristjánsson, Matthildur Óskarsdóttir, Jóhanna H. Óskarsdóttir, Kári Böðvarsson, Björk Lind Óskarsdóttir, Pálmi Aðalbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR INGVI THORSTENSEN flugumferðarstjóri, Ekrusmára 27, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Guðríður Vestmann Guðjónsdóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir, Ágúst Gunnarsson, Tryggvi Daníel Sigurðsson, Kristín S. Thorstensen, Vilhelm Gunnarsson og barnabörn. t Útför ástkærs föður okkar og afa, BJARNA JÓNSSONAR læknis, Gnitanesi 8, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta. Vilborg Bjarnadóttir, Jón Örn Bjarnason, Þóra Gunnarsdóttir. ÓLAFUR JÓNSSON + Ólafur Jóhann Jónsson fæddist á Húmstöðum í Fljótum hinn 5. maí 1932. Hann lést af slysförum 13. febrú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólum í H[jalta- dal 20. febrúar. Sú harmafregn barst hér suður fyrir heiðar síðastliðinn sunnudag að Olafur Jónsson fyrrverandi skólastjóri í Artúni, Hólahreppi, hefði látist í vinnuslysi. Ólafur var að vinna við sitt aðaláhugamál sem var heimarafstöð sem þeir Sleitu- staðamenn reka. Ólafur kom sem skólastjóri að Gaulveijaskóla haustið 1987. Eiginkona hans, Þór- veig Sigurðardóttir, tók um leið að sér kennslu yngri bama. Það var mikill fengur fyrir okkur hér í sveit að fá þessi ágætu hjón til starfa. Þau voru sérstaklega samhent og áhugasöm um skólastarfíð, höfðu mikinn metnað fyrir hönd skólans og lögðu á sig ómælda vinnu við endurbætur og lagfæringar á skólahúsnæðinu. Ólafur var mikill áhugamaður um félagslíf og tóm- stundastarf fyrir bömin, lét þau æfa leikrit og fengu þá allir hlut- verk við sitt hæfi. Þá kom oft upp Fljótamaðurinn í Ólafi því um leið og fór að snjóa var farið með böm- in í skíðaferð. Sjálf áttu þau hjónin safn af skíðum sem þau lánuðu börnunum til að æfa sig á. Jafnvel vom foreldrarnir famir að sækjast eftir að komast í þessar eftirsóttu ferðir. Ólafur var mjög ósérhlífinn við sín störf og lagði sig allan fram og spurði ekki um daglaun að kvöldi. Hann var sérlega laginn að halda góðum aga meðal bamanna en var jafnframt vinur þeirra og fé- lagi. Þau hjón vom fljót að samlag- ast fólkinu hér í sveitinni, tóku þátt í hinu daglega lífi þess og vora til- búin að hjálpa nágrönnum sínum enda var hann handlaginn og smið- ur góður. Fyrir þetta viljum við hér í Gaul- verjabæjarhreppi þakka nú þegar Ólafur er kvaddur hinstu kveðju. Hann var létt- ur í lund og gaman- samur og hafði frá mörgu að segja og því vinmargur. Þau hjón hættu héf kennslu vorið 1994 og fóra þá heim að Ártúni og hafa síðan sinnt sínum eigin áhugamálum þar á staðnum og svo fjöl- skyldu sinni. Eg og fjölskylda mín höfum í tvígang á ferðum okkar um Norðurland verið næturgestir hjá þeim hjónum í Artúni. Þar var sér- lega gott að staldra við, Þórveig alltaf tilbúin með matarveislu sem allir urðu að gera góð skil. Ólafur naut þess að ganga með gestum um hið fagra umhverfi Sleitustaða, sýna heimarafstöðina og ýmislegt fleira sem hann var að fást við. Frá þessum heimsóknum eigum við góðar minningar og viljum með þessum fáu orðum þakka þær stundir. Um leið og við kveðjum Ólaf með virðingu og þökk sendir fjölskyldan í Gerðum Þórveigu, bömum hennar og öðram aðstand- endum sínar innilegustu samúðar- kveðjur. Geir Ágústsson. Enn einu sinni eram við óþyrmi- lega minnt á hve lífið er hverfult. I hörmulegu slysi lést góður sam- ferðamaður. Eg hitti Olaf og Þór- veigu fyrst er þau komu til starfa við Gaulverjaskóla haustið 1986. Það var þessum litla skóla mikið lán að fá svona reynda starfsmenn til liðs við sig. Og mitt lán að fá að njóta leiðsagnar þeirra við kennsl- una. Með okkur tókst góð vinátta og hjálpsamari maður en Ólafur er vandfundinn. Mér er minnisstætt þegar Ólafur og Þórveig komu eitt sinn sem oft- ar í heimsókn til okkar og Ólafur Skreytingar við Alvöru skreytinga- Rauðiltvammur Kistuskreytingar v/Suðurlandsveg, llORvík. Brúðarvendir + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞORLEIFSSON viðskiptafræðingur, Jökulgrunni 15, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 19. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ida Sigríður Daníelsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför KATRÍNAR B. SÓLBJARTSDÓTTUR, Fannafold 158, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Eirar. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Friðjónsdóttir, Björn Ingi Þorvaldsson, Falur Friðjónsson, Sigríður F. Pollock, Francis Lee Pollock, Halldór Friðjónsson, barnabörn og langömmubörn. hélt á málbandi, sem hann var í sí- fellu að draga út. Öll tókum við eft- ir málbandinu en enginn tók eftir þegar hann mældi alla gluggana þrjá og stuttu seinna gáfu þau okk- ur fallegar jólagardínur, sem Þór- veig saumaði. Mikið hlógum við að þessu eftirtektarleysi okkar seinna. Og hlátur var aldrei langt undan þar sem Ólafur var. Honum tókst svo einstaklega vel að lifa líf- inu lifandi. Hann var mjög um- hyggjusamur fjölskyldufaðir og sú umhyggja náði líka til allra sem honum kynntust. Það era margir sem syrgja kæran samferðamann og söknuðurinn er sár. Elsku Þórveig, Ragnar, Hrafn- hildur, Sigrún, Sólveig, tengdaböm og barnaböm, við Birgir og dæt- umar vottum ykkur samúð okkar. Guð blessi minningu Ólafs. Ásthildur. Það hafa mörg skörð myndast í samfélaginu á Sleitustöðum undan- fama mánuði. Tveir bræður, þeir Guðjón og Sigurður, dóu með rúm- lega tveggja mánaða millibili og nú tæplega mánuði síðar mágur þeirra, Ólafur. Allir háðu þeir bar- áttu, bræðurnir við banvæna sjúk- dóma en Ólafur við óvæg náttúra- öflin. Það var með Ólaf, eins og aðra sem kynnast þessu litla sam- félagi, að þeir samlagast hratt og verða fljótt hluti af því. Ólafur var orkubóndi, í víðum skilningi. Það var ekki nóg með þá ástríðu hans að virkja vatnsöflin heldur hafði hann einstakt lag á að virkja og draga fram það góða í því fólki sem hann umgekkst. Þetta gerði hann með því að hlusta á fólk með opnu og jákvæðu hugarfari og skynjun á því sem þarf til að ein- staklingur nái að þroskast og blómstra. Ég hef heyrt um nem- endur hans sem áttu í erfiðleikum í námi, en með natni og skilningi á þörfum, til dæmis með því að veita þeim ábyrgð og sýna gagnkvæmt traust og virðingu, tókst honum að virkja þá jafnt í námi sem starfi. Ég kynntist Ólafí á Sleitustöðum fyrir um 12 áram. Við urðum fljótt vinir þar sem áhugamál okkar, sér- staklega tæknileg, höfðu sameigin- legan snertiflöt. I gegnum tíðina áttum við margai- samræðustundir um ýmis tæknileg mál, kennslumál og uppeldismál, enda var Ólafur einstaklega bamgóður og var annt um æskuna í landinu. I sumar fór- Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði viö prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Oánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað f kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fóna. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlið 35 - 105 Reykjavik. Sími 581 3300 - allan sólarhringlnn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.