Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 4 FÓLK í FRÉTTUM Danskur djass á Múlanum í kvöld Þessi norræni lagræni djassst Danska djasstríóið Kind of Jazz hefur leik- ið víða þessa helgi í boði íslenskra djass- unnenda. Hildur Loftsdóttir hitti Qle, Nils og Mikkel sem eru alltaf á ferð og flugi. DJASSTRÍÓIÐ danska Kind of Jazz var hresst á Reykjavíkurflugvelli og hlakkaði til að fljúga í fallega veðrinu til Akureyrar. Mikkel Find trommari er í fyrsta sinn á Islandi en Ole Rassmussen, „Óli bassi“, og Nils Raae píanóleikari léku á Akureyri og víðar 1987 undir nafninu Frit lejde og hafa leiltið saman í fimmtán ár. Það var 1990 sem Kind of Jazz varð til þegar þeir fengu Mikkel til liðs við sig. Tónleikar þeirra í Reylgavík hefj- ast kl. 21 í kvöld á Múlanum, Sóloni Islandusi. Samhljómurinn höfuðatriði - Hvernig virkaði djassdúett sem samanstóð af bassa og píanói? Ole: Heldurðu að það hafi verið leið- inlegt? Segðu það bara! Nils: Maður spilar öðruvísi þegar það eru engar trommur. Spila- mennskan er fjölbreyttari og takt- fastari. Ole: I dúett spilar maður á mjög sér- stakan máta og við kunnum vel hvor inn á annan. Sem tríói hefur okkur aftur tekist að skapa sérstæðan hljóm. Við fengum nýlega umsögn í Berlingske Tidende um tónleika í Copenhagen Jazzhouse þar sem lögð var sérstök áhersla á að samleikur okkar væri býsna þéttur og góður. Okkur fannst mun skemmtilegra að lesa það en ef hver um sig hefði verið sagður einstakur hljóðfæraleikari. - En vilduð þið breyta um stíl þeg- ar þið tókuð Mikkel inn? Ole: Aðallega laða að fallegar konur! Nils: Já, við vildum breyta stflnum og líka fá meiri kraft í hljóminn. í tríói skapast auðvitað meiri mögu- leikar í tónlistinni. Mikkel hlustaði grannt í byrjun og það tók hann ekki langan tíma að aðlagast sveitinni. - Mikkel, hvernig fannst þér að byrja að spila með mönnum sem þekktu hvor annan út og inn? Mikkel: Mér fannst gaman að byrja í nýrri hljómsveit, en ákvað að sjá til hvað yrði. Eg er í annairi hljómsveit sem hefur eins ólíkan stfl og hugsast getur og var ekki viss um að þetta yrði svona langlíf og skemmtileg samvinna. Ég hafði heyrt í dúettinum og líkaði þessi noiTæni lýríski djass- stfll. Núna á tríóið í mér hvert bein og mér þykir mjög vænt um það. Sérstaklega þennan sérstæða hljóm. Rauði þráðurinn er laglínan - Hvernig skilgreinið þið ykkar hljóm? Ole: Við höfum þennan skandinav- íska djasshljóm, hvemig sem hann annars er. I flestum okkar lögum einbeitum við okkur að laglínunni. Hún er sterkur rauður þráður í gegnum tónsmíðarnar hans Nils. - Og íspunanum líka? Ole: Já, þar gætir líka mjög sterkra áhrifa frá laglínunni. Sem tríó með LeIkrIt FYrIb A«-La Ekki missa af þessu skemmtilega íslenska fjöiskylduleikriti Sunnud. 21.02 kl. 14.00 Uppselt Sunnud. 28.02 kl. 14.00 Örfá sæti laus Sunnud. 28.02 kl. 16.30 Nokkur sætl laus Sunnud. 07.03 kl. 14.00 Sunnud. 07.03 kl. 16.30 Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningu. Miðapantanir í síma 551 1475 alla daga frá kl. 10-19. Miðasalan opnar kl. 13.00. MIKKEL, Nils og Ole eru Kind of Jazz; glaðir Danir á ferð um Frón. sérstæðan hljóm verður nýtt lag mjög snemma „okkai-“ lag. Við Mikkel hugsum stundum með okkur þegar Nils lætur okkur fá nýtt lag að það sé nú ekki jafngott og þessi gömlu! Svo breytist lagið á einni æf- ingu úr nýju lagi eftir Nils í lag sem smellpassar inn í dagskrána hjá okk- ur. Ég veit ekki hvernig það gerist, það bara gerist. Nils: Það er líka mjög auðvelt að semja lög fyrir þetta tríó, því Ole og Mikkel eru fljótir að heyra hvaða möguleika lagið hefur og gefa því sérstakan hljóm. Ég þarf því að skrifa mjög takmarkaðar leiðbein- ingar á nótnablöðin. Ole: En það kemur bara af því að vinna saman í mörg ár og að spila endalaust saman. Svo hljómar maður líka betur ef manni líðui- vel. Ég ef- ast aldrei um að þeir styðja mig þeg- ar ég er ekki í góðum gír, og það er því mjög mikilvægt að geta stutt hver annan. Nils: Við spjöllum saman eftir tón- leika um hvemig lögin hljómuðu og hvernig þau geta orðið betri. Það er því spennandi hvernig lögin þróast á hljómleikaferðalögum. Islensk þjóðlög - „Kind of Jazz“ er frekar óráðið nafn. Eruð þið að spila djass eða ekki? Ole: Við emm ekki hreinir djassarar eins og t.d. Oscar Peterson Trio. En spuninn, takturinn og reglumar eru úr djasshefðinni, svo nafnið er viðeig- andi og hentugt. Við spilum lögin hans Nils, djassstandarda og svo norræn þjóðlög. I kvöld leikum við nokkur ís- lensk þjóðlög sem Nils hefur útsett. - Hvaða lög eru það? Nils: Það em einhver lög með löng- um og flóknum titlum! Þau heita Sofðu unga ástin mín og Móðir mín í kví kví. Svo man ég ekki hvað hin heita. Jú, Vísur Vatnsenda-Rósu. Mikkel: Það verður gaman að sjá hvað ykkur Islendingum finnst um lögin í okkar meðfömm! - Mikkel, ég heyrði að þú syngir líka. Ætlarðu að syngja fyrir okkur á íslensku? Mikkel: Ég er nú ekki búinn að æfa mig að syngja á íslensku, því miður, eins og mér finnst annars gaman að hlusta á heimstónlist. Ég syng alla vegana tvö lög á tónleikunum, en ekki á neinu tungumáli, þetta era frekai' bara hljóð. Ole: Já, ég man þú varst svolítið feiminn að syngja fyrst, og þá sagði Nils þér að syngja almennilega út því það hljómaði svo vel. Nils: Mér finnst það gefa lögunum miklu meira líf. - Eruð þið allir yfírmáta glaðir yf- irþví að spila á íslandi? Nils: Já, ég er mikið búinn að hlakka til að kojna. Mikkehí Danmörku er erfitt að fá vinnu þessa mánuðina, þannig að það er frábært að komast í tónleikaferð- lag, og þar að auki til íslands. - Það verður þá gaman íkvöld? Ole: Þetta er tónlist til að hlusta á og ef fólk gerir það þá er það yfirleitt ánægt. Ég vona að það verði gaman hjá sem flestum í kvöld. ^8 !TZog HTm Em Karin Herzog TE SILHOUETTE 1 ^3 - ,oaiOCM*Mð'C*r^5 Sg ■ •0" w»", ., >‘sr I ■ ffHMi trsSMZXe-.Vz.-. j Hre [þtffi I J mro©(§ smá MIKLA? Skiptir ekki máli SILHOUETTE er alltaf lausnin! Það verkar kröftugar og dýpra. Þetta frdbícra krem nota kcþpcndurnir um íingfrú Rcykjavík þcssa Aacyaua Súrefnisvörur Karin Herzog Kynningar í vikunni: Mánudagur kl. 14—18: Hraunbergs Apótek, Breiðholti. Hagkaup, Kringlunni. Þriðjudagur og miðvikudagur kl. Hagkaup, Kringlunni. Fimmtudagur kl. 14—18: Apótekið Suðurströnd. Hagkaup, Skeifunni. Föstudagur kl. 14—18: Grafarvogs Apótek, Hverafold. Hagkaup, Skeifunni. Laugardagur kl. 14—18: Hagkaup, Smáratorgi. Dreifing: Solvin, s. 899 2947. 14-18: Veður og færð á Netinu vg> mbl.is -ALLTAF e/TTHVAO NYTT • • I KVOLD sunnudag DIVINGRuiHorta FLAT SPACE MOVING Rui Horta KÆRA LÖLÓ Hlíf Svavarsdóttir Næstu sýningar 27. febrúar og 7. mqrs • f Midasala: 568 8000 ————————— ..............— „Framúrskarandi DV um Flat Space Moving (( „Spennandi áhorf frá upphafi til enda.“ Moigunblaðið um Dlving W 0 i Ý. y r | c I k f: tiftlð Landsbanki íslands Islenski dansflokkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.