Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ I DAG SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 43 BRIDS Umsjón Ouðmundiir 1*011 ArnarNon VÖRNIN vafðist fyrir mörgum meistaranum í þessu spili í lokaumferð Flugleiðamótsins. Það er austur sem er í vanda staddur: Austur gefur; enginn á hættu. Norður A 1073 VÁ742 ♦ DG75 *32 Austur A KD9864 V G ♦ K1084 •¥• D6 Vestur Norður Austur Suður - - lspaði 2 hjörtu Pass 31\jörtu Pass 4hjörtu Pass Pass Pass í sýningarsalnum var Erik Sælensminde í austur, en Zia Mahmood í suður. Útspilið var spaðafimma upp á drottningu austurs og ás suðurs. Zia spilaði hjarta- kóng og hjarta upp á ás, og makker fylgir lit með sexu og níu. Nú kom spaði úr borði. Erik stakk upp kóng og fékk gosann í frá Zia, en tvistinn frá makker. Stóra stundin er runnin upp: Hvort á að spila laufi eða tígli? Á báðum borðum í leik Zia og Norðmanna, skipti austur yfir í laufsexu í þess- ari stöðu. Pað var ekki rétta vörnin: Vcstur ♦ 52 VD96 ♦ Á92 ♦ 109854 Norður ♦ 1073 V Á742 ♦ DG75 ♦ 32 Austur ♦ KD9864 V G ♦ K1084 *D6 Suður ♦ ÁG VK10853 ♦ 64 *ÁKG7 Sagnhafi gat þá losað sig við annan tígulinn heima niður í spaðatíu. Þetta er svolítið einkenni- leg vörn, þvi það virðist að- eins nauðsynlegt að spila laufi að suður sé með tvílit, sem er heldur ólíklegt. En kannski hafa austurspilar- arnir tekið hjartaíylgjur makkers alvarlega, en hann lét fyrst sexuna og svo ní- una, sem bendir frekar á laufið. En á hitt ber að líta að makker hefur ekki efni á að blæða níunni! Árnað heilla ^/\ÁRA afmæli. í dag, I V/sunnudaginn 21. febrúar, verður sjötug Ingi- björg Elín Valgeirsdóttir, Hjallavegi 2, Ísafírði. Eig- inmaður hennar er Jdnas H. Pétursson vélvirkjameist- ari. Þau eru að heiman á af- mælisdaginn. K /\ÁRA afmæli. Á morg- Ol/un, mánudaginn 22. febrúar, verður fimmtug Fríða Kristín Elísabet Guð- jdnsddttir, Hraunbrún 30, Hafnarflrði. Eiginmaður hennar er Hans Hafsteins- f^/VÁRA afmæli. í dag, t) V/ sunnudaginn 21. febrú- ar, verður fimmtugur Pétur A. Maack, varaformaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Hlíðarhjalla 52, Ktípavogi. Af því tilefni munu hann og eiginkona hans, Kristjana Kristjánsddttir, taka á móti ættingjum, vin- um, félögum og samstarfs- fólki í félagsheimilinu Gull- smáranum, Gullsmára 13, Kópavogi, milli kl. 10.30 og 13 í dag. TM Reg. U.S. Pat. Oft. — all rights reserved (c) 1999 Los Angetes Times Syndicate * Ast er... ... að reisa ekki múr í kringum sig. SKAK llm.vjón Itlargeir l'étursson STAÐAN kom upp á árlega Goodricke mótinu í Kalkútta á Indlandi sem nú stendur yfir. Bologan (2605), Moldavíu hafði hvítt og átti leik gegn Slobodjan (2535), Þýskalandi. 28. Bxg6! _ hxg6 29. Dxg6+ _ Hg7 30. De8+ _ Kh7 31. Hf6! og svartur gafst upp. Þegar tveimur um- ferðum á mótinu var ólokið var Fedorov, Hvíta- Rússlandi, langefstur með 8 vinninga af 9 mögulegum. Sorokin, Argentínu og Dolmatov, Rússlandi komu næstir með 6Vz vinning. HVÍTUR Ieikur og vinnur . ÓLAFUR segir alltaf að maður eigi ekki að eyða peningum í að gera eitthvað sem sýni öðrum að maður eigi peninga. ÁTTU hundraðkall, pabbi? Mig vantar pening fyrir frímerki. ORÐABÓKIN Smíða - smíði SÖGNIN að smíða er til í ýmsum merkingum, svo sem alkunna er. Um þetta vitnai' m.a. OM (1983). Að- almerking hennar er sú að búa e-ð til úr e-u efni með verkfærum. Menn smíða hús (úr steini, timbri), smíða skip, smíða úr tré eða járni o.s.frv. Jafnvel er sögnin til í merkingunni að búa til, skálda, skrökva eða spinna e-ð upp. Af þessu má sjá, að so. að smíða er „fjölnota" og höfð í mörgum sambönd- um. Engu að síður kom mér nokkuð á óvart, þegar ég las eftirfarandi í Mbl. 14. jan. sl. undir mynda- texta: „Henry Hyde ... vann í gær að smíði ræðu sinnar, sem hann flytur í dag...“ Þetta orð varð mér nokkurt umhugsunarefni, enda tæplega algengt í þessu sambandi, að ég held. Vissulega er talað um ritsmíð = ritgerð. Eins má segja, að einhver hafi samið margar rit- smíðai' um ævina. Hins vegar mun samt óalgengt að tala um að smíða ræðu. Fram að þessu hafa menn almennt talað um að semja ræðu og um samn- ingu ræðu. Prestar og aðr- ir, sem oft flytja ræður, semja þær og flytja þær að samningu lokinni. Vel má vera, að sá, sem samdi myndatextann, hafi einmitt haft orðið ritsmíð í huga. Hvort sem heldur er, er þarflaust að ýta til hliðar so. að semja og no. samning í ofangreindum samböndum og nota þess í stað smíða og smíði. - J.A.J. STJ ÖRNUSPÁ eftir Frances Itrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert umhyggjusamur og skilningsríkur og fólk veit að hægt er að treysta þér í smáu sem stóru. Hrútur (21. mars -19. apríl) Hafðu hemil á sjálfum þér sérstaklega er varðar eyðsl- una þvi meira gæti verið i húfi en þú gerir þér grein fyr- Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur verið duglegur að safna i sarpinn en nú er tíma- bært að fara í gegnum hlut- ina og losa sig við það sem þú hefur engin not fyrii- lengur. Tvíburar K ^ (21.maí-20.júní) FA Láttu ekkert raska ró þinni og allra síst skaltu taka um- mæli fólks persónulega eða líta á þau sem höfnun því annað og meira býr að baki. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki minniháttar vandamál sem upp kemur á heimilinu vaxa þér í augum. Þú ert nógu vel máli farinn til að tjá þig og leysa málið strax. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Mundu að þú getur aldrei gert svo vel að öllum líki. Hafðu ekki áhyggjur af þeim sem eru dómharðir í þinn garð því það er ekld þess virði. Meyja (23. ágúst - 22. september) (CK. Deildu reynslu þinni með vini þínum sem þarf á stuðningi að halda. Þá mun hann sjá að lífið heldur áfram og að hver er sinnar gæfu smiður. (23. sept. - 22. október) m. Góð vinátta snýst um að gefa og þiggja og nú er komið að þér að rétta vinum þínum hjálparhönd, sérstaklega þeim sem eru í vanda staddir. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert í góðu jafnvægi and- lega sem líkamlega svo hafðu samband við það fólk sem þú hefur ekki séð lengi og kall- aðu það saman til samveru- stundar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AO Taktu engin ný verkefni að þér fyrr en þú hefur hreint borð. Akveðni þín vekur at- hygli bæði í starfi og heima fyiár svo haltu þínu striki. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú átt ekki í vandræðum með að koma fyrir þig orði og nýt- ir vel þau tækifæri sem bjóð- ast. Eitt slíkt býðst í dag svo vertu við öllu búinn. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þótt þú sért í tímahraki með verkefni þitt þai'ftu að gefa því þann tíma sem til þarf svo þú getir með góðri samvisku lagt það fyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Notaðu daginn til að hitta fólk sem hefur sömu áhuga- mál og þú því það lyftir þér upp andlega. Þú verður beð- inn um að taka forystu í ákveðnu máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Spilakvöld Varðar Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, 21. febrúar, kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins, Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, flyfur ávarp. Aðgangseyrir kr. 700 Gildirsem happadrættismiði í utanlandsferð. Allir velkomnir Vörður - Fulltrúaráð siálfstœðisfélaeanna í Revkiavík Verður þú í London laugardaginn 27. febrúar? Cumberland-hótelinu Landslið íslenskra skemmtikraíta og kokka Hljómsveitin Casino ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) Hellisbúinn í flutningi Bjarna Hauks Þorrakóngarnir Úlfar Eysteinsson frá Þremur Frökkum og Jóhannes Stefánsson frá Múlakaffi _____________meðal annarra._________ Miðaverð 37 pund. Miðapantanir og upplýsingar í síma: 44-(0)-181-4440077 44-(0)-171-4316S00 44-(0)-171-2743922 Félag Islendinga á Bretlandseyjum. Kínnferð KínnMúbbs Unnnr 7.- 28. maí Þú „skreppur“ ekki til Kína í vikuferð nema til að geta sagt að þú hafir komið til Kína. Jafnvel þó þú farir í tveggja vikna ferð til Kfna, nægir það ekki, ef þú vilt kynnast landi og þjóð, án þess að standa á öndinni, þvf Kfna er stórt og mikið land. Ef þú vilt kynn- ast Kína, almennilega þá getur þú komið með í ferð Kínaklúbbsins í maí. Þetta er þriggja vikna ferð og verður ferðin sú tólfta sem ég skipulegg og stjóma fyrir hópa, sem vilja kynnast Kína á fullnægj- andi hátt. Farið verður til: Beijing, Xian, Guilin, Suzhou og Sjanghæ. Einnig verður farið í siglingu eftir Keisaraskurðinum og að sjálfsögðu verður farið á Kínamúrinn. Heildarverð er kr. 298 þús. á mann í tveggja manna herbergi á lúxushótelum. Allt er innifalið í þesu verði, þ.e. allar skoðunarferðir, allar skemmtanir, allir skattar og gjöld, vegabréfs- áritun, fullt fæði, staðarleiðsögumenn og mín fararstjóm. Fróðleiks- og skemmtiferð! Uppl. um ferðina færðu hjá mér, Unni Guðjónsdóttur, í síma 551 2596. Gott ráð: Geymdu auglýsinguna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.