Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Landnáms- goðsögnin sannreynd Hafa Islendingar í raun áhuga á sögu sinni, eða aðeins á íslensku goðsögninni? spyr Sigrún Davíðsddttir eftir að hafa rætt við Pál Theódórsson eðlisfræðing um tímasetningu landnáms með kolefnis-14 aðferðinni og tregðu íslenskra fræðimanna við að skoða vandlega niðurstöður er stangast á við hefðbundnar skoðanir. RANNSÓKNIR mínar gefa einungis sterka vísbend- ingu en sanna ekkert enn sem komið er. t>ær eru hins vegar áminning til þeirra, sem halda fast í tímatal sitt,“ segir Páll Theódórsson fyrrverandi prófessor í eðlisfræði við Háskóla Islands. Und- anfarin ár hefur hann unnið að því að kanna áreiðanleika aldursgrein- inga á íslenskum fornleifasýnum sem virðast gefa of háan aldur. 1 vetur hefur Páll dvalið í Kaup- mannahöfn við að kanna þetta mál enn betur og flutti þá meðal annars fyrirlestur um rannsóknir sínar hjá Fornleifafræðistofnun Hafnarhá- skóla um tímasetningu elstu byggð- ar á Islandi. I aldursathugunum á sýnum frá fornleifauppgreftri í Reykjavík á 8. áratugnum kom í ljós að meirihluti muna í þeim uppgreftri virtist hvað aldur snerti stangast á við frásögn Ara fróða og aðrar heim- ildir. „Það tekur áratug að komast til botns í máli af þessu tagi,“ sagði danskur sérfræðingur við Pál, en hann þekkir vel svipaðar eldri deilur í eðlisfræði og öðrum greinum, sem eru í raun glíma nýrra kenninga við eðlislæga torti-yggni manna og vanafestu. Páll hefur í rannsóknum sínum á aldursgreiningu fornleifa einnig beitt þekkingu sinni og reynslu til að endurbæta þá tækni, sem notuð er til aldursgreiningar og hyggst kanna möguleika á að koma upp að- stöðu til þessara mælinga, á Islandi, sem gæti skilaði tvöfalt meiri ná- kvæmni en fólst í fyrri aldursgrein- ingum, auk þess sem þar væri hægt að mæla erlend sýni svo verksviðið gæti verið víðfeðmara en íslenski vettvangurinn eingöngu. Slík stofa gæfí mun betri möguleika til að leysa gátuna um upphaf landnáms og gæti orðið skemmtilegt framlag til söguglaðra Islendinga er þeir fagna alda- og árþúsundamótum á næsta ári. Tækni eðlisfræðinga nýtt í fornleifarannsóknum Við fyrstu sýn virðast fomleifa- fræði og eðlisfræði ekki eiga marga snertifleti, en við nánari athugun mætast þessar tvær fræðigreinar meðal annars í aldursgreiningum. En hvernig skyldi annars standa á að eðlisfræðingur flytur fyrirlestur hjá Fornleifafræðistofnun? „Aldursgreiningar á fornleifasýn- um frá íslandi með kolefnis-14 að- ferðinni, sem einnig er nefnd geisla- kolsgreining, hafa skapað óvissu um hversu snemma Island var numið af norrænum mönnum. Gefí aldurs- greiningarnar réttan aldur snertir málið sögu allra þjóða við Norður- Atlantshaf. Ég var þama að gera grein fyrir niðurstöðum og trúverð- ugleika mælinganna og hefðbundnu tímatali landnáms. En víkjum fyrst að kolefnis-14 að- ferðinni. Geislakolsgreining byggist á lögmálum eðlisfræði og efnafræði og með henni má finna aldur fornra jurta- og dýraleyfa. Áhugi fyi-ir að- ferðinni við Háskóla íslands er gam- all því Þorbjörn Sigurgeirsson, brautryðjandi eðlisfræðirannsókna á íslandi, hafði fyrir fjórum áratug- um aldursgreiningar á óskalista yfir verkefni sem hann vildi sinna, enda er þetta öflug aðferð í fornleifafræði. Til vitnis um það má kalla Kristján Eldjárn, en hann sagði í fyrirlestri 1974: „... að aldrei hefði fornleifa- fræðin fengið annað eins tæki í sínar hendur og þessa dásamlegu upp- götvun." Þetta hefur þó ekki gengið eftir á íslandi, því fornleifafræðing- ar hafa hafnað niðurstöðum þeirra aldursgreininga, sem ég ræddi um í fyrirlestri mínum, en þær vora gerð- ar á sýnum frá uppgrefti fornra húsarústa í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Mæliniðurstöðurnar gáfu sterka vísbendingu um búsetu á báðum stöðunum skömmu eftir aldamótin 700. Þetta er í algjörri mótsögn við tímatal Ara fróða, sem er stutt margvíslegum sterkum rök- um. Til dæmis sýnir hin hefðbundna aldursgreiningaraðferð fornleifa- fræðinnar, sem byggist á því að greina gerð og stíl forngripa, að Is- land byggðist fyrst mjög nærri alda- mótunum 900. Það er því mikilvægt að fá úr því skorið hvort geislakolsaðferðin hafí brugðist hér, þrátt fyrir umfangs- mikil og trúverðug gögn. Sé niður- staðan röng þarf að taka öllum nið- urstöðum geislakolsgreininga með mun meiri varfærni en fram til þessa hefur verið gert. Það væri al- varlegt mál fyrir geislakolsfræðinga og erlenda fornleifafræðinga, sem síðustu áratugina hafa treyst mjög á niðurstöður aðferðarinnar, þótt gögn þeirra væra oftast mun veikari en hin íslensku. Á síðustu misserum hef ég unnið nokkuð við að skoða ýmis gögn, sem varða þetta mál. Niðurstaða mín hefur verið sú að erfitt sé að finna nokkra veilu í mælingunum. Þvert á móti virðast þær í alla staði vera traustar. Ég hef ritað og rætt um at- huganir mínar og þær ályktanir sem ég hef dregið, en þorri íslenskra fræðimanna er eftir sem áður full- viss um að alvarleg veila hljóti að felast í geislakolsgreiningunum, því rökin fyrir tímatali Ara fróða séu óvefengjanleg. Samhliða fyrrgreindum athugun- um hef ég einnig kannað tæknilega möguleika á því að koma upp að- stöðu til aldursgreininga með kolefni-14 við Háskóla íslands, þar sem sóst væri eftir um tvöfalt, jafn- vel þrefalt meiri nákvæmni en fram til þessa hefur almennt fengist. Endurbætur á mælitækni aldurs- greininga, sem gerðar hafa verið á Islandi, era forsenda þessarar auknu nákvæmni. I athugunum mínum á áreiðan- leika aldursgreininga á íslensku sýnunum voru mér nokkur takmörk sett, því ég hafði ekki aðgang að öll- Morgunblaðið/Kristinn RANNSÓKNIR Páls Theodórssonar snúast um hvort áreiðanleiki frásagnar Ara fróða sannist enn á ný eða að saga búsetu á Islandi lengist um hálfa aðra öld. FRÁ fornleifauppgreftrinum í Aðalstræti og Suðurgötu á fyrri hluta 8. áratugar- ins en rannsókn Páls Theodórssonar hefur ekki síst beinst að kolefnamælingum á mannvistarleifum úr þessum uppgreftri. um nauðsynlegum fagritum. Ég taldi málið svo mikilvægt að einskis mætti láta ófreistað til að brjóta til mergjar öll þau gögn sem finna má og geta varpað skýrara ljósi á málið. Því hef ég starfað hér í Kaupmanna- höfn um þriggja mánaða skeið í vet- ur á kolefnis-14 aldursgreiningar- stofunni við danska Þjóðminjasafn- ið. Hér hef ég haft góða vinnuað- stöðu, aðgang að öllum nauðsynleg- um tímaritum og ráðstefnuritum, og hér hef ég getað rætt við sérfræð- inga í aldursgreiningum og við forn- leifafræðinga. Því verki er ég nú að ljúka.“ Mælingar íslensku sýnanna traustar Og hvað hefur þessi framhaldsleit þín leitt í ljós? „Ég hef meðal annars skoðað vandlega hversu nákvæmar geisla- kolsgreiningarnar vora almennt á þeim árum, þegar íslensku sýnin vora mæld. Þessi athugun mín hefur leitt í ljós að nokkur kerfisbundin skekkja, það er að segja hliðrun í öllum niðurstöðum einstakra rann- sóknarstofa, annaðhvort til hærri eða lægri aldurs, var nokkuð almenn á þessum tíma. Ennfremur vora oft gefin of þröng óvissumörk, það er að segja að mælingarnar vora taldar nákvæmari en þær í raun voru. Al- þjóðlegar samanburðarmælingar, sem fjöldi aldursgreiningarstofa tók þátt í, hafa á síðari árum gefið svip- aða mynd af mælinákvæmninni. Hún virðist ekki almennt hafa batn- að með árunum. Hins vegar hafa 6-10 aldursgreiningarstofur, sem geta mælt með mikilli nákvæmni, sannað á ótvíræðan hátt að mælinið- urstöðum og óvissubili þeirra má að fullu treysta. Til að skýra hinn háa geislakols- aldur landnáms þarf hins vegar heldur meiri hliðran en ég hef fund- ið hjá aldursgreiningarstofunum. Nú vora íslensku fornleifasýnin frá uppgreftrinum í Reykjavík á 8. ára- tugnum mæld í Uppsölum og allar upplýsingar, sem ég hef fundið um nákvæmni stofunnar þar, sýna að mælingar hennar hafa verið mjög traustar. Ennfremur hafa sérfræð- ingar í geisiakolsgreiningum sagt mér að vart fáist betri efni til ald- ursgreiningar en þau sem mæld voru, en þá var mældur aldur viðar- búta og trékols. Þessi eftirleit mín hefur því styrkt trúverðugleika ald- ursgreininganna en jafnframt aukið þá óvissu sem hefur ríkt um upphaf norrænnar búsetu á íslandi. Þeir fornleifafræðingar sem ég hef rætt við hér hafa eftir sem áður verið vantrúaðir á eldra landnám." Hvað er hægt að gera til að kom- ast til botns í þessu máli? „Ég hef einnig verið að undirbúa þennan þátt hér í Kaupmannahöfn. Til að finna orsök þeirrar alvariegu mótsagnar, sem er milli kenning- anna um eldra og yngra landnám, er æskilegt að efnt verði til samstarfs vísindamanna úr ýmsum greinum, þó þar kunni að verða bið á. Ég hef beint athygli minni að því hvemig megi afla mun traustari vit- neskju, hugsanlega næni óvefengjanlegrar, _ um upphaf búsetu á Islandi með allmörgum nýjum og mjög nákvæmum geisla- kolsgreiningum, þar sem sýni af fleiri gerðum yrðu mæld. Annar meginþátt- ur vinnu minnar hér í Kaupmannahöfn hefur því verið að kanna í fag- ritum hversu mikil hin uppgefna nákvæmni geislakolsgreininganna er í erlendun fomleifarann- sóknum þegar best lætur, hversu áreiðanlegar nið- urstöðurnar eru og síðast en ekki síst hvernig er staðið að mælingunum. Vinnuaðferðirnar í bestu stofunum hljóta nefnilega að verða fyrirmynd og undirstaða íslenskra nákvæmnismælinga, ef til þehra kernur." Engin menningarsaga án tímatals Hvaða horfur eru á því að lausn fáist í málinu á komandi áram? „Um það get ég ekkert sagt nú. Áhugi íslenskra fræðimanna á lausn vandans mun ráða þar mestu. En ég vil minna á brýningarorð Kristjáns Eldjárns í sama fyrirlestri og ég hef þegar vitnað til, en þá sagði hann: „Ef tímatalið er ekki í lagi verður ekki til sú menningarsaga sem er markmið fornleifafræðinnar." Ég get þokað áfram undirbúningi íslenskra nákvæmnisgreininga og þegar heim kemur fer ég fljótlega að prófa mælikerfí mitt. En það verður ekki fyrr en með haustinu að í ljós kemur hvort kerfið verður eins traust og ég hef góða von um. Náist góður árangur tel ég rétt að athuga hvort lengra skuli haldið. Auk þess ræðst þetta af þeim áhuga, sem er á því að komast til botns í málinu. Vonandi verða ekki mörg ár liðin af nýrri öld þegar þessi aldarfjórð- ungs gamla gáta verður leyst. Á hvorn veginn sem niðurstaðan verð- ur - hvort áreiðanleiki frásagnar Ara fróða sannist enn á ný eða að saga búsetu á íslandi lengist um hálfa aðra öld - munu margir vafa- lítið taka niðurstöðunum fagnandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.