Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NÚ á að gera stórt. 'án hiíiéÉMK skípta máLL Magnari: 2 x 33W rns útvarp neð 24 stöðva ninnl briggja diska spilari Tvöfalt segulband Hátalarar tviskiptir: 50W pouer Magnan: 2 x 50W rns útvarp neð 24 stöðva ninni þriggja diska spilari Tvöfalt segulband Hátalarar tviskiptir: 8ow pouer bass Magnari: 2 x íoow rns útvarp neð 24 stöðva ninni Þriggja diska spilari Tvöfalt segulband Hátalarar tviskiptir: i20w pouer bass power Magnari 2 x i2ow rns útvarp neð 24 stöðva ninni 26 diska spLLari Tvöfalt segulband Hátalarar tviskiptir: 150U pouer bass gg ' P- M W&0*\ [8lsS" Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 1999 Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi Edda Sóley Óskarsdóttir Landssamtok foreldra, Heimili og skóli, munu hinn 16. aprfl nk. úthluta foreldra- verðlaunum, en slík verð- laun hafa verið veitt í tvígang áður, fyrst árið 1996. Þessi samtök voru stofnuð 1992 til þess að bæta uppeldis- og mennt- unarskilyrði barna og eru verðlaunin liður í þeirri viðleitni. Edda Sóley Oskarsdóttir er fram- kvæmdastjóri samtak- anna. Hver tilnefnir þá sem koma til greina við verðlaunaafhendingu? - Hver sem er: Allir þeir sem hafa stuðlað að því að efla tengsl milli heimila og skóla og auka virkni foreldra, kennara og nemenda í mikilvægu samstarfi koma til greina sem verðlaunahafar í umræddri verð- launaafhendingu. Skila þarf til- nefningum fyrir 12. apríl nk. Til- gangur Heimilis og skóla er ekki aðeins að stuðla að bættum menntunar- og uppeldisskilyrðum bama heldur einnig að bæta hag fjölskyldnanna í landinu. Það er gert til dæmis með því að vekja athygli á því sem vel er gert í samstarfi heimila og skóla og veita viðurkenningar fyrir góð störf. Er mikil þörf á starfsemi af þessu tagi? - Já, það er mikil þörf á þessu, við hjá samtökunum veitum öllum upplýsingar sem til okkar leita og beitum okkur fyrir því að sjónar- mið foreldra og bama séu virt þegar reglur em settar og ákvarð- anir teknar sem varða skóla, upp- eldis- og fjölskyldumál. Við sjáum um fræðslu til foreldrafélaga og foreldraráða og við viljum auka ábyrgð og áhrif foreldra og styrkja þá í uppeldishlutverkinu. Þetta era frjáls félagasamtök sem allir geta gengið í, hvort sem þeir era foreldrar eða ekki. Aðeins ef þeir vilja veita umræddum mál- efnum lið. Eru margir í þessum samtök- um? - Við eram tæplega 6.000 fé- lagsmenn á öllu landinu. Samtökin hafa verið í samnorrænu foreldra- starfi og hafa gerst aðilar að sam- tökum foreldra í Evrópu. A Norð- urlöndunum era svona samtök tal- in svo mikilvæg að stjórnvöld skipa fulltrúa í þau. í Noregi er gert ráð fyrir þeim í sjálfum grannskólalögunum. Hvaða verðlaun eru veitt hérlendis af þessu tagi? - Mér er ekki kunn- ugt um önnur verðlaun en umrædd foreldra- verðlaun Landssam- taka foreldra, Heimilis og skóla. Þau verðlaun felast í því að dregið er fram hið jákvæða í foreldrastarfinu eða starfi grann- skólanna. Með því móti vörpum við Ijósi á jákvæða þætti grunn- skólans eða í samstarfi heimila og skóla. Af því geta allir lært og séð hvað er að gerast hjá öðrum og leitað leiða til að gera eitthvað sambærilegt. Hefur samstarf heimila og skóla aukist á síðari árum? - Já, tvímælalaust hefur það gert það, sem betur fer. Það þarf að kynna vel fyrir foreldrum þann rétt og þær skyldur sem þeir bera gagnvart grannskólanum og börn- um sínum þar. Og það þarf að ►Edda Sóley Óskarsdóttir er fædd 28. júh' 1956 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi árið 1976 frá Menntaskólanum við Tjörn og meinatæknaprófi frá Tækniskóla íslands 1980. Hún starfaði sem meinatæknir í tíu ár á Landakotsspítala en nú er hún framkvæmdastjóri Lands- samtaka foreldra, Heimilis og skóla. Hún er gift, Stefáni Hjálmarssyni tæknifræðingi og eiga þau þijú börn. hvetja foreldra til þess að taka virkan þátt í starfsemi skólans, þannig að foreldrar geti verið með í skólaumræðunni. Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi bama sinna, en þeir hljóta að þurfa að gera það í samstarfi við skólann. Barnið eyð- ir mörgum klukkutímum á dag í skólanum og við sem foreldrar þurfúm að vita hvað fram fer í lífi bamsins, öðravísi getum við ekki haldið tengslum við það. Vilja skólayfírvöld auka enn samstarf við heimili og foreldra? - Já, ég tel að það sé tvímæla- laust vilji skólayfirvalda að auka þetta samstarf. Mismunandi er eftir skólum hvað þetta samstarf er orðið öflugt. Annast þessi samtök eitthvert forvarnarstarf fyrir böm? - Heimili og skóli hafa kynnt verkefnið Fyrirmyndarforeldr- amir og einn þátturinn í því er foreldrasamningur þar sem for- eldrar á bekkjargranni geta sam- stillt afstöðu sína varðandi neyslu fíkniefna, eftirlitslausra sam- kvæma barna og ekki síst útivist- artíma. Verkefnið er hugsað þannig, eins og flest annað sem Heimili og skóli koma að, að þetta er verkefni sem foreldrarnir vinna í hópum og miðar að því að vekja þá til frekari umhugsunar, hvetja þá til að móta afstöðu og styrkja þá sjálfa í upp- eldishlutverkinu. Það verður aldrei of oft sagt að það era for- eldrarnir sem bera ábyrgð á upp- eldi barna sinna. Hvað ber hæst í starfsemi sam- takanna um þessar mundir? - Við ætlum að gangast fyrir erindrekanámskeiði í lok þessa mánaðar, með því er fyrirhugað að miðla af reynslu og þekkingu sem safnast hefur fyrir hér hjá okkur og fá foreldra víðsvegar af landinu til nánara samstarfs við okkur, þannig að þeir geti frætt foreldra á sínum heimaslóðum um það sem við höfum orðið áskynja. Foreldrar þurfa að vita hvað fram fer í lífi barnsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.