Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 Stúdentar af hug- sjdn eða hagsýni? Hefja stúdentar háskólanám með hug- sjónaglampa í augum eða líta þeir á það sem arðbæra fjárfestingu? Þessari spurn- ingu reynir Stefán Sigurðsson hagfræð- ingur að svara í rannsókninni „Stúdentar af hugsjón?“ Stefán rekur í þessari grein helstu niðurstöður sínar um leið og hann kynnir netútgáfu rannsóknarinnar. NÁMSMENN í Háskóla ís- lands eru öflugur og áber- andi hagsraunahópur í ís- lensku samfélagí. Staða þeirra og viðhorf eru mikið til um- ræðu opinberlega enda reka há- skólanemar hagsmunafélag sem vinnur að því að bæta stöðu þeirra og réttindi. í umræðu íslensks sam- félags má greina ákveðnar skoðanir um það hvemig staða háskólamanna sé og hver einkenni þeirra séu eftir því hvaða nám þeir stunda. Skipta laun að loknu námi viðskiptafræði- nema meira máli en guðfræðinema? Eru heimspekinemar fremur reknir áfram af hugsjón en laganemar? Er goðsögnin um háskólanemann sem sækir sér menntun til þess að auðga andann án tillits til fjárhagslegs ávinnings sönn? Áður hefur verið gerð tilraun til að reikna út arðsemi háskólanáms mið- að við laun í ákveðnum atvinnugrein- um og niðurstöður þeirra útreikn- inga hafa verið heimfærðar upp á arðsemi námsgreina í háskólanum. Þessir útreikningar hafa yfirleitt sýnt þá niðurstöðu að háskólanám sé ekki nema í fáum tilvikum arðbær ijárfesting. Ef raunin væri að aðeins nám í ákveðnum fijgum innan há- skólans skilaði arði benti það til þess að fjölmargir háskólanemar væru hugsjónafólk sem gerði ekki ráð fyr- ir arðsemi af þeim beina og óbeina kostnaði sem fylgi háskólanámi. Markmið rannsóknarinnar „Stúdent- ar af hugsjón?“ var að nálgast hug- mynd háskólanema sjálfra um stöðu sína, hverjar forsendur þeirra væru við upphaf náms og hver viðhorf þeirra væru til náms og atvinnulífs. Rannsóknin byggist á skoðanakönn- un sem gerð var meðal 1000 nýnema við Háskóla íslands. Nemarnir voru spurðir fjölmargi-a spuminga sem vörðuðu þjóðfélagsstöðu þeirra, ástæðu fyrir háskólanámi, viðhorf til réttindamála og forsendur um kostn- að og ábata við háskólanám þeirra. Upplýsingar um fjárhagslegar for- sendur voru siðan notaðar til þess að reikna út arðsemi þeirrar ákvörðun- ar stúdentanna að fara í háskólanám. Leita ekki hamingjunnar Hvað veldur því að fólk ákveður að hefja háskólanám? Vill það auðga andann, undirbúa sig fyrir framtíð- arstarf eða tryggja sér vel launaðar stöður að námi loknu? í skoðana- könnuninni voru nýnemar spurðir um þá þætti sem vógu þyngst i ákvörðun þeirra að hefja háskóla- nám. Af sautján þáttum sem nýnem- um var boðið upp á merktu flestir við þætti sem tengdir voru væntingum um framtíðar atvinnuþátttöku. Yfir 70% nýnema svöruðu að það að „námið er góður grunnur fyrir ýmis störf', „áhugavert starf krefst há- skólamenntunar" og „námið er nauð- synlegur grunnur fyrir ákveðið starf' hefði haft „mikil og frekar mikil áhrif* á þá ákvörðun að hefja háskólanám. Aðrir þættir sem höfðu einnig mikif áhrif á nýnema voru til dæmis „mér finnst gaman að vera í námi“, „námið gefur möguleika á starfi erlendis" og „vel launað starf krefst háskólamenntunar". Á hinn bóginn var athyglisvert að sjá að að- eins um 15% nýnema sögðu að þátt- urinn „háskólamenntun eykur ham- ingju“ hefði haft „mikil og frekai' mikil áhiif' á þá ákvörðun að hefja háskólanám. Konum finnst skemmtilegra að læra en körlum Töluverðan mun mátti sjá á áherslum miUi kynja þegar spurt var um ástæðu þess að háskólanám var hafið. Til dæmis sögðu 75% kvenna að þátturinn „mér finnst gaman að vera í námi“ hefði haft „mikil og frekar mikil áhrif ‘ á ákvörðun þeirra að hefja háskólanám, á móti 48% karla. Annað dæmi um áberandi mun á viðhorfum kynjanna kom fram í þáttunum „háskólanám eykur lífsþroska“, „námið er undirbúning- ur undir lífið“ og „háskólamenntun eykur hamingju“. Marktækt stærra hlutfall kvenna en karla sagði þessa þætti hafa haft „mikil eða frekar mikil áhrif* á þá ákvörðun að hefja háskólanám. Guðffæðinemar ólíkir viðskiptafræðinemum Nokkuð mismunandi viðhorf mátti greina milli nýnema mismunandi deilda þegar spurt var um ástæður þess að háskólanám var hafið. Hæst hlutfall í viðskipta- og hagfræðideild sagði til dæmis að það að „áhugavert starf krefst háskólamenntunar“ hefði haft „mikil og frekar mikil áhrif ‘ á þá ákvörðun að hefja háskólanám eða 84%. Mun færri voru sama sinnis í guðfræðideild eða aðeins 50%. Þátt> urinn „mér finnst gaman að vera í námi“ vóg hins vegar þyngst í þeirri ákvörðun guðfræðinema að hefja há- skólanám. Viðskipta- og hagfræði- nemar settu þann þátt hins vegar í áttunda sæti yfir það sem hafði „mikil og frekar mikil áhrif ‘ á þá ákvörðun að hefja háskólanám. Það að fá „vel launað starf* var hins vegar í þriðja sæti þeirra þátta sem nemar í við- skipta- og hagfræðideild sögðu hafa haft „mikil og frekar mikil áhrif ‘ á þá ákvörðun að hefja háskólanám. Þátt- urinn var einnig hátt skrifaður meðal nema í verkfræðideild og lögfræði- deild eða í fjórða sæti. Þátturinn var hins vegar rnjög lágt á lista meðal guðfræðinema eða í ellefta sæti yfir þá þætti sem skiptu mestu máli í ákvörðun þeirra að hefja háskólanám. Hræðast ekki atvinnuleysi Þegar nýnemai' voru beðnir um að forgangsraða þáttunum „áhugavert starf', „laun“ og „atvinnuöryggi“ eft- ir mikilvægi kom í ljós að „áhugavert starf* að loknu háskólanámi skipti meirihluta nýnema mestu máli, „laun“ næstmestu máli og „atvinnu- öryggi“ minnstu máli. Athyglisvert er að hærra hlutfalli karla en kvenna fannst laun skipta „mestu máli“, aft- ur á móti töldu konur fremur en karlar áhugavert starf skipti „mestu máli“ og að laun skiptu „minnstu Vænt arðsemi deilda við fjárfestingu í háskólanámi Verkfræðideild I i Viðskipta- og hagfræðideild I-V" ■ é i 1 i i i 1 ! i 1 Raunvísindadeild f i Heimspekideild I n Félagsvísindadeild II I Læknadeild U H i ! | j pf 't | Laqadeild 1 Guðfræðideild | j 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% 18% Þeir þættir sem höfðu „mikil og frekar mikil áhrif ‘ á þá ákvörðun að hefja háskólanám Áhhaskólamenntunar I" ......— ~ ' 3 Námið er nauðsynlegur i....-........................ - 3 grunnurfyrirákv stkrf _______■ 1 ... ■ • • ■ - -- . i grunnu^rirýmilstðrf j Námið gefur möguleika _______á starfi eriendis Vel launað starf krefst ____háskólamenntunar Fræðilegur áhugi á ____________greinlnoi Námið gefur alhliða ______undirt). undir lífið Háskólanám eykur ___________lífsþroska Mér finnst gaman að ____________yerajnám! Námsárangur í _.....framhaldsskóla Áhugavert starf stóð _______ ekkitijboða Óvissa um hvað _______éq vildi gera Vel launað starf ____ stóð ekki til boða Menntun fjölskyldu minnar Háskólamenntun eykur ____________ hamingju Menntun félaga minna Fékk ekki inngöngu í annað nám Raðtafla sem sýnir hvaða þættir höfðu mest áhrif innan deilda á þá ákvörðun að hefja háskólanám 1 Viðskipta- 1 | og hagfr.d. Lagadeild Heimspeki- deild Lækna- deild Raunvís,- deild Guðfræði- deild Félagsvís. -deild Verkfræði- deild Námið er qóður qrunnur fyrir ýmis störf 1 1 1 6 2 4 2 1 Áhuqavert starf krefst háskólamenntunar 2 3 4 3 4 7 1 2 Nauðsynlequr qrunnur fyrir ákv. starf 4 2 9 1 1 1 3 3 Mér finnst qaman að vera í námi 8 5 2 4 6 6 4 5 Námið gefur möguleika á starfi eriendis 5 9 7 2 5 9 9 6 Vel launað starf krefst háskólamenntunar 3 4 8 7 8 11 5 4 Fræðilegur áhugi á greininni 9 8 6 5 3 2 7 10 Námið gefur alhliða undirb. undir lífið 6 6 3 8 9 3 6 7 Háskólanám eykur lífsþraska 7 7 5 9 7 5 8 8 Til þess að skoða svör deilda nánar hefur verið sett upp raðtafla með þeim níu þáttum sem 50% og fleiri nýnema töldu að hefðu haft „mikil og frekar mikil áhrif'’ á þá ákvörðun að hefja háskólanám. Númerið í fyrsta dálkinum vísar til þess hvar í röðinni þættirnir voru meðal nýnema allra en í öðrum dálkum má finna hvar í röðinni þessir þættir voru innan einstakra deilda. Væntingar um ráðstöfunartekjur eftir háskólapróf miðað við mismunandi menntun 200 60 •<-------------------*--------1---------1---------'--------1 0-2 ár 2-4 ár 5-7 ár 8-1 Oár 11-20 ár 21-30ar >31 ár Væntingar um ráðstöfunartekjur eftir háskóiapróf miðað við starfsvettvang 60 <—---------i---------'----------•---------•------—------------ 0-2 ár 2-4 ár 5-7 ár 8-10 ár 11 -20 ár 21-30 ár >31 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.