Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 42
'JÍ2 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 FRÉTTIR I DAG MORGUNBLAÐIÐ Malstofa í hiúkrunarfræði MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði verð- ur haldin mánudaginn 22. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Linda Kristmunds- dóttir, hjúkrunarfræðingur MS, flyt- ur fyrirlesturinn: Upplifun foreldra Akranes Kynning á vinabæjamóti * í Tnnder VINABÆJAMÓT verður haldið í Tonder í Danmörku dagana 23.-27 júní 1999. Norræna félagið verður með kynningarkvöld á Kirkjuhvoli, Akranesi, mánudaginn 22. febrúar fyrir alla sem hafa áhuga á að fara í þessa ferð, hvort sem þeir eru í Nor- ræna félaginu eða ekki. Fljótlega þarf að senda lista með með nöfnum þátttakenda til mót- tökunefndarinnar í Tonder," segir í fréttatilkynningu frá stjóm Nor- ræna félagsins á Akranesi. af því að búa með einstaklingi sem hefur verið greindur með „borderline" persónuleikaröskun. „Sjúkdómsgreiningin „borderline" persónuleikaröskun á sér langa og umdeilda sögu. Þó að fyrir liggi vit- neskja um ýmsa þætti þessarar sjúk- dómsgreiningar er lítið vitað um reynslu fjölskyldu þeirra einstak- linga sem geinast með þessa per- sónuleikaröskun. Sé litið á sögu þessarar sjúkdómsgreiningar kemur í ljós að foreldrar einstaklinga með „borderline“ persónuleikaröskun hafa beint eða óbeint verið taldir or- saka þróun þessarar persónleika- röskunar hjá bami sínu, þrátt fyrir að nýlegar rannsóknaniðurstöður sýni fram á að margir orsakaþættir geti legið þar að baki. Það sjónar- hom heilbrigðisstarfsmanna að for- eldrar geti á einn hátt eða annan or- sakað „borderline" persónuleika- röskun hjá bami sínu hefur verið ríkjandi en minni áhersla hefur verið lögð á að skoða raunverulega reynslu þessara fjölskyldna,“ segir í fréttatilkynningu. Málstofan er öllum opin. TUboðjémgmæ hefjast á morgun kl. 10 20-50% afsláttur af rúmfatnaði Myndaefni í metratali Nánudð SDIðll Vlvev T hverfinu 4»otgtttV„4 íGtaí^°f; ato ,\A V'3 Alþingismenn og borgarfiilltmar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga Á morgun verða Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður °g Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfúlltrúi í Grafarvogi, Hverafold 1-3, kl. 17-19. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvlkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sj álfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. TL Næsti mánudagsspjallfimdur: Mánudagur 1. mars kl. 17-19, Breiðholti, Álfabakka l4a. VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK Fylla upp Skerjafjörð? VIÐ hjónin áttum heima í nokkur ár í Skerjafirði, leigðum þar hjá eldri manni, Davíð Guðjónssyni. Hann, 80 ára, fræddi mig um Skerjafjörðinn. Þar höfðu skerin, sem núna eru, verið ólfkt stærri - sem eyjar, stórar sumar, það stórar að menn heyj- uðu þar á sumrin en fluttu svo til lands og þun-kuðu þar heyið. En svo hefur þetta breyst og eyjar eru nú sem sker. Þetta hefur verið að minna okkur á að land á þessum slóðum er að lækka. Það mætti fá umsögn um þetta hjá jarð- fræðingum. Hafa borgar- yfirvöld velt þessu fyrir sér vegna umtalaðrar flug- vallargerðar? Jens Hinriksson. Er lausnin kannski að ná sér í maka? MÁLEFNI fólks sem er einstæðingar hafa alveg týnst í þessu samfélagi hvað varðar fjármálaað- stoð vegna náms, styrki til náms eða jafnvel einhvem heimilis- eða framfærslu- styrk. Þá sérstaklega til þeirra sem reka heimili og jafnvel bíl, og er sá kostn- aður jafnan sá sami og hjá sambúðarfólki, þjónafólki og einstæðum foreldrum. Munurinn er sá að sam- búðar- og hjónafólk fær einhveijar aukagreiðslur í viðbót við sln venjulegu laun, eins fá einstæðir for- eldrar aukagreiðslur og böm þeirra ganga fyrir í leikskóla. Aðrar greiðslur VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags kann ég ekki almennilega að fara með en þetta vita allir og hingað til höfum við þagað og sætt okkur við það sem við höfum haft. Það er ástæða fyrir því að ég skrifa þessa grein. Eg upplifði alveg ofsalega skrítna og erfiða reynslu fyrir um tveimur mánuð- um, þegar ég stóð frammi fyrir einni erfiðustu og grimmustu ákvörðun lífs míns. Ég var í góðri vinnu á yndislegum vinnustað þar sem mér leið mjög vel og fann mig sérstaklega ömgga og sterka. En launin buðu ekki upp á mildð og þegar ég fór að fá áhuga á að mennta mig vandaðist málið. Ég vildi fara í öldungadeild í F.S. og einnig langaði mig í tónlistarskóla til að læra söng. Þetta er búið að vera langþráður draumur en ég sá aldrei fram á að það myndi ganga. I haust sló ég samt til og skráði mig í F.S. í tvö fög sem kostaði 16.000 kr. auk bókakostn- aðar. Reyndar, ef ég næ prófi, borgar Verkalýðsfé- lagið helminginn en þá er eftir aUt það álag sem kemur við það að sinna heimanámi og vinna auka- vinnu á kvöldin. Eins og kemur fram að ofan var ég að vinna á yndislegum vinnustað sem er leikskóli hér í Reykja- nesbæ þegar ákvörðunin um að skipta um vinnu var óhjákvæmileg vegna laun- anna. Mér bauðst vinna við mötuneyti þar sem launin era um 20.000 kr. hærri við miklu ábyrgðar- minna starf og minna álag. Leikskólinn er í mínum huga einn nauðsynlegasti og uppbyggilegasti vinnu- staður sem til er. Við byij- um flest okkar þroska- skeið og undirbúning fyrir framtíðina í leikskólanum. Já, og svona þökkum við fyrir okkur með því að hafa launin nógu lág svo það verði sem mestar mannabreytingar innan skólans sem koma að sjálf- sögðu mest niður á böm- unum, eða hvað? Em bömin okkar ekki ávextir lífsins og það dýrmætasta sem við eigum? Þegar ég byrjaði að vinna í leikskólanum var ég í sæmilegu jafnvægi sálarlega og líkamlega en í dag, einu og hálfu ári seinna, er ég í fullkomnu jafnvægi. Og það vif ég þakka leikskólastarfinu í heild sinni, því þar fann ég bamið í sjálfri mér og því var þessi ákvörðun mér mjög erfið. Ég er byrjuð að vinna í mötuneytinu frá kl. 5 á morgnana til kl. 14 og vegna áhuga míns vann ég tímabundið í leikskól- anum frá kl. 14.15 til 17.15 auk þess að fara í kvöld- skóla, söngskólann og vinna stundum aukavinnu á kvöldin. Allt vegna áhug- ans og þess umhverfis sem leikskólinn býður upp á. En þetta gekk ekki lengi og núna er ég hætt að vinna í leikskólanum. Ég get að sjálfsögðu alltaf verið leiðbeinandi með engin réttindi en þá spyr maður sjálfan sig: „Hvað vil ég með líf mitt?“ Ég verð að geta framfleytt mér, rekið bílinn og hús- næðið, greitt skólagjöldin, en það get ég alls ekki á lágum leikskólalaunum. Ég skrifa þessa grein í þeirri von að þeir sem eitt- hvað hafa með þessi mál að gera taki þessi skrif mín til sín og finni lausn fyrir okkur einstæðing- ana. Er lausnin kannski að ná sér í maka? Við verðum að eiga ein- hverja von um góða fram- tíð án þess að þurfa að misbjóða sál og líkama með vinnuálagi og námsál- agi í ofanálag. Ein sem saknar leik- skólalífsins. Vantar A1 Capone jakkaföt ÉG ER að leika í leikriti og vantar svört og hvít A1 Capone jakkafót. En það virðist voða erfitt að fá slík jakkaföt. Bið ég þá sem hafa svoleiðis fót undir höndum um að hafa sam- band í síma 554 5597. Tapað/fundið Stresstaska úr plasti týndist BLÁGRÆN stresstaska úr plasti með blýöntum týndist á öskudag í Skeifu- , Grensás- eða Múlahverfi. Skilvís finnandi hringi í síma 588 7464. Dýrahald Læða týndist í Hafnarfirði TVEGGJA ára læða, þrí- lit, svört/gul/hvlt, týndist sl. þriðjudag frá Smyrla- hrauni. Þeir sem hafa orð- ið hennar varir hafi sam- band í síma 565 5565. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkveija fór á dög- unum með dóttur sína í viðtal á Bama- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, í Reykjavík sem ekki er í sjálfu sér í frásögur færandi nema vegna þess hve erfitt er að rata þangað. Víkverji ók fram og aftur um Dalbrautina en sá hvergi húsið númer 12. Enda er það ekki nema von, því hægt er að halda því fram - og það með góðri samvisku - að Dalbraut 12 sé ekki til! Kunninginn var orðinn of seinn í tíma hjá BUGL og vissi hreinlega ekki sitt rjúkandi ráð. Sá þó grun- samlegt hús í fjarska, þar sem hann var staddur á Dalbrautinni og gerðist svo djarfur að aka yfir stóra grasflöt í átt að nefndu húsi. Og viti menn; hann var kominn að BUGL! xxx IBÆKLINGI, sem kunninginn fann svo í anddyri stofnunarinn- ar, kemur fram að þótt húsið sé skráð að Dalbraut 12 standi það í raun við Leirulæk! Og það sann- reyndi viðkomandi sannarlega þeg- ar hann fór heim eftir að hafa sinnt erindi sínu. Oðrum til útskýringar skal frá því greint hér að ekið er inn í Leirulækinn úr Laugalæk (sem liggur milli Laugamesvegar og Sundlaugavegar) - enda var skilti, lítið að vísu, en þó skilti, á homi Laugalækjar og Leirulækjar sem gaf til kynna að þar skyldi beygt í átt að BUGL. A Dalbraut var að sjálfsögðu engin merking um hvar stofnunina væri að finna, enda stendur hún alls ekki við þá götu. Foreldrum bama og unglinga, sem þurfa að mæta á BUGL, em sendir spurningalistar, sem þeir svara og afhenda við komuna þang- að. Kunninginn bað Víkveija að koma því á framfæri að það væri nú ekki óvitlaust að senda foreldr- unum bæklinginn góða um leið. Hann kæmi í mun meiri þarfir þannig - a.m.k. þær upplýsingar í honum sem segja til um hvemig eigi að rata á staðinn ... xxx VÍ var laumað að Víkveija að 20 ár væm um þessar mundir frá því Kvikmyndaeftirlit ríkisins bannaði sýningar kvikmyndarinnar Veldi tilfinninganna. Sá sem nefndi þetta spurði hvort ekki væri tíma- bært að taka myndina til sýninga á einhverri kvikmyndahátíðinni nú - kanna að minnsta kosti hvort feng- ist að sýna myndina nú, vegna þess að viðhorf hafa breyst mikið á 20 ámm. Myndin þótti of djörf á sín- um tíma, þannig að gaman væri að fá úr því skorið hvort hún fengist sýnd nú. Þessu er hér með komið á framfæri. xxx SKEMMTILEG ummæli íþróttafréttamanna era stund- um höfð á hraðbergi. Bjarni Fel á t.d. að hafa sagt: KR-ingar eiga homspyrnu á hættulegum stað! Samúel Örn sagði einhverju sinni að flestir leikmenn liðs væra vel á annan metra! Og einhvern tíma sagði Valtýr Björn að leikmaður hefði skallað knöttinn með höfð- inu! Starfsbræður þeiira í útlöndum era ekki síðri. Víkverji rakst á eft- irfarandi sem Alan Parry, sjón- varpsmaður í Englandi, sagði í hita einhvers knattspymuleiksins: „Bobby MacDonald skoraði með skalla - með síðustu spyrnu leiks- ins“! Og sjónvarpsmaðurinn kunni Brian Moore tilkynnti tíðindi frá fótboltaleik sem fram fór Guadala- jara í Mexíkó: „Fréttimar frá Gu- adalajara, þar sem hitinn er 40 gráður, era að Falcao er að hita upp“... x x x EINN orðheppnasti knatt- spymuþjálfari á Englandi var Bill heitinn Shankly, sá sem gerði Liverpool að stórveldi á sínum tíma. Þessi ummæli hans em ógleymanleg: „Auðvitað fór ég ekki með eiginkonuna að horfa á Rochdale spila á brúðkaupsafmæl- isdegi okkar. Þetta var afmælis- dagurinn hennar. Haldiði að ég hefði gift mig á keppnistímabilinu? Svo fóram við ekki að horfa á Rochdale spila. Það var varalið. Rochdale“! xxx UMMÆLI íþróttamanna em einnig ákaflega gáfúleg á stundum. Greg Norman, golfsnill- ingur frá Astralíu, sagði einhverju sinni: „Eg á foreldmm mínum mik- ið að þakka - sérstaklega mömmu og pabba“!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.