Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 40
jO SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ilana nú! Við erum búin með öll heimaverkefnin þín ... Ég kann vel að það gleður meta það, stóri mig ... bróðir... Ég skal sjá til þess að nafns þíns verði getið ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nauðgun glæpur eða glens? Frá Þórunni Þóraiinsdóttur: HINN 7. febrúar síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir Pál Þórhallsson blaðamann og lögfræð- ing. I þeirri grein fjallar hann um tvo nýfallna dóma í kynferðisaf- brotamálum. Það er af hinu góða að blaðamenn fylgist með og fjalli um alvarleg mál eins og kynferðisglæpi. Því ein af leiðunum til að berjast gegn þessum skelfilegu málum er að tala um þau . I blaðagreininni gerir Páll m.a. að umtalsefni að dómar í kynferðisaf- brotamálum séu nú þyngri en áður og líka hvort dómstólar séu að snúa sönnunarbyrðinni við í kynferðisaf- brotamálum. Hann spyr einnig hvort dómstólar hafi orðið fyrir áhrifum af gagnrýni vegna of vægra dóma í kynferðisafbrotamálum. Ekki ætla ég mér að reyna að svara fyrir dómstólana, en að sjálfsögðu ber að fagna því að hlustað sé á réttmæta gagnrýni. I greininni kemur fram ótti hjá Páli við að kon- ur misnoti dómskerfið í þágu eigin hagsmuna. Páll gefur í skyn að stundum kæri konur karla af ein- hverskonar hefnigimi og/eða karla- hatri. Það er á Páli að skilja að hann telji þetta til einhverskonar stríðs á milli karla og kvenna. Ég er viss um að ef Páll hugsar sig vel um áttar hann sig á því að svo er ekki. Ekki veit ég hversu vel Páll þekkir til af- leiðinga nauðgunar eða annarra kynferðislegra glæpa, en ég geri ráð fyrir af lestri greinarinnar að þekking hans sé ekki mikil. Ég ætla að benda á nokkra þætti sem teljast til afleiðinga nauðgunar. Eitt af því sem verður að vera al- veg á hreinu er að nauðgun er glæp- ur, hvort sem þolandinn er 16 ára gömul stúlka, 40 ára gömul kona eða 20 ára gamall karlmaður. Hvort sem þolandi var drukkinn eða fór heim með viðkomandi. Það er ekk- ert sem réttlætir nauðgun. Það getur tekið langan tíma að byggja sig upp eftir þá skelfingu að lenda í nauðgun. Nær er að tala um ár en mánuði í því sambandi. Ottinn og niðurlægingin sem fólk upplifir er hræðilegri en orð fá lýst. Sjálfs- traustið er brotið niður og í stað ör- yggis er kominn kvíði, svefntruflan- ir, félagsleg einangrun, sjálfsvígs- hugsanir og sjálfsvígstilraunir. Skömmin og sektarkenndin er einnig mikil. Það er ekki hægt nema að litlu leyti að gera sér í hugarlund hvaða áhrif þetta hefur á daglegt líf manneskju. Það að framkvæma hversdagslegustu hluti getur orðið erfitt. T.d. að komast á milli vinnu og heimilis getur orðið skelfilegt. Fólk þorir ekki að vera einsamalt eina stund, heima eða heiman. Eðli- legt líf breytist í martröð. Það er alveg merkilegt að í nauðgunarmálum er oft verið að reyna að draga þolandann til ábyrgðar. Það að viðkomandi hafi verið drukkinn, viljað fara með nauðgar- anum, ekki kallað á hjálp, gerir glæpinn ekkert minni. Maður sem nauðgar er alltaf ábyrgur fyrir því sem hann gerir, það er hann sem velur fórnarlambið og enginn ann- ar. Nauðgarinn er oftast búinn að skipuleggja nauðgunina áður. Hvort sem um er að ræða 5 klukkustundir eða 5 mínútur. Nauðgarinn veit að hann er að fremja glæp, ef um stundaræði væri að ræða þá myndu menn missa stjóm á sér innan um annað fólk. En það gerist aldrei!! Engum dettur í hug að reyna að draga brifreiðareiganda til ábyrgð- ar ef unnin eru skemmdarverk á bflnum hans!! Það hvarflar ekki að nokkrum að ásaka skartgripasala um að hafa gullið í glugganum ef það er brotist inn hjá honum!! Eng- um dytti í hug að finna sök hjá gam- alli konu sem er ráðist á!! Hvaðan koma þessir fordómar og þessar efasemdir í garð nauðgunar- þolenda? Er skýringinguna kannski að finna í samfélagsgerðinni? Finnst okkur í lagi að sumir glæpa- menn fái að sleppa? Ég held að fólk ætti að hugsa aðeins um þessi mál, þetta er alvarlegt og kemur öllum við. Það að halda að manneskja kæri nauðgun sér til dægrastyttingar eins og gefið var í skyn af Páli Þór- hallssyni er fásinna. Páll segir ennfremur í greininni að menn verði að „beita öðrum að- ferðum en hótunum til að fá konur til fylgilags". Ekki skil ég alveg hvað hann er að fara, kannski er hann að reyna að vera fyndinn? Ég held að flest heilbrigt fólk kæri sig ekki um að beita rekkjunauta sína hótunum. Kynlíf er ástarleikur sem fólk stundar þegar báðir vilja. Nauðgun er ekki kynlíf. Nauðgun er ofbeldisverk. Að lokum vil ég benda á það að starfskonur Stígamóta eru tilbúnar til þess að fræða um afleiðingar kynferðisofbeldis, þurfa viðkomandi þá að hafa samband við skrifstofuna sem er opin frá 09-19 alla virka daga. ÞÓRUNN ÞÓRARINSDÓTTIR, starfskona Stígamóta. Konan úr Kópavoginum Frá Haraldi Blöndal: í DAG, fimmtudaginn 18. febrúar, les ég það í Morgunblaðinu, að borgarritari er varamaður í stjórn Miðbæjarsamtakanna. Fátt hef ég séð vitlausara. Borgarritari er næstæðsti emb- ættismaður borgarinnar, og hefur verið mulið undir hana eins og hægt er, síðan hún tók við embætti. Stjórnin á Reykjavík er hins vegar með þeim hætti, að borgarritari hef- ur enn ekki treyst sér til þess að búa í Reykjavík, heldur býr hún í Kópavogi. Ætli það sé ekki eins- dæmi, að svo háttsettur embættis- maður búi utan þess sveitarfélags, sem hann þjónar og þiggur laun af. í fullri einlægni: Hvað hefur kona,- sem er uppalin í Kópavogi og býr þar, að gera í stjórn Miðbæjarsam- takanna? HARALDUR BLÖNDAL, fæddm- og uppalinn á Laugaveginum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.