Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 fFELAGAR! Frestur til að sækja um NÁMUSTYRKI I rennur út 14. MARS. Viltu skipta? Tökum qömlu vélina upp í nýja Nikon, Canon, Mínolta, Olympus, Landsins mesta úrval af myndavélum og fylgihlutum? í FOÍO VA Skipholti 50b sími 553-9200, fax 562-3935 Konica, Rícoh, Samsung, Sigma Myndavélaviðgeröir í heimsendingu REYKJAVIK • KOPAVOGUR SIMI 55 44444 Fákafen I I • Langirimi 21 • Smiðjuveg 6 Rvk.VESTURBÆR SÍMI 562 9292 Hringbraut I 19 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 565 2525 • Hjallahraun FÓLK í FRÉTTUM Margrét Eir er í stóru hlutverki í Rent Mjög spennt að koma heim Söngkonan Margrét Eir verður í stóru hlutverki í Rent sem sett verður upp á næstunni. Hún er bú- sett í New York og segir Sunnu Osk Logaddttur hvað á daga hennar hefur drifið í stuttu spjalli. GÆSAHÚÐ fór um marga sem heyrðu söngkonuna Margréti Eiri Hjartardóttur flytja upp- hafslag söngleiksins Hársins sem sýnt var í Loftkastalan- um fyrir nokkrum árum. Var henni strax skipað í röð okk- ar bestu söngkvenna og hún lofuð í bak og fyrir. Síðan þá hefur lítið heyrst frá Margréti Eiri en það þýðir ekki að hún hafi setið auðum höndum. Um þessar mundir býr Margi'ét Eir í New York. Hún útskrifaðist sl. vor, eftir þriggja og hálfs árs nám, með BFA-gráðu í leikhústónlist og leiklist frá Emerson College í Boston. Meðan á náminu stóð tók hún þátt í uppfærslum skólans og var mjög vel látið af frammistöðu hennar þar í blöðum. Eftir að hún lauk námi flutti hún til New York til að freista gæfunn- ar. En hvað hefur hún fengist við síðan hún kom til New York? „Eg hef ekki ennþá fengið neitt að gera sem snýr að leiklist, ég hef ekki verið hér nógu lengi til þess. í raun hefur mestur tími minn farið í að aðlagast umhverfinu, New York er mjög stór borg og hér er margt. að gerast.“ Eins og er vinnur Margrét á veit- ingastað en hún hefur einnig farið í nokkur áheyrnarpróf. Er mikil samkeppni? „Já, hún er rosalega mikil. Það er líka mjög erfitt að fá umboðsmann, sérstaklega vegna þess að ég er óþekkt og með litla reynslu." En stórt verkefni bíður nú Mar- grétar, reyndar ekki í New York heldur hér heima. Hún mun leika Joanne í bandaríska söngleiknum „Rent“ sem verður sýndur í Loft- kastalanum í samstarfi við Þjóðleik- húsið. Hvað kemur til að þú tekur þátt í þessari sýningu? „í október á síðasta ári var hringt í mig og ég beðin að koma heim í prufu fyrir „Rent“. Eg fékk hlutverk og ég er mjög spennt að koma heim og taka þátt í sýning- unni.“ Hefur þú séð sýninguna? „Já, ég sá hana í Boston og hún er alveg stórskemmtileg. Tónlistin er frekar rokkuð og sýningin sjálf er mjög töff, og hún hefur hlotið frábærar viðtökur alls staðar.“ Aðspurð segist Margrét ekki vita hvað taki við hjá sér eftir að þessu verkefni er lokið. Það er alls óráðið hvort hún kemur heim og auðgar flóru ungra íslenskra leikara eða hvort hún heldur áfram að reyna fyrir sér í stórborginni New York. Morgunblaðið/Egill Egilsson EIRÍKUR F. Greipsson og Guðríður Kristjánsdótt- ir taka á móti gestum með hákarli og brennivíni. LÝÐUR Árnason, læknir á Flateyriog vinir hans ákváðu að klæða sig öðruvísi en aðrir gestir. ■■II.I.HJIUHI'UH.L.Iir Fótafimir Flateyringar HINN árlegi Stútungur Flat- eyringa var haldinn í íþrótta- húsi Flateyrar. Gúð aðsókn var á Stútung, á annað hundrað, bæði heimamenn og víðar að. Hefðbundin skemmtiatriði voru flutt og raknir atburðir liðins árs í óbundnu og bundnu máli. Einnig var valin næsta Stút- ungsnefnd fyrir árið 2000 og er óhætt að segja að val hennar var ekki með hefðbundnum hætti, þetta skiptið voru menn látnir þreyja þrautir sem fólust í ýmsum samkvæmisleikjum. Þeir sem duttu úr leik voru valdir varamenn. Þegar veita átti verðlaunin, sem var vegleg koniaksflaska, kom í ljós að innihald hennar var borði sem á stóð Stútungsnefnd. Þótti "íevWrnklfílHl STÚTUNGSKNÖRRINN var hlaðinn af gómsætum þorramat. mönnum þetta skemmt- leg nýlunda. Annað óvænt skemmtiatriði varð einnig til að vekja hlát- urtaugar heimamanna, þareð aðkeypt atriði brást á síðustu stundu. Að Ioknum skemmtiat- riðum og góðuin mat., var rými skapað fyrir danshæfni og fótafimi heimamanna langt fram á nótt. NÆSTA Stútungsnefnd lát.in þreyja par- ísartvist. Þau héldu að þetta væri sam- kvæmisleikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.