Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
E ðlileg umskipti
í lýðræðisríkjum
HVAÐ segja íslenskir fræðiraenn
um meinta kreppu hægrimanna
og eru merki um að hún sé
framundan hér á iandi? Rætt var
við stjórnmálafræðingana Gunn-
ar Helga Kristinsson, Hannes
Hólmstein Gissurarson, Ólaf Þ.
Harðarson og Stefaníu Óskars-
dóttur og voru þau sammála um
að stjórnarskiptin í mörgum Evr-
ópulöndum síðustu árin væru
eðlileg þróun í lýðræðisríkjum og
hæpið að tala um raunverulega
kreppu hægristefnu en ef til vill
vanda sumra hægriflokka. I
mörgum tilvikum hefðu hægrist-
jórnirnar setið svo lengi að völd-
um að kjósendum hefði einfald-
lega þótt kominn tími til að gefa
öðrum færi á að spreyta sig.
Vandi hægrimanna væri sá að
ekki væri lengur deilt um sömu
hluti og fyrr, eining hefði að
mestu náðst um að markaðshag-
kerfi væri besta lausnin og end-
urmeta yrði hlutverk ríkisins,
það gæti ekki leyst allan vanda.
„Hægristefnan hefur kannski
ekki látið undan síga en hægri-
flokkarnir hafa misst sérstöðu
sína,“ sagði Gunnar. Tilviljana-
kennt væri hins vegar hvort um
væri að ræða forystuvanda hjá
flokkunum, það væri breytilegt
frá einu landi til annars og varla
gætu verið leiðtogavandræði í
öllum samtímis.
Ólafur og Stefanía sögðu erfitt
að finna eina skýringu á breyt-
ingum í svo mörgum og ólíkum
löndum. Auk þess benti Ólafur á
að Spánn væri athyglisverð und-
antekning, þar snerust hlutverk-
in við.
„Engu virðist
skipta þótt erfitt
hafi reynst að
festa hendur á því
hvað Blair og
fleiri vinstrileið-
togar eigi við þeg-
ar þeir boða
„Þriðju leiðina“,
stefnu sem hvorki
sé vinstri- né
hægristefna held-
ur eitthvað alveg
nýtt.“
asta stoð launþega á þingi. Honum
er fátt heilagt, hefur meira að segja
lagt til atlögu gegn hinum voldugu
samtökum kennara og vill koma á
einhvers konar starfsmati þannig að
hægt verði að umbuna góðum kenn-
urum í launum. Ihaldsflokkurinn
þorði varla að minnast á svona hug-
myndir.
Ljóst er að hefðbundin skil milli
stefnumiða hægri- og vinstrimanna
eru orðin óglögg. Geri menn ráð
fyrir því að framvegis verði lands-
lagið í stjórnmálunum með þeim
hætti verður því fremur um það að
ræða að kjósendur velji upp til hópa
þá frambjóðendur sem þeir telja
hæfasta en hugmyndafræðin færist
neðar í forgangsröðina. Þótt hægri-
menn reyni að finna Fjórðu leiðina
fá þeir varla haggað þessum stað-
reyndum.
Einhverjir sakna hugmynda-
fræðideilnanna og óttast að tæki-
færisstefna, ímyndarsmíð og elting-
arleikur við niðurstöður skoðana-
kannana taki endanlega við af ein-
lægri sannfæringu og baráttu fyrir
nauðsynlegum en oft sársaukafull-
um ráðstöfunum. I framtíðinni muni
allir flokkai’ keppa að því einu að ná
Hannes taldi að ofiir eðlilegt
væri að stjómarskipti yrðu í
þessum löndum eftir langt valda-
tímabil; þannig væri eðli lýðræð-
is, þreyta kjósenda segði til sín.
Arftakarnir úr vinstriflokkunum
hefðu auk þess náð völdum með
því að gæta þess að boða engar
róttækar þjóðfélagsbreytingar
frá umbótastefnu Thatcher og
Reagans á niunda áratugnum
heldur framhald þess sem gert
hefði verið. Flokkakerfi í Evrópu
væri sennilega að líkjast því
bandaríska, með tvo stóra flokka
sem báðir aðhylltust markaðs-
hyggju.
„Við emm að sjá afturhvarf til
klassiskra viðhorfa í hagstjórn,
vinstriflokkamir hafa samþykkt
þessar breytingar. Ég kannast
ekki við neina hægrikreppu
nema kannski í Ingibjargarfrétt-
um Ríkisútvarpsins klukkan sjö á
kvöldin," sagði hann.
Lenda íslenskir hægrimenn í
sama vanda með sérstöðuna?
Gunnar taldi það m.a. fara eftir
því hvaða stefna yrði ofan á hjá
Samfylkingunni og jafnvel Fram-
sóknarflokknum. „Það var ekki
bara Ihaldsfiokkurinn sem hélt
flokknum við völd í Bretlandi
heldur líka Verkamannaflokkur-
inn með öllu sínu ráð- og dáð-
Ieysi.“ titilokað væri að spá um
endingartimann en augljóslega
væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki
kominn í slíka kreppu. Engin
merki væru uin það.
Stefanía minnti á að hugtökin
hægri og vinstri hefðu riðlast
mjög vegna þess hve vinstrimenn
leituðu nú mikið í smiðju hægri-
og halda völdum, án tillits til með-
ala. Aðrir fullyrða að evrópskir
hægrimenn verði einfaldlega að
standa sig betur en þeir hafa gert.
Þeir verði að læra að móta og túlka
stefnu sína þannig að almenningur
hlusti, skilji orðfærið og sætti sig
við markmiðin.
Að hluta til leiklist
Fyrir nær sex árum skrifuðu
tveir breskir blaðamenn af hægri
kantinum í The Daily Telegraph
viðvörunarorð um framtíðarhorfur
íhaldsflokksins sem þá var nýbú-
inn að vinna óvæntan sigur eftir
langa stjórnarsetu. Þeir voru samt
báðir á því að flokkurinn yrði að
bæta sig. Væntanleg leiðtogaefni
flokksins virtust ávallt hugsa og
tala með hagfræðileg líkön í huga,
ræddu um einkavæðingu hér,
einkavæðingu þar, nýtingu mark-
aðsaflanna í opinberri þjónustu.
Um leið væri yfirleitt þrumað um
öflugt aðhald í opinberum útgjöld-
um og lægri skatta.
„Hugsuðir flokksins halda sig til
hlés, á sviðinu er fólk sem stundum
talar fremur eins og bankastarfs-
menn eða stjórnendur stórmarkaða
en stjórnmálamenn," sagði í grein
W. F. Deedes. Annar dálkahöfund-
ur, Allan Massie, sagði að íhalds-
flokkurinn yrði að segja velstæðum
kjósendum, sem aðallega væru
hægra megin, óþægilegan sann-
leika, sem sé þann að þeir ríku yrðu
senn að láta af hendi réttindi eins
og bamabætur til allra án tillits til
efnahags og vaxtabætur vegna hús-
næðislána. Athyglisvert er að sjá
þessi ummæli núna þegar margir
frammámenn hægrimanna í Evrópu
jafnt sem vestanhafs vara við því að
hægriflokkarnir eigi nú aðeins á vís-
an að róa hjá efnafólki.
Massie lagði auk þess áherslu á
að stjórnmál væru að hluta til leik-
list og óþarfi væri að hneykslast á
því. Orða yrði hlutina með réttum
hætti.
„Orð og mælska skipta máli
vegna þess að þau hafa strax áhrif;
pólitísk stefna þarf langan tíma til
að birtast í verki og andrúmsloftið í
stjórnmálum fer eftir því hvað er
sagt og hvemig það er sagt ekki síð-
ur en þvi sem gert er.“
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 23
Morgunblaðið/Kristinn
GEFST íslenskum kjósendum kostur á að
velja umbreytta vinstristefnu í vor?
manna. Hefðbundin ílialdsstefna
ætti í vök að veijast en markaðs-
hyggja og frjálslyndi, hvort sem
væri í efnahagsstjórn eða félags-
legum viðhorfum, sigrað, a.m.k.
tímabundið. „Við getum líka sagt
að kreppa sé meðal vinstrimanna
sem hafa átt í erfiðleikum með
að skilgreina hvað jafnaðar-
stefna þýði nú í reynd.“
Óskýr ágreiningur
Hún sagði enn of óljóst hvaða
stefnu Samfylkingin myndi taka
upp en ekki einu sinni Margrét
Frímannsdóttir mælti nú gegn
markaðshyggju og einkavæð-
ingu. „Og mér dettur í hug að í
bæklingi Bryndísar Hlöðvers-
dóttur í prófkjöri Samfylkingar-
innar voru slagorð sem voru
þannig að hún hefði þess vegna
getað verið í kjöri fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Lögð var m.a.
áhersla á öflugt atvinnulíf, einka-
rekstur og eðlilegt viðskiptaum-
hverfi, ef ég man rétt.“
Ólafur sagði að ef utanríkis-
málin væru undanskilin hefði
Á fermino-aborðið
Borðdúkaúrvalið
er hjá okkur
Uppsetningabúðin
Hverfisgðtu 74, sfmi 552 5270.
ekki verið skýr ágreiningur í ís-
lenskum stjórnmálum siðustu
áratugina, t.d. í efnahagsstjórn.
Fjaðrafok vegna mála eins og
EFTA hefði dottið upp fyrir
strax og búið var að samþykkja
aðildina, svo dæmi væri nefnt.
Hann sagði það geta skipt miklu
ef Samfylkingin fengi þá sterku
stöðu sem sumar kannanir hafa
gefið til kynna vegna þess að þá
yrðu til möguleikar á stjórnar-
mynstri sem ella væru ekki fyrir
hendi. Eftir sem áður yrðu fjórir
flokkar eins og lengst af en það
yrði allt öðru vísi fjórflokkakerfi
en áður og lyti öðrum lögmálum.
„Sumum finnst leiðinlegt að
ekki skuli vera deilur um sjálfa
þjóðfélagsgerðina en það er
vegna þess að það eru engar aðr-
ar tillögur í boði. Það er orðið
erfiðara fyrir fiokkana að marka
sér sérstöðu. Ég er ekki viss um
að munurinn á stefnu Samfylk-
ingarinnar og Sjálfstæðisflokks-
ins verði svo gífiirlega mikill en
auðvitað skýr áherslumunur í
einstökum málum.“
Nepal og Tíbet um Páskana
26.mars -15 dagar
Einstakt tækifæri til að skyggnast inn í heillandi heim
trúarbragða, sögu og litríks mannlífs í Tíbet, sem
lengst af hefur verið forboðið ferðamönnum.
Sérhönnuð hópferð fyrir íslendinga, þar sem dvalist
verður á lúxus hótelum, ferðast á milli staða í lang-
ferðabílum og notið þess besta sem löndin hafa upp á
að bjóða.
Verð kr: 259.000
Innifalið: Flug, gisting með
morgunverði, fæði að hluta til,
allar skoðunarferðir og íslensk
leiðsögn.
LANDNAMA
Vesturgata 5, 101 Ueykjavík
Símí: 511 3050
£
£
hJ
Ö
12.02. - 14.03.
Hollenska Iistakonan Inez van
Lamsweerde (f. 1963) hefur
vakið heimsathygli á sfðustu
árum. í sviðsettum ljósmyndum
sfnum varpar hún óvægnu ljósi
á siðferðisvitund samtímans og
afhjúpar tilbúnar ímyndir um
kynjamismun, fegurð, kyn-
þokka, bernsku og sakleysi.
Á sýningu Inezar í Listasafninu
eru nýjustu verk hennar
sem sýnd voru í fyrsta skipti
í Matthew Marks Gallery
í New York í árslok 1998.
LANDS SÍMINN
LANDSSÍMINN STYRKIR
LISTASAFN fSI.ANDS