Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fiðlu- og píanótónleikar í Salnum STEINUNN Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, og Martynas Svégzda von Bekker, flðluleikari, halda tón- leika í Salnum í Kópavogi þriðju- daginn 23. febrúar kl. 20.30. Flutt verður sónata fyrir fiðlu og píanó op, 45 eftir Edvard Grieg, Intermezzo eftir Robert Schumann, Sherzo eftir Johannes Brahms, Kol Nidrei op. 47 eftir Max Bruch, Poéme op. 25 eftir Emest Chausson og Tzigane eftir Maurice Ravel. Samstarf þeirra Martynas og Steinunnar Birnu hófst fyrir nokkrum árum. Pau koma reglulega fram á tónlistarhátíðum erlendis og verða m.a. gestir „Nogent sur Mar- ne“ listahátíðarinnar í næsta mán- uði þar sem koma fram margir þekktustu listamenn Evrópu í flest- um listgreinum. Steinunn Birna hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis undanfarin ár, þ. á m. á vegum Listahátíðar Reykjavíkur, Tónlist- arfélagsins, Kammermúsikklúbbs- ins og Styrktarfélags íslensku óp- erunnar. Hún hefur gert þætti fyrir RÚV um píanóleikara, sögu þeii-ra og túlkun. Einnig hefur hún leikið á geislaplötum. Steinunn Birna mun koma fram sem einleikari með Sin- fóníuhijómsveit íslands árið 1999 og leika píanókonsert eftir Jórunni Viðar og verður flutningurinn gef- inn út á geislaplötu. Steinunn Birna starfar aðallega við tónlistarflutn- ing og einnig við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi Reykholtshá- tíðar. Martynas Svégzda von Bekker er fæddur í Vilnius árið 1967. Amma hans, Elena Strazdas Bekeriene, var heimsþekktur fíðluleikari og nam m.a. hjá J. Thibaud. Hún var við störf í París á tímum Fritz Kreislers. Afi hans var hljómsveit- arstjóri Vilnius-fílharmoníuhljóm- sveitarinnar um árabil og naut mik- TILKYNNING Hef hætt rekstri læknastofu minnar á Háaleitisbraut 11-13 frá sl. áramótum. Mun framvegis sjá sjúklinga á göngudeild Landspítala samkvæmt skriflegri tilvísun lækna. Tilvísanir sendist til undirritaðs á bæklunarskurðdeild Landspítalans. Höskuldur Baldursson, læknir, sérfræðingur í bæklunarsjúkdómum. Dagskráin þín er komin út 17. febrúar-2. mars Bráðavaktin tekur breytingum. Mikki Mús í nýrri teiknimynd. Kíkt inn hjá Fóstbræðrum. í Dagskrárblaðinu þínu. / allri sinni mynd! Morgunblaðið/Arni Sæberg STEINUNN Birna Ragnarsdóttir, og Martynas Svégzda von Bekker á æfingu, illar virðingar. Martynas nam fíðiu- leik hjá ömmu sinni frá unga aldri og kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit aðeins sjö ára gam- all. Sautján ára vann hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri tónlistar- keppni í Rússlandi. Árið 1986 vann hann fyrstu verðlaun í Tónlistar- keppni Litháens og gerðist í fram- haldi þess nemandi prof. Katlius í Moskvu. Hann hefur einnig numið hjá Igor Oistrach og Pickeisen og fleiri þekktum listamönnum. Mar- tynas vann til verðlauna í Brahms- keppninni í Hamborg og hefur kom- ið fram á fjölmörgum tónleikum viða um Evrópu og í Rússlandi. Hann hljóðritaði einleiksverk fyrir fiðlu eftir litháísk tónskáld fyrir franska hljómplötufyrirtækið DANTE. Sú geislaplata kom út 1997. Martynas var nýlega kjörinn listrænn sendiherra heimalands síns. Hann hefur verið gestur Reyk- holtshátíðarinnar frá stofnun henn- ar. I desember sl. kom út geislaplata Steinunnar Birnu og Martynas Svégzda er nefnist Con espressione. Rist í tré MYJVPLIST Hafnarborg Sverrissalur RIST I TRE SIGURLAUGUR ELÍASSON Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Aðgangur 200 krónur f allt húsið. Til 1. mars. „ÚR króniku" nefnir Sigurlaug- ur Elíasson sýningu sína að þessu sinni, en hún samanstendur af miklum fjölda smámynda frá 1996 ásamt andlitum sem rist eru í fjörusprek og eru gerðar 1988, 1989 og 1996. Smámyndimar bera svip af því sem menn nefna „vignettur"; titil- mynd í bók; teikning eftir eða yfir kafla í bók, bókahnútur, stafrós. Þetta munu þó vera sjálfstæðar myndir í „mini-mini“ formi, og hef ég sjaldan séð minni myndir sem bera heitið tréristur. Alitamál er hvort hér sé rétt farið að hlutun- um, því að þegar formið er jafn knappt grípa grafíklistamenn gjarnan til tréstungutækninnar, sem ber fagheitið „xylografí“, og felst í því að skorið er í sérstaka tréstokka. Þeir samanstanda svo af hörðum viði sem límdur er saman þannig að menn eru að skera í enda viðarins, í þessu til- viki yfirleitt sortulyngsvið sem er afar harður. Verk- færin eru þá nokkuð önn- ur en í tréristunni og líkj- ast helst eirstungutólum og flugbeitt, þá er kostur- inn að mögulegt er að ná fínustu línum í kross og þvers, sem mun síður er gerlegt þegar skorið er í krossviðarplötur úr mjúku efni og langvegur- inn aðalatriðið. Það kem- ur líka fram að línumar í þessum myndum Sigur- laugs eru nokkuð óskýrar og þokukenndar á þann veg að sjálf teikningin kemst ekki nægilega til skila. Línurnar þurfa beinlínis að skína og glóa í dýpt sinni til að njóta sín til fulls. Ekki bætir úr skák að myndimar em svo þétt hengdar upp að þær renna saman í eina dökka heild sem erfitt er að rýna í. Portrettmyndimar eru mun að- gengilegri og í þeim meiri fjöl- breytni enda gengur listamaðurinn út frá veðruðu fjöruspreki sem hann ristir mismikið í með skurð- arjárni sínu. Þessar myndir eru af- ar misjafnar og virðist nokkuð til- viljunarkennt hvaða árangri hann PORTRETT, rist í fjörusprek. nær hverju sinni. Einfaldar og tjá- sterkar myndir bera hér af sakir uppmnaleika og slagkrafts og er hér sú í horni suðurveggs gott dæmi þar um og í slíkum myndum birtast bestu eðliskostir Sigurlaugs sem grafíklistamanns. Hefði ég viljað vísa til fleiri mynda og lesa í þær en því miður era þær ónúmer- aðar og allur samanburður þannig út í hött. Bragi Ásgeirsson Listadagar í Öldutúns- skóla Morgunblaðið/Ásdís VERK Elínar Arnarsdóttur, Helga Einarssonar, Rakelar Eddu Guð- mundsdóttur og Inga Þórs Þórssonar, sem var fjarverandi þegar ljósmyndin var tekin, er ein þeirra mynda sem kemur til með að prýða veggi skólans. FJÖLLISTAMAÐURINN Örn Ingi stýrði listadögum í Öldutúnsskóla sem stóð yfir dag- ana 10.-16. febrúar sl. Markmið listdaganna var að efla vægi verk- og Iistgreina og þar með skajpandi starf nemenda. A siðasta degi hátíðarinnar sýndu hóparnir afurðir sínar. Leiklistarhópurinn var með leik- sýningu. Textflhópurinn sýndi sín verk, en í honum voru stúlkur sem höfðu hannað og saumað búninga eftir þemanu Sköpunin - frá myrkri til birtu: Vatn - jörð - dýr - maður. Þá komu einnig fram dansarar, sem sýndu bæði afríska dansa og samkvæmis- dansa, auk þess sem söngvarar stigu á pall og spilað var á gítar. Auk þess voru ýmis listaverk til sýnis á göngum skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.