Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Margir undir smásjánni Enska landsliðið í knattspyrnu Útlend- ingur ráðinn? Ekki er lengur loku fyrir það skotið að útlendingur verði fenginn til að þjálfa enska landslið- ið. Kevin Keegan hefur verið ráðinn þjálfari liðsins tímabundið, eða í næstu fjóra leiki, en eftir það á ann- ar þjálfari að taka við. Ýmsir kunnir enskir þjálfarar hafa verið nefndir til sögunnar í því sambandi, en sí- fellt fleiri hallast að því á Englandi að tími sé kominn til að róa á ferskari mið erlendis. „Við urðum að bregðast skjótt við, svo ekki væri óvissa hjá leik- mönnum varðandi leiki okkar í und- ankeppni EM,“ segir David Davies, framkvæmdastjóri enska knatt- spymusambandsins, til úrskýringar á hinni tímabundnu ráðningu. „Eftir þessa fjóra leiki verðum við hins vegar að ráða mann til langframa og að mínu viti er Ijóst að sviðið verður rýmra en áður hefur verið talið,“ sagði Davies ennfremur og vísaði þar til þess að hingað til hefur aðeins Englendingur verið talinn koma til greina í starfið. Óneitanlega verður listi líklegra landsliðsþjálfara öflugri, ef aðrir en Englendingar eru einnig nefndir til sögunnar. Þannig eru nefndir nú Skotinn Alex Ferguson hjá Manchester United, landi hans Ge- orge Graham hjá Tottenham, Hollendingurinn Ruud Gullit hjá Newcastle og írinn Martin O’Neill, stjóri Arnars Gunnlaugssonar hjá Leicester City. Áður hefur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, marg- sinnis verið nefndur til sögunnar, en hann sagðist sjálfur ekki telja for- svaranlegt að ráða útlending til starfans. Vandinn er hins vegar sá að allir þessir þjálfarar - og margir fleiri raunar til - eru samningsbundnir félögum sínum og að auki hefur at- hyglin og pressan á enska landsliðið að undanförnu ekki gert starfið sér- lega eftirsóknarvert. Á hinn bóginn gæti það allt verið breytt í júní, Keegan gæti hafa hrist upp í hlut- unum í leikjunum fjórum. Keegan sjálfur telur mikilvægt að ráða þjálfara sem fyrst. „Ráðning mín gefur sambandinu tíma og frið til að finna rétta manninn. Þetta er frábært starf fyrir metnaðarfullan þjálfara og án efa hið stærsta í ensku knattspyrnunni. Hins vegar kom það bara á röngum tíma fyrir mig, ég verð að standa við gerða samninga. Vonandi fæ ég annað tækifæri seinna - þá verður það ekki í hlutastarfi," sagði Keegan. Reuters BÚLGARINN Krassimir Balakov hjá Stuttgart er hér að kljást við Steffen Freund, leikmann Dortmund, sem nú er genginn í raðir enska liðsins Tottenham. Fylgst verður með stórstjörnunum Mario Basler og Krassimir Balakov í þýsku knattspyrnunni BOLTINN er byrjaður að rúlla á knattspyrnuvöllum í Þýskalandi á ný eftir að leikmenn hafa verið í vetrarfríi síðan í nóvember. Þjóðverjar hafa verið langeygir eftir að sjá stjörnurnar leika listir sínar á knattspyrnuvöllunum. Það er athyglisvert að 45% af leik- mönnum 1. deildariiðanna eru útlendingar og getur það verið skýringin á því hvers vegna ekki eru eins margir snjallir ungir þýskir leikmenn í sviðsljósinu og áður. Margar stórstjömur verða í sviðsljósinu og fylgjast knatt- spyrnuunnendur í Þýskalandi vel með leikmönnum eins og Mario Basler hjá Bayern Múnchen og Búlgaranum Krassimir Balakov hjá Stuttgart. Hinn gamalkunni þjálfari Max Merker, sem skrifar reglulega greinar í Bild um knatt- spyrnu, segir að Mario Basler sé „dýrasta skeiðklukka" heims. Höfðar hann þar til leti Marios, sem tekur sér góða hvfld á milli spretta. Basler hefur ýmist verið utan eða innan þýska landsliðsins - er um þessar mundir ekki í lands- liðshópi Þjóðverja. Hann getur leikið frábærlega, en dottið niður þess á milli. Basler bíður eftir að samningur hans við Bæjara verði framlengdur, en Franz Becken- bauer, forseti Bayern, ætlar að bíða og sjá hverju fram vindur hjá leikmanninum, sem hefur átt það til að gleyma sér á diskótekum fram undir morgun. Búlgarinn Balakov er að koma úr átta vikna keppnisbanni, sem hann var dæmdur í eftir gróft brot á leikmanni Wolfsburg. Reyndar eru allir leikmenn Stuttgart undir miklum þrýstingi, því að vitað er að þeir léku sér að því að leika illa til að losna við þjáífara sinn Win- fried Scháfer, sem var látinn fara frá félaginu eftir mikið fjaðrafok rétt íýrir vetrarhlé. Schafer hefur sagt að Balakov sé einn mesti auh sem hann hefur þjálfað og getur svo farið að þessi ummæli verði honum dýrkeypt, því að í starfslokasamningi hans við Stuttgart stendur að hann megi ekki tjá sig um Stuttgart og leikmenn liðsins opinberlega. For- ráðamenn Stuttgart íhuga nú að rifta samningnum. Stuttgart þarf að borga Scháfer um níu millj. ísl. kr. á mánuði á meðan hann er at- vinnulaus, en það er sagt að hann sé ekki að flýta sér að finna sér aðra atvinnu. BERTI Vogts Vogts býður Gladbach aðstoð BERTI Vogts, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, hefur boðið Bor- ussia Mönchengladbach aðstoð sína en félagið er í neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Vogts lék með félaginu á si'num tíma. „Mér iínnst það vera skylda mín að bjóða félaginu aðstoð mína því ég á því svo mikið að þakka,“ segir Vogts. Hann lét þess ekki getið í hverju aðstoð- in gæti verið fólgin. A áttunda áratugnum varð Vogt® fimm sinnum þýskur meistari með Gladbach auk þess sem það vann í tvígang Evrópukeppni félagsliða á þeim árum. „Eg er Berti Vogts þakklátur fyrir þann hlýhug sem hann sýnir félaginu og væri honum þakklátur ef hann gæti lagt sitt lóð á vogarskál- ina tii þess að bjarga félaginu frá falli,“ sagði Wilfried Jac- obs, forseti Gladbach-Iiðsins. Þjóðverjar eiga tvo í NBA ÞJÓÐVERJAR eru mjög stoltir af því að eiga nú tvo leikmenn í NBA-deiIdinni í Bandaríkjun- um. Detlef Schremp sem leikið hefur við góðan orðstír 14 leik- tímabil er ánægður að loksins er kominn landi hans í þessa hörðu keppni þeirra bestu. Dirk Nowitzki heitir kappinn og er 20 ára gamali, 2,11 sm á hæð. Þær komu honum verulega á óvart, Ieikreglumar sem gilda á æfingum hjá stórliðunum í NBA. Þannig verða nýliðarnir að færa reynslumiklum leik- mönnum vatn og allt sem þeir biðja um, á æfingum og ferðum. Nowitzki sem leikur nú með Dallas Mavericks var samt fljót- ur að læra leikreglur atvinnu- mennskunnar. Hann verður að safna boltunum saman á æfing- um og aflienda lcikmönnum boltana fyrir æfingar. Þá gilda reglur um hvar hver situr í rútubifreiðinni að og frá leikj- um. Þegar Nowitzki ætlaði að fá sér sæti í búningsklefanum dauðþreyttur eftir eina æfing- una var stóllinn hans skyndi- lega horfinn. Þegar hann leit í kringum sig sá hann að Shawn Bradley hafði vantað stól undir töskuna sína svo Dirk Nowitzki mátti bara standa. „Þetta tekur auðvitað svolítið á taugarnar," viðurkennir leikmaðurinn ungi, „en mér er sagt að þetta sé hluti af uppeldi alvöru NBA- leikmanns og sætti mig því við þessa meðferð. Ég varð meira að segja að læra hvernig ég á að borða með hníf og gaffli svo og hvernig ég rétti fram hend- ina og heilsa þegar stórlaxarnir vilja heilsa mér.“ Dirk Nowitzki er fæddur í Wurzburg í Þýskalandi og byij- aði íþróttaferilinn í handbolta en vegna hæðar sinnar skipti hann fljótt um grein og sneri sér að körfunni. Myndir af leik- mönnum LA Lakers héngu alltaf í barnaherbergi hans en nú hefur móðir hans tekið þær allar niður og þar hanga nú myndir af nýju verðandi stjörnu Dallas, Dirk Nowitzki. Detlef Schremp segir aðspurður að Nowitzki eigi vissulega mjög bjarta framtíð en hann þurfi svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum og það byggist al- gjörlega á honum sjálfum hvað úr ferli hans verði. Schremp íhugaði að koma jafnvel til besta liðs Þýskalands í vetur, Alba Berlin, og leika með þeim þar til deilum leikmanna og eig- enda liðanna Iyki. Nú segir Schremp að loksins þegar besti leikmaður allra tíma, Michael Jordan, er hættur gætu þeir hjá Seattle Supersonics loksins orð- ið NBA-meistarar og þá geti hann kannski farið að hugsa um að hætta. Schremp, sem er 35 ára gamall, ætlar að gerast bandarískur ríkisborgari þegar ferlinum lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.