Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 21 máli“. Þessi staðreynd er talsvert merkileg þegar litið er til þess að rannsóknir hafa sýnt að konur með háskólapróf hafa áberandi lægri laun á vinnumarkaði en karlar. Sam- kvæmt því hefði ekki verið óeðlilegt að laun skiptu hærra hlutfalli kvenna meira máli en karla vegna þess að þær vildu leiðrétta stöðu sína á vinnumarkaði með tilliti til launa. Konur hjá hinu opinbera en karlar hjá einkaaðila Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar telja karlar almennt að þeir fái starf í samræmi við menntun sína að loknu því námi sem þeir leggja stund á eða rúm 89%. Aðeins rúmur helmingur hefur hins vegar ákveðið starf í huga að námi loknu. Nokkuð jöfn skipting er á milli þess hvað margir nýnemar ætla að starfa hjá „hinu opinbera“ eða „einkaaðila“. Báðir hópar eru um 42%, en 16% ný- nema hafa hins vegar hug á að starfa „sjálfstætt“ að loknu námi. Svör kynjanna eru nokkuð ólík að þessu leyti. Hæst hlutfall karla ætlar að starfa hjá einkaaðila eftir háskóla- próf en hæst hlutfall kvenna ætlar að starfa hjá hinu opinbera. Rannsóknir meðal háskólamenntaðra starfs- manna hafa sýnt, að þetta er í sam- ræmi við raunveruleikann, karlar starfa fremur hjá einkaaðila en kon- ur starfa fremur hjá hinu opinbera. Bent hefur verið á þessa skiptingu sem eina ástæðu launamunar á milli kvenna og karla, þar sem laun séu lægri hjá hinu opinbera en hjá einka- aðila auk þess sem launamunur á milli kvenna og karla sem vinna hjá einkaaðila sé minni heldur en launa- munur kynja hjá hinu opinbera. Þessar niðurstöður um mismun á viðhorfi kynjanna meðal nýnema til launa sinna eru því ekki til þess fallnar að auka bjartsýni á að launa- munur milli kynja á vinnumarkaði hverfi á næstu árum. Heimspekinemar sjálfstæðastir I fjórum deildum af átta býst hæst hlutfall aðspurðra við að starfa hjá einkaaðila, það er í verkfræði-, lög- fræði-, raunvísinda- og viðskipta- og hagfræðideild. I hinum deildunum fjórum, heimspeki-, lækna-, guð- fræði- og félagsvísindadeild, býst hins vegar hæst hlutfall við að starfa hjá opinberum aðila. Stærst hlutfall nema í viðskipta- og hagfræðideild ætlar að starfa hjá einkaaðila að loknu námi eða 76% en stærst hlut- fall hjá hinu opinbera í guðfræðideild eða 100%. Athyglisvert er að sú deild þar sem flestir ætla að starfa „sjálf- stætt“ að loknu námi er heimspeki- deild eða 27%. Nýnemar í Háskóla fslands eru ekki „stúdentar af hugsjón" I rannsókninni kemur í ljós að ný- nemar búast við fjölbreyttum ábata af námi sínu. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir líti á nám sitt sem arð- bæra fjárfestingu segist mikill meiri- hluti telja að svo sé eða 91%. Yfir 80% af nemum í öllum deildum há- skólans líta á nám sitt sem arðbæra fjárfestingu. Stærst er hlutfallið í verkfræðideild eða 100% en lægst í heimspekideild eða rúm 84%. I þessu sambandi er mjög athyglisvert að stærstur hluti nýnema telur stuðn- ing ríkisins við námsmenn í háskóla- námi eiga að vera „meiri en nú“ eða 70%, þrátt fyrir að mikill meirihluti telji nám sitt vera arðbæra fjárfest- ingu. Væntingar um 12,2% arðsemi Þegai- arðsemi fjárfestingar ný- nema í háskólanámi er skoðuð kem- ur í ljós að hún er að meðaltali já- kvæð um 12,2%, standist hún þær forsendur sem nýnemar gefa sér. Með öðrum orðum nýnemar vænta þess að uppskera 12,2% arðsemi við þann fórnarkostnað að stunda ekki fulla vinnu á veturna á meðan á námi stendur auk beins kostnaðar eins og við bækur, skólagjöld óg námslán. Nýnemar búast þar af leiðandi við hárri ávöxtun fjárfestingar í háskóla- námi auk fjölbreytts ábata eins og til dæmis áhugaverðara starf að loknu námi. Ef hægt væri að meta þessa þætti til fjár inn í ábataþátt matsins myndi það án efa bæta arðsemi fjár- festingarinnar töluvert. I þessu sam- bandi má benda á að meirihluti ný- nema tekur áhugavert starf fram yf- Fyrri rannsóknir á arðsemi menntunar eru villandi ir laun að loknu námi, auk þess sem þátturinn „vel launað starf krefst há- skólamenntunar" var aðeins í sjötta sæti yfir þá þætti sem hæst hlutfall merkti við að hefðu haft „mikil og frekar mikil áhrif ‘ á ákvörðun þeirra að fara i háskólanám. Karlar búast við hærri launum en konur Bæði kyn líta almennt á háskóla- próf sitt sem arðbæra fjárfestingu. Konur búast við 11-17% lægri laun- um en karlar, bæði miðað við að þær fari út á vinnumarkaðinn með stúd- entspróf og með háskólapróf. Hins vegar er ekki mikill munur á vænt- ingum um fjárhagslega arðsemi há- skólanáms milli kynjanna. Karlar búast við 12,7% ávöxtun en konur 12%. Konur virðast hins vegar hafa ákveðið að hefja háskólanám af fjöl- breyttari ástæðum en karlar, sem gæti bent til þess að þær sækist í meira mæli eftir því að fá ýmsan persónulegan ábata frá námi sínu sem hvergi kemur fram í fjárhags- legu arðsemismati. I þessu sambandi má rifja upp að stærra hlutfall kvenna en karla telur „áhugavert starf ‘ eftir háskólanám mikilvægara en góð „laun“ auk þess sem þær bú- ast fremur við að vinna hjá hinu op- inbera þar sem rannsóknir hafa sýnt að lægri laun eru almennt í boði. Verkfræðinemar búast við hæstri arðsemi náms síns Verkfræðinemar búast við hæstri arðsemi við fjárfestingu í háskóla- námi sínu eða 17,0%. Nemar í við- skipta- og hagfræðideild koma þar á eftir með 16,1% og þar á eftir raun- vísindadeild en nemar í deildinni vænta 15,4% arðsemi við fjárfest- ingu í háskólanámi. Þessar deildir skera sig úr hvað varðar háar vænt- ingar um arðsemi. Á eftir þessum deildum koma heimspekideild, fé- lagsvísindadeild, lagadeild og lækna- deild, allar með vænta arðsemi há- skólanáms síns á bilinu 10-11%. Guðfræðinemar hafa áberandi minnstar væntingar nýnema um arð- semi náms síns eða 7,1%. Andstæðurnar guðfræðinemar og verkfræðinemar Nýnemar hafa mismunandi bak- grunn eftir kyni, aldri og hvaða deildum Háskólans þeir tilheyra. Nýnemar í guðfræðideild eru til dæmis að meðaltali elstir, hæst hlut- fall þeirra er í sambúð eða giftir og þai’ eru fleiri nemar með börn á framfæri en í öðrum deildum. Guð- fræðinemar búast við lægstri ávöxt- un fjárfestingar í háskólanámi sínu eða 7,1%. Nýnemar í verkfræðideild eru hins vegar yngstir, flestir meðal þein-a eru einhleypir, lægst hlutfall á börn og lægst hlutfall tók sér frí að loknum framhaldsskóla. Verkfræði- nemar búast við hæstri ávöxtun fjár- festingar í háskólanámi sínu eða 17%. Hinar deildirnar raðast hins vegar á milli þessara tveggja deilda hvað varðar þjóðfélagsstöðu og væntingar um arðsemi. Stúdentar af hagsýni Það fer ekki á milli mála þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar að almennt meðal kynja og deilda háskólans eru nýnemar ekki „stúdentar af hugsjón" heldur mun fremur af hagsýni. Nýnemar búast auk fjárhagslegs ábata við öðrum fjölbreytilegum hagnaði sem myndi bæta arðsemi háskólanáms þeirra töluvert ef hægt væri að vega það inn í tekjulið útreikninga á arðsemi. Það er því að minnsta kosti rangt að tala um háskólafólk sem hugsjóna- fólk, hvort sem uppskeran verður eins góð fjárhagslega þegar upp er staðið og við var búist. Um rannsdknina Rannsóknin Stúdentar af hug- sjón? eftir Stefán Sigurðsson hag- fræðing var upprunalega styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sum- arið 1996, en að auki komu til styrkir frá menntamálaráðuneytinu og fyrirtækjum. Haustið 1996 var skoð- anakönnunin sem rannsóknin byggir á framkvæmd meðal 1000 nýnema í öllum deildum Háskóla íslands. Dr. Guðmundur K. Magnússon prófess- or var tilsjónarmaður rannsóknar- innar frá upphafi. Rannsóknin hefur komið út hjá Hagfræðistofnun HI en fyrir áhugasama er hægt að nálgast netútgáfu hennar á slóðinni www. aet.is/studentarafhugsj on. NIÐURSTÖÐUR um væntingar nýnema voru bornar saman við rannsóknir á launum háskóla- fólks og fyrri arðsemisrannsókn- ir á háskólanámi. Fyrri arðsem- isrannsóknir á þessu sviði eiga það allar sammerkt að þær byggjast á rauverulegum tölum en ekki væntingum eins og í þessu tilviki var gert. Sérstak- lega voru bornar saman þær for- sendur sem lagðar voru til grundvallar í útreikningum við- komandi arðsemisrannsókna miðað við þær forsendur sem stúdentar gefa sér. Svör nýnema í rannsókninni um væntingar til framtíðarinnar endurspegla niðurstöður rann- sókna sem gerðjir hafa verið á stöðu háskólafólks á vinnumark- aði. Hér er vísað til atriða eins og að laun hækka með menntun, karlar hafa hærri Iaun en konur, BS-próf gefur hærri laun en BA- próf á vinnumarkaði, laun hækka á vinnumarkaði með lengd há- skólanáms og þeir sem ætla að vinna hjá hinu opinbera hafa mun lægri tekjur en þeir sem starfa sjálfstætt eða hjá einkaaðila. Að bestu vitund höfundar hafa verið gefnar út þijár rannsóknir um arðsemi menntunar á Islandi. Þær rannsaka allar raunarðsemi fjárfestingar í menntun en skoða ekki væntingar eins og gert hef- ur verið hér að framan. Niður- stöður þeirra rannsókna stangast allar á við væntingar nýnema í meginatriðum. Það má skýra að hluta til með vafasömum einfóld- unum í forsendum við arðsemis- mat í þessum rannsóknum. I rannsókn Hagfræðistofnunar frá 1991 eru bankamenn látnir standa fyrir viðmiðunarhóp allra þeirra sem hafa stúdentspróf, sem verður að teljast hæpin for- senda. Launavæntingar nýnema á milli deilda eru mjög ólíkar, bæði með tilliti til stúdentsprófs og há- skólaprófs, og því geta kannanir sem miða marga hópa háskóla- manna við einn viðmiðunarhóp þeirra sem hafa stúdentspróf gef- ið mjög skakkar niðurstöður um raunverulega arðsemi náms. Vel getur hugsast að bankamenn séu ágætis viðmiðunarhópur laun- þega með stúdentspróf fyrir ákveðna menntun, til dæmis við- skipta- og hagfræðinga. Það er hins vegar hæpið að þeir séu góð- ur viðmiðunarhópur fyrir grein eins og hjúkrunarfræði, þar sem hópur eins og sjúkraliðar ætti ef- laust betur við. í rannsókn BHM frá 1997 gefa skýrsluhöfundar sér þá forsendu að háskólafólk fari í þriggja ára BA- eða BS-nám á Islandi og bæti svo við sig tveggja ára MA- eða MS-námi erlendis á fullum náms- lánum. í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að aðeins um þriðjung- ur þeirra sem tekur grunnhá- skólanám heldur áfram í fram- haldsnám* verður að telja for- sendu rannsóknarinnar um sex ára háskólanám að meðaltali hæpna. Þessi forsenda hefur mik- il áhrif á niðurstöðu skýrslunnar þar sem hún hækkar fórnar- kostnað vegna tapaðra tekna á meðan á námi stendur sem og upphæð námslána. Ef gengið er út frá upplýsingum um ineðal- námslán nema í Háskóla íslands frá Lánasjóði íslenskra náms- manna taka háskólanemar tölu- vert lægri námslán en rannsókn BHM gerir ráð fyrir. I rannsókn BHM er heldur ekki gert ráð fyr- ir að háskólafólk sé með tekjur yfir sumartímann eða með námi. Sú forsenda verður að teljast inikil einföldun. Þessar stærðir hafa mikil áhrif í útreikningum á arðsemi náms vegna þess hve snemma á ævinni þær falla til, vegna þess að ávöxtun fjár- magnsins er fórnað í lengri tima. Skýrslan gæti vegna þessara van- kanta gefið verulega ranga mynd af arðsemi háskólanáms þar sem í henni er allt í senn gert er ráð fyrir of löngum námstíma, þar af leiðandi of miklum fórnarkostn- aði við meðalháskólanám, of há- um lánum og engum tekjum á sumrin eða samhliða námi. I rannsókn Hagfræðistofnunar frá 1997 gefur höfundur sér ákveðnar forsendur um fremur lág sumarlaun á meðan á námi stendur og miðar ekki við tekjur með námi. Þetta er varasöm ein- földun því auk þess sem gæði gagna rannsóknar á arðsemi menntunar ein mikilvæg hafa forsendur matsins mjög mikið að segja um lokaniðurstöðu, til dæmis geta 20.000 króna hærri sumarlaun á meðan á háskóla- námi stendur, eða 5.000 króna tekjur á mánuði á meðan á námi stendur, gert það að verkum að arðsemi náms breytist úr nei- kvæðri í jákvæða. Væntingar nýnema eru í nokkrum meginatriðum í algeru ósamræmi við niðurstöður fyrri arðsemisrannsókna. Það er niður- staða rannsóknarinnar Stúdentar af hugsjón? eftir að farið hefur verið yfir forsendur þessara arð- semisrannsókna, að ekki sé hægt að bera niðurstöður um vænta arðsemi og arðsemi háskólanáms saman að neinu viti því enn hafi ekki verið gerð nægilega um- fangsmikil og nákvæm rannókn á raunverulegri arðsemi menntun- ar. Niðurstöður þessarar rann- sóknar ættu að geta vísað veginn um hveijar forsendur slíks mats ættu að vera. ★ Þriðjungur háskólamenntaðra lýkur fleiri en einni prófgráðu samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, Háskólamenntun og atvinna: Könnun meðal háskólamanna, frá mars 1992. Konudagsblómaúrvalið er hjá okkur Málsverður á Naustinu fylgir konudags- blómvendinum frá okkur Einnig óvæntur glaðningur frá Snyrtivöruversluninni PS. Þú getur sparað þér sporin! Heimsendingarþjónusta, símar 561-3030 og 551 9090 blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Næg bílastæði, Bílastæðishúsið Bergstaðir. Ekkert stöðumælagjald um helg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.