Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ starfmu, vöruþekkingu, stuðning yf- irmanna og fjölbreytni starfa. „Pað hefur sýnt sig að mjög einhæf störf hafa mjög letjandi áhrif á þjónustu- viljann og einhæfnin virðist eiga sérstaklega illa við íslendinga, sem flesth- ei-u litlir smákóngar. Einnig kom í ljós, hvort sem það er séríslenskt einkenni, að mikið vinnuálag eykur þjónustuviljann. Þjónustufyrirtæki eiga því ekki að hafa áhyggjm- af því, þótt fyrir- tækið sé undirmannað, ef það er einungis á álagstímum. Það eflir bara landann!“ segir hún. „Hins vegar verða fyrirtækin að breyta þjónustumenningunni innan frá, ef þau ætla að ná forskoti og þar er ábyrgð stjómenda mikil. Þessi langtímarannsókn sýnir einnig, að sé vinnuálagið viðvarandi þannig að fólk getur rétt leyst vandamálin frá degi til dags, þá missir fyrirtækið samkeppnisfor- skot. Astæðan er sú að samkeppnis- fyrirtækin sem eru með viðráðan- legt vinnuálag geta hagað stjórnun sinni þannig, að starfsmenn séu stanslaust að leita nýrra leiða en brosa jafnframt framan í viðskipta- vinina." Ég vinn bara hér! Svafa segir, að margar rannsókn- ir hafi sýnt fram á beint samband á milli sterkrar þjónustumenningar og hagnaðar. Ekki sé nóg að stjórnendur dragi vagninn heldur þurfi að virkja starfsmenn, þannig að þeir hafi í huga hvað þeir geti gert fyrir fyrirtækið en ekki öfugt. „Það þarf að útrýma hugsunarhætt- inum „ég vinn bara hér“, sem starfsfólk sumra fyrirtækja er hrjáð af. Það þarf að vera sameiginlegt verkefni stjórnenda og starfsfólks að tryggja að þau geti öll verið stolt af að vinna hjá fyrirtækinu. Eða hverjir vilja vinna hjá fyrirtæki sem er þekkt fyrir lélega þjónustu?“ spyr hún. „Ég hef orðið vör við það í ráðgjafastörfum mínum, að starfs- menn hugsa ekki út í þetta fyrr en þeir eru spurðir.“ Þá segir hún að það skipti máli að tryggja starfsfólki góða vinnu- aðstöðu. Ekki sé skilningur á því hjá öllum yfirmönnum eins og þeim sem sagði: Hvað meinarðu eigin- lega? Er þetta fólk ekki á launum? Hún bætir við, að rannsóknir sýni að laun séu ekki endilega aðalat- riðið, heldur skipti önnur atriði meira máli. Hún bendir ennfremur á að vinnuviðhorf hafi breyst verulega á undanfórnum árum og lýsir því þannig, að starfsmenn séu ekki lengur „vinnuafl“ heldur „mannauð- ur“. Hún tekur fram, að áður fyrr hafi samkeppnisforskot fyrirtækja falist í nýrri tækni og auknum gæð- um. Nú geti flest fyrirtæki náð þessum þáttum á svipuðum for- sendum. „Það eina sem fyrii-tæki getur keppt á núna er hversu gott starfsfólk það hefur. Þess vegna neyðast fyrirtækin til að líta á okk- ur sem mannauð en ekki vinnuafl. Með aukinni þekkingu, menntunar- stigi, bættum aðstæðum og lifsgæð- um höfum við það betra og gerum meiri kröfur til lífsins. Þess vegna gerum við líka meiri kröfur til fyrir- tækisins og viljum fá meira út úr því en bara brauð og smjör,“ segir hún. Stjórnun er fullt starf Svafa segir að þó svo að mörg fýrirtæki séu að reyna að efla stjórnun sé ennþá ríkjandi að stjórnendur séu fyrst og fremst sér- fræðingar á sínu sviði, sem stjórni í framhjáhlaupi. „Þó er að færast í vöxt að menn eru gerðir að stjórnendum vegna eiginleika sinna en ekki vegna þess að þeir hafi ákveðna menntun. Menn eru fyrst og fremst að horfa á hvort viðkom- andi sé leiðtogaefni og eru að átta sig á, að það skiptir meginmáli að hafa hvetjandi stjórnendur frekar en eftirlitsstjómendur. Það kemur í framhaldi af því að menn stjórna mannauðnum öðru vísi en vinnuafl- inu. Vinnuaflinu er meira stjórnað með eftirliti og beinum fyrirmælum en mannauðurinn sættir sig ekki við slíkt, heldur vill hann hvatningu og sanngirni. Talað er um að eini stjórnunar- stíllinn sem á við sé að menn stjórni eftir aðstæðum, þ.e. hvetja þegar það á við og aga þegar það á við. Þess vegna er svo erfitt að vera nútíma stjórnandi. Það er eins og að vera kona, sem þarf að hugsa um heimilið, ala upp börnin, vera fullkomin á öllum sviðum en er líka að vinna. Af því að stjórnendur eru oft beðnir um að gera ósamrýman- lega þætti eins og að veita toppþjónustu en hafa ekki mann- afla til þess þá eru streitueinkenni yfirleitt mjög viðvarandi hjá stjórnendum.“ Finna þarf jafnvægið Svafa segir að undanfarin 2 M> hálft ár hafi verið óvenju erilsöm meðal annars vegna doktorsritgerð- arinnar. Nú sé kominn tími til að hægja á. „Ég get ekki haldið svona áfram, en þegar mér tekst að skipu- leggja vel þá gengur þetta upp. Þegar vinnuálagið er farið að raska jafnvægi milli vinnu og einkalífs endurtekið þá er það orðið slæmt. Ég finn að það er að gerast. Ég vil gjarnan halda áfram að kenna og blanda atvinnulífinu inn í kennsl- una. Þannig verð ég betri ráðgjafi því ég þarf alltaf að vera lesa mér til og hef nýjustu þekkinguna. Að sama skapi verð ég miklu betri kennari, því þá er ég með íslenskt atvinnulíf í kollinum þegar ég miðla. Framtíðin er sú að geta fundið þarna jafnvægi," segir Svafa Grön- feldt. Spyr síðan: „Erum við ekki ann- ars búnar? Ég á nefnilega að vera mætt í saltkjöt hjá vinafólki...“ og er þar með rokin út í kuldann. SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 Síðasta sendinq af uttarjökkum vetraríns Kr. 7.900 31 __.< Stjörnuspá á Netinu mbl.is /U-UTAf= e/TTHV/AÐ /VÝTl Aætla má að nú þegar séu u.þ.b. 3000 konur á íslandi sem taki inn að staðaldri M[CTlOpClCBíjö\\/ítamln, ætluð konum 40 ára og eldri. Þökkum frábærar viðtökur og munið að taka ávallt hylkið inn með máltíð og einu glasi af vatni. fTlenopace. Ellen Helgadóttir bókari Menopace vakti strax áhuga minn fyrir traustvekjandi samsetningu nauðsynlegra fæðubótarefna, auk hinna samvirkandi þátta, sem styrkja líkamsstarfsemina í að mynda gammalinóleumsýru, sem er svo góð fyrir hormónajafnvægið. Ég hef tekið eitt hylki á dag i tvö ár og get því hiklaust maelt með Menopace. Menopace erþróað af sérfræðingum til að hjálpa konum við að takast á við breytingaraldurinn. Menopace inniheldur öfluga blöndu af 20 vítamínum og steinefnum. Menopace er mjög auðvelt í meðförum, aðeins 1 hylki á dag með máltíð Menopace hentar einnig konum sem taka inn hormónalyf. Menopace er fáanlegt í 30 og 90 daga skömmtum. Guðbjörg Gísladóttir hjúkrunarfræSingur Menopace er fyrirbyggjandi aðgerð sem getur fært okkur vellíðan og styrk um og eftir tíðarhvörf. Ég hef notað Menopace hylkin i eitt og hálft ár og fann fljótt fyrir mun betra jafnvægi og minni sveiflum á tiðarhringnum. Hvet því konur 40 ára og eldri til þess að taka inn Menopace reglulega. V'ít'* Ef þú kaupir 90 daga pakkningu af Menopaœ þá fæst 1 glas af Orku Omega 3 frá Fiskafurðum-Lýsisfélagi f/[enopace CNKAPití OAGlte Fanný Jónmundsdóttir leiöbeinandi Brian Tracy Intemational Menopace hylkin eru mjög hentug fyrir nútímakonuna. Þau innihalda ríkulega skammta af helstu vitamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg konum fyrir og eftir tíðarhvörf. Hvet ailar konur til að finna leiðir til heilbrigðara lífernis á þessu frábæra tlmabili. GILDIR UT FEBRUAR ORKU OMEGA 3 inniheldur ekki Aog D vitamin og er þvi frábært viöbótarefni með Menopace hylkjunum, engin hætta á ofskömmtum á þessum fituuppleysanlegu vítaminum. VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Hringdu eftir bækiingi í síma 588 2334 VITABIOTICS Breytingaskeiðið getur verið besti tími ævinnar fJ[JÍÍ Ofluga vítamín- og steinefnablandan j Góður valkostur til að viðhalda heilsu og lífsþrótti, fyrir og eftir breytingaraldur. Námskeið og ráðgjöf um breytingaraldurinn hjá INNSÝN sími - 551 5555 Fæst aðeins í lyfjaverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.