Morgunblaðið - 21.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 21.02.1999, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Búið að frysta um 4.500 tonn af Japansloðnu það sem af er vertíðinni Vertíðin hefur valdið verulegum vonbrigðum LOÐNUFRYSTING hefur gengið illa það sem af er vertíð, enda þykir loðnan of smá til að hægt sé að vinna verulegt magn fyrir Japans- markað. Aðeins er búið að frysta um 4.500 tonn eða um fjórðung þess sem fryst var á allri síðustu vertíð. Framleiðendur segjast þó enn ekki hafa gefíð upp alla von um að úr vertíðinni rætist. Lítil loðnu- veiði hefur verið síðustu daga en væntanlega skýrist um miðja næstu viku hvort loðnufrystingu fyrir Japansmarkað verður hætt. A síðustu vetrarloðnuvertíð voru fryst um 18 þúsund tonn af loðnu fyrir Japansmarkað en þá þótti vertíðin undir meðallagi vegna mikils hlutfalls smáloðnu í fram- leiðslunni. Loðna sem borist hefur á land á þessari vei’tíð er jafnvel ennþá smærri og flokkast mjög illa. Sú væna loðna sem menn von- uðust eftir hefur enn ekki látið sjá sig og vertíðin því valdið veruleg- um vonbrigðum. Þannig hefur að- eins verið fi-yst loðna í stærðar- flokk með 60 stk. eða meira í kílói en fyrir vertíðina þótti sýnt að jap- anskir kaupendur myndu aðeins kaupa loðnu í stærðarflokknum 50-60 stk. í kílói vegna mikilla birgða af smáloðnu í Japan frá síð- ustu vertíð. Þeir hafa eigi að síður keypt þá loðnu sem þegai- er búið að frysta á vertíðinni. Rætist ekki úr vertíðinni á næstu dögum má búast við að það komi hart niður á þeim fyrirtækjum sem byggja rekstur sinn að stórum hluta á vinnslu uppsjávarfíska. Enn getur allt gerst Steindór Gunnarsson, markaðs- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hf., segir að enn sé verið að frysta smáloðnu fyrir Japans- mai'kað en búast megi við að Jap- anar hætti að taka við slíkri fram- leiðslu innan skamms. Hann segir þungt hljóð í framleiðendum en þeir hafi þó ekki enn gefið upp alla von um að rætist úr vertíðinni. „Það getur enn allt gerst og menn verða tilbúnir að frysta loðnu þangað til yfii' lýkur. Nú hafa 15-20% loðnunnar losað hrognin og líklega er um hálfur mánuður í hrygningu. Það getur margt gerst á þeim tíma. Það hefur verið það lítið magn af loðnu við suður- ströndina að ég trúi ekki öðru en að það gangi stærri loðna að land- inu.“ Steindór segir að þrátt fyrir miklar birgðir af smáloðnu í Japan vilji japanskir kaupendur í lengstu lög halda evrópskri loðnu inni á markaðnum þar sem hún þykir betri vara. „Ef Kanadaloðnan verð- ur allsráðandi á markaðnum minnkar sjálfki'afa neysla á loðnu í Japan. Þeir renna einnig hýru auga til loðnuvertíðarinnar í Nor- egi en enn sem komið er veit eng- inn um stærð loðnunnar þaðan, enda hefst vertíðin þar ekki fyrr en í mars,“ segir Steindór. Hjá framleiðendum íslenskra sjávarafurða hf. hafa þegai' verið fryst um 2.700 tonn af loðnu á Japansmarkað, allt í smæstu stærðarflokka. Pétur ísleifsson, deildarstjóri hjá ÍS, segist telja að japanskir kaupendur muni kaupa meira af smáloðnu, þrátt fyrir birgðir í Japan. Framleiðendur muni því halda áfram að frysta, svo framarlega sem Japanar kaupi framleiðsluna. Mikil vonbrigði Hjá Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum er nú búið að frysta um 500 tonn af loðnu en þar voru fryst um 7 þúsund tonn á vertíðinni í fyrra. Þorbergur Aðalsteinsson markaðsstjóri segir vertíðina vera mikil vonbrigði og miklu lélegri en vertíðina í fyri'a sem þó hafí þótt lé- leg. Hann segir viðbúið að frysting- unni ljúki hvað úr hverju, þó séu vonir bundnar við að skipin komi með stærri loðnu í næstu viku. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson ILLA farin málverk og innanstokksmunir hjá Galleríi Borg en þar kviknaði eldur í fyrrinótt. Tjónið var mikið í sýningarsalnum. EIGANDI Gallerís Borgar, Pétur Þór Gunnarsson, var á vettvangi í fyrrinótt og fylgdist með starfi slökkviliðsins. MIKIÐ tjón varð í eldsvoða í Galleríi Borg í Síðumúla í Reykjavík aðfaranótt laugar- dags. Slökkviliðið var kallað út klukkan 1.50 og logaði þá út um glugga í gallerunu. Slökkvistörf- um Iauk á rúmum klukkutíma. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn logaði eldur út um glugga og var mikill reykur og eldur á Vetnisþorpið fsland á MSNBC FRÉTT á fréttavef NBC- fréttastöðvarinnar um Vetnis- þoi'pið ísland náði fímmta sæti í kosningu um tíu athyglisverð- ustu fréttirnar. Notendur vefjarins velja athyglisverð- ustu fréttirnar á hverjum degi og er þeim gefín einkunn frá 1 til 7 eftir mikilvægi. í fréttinni sem fylgir segir frá tilraunaverkefni Daim- lerChrysler, Shell, Norsk Hydro og Vistorku um að knýja samgöngutæki og físk- veiðiflota landsins með vetni. Þar segir að áhugi íslendinga á málinu sé ekki tilkominn vegna loftmengunar í þessu strjálbýla landi heldur vegna stefnu stjómvalda um að draga úr út- blæstri lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Stórtjón í Galleríi Borg fyrstu hæðinni þar sem Gallerí Borg er til húsa. Málverk sem stóðu í rekkum á gólfi brunnu og vegna hitans Iáku önnur málverk niður og varð því stórfjón á myndverkum sem þarna voru. Þá fór talsverður reykur upp á aðra hæð og sömuleiðis í áfast fimm hæða hús og var slökkviliðið tals- verðan tíma að reyklosa húsið. Slökkvistarfinu lauk um þijúleyt- ið en vakt var við húsið til klukk- an 5. Ekkert var vitað um eldsupp- tök í gær en rannsóknadeild Iög- reglunnar kannar málið. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður Gagnrýni á frumvarp til skaðabótalaga óréttmæt JON Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður segir að gagnrýni Alþýðusambands Islands og Efl- ingar - stéttarfélags á frumvarp til breytinga á skaðabótalögum, á þeim forsendum að gert sé ráð fyr- ir að lífeyrissréttur launafólks og gi’eiðslur úr sjúkrasjóðum verka- lýðsfélaga komi til skerðingar á bótum, eigi ekki rétt á sér og sé að hluta byggð á misskilningi. Hann segir mjög brýnt að frumvarpið verði afgreitt, þannig að þær laga- breytingar sem gerðar voru 1993 til skerðingar á skaðabótum gangi til baka. „I þessu frumvarpi er komið til móts við þau sjónarmið að tjónþol- ar eigi að fá fullar bætur fyrir lík- Brýnt að frumvarpið verði afgreitt amstjón. Það er aðalatriði máls- ins,“ segir Jón Steinar. Hann bendir á að launþegar eigi ekki rétt á greiðslum úr sjúkra- sjóðum verkalýðsfélaga nema þeir eigi ekki skaðabótarétt annars staðar. „Að því er snertir frádrátt hluta bóta úr lífeyrissjóðum er á það að benda að tjónþolar öðlast ekki rétt til bóta úr lífeyrissjóðum nema örorkuhlutfall þeirra sé orðið mjög hátt, yfirleitt 50% eða hærra. Það er því í mjög fáum tilvikum sem á þetta reynir. Áður en skaða- bótalög tóku gildi árið 1993 höfðu dómstólar að jafnaði, þegar tjónin voru svona mikil og fólkið átti rétt á bótum úr lífeyrissjóði, tekið fram að við ákvörðun tjónsbóta hefði verið tekið tillit til þess að það ætti rétt á bótum úr lífeyrissjóði. Þess vegna er það fyrirkomulag sem frumvarpið gerir ráð fyrir um lækkun bóta að hluta, það er að segja sem nemur mótframlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð, að mínu mati alveg í takt við það rétt- arástand sem var meðan rétturinn gekk út á það að greiða tjónþolum bætur að fullu, það er að segja fyr- ir 1993.“ Þenslan ógnar verðstöðugleika ► Mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífinu undanfarin ár, svo mikill að óttast er að þenslan sé að komast á hættustig. /10 Hægrimenn tilkynna þjófnað ►Vinstriöflin í Evrópu hafa sótt inn á miðjuna síðustu árin með góðum árangri. /22 Nýjar áherslur með nýjum mönnum ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Örn Bernhöft hjá heildversluninni H.Ó. og Bernhöft. /26 Sumir eru bara ofvirkir ► Svafa Grönfeldt er ein af ofurkonunum, ráðgjafi hjá Gallup, kennari í HÍ, leiðbeinandi fjölda útskriftarnema, móðir og eiginkona, sem er að ljúka doktorsnámi. /30 ► l-20 Yoga er lífsstíll ► Sumarið 1996 lenti Dada með vefjai’höttinn á kollinum á Keflavíkurflugvelli, kominn til að kenna íslendingum yoga og hugleiðslu. /1&10-12 Á þjóðvegum Evrópu ► Óskar Hansson ók flutningabíl fyrir fyrirtækið NIAT bv Breukelen um hálfs árs skeið. /6 Rótari rótaranna ►Ágúst Ágústsson, Gústi rótaii, hefui' um langt skeið verið samstai’fsmaður helstu tónlistarmanna landsins. /14 c FERÐALOG ► 1-4 Rhodos ►Þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum. /2 Kraká ► Miðborgin er sögulegur arfur mannkynsins. /4 Db/lar ► l-4 Trooper hleypir lífi í jeppamarkaðinn ► 120 Isuzu Trooper-jeppai’ á einum og hálfum mánuði. /1 Reynsluakstur ► Corsa með 1,2 lítra vél kemur á óvart. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Upplýsingakerfið Axel fer víða ► Sett upp í færeyskum skólum./! FASTIR ÞÆTTIR Fréttir W4/8/bak ídag 42 Leiðari 28 Brids 42 Helgispjall 28 Stjörnuspá 42 Reykjavíkurbréf 28 Skák 42 Viðhorf 32 Fólk í fréttum 46 Skoðun 32 Útv/sjónv. 44,54 Minningar 34 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Mannl.str. 17b Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.