Morgunblaðið - 21.02.1999, Side 43

Morgunblaðið - 21.02.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ I DAG SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 43 BRIDS Umsjón Ouðmundiir 1*011 ArnarNon VÖRNIN vafðist fyrir mörgum meistaranum í þessu spili í lokaumferð Flugleiðamótsins. Það er austur sem er í vanda staddur: Austur gefur; enginn á hættu. Norður A 1073 VÁ742 ♦ DG75 *32 Austur A KD9864 V G ♦ K1084 •¥• D6 Vestur Norður Austur Suður - - lspaði 2 hjörtu Pass 31\jörtu Pass 4hjörtu Pass Pass Pass í sýningarsalnum var Erik Sælensminde í austur, en Zia Mahmood í suður. Útspilið var spaðafimma upp á drottningu austurs og ás suðurs. Zia spilaði hjarta- kóng og hjarta upp á ás, og makker fylgir lit með sexu og níu. Nú kom spaði úr borði. Erik stakk upp kóng og fékk gosann í frá Zia, en tvistinn frá makker. Stóra stundin er runnin upp: Hvort á að spila laufi eða tígli? Á báðum borðum í leik Zia og Norðmanna, skipti austur yfir í laufsexu í þess- ari stöðu. Pað var ekki rétta vörnin: Vcstur ♦ 52 VD96 ♦ Á92 ♦ 109854 Norður ♦ 1073 V Á742 ♦ DG75 ♦ 32 Austur ♦ KD9864 V G ♦ K1084 *D6 Suður ♦ ÁG VK10853 ♦ 64 *ÁKG7 Sagnhafi gat þá losað sig við annan tígulinn heima niður í spaðatíu. Þetta er svolítið einkenni- leg vörn, þvi það virðist að- eins nauðsynlegt að spila laufi að suður sé með tvílit, sem er heldur ólíklegt. En kannski hafa austurspilar- arnir tekið hjartaíylgjur makkers alvarlega, en hann lét fyrst sexuna og svo ní- una, sem bendir frekar á laufið. En á hitt ber að líta að makker hefur ekki efni á að blæða níunni! Árnað heilla ^/\ÁRA afmæli. í dag, I V/sunnudaginn 21. febrúar, verður sjötug Ingi- björg Elín Valgeirsdóttir, Hjallavegi 2, Ísafírði. Eig- inmaður hennar er Jdnas H. Pétursson vélvirkjameist- ari. Þau eru að heiman á af- mælisdaginn. K /\ÁRA afmæli. Á morg- Ol/un, mánudaginn 22. febrúar, verður fimmtug Fríða Kristín Elísabet Guð- jdnsddttir, Hraunbrún 30, Hafnarflrði. Eiginmaður hennar er Hans Hafsteins- f^/VÁRA afmæli. í dag, t) V/ sunnudaginn 21. febrú- ar, verður fimmtugur Pétur A. Maack, varaformaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Hlíðarhjalla 52, Ktípavogi. Af því tilefni munu hann og eiginkona hans, Kristjana Kristjánsddttir, taka á móti ættingjum, vin- um, félögum og samstarfs- fólki í félagsheimilinu Gull- smáranum, Gullsmára 13, Kópavogi, milli kl. 10.30 og 13 í dag. TM Reg. U.S. Pat. Oft. — all rights reserved (c) 1999 Los Angetes Times Syndicate * Ast er... ... að reisa ekki múr í kringum sig. SKAK llm.vjón Itlargeir l'étursson STAÐAN kom upp á árlega Goodricke mótinu í Kalkútta á Indlandi sem nú stendur yfir. Bologan (2605), Moldavíu hafði hvítt og átti leik gegn Slobodjan (2535), Þýskalandi. 28. Bxg6! _ hxg6 29. Dxg6+ _ Hg7 30. De8+ _ Kh7 31. Hf6! og svartur gafst upp. Þegar tveimur um- ferðum á mótinu var ólokið var Fedorov, Hvíta- Rússlandi, langefstur með 8 vinninga af 9 mögulegum. Sorokin, Argentínu og Dolmatov, Rússlandi komu næstir með 6Vz vinning. HVÍTUR Ieikur og vinnur . ÓLAFUR segir alltaf að maður eigi ekki að eyða peningum í að gera eitthvað sem sýni öðrum að maður eigi peninga. ÁTTU hundraðkall, pabbi? Mig vantar pening fyrir frímerki. ORÐABÓKIN Smíða - smíði SÖGNIN að smíða er til í ýmsum merkingum, svo sem alkunna er. Um þetta vitnai' m.a. OM (1983). Að- almerking hennar er sú að búa e-ð til úr e-u efni með verkfærum. Menn smíða hús (úr steini, timbri), smíða skip, smíða úr tré eða járni o.s.frv. Jafnvel er sögnin til í merkingunni að búa til, skálda, skrökva eða spinna e-ð upp. Af þessu má sjá, að so. að smíða er „fjölnota" og höfð í mörgum sambönd- um. Engu að síður kom mér nokkuð á óvart, þegar ég las eftirfarandi í Mbl. 14. jan. sl. undir mynda- texta: „Henry Hyde ... vann í gær að smíði ræðu sinnar, sem hann flytur í dag...“ Þetta orð varð mér nokkurt umhugsunarefni, enda tæplega algengt í þessu sambandi, að ég held. Vissulega er talað um ritsmíð = ritgerð. Eins má segja, að einhver hafi samið margar rit- smíðai' um ævina. Hins vegar mun samt óalgengt að tala um að smíða ræðu. Fram að þessu hafa menn almennt talað um að semja ræðu og um samn- ingu ræðu. Prestar og aðr- ir, sem oft flytja ræður, semja þær og flytja þær að samningu lokinni. Vel má vera, að sá, sem samdi myndatextann, hafi einmitt haft orðið ritsmíð í huga. Hvort sem heldur er, er þarflaust að ýta til hliðar so. að semja og no. samning í ofangreindum samböndum og nota þess í stað smíða og smíði. - J.A.J. STJ ÖRNUSPÁ eftir Frances Itrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert umhyggjusamur og skilningsríkur og fólk veit að hægt er að treysta þér í smáu sem stóru. Hrútur (21. mars -19. apríl) Hafðu hemil á sjálfum þér sérstaklega er varðar eyðsl- una þvi meira gæti verið i húfi en þú gerir þér grein fyr- Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur verið duglegur að safna i sarpinn en nú er tíma- bært að fara í gegnum hlut- ina og losa sig við það sem þú hefur engin not fyrii- lengur. Tvíburar K ^ (21.maí-20.júní) FA Láttu ekkert raska ró þinni og allra síst skaltu taka um- mæli fólks persónulega eða líta á þau sem höfnun því annað og meira býr að baki. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki minniháttar vandamál sem upp kemur á heimilinu vaxa þér í augum. Þú ert nógu vel máli farinn til að tjá þig og leysa málið strax. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Mundu að þú getur aldrei gert svo vel að öllum líki. Hafðu ekki áhyggjur af þeim sem eru dómharðir í þinn garð því það er ekld þess virði. Meyja (23. ágúst - 22. september) (CK. Deildu reynslu þinni með vini þínum sem þarf á stuðningi að halda. Þá mun hann sjá að lífið heldur áfram og að hver er sinnar gæfu smiður. (23. sept. - 22. október) m. Góð vinátta snýst um að gefa og þiggja og nú er komið að þér að rétta vinum þínum hjálparhönd, sérstaklega þeim sem eru í vanda staddir. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert í góðu jafnvægi and- lega sem líkamlega svo hafðu samband við það fólk sem þú hefur ekki séð lengi og kall- aðu það saman til samveru- stundar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AO Taktu engin ný verkefni að þér fyrr en þú hefur hreint borð. Akveðni þín vekur at- hygli bæði í starfi og heima fyiár svo haltu þínu striki. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú átt ekki í vandræðum með að koma fyrir þig orði og nýt- ir vel þau tækifæri sem bjóð- ast. Eitt slíkt býðst í dag svo vertu við öllu búinn. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þótt þú sért í tímahraki með verkefni þitt þai'ftu að gefa því þann tíma sem til þarf svo þú getir með góðri samvisku lagt það fyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Notaðu daginn til að hitta fólk sem hefur sömu áhuga- mál og þú því það lyftir þér upp andlega. Þú verður beð- inn um að taka forystu í ákveðnu máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Spilakvöld Varðar Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, 21. febrúar, kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins, Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, flyfur ávarp. Aðgangseyrir kr. 700 Gildirsem happadrættismiði í utanlandsferð. Allir velkomnir Vörður - Fulltrúaráð siálfstœðisfélaeanna í Revkiavík Verður þú í London laugardaginn 27. febrúar? Cumberland-hótelinu Landslið íslenskra skemmtikraíta og kokka Hljómsveitin Casino ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) Hellisbúinn í flutningi Bjarna Hauks Þorrakóngarnir Úlfar Eysteinsson frá Þremur Frökkum og Jóhannes Stefánsson frá Múlakaffi _____________meðal annarra._________ Miðaverð 37 pund. Miðapantanir og upplýsingar í síma: 44-(0)-181-4440077 44-(0)-171-4316S00 44-(0)-171-2743922 Félag Islendinga á Bretlandseyjum. Kínnferð KínnMúbbs Unnnr 7.- 28. maí Þú „skreppur“ ekki til Kína í vikuferð nema til að geta sagt að þú hafir komið til Kína. Jafnvel þó þú farir í tveggja vikna ferð til Kfna, nægir það ekki, ef þú vilt kynnast landi og þjóð, án þess að standa á öndinni, þvf Kfna er stórt og mikið land. Ef þú vilt kynn- ast Kína, almennilega þá getur þú komið með í ferð Kínaklúbbsins í maí. Þetta er þriggja vikna ferð og verður ferðin sú tólfta sem ég skipulegg og stjóma fyrir hópa, sem vilja kynnast Kína á fullnægj- andi hátt. Farið verður til: Beijing, Xian, Guilin, Suzhou og Sjanghæ. Einnig verður farið í siglingu eftir Keisaraskurðinum og að sjálfsögðu verður farið á Kínamúrinn. Heildarverð er kr. 298 þús. á mann í tveggja manna herbergi á lúxushótelum. Allt er innifalið í þesu verði, þ.e. allar skoðunarferðir, allar skemmtanir, allir skattar og gjöld, vegabréfs- áritun, fullt fæði, staðarleiðsögumenn og mín fararstjóm. Fróðleiks- og skemmtiferð! Uppl. um ferðina færðu hjá mér, Unni Guðjónsdóttur, í síma 551 2596. Gott ráð: Geymdu auglýsinguna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.