Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 21 vefviðmót til að safna upplýsingum frá ýmsum deildum og vinna úr þeim. Þannig höfum við búið til innra net sjúkrahússins.“ 30-40% vinnutfmans í meðhöndlun gagna Baldur segir, að miðað við áherslu yfírvalda á sparnað og hag- ræðingu hafi lítið verið hugað að upplýsingatækni. „A Sjúkrahúsi Reykjavíkur er gríðarlegt pappírs- magn og rannsóknir hafa sýnt að 30-40% af vinnutíma starfsfólks í heilbrigðisþjónustu er varið í skýrslugerð og meðhöndlun gagna. Ef hægt er að draga úr þessum tíma geta háar fjárhæðir sparast. Það eru öfugmæli að tala um há- tæknisjúkrahús, þar sem 70% af rekstrarkostnaði fer í laun. Við eig- um enn mjög langt í land að beita tækninni eins og kostur er. Eg get nefnt dæmi um þetta: Ef nálgast þarf upplýsingar, sem koma fram á skjám tækja sem sjúklingar á gjör- gæsludeild eru tengdir við, þá þarf að fara á gjörgæsludeildina með blað og blýant og skrifa þær niður, því það er ekki hægt að nálgast upplýsingarnar í tölvu. Tölvukerfi fyrir gjörgæslu kostar vissulega stórfé, en deildin er líka afar dýr í rekstri, vegna fjölda starfsmanna á hvem sjúkling. Ef tölvukerfi á gjörgæsludeild hjálpar til við rekstur deildarinnar er það íjár- festing sem er fljót að borga sig. Annað dýrt keríi, stafrænt kerfi fyrir röntgenmyndir, myndi einnig borga sig upp á skömmum tíma. Erlendar rannsóknir sýna að allt að 8% röntgenmynda misfarast af því að þær lenda í vitlausum bunk- um eða skila sér ekki eftir lán á milli stofnana. Þá þarf oft að end- urtaka rannsóknir, með tOheyrandi kostnaði. Ef myndirnar eru í tölvu- tæku formi týnast þær ekki, auk þess sem hægt er að bera þær und- ir sérfræðinga í öðrum löndum, hvar sem er í heiminum. Fjárfest- ing í svona kerfi er mikil, en sýnt hefur verið fram á að hún skili sér á fjórum til sex árum.“ Ingvar segir að óþolinmæði ráði nokkru um þetta viðhorf, þar sem menn viiji helst geta sýnt fram á spamað samdægurs, í stað þess að kaupa dýrar tölvur sem borga sig þó upp á einhverjum mánuðum eða árum. Tæknin er meðalið, ekki tilgangurinn Niels segir kostinn við sjúkra- skrárkerfið vera, að það hafi verið búið til í samræmi við þarftr. „Menn fara allt of oft af stað og kaupa kerfi sem eiga að leysa allan vanda íyi-irfram, kerfí sem kosta tugi milljóna. Við vissum hvað þurfti og bjuggum til kerfi, en gættum þess að hafa það sveigjan- legt, svo við getum bætt það og aukið. Við viljum ekki kerfi, sem er úrelt loksins þegar það kemst í gagnið. Upplýsingamar skipta öllu, ekki kerfin sjálf. Þau eru ekki tilgangurinn, heldui- meðalið.“ Nú era öll gögn um sjúklinga vistuð í tölvu undir kennitölu þeirra og læknar geta skoðað feril sjúklingsins. Aður þurfti að leita í gömlum skrám, sem ef til vill var að finna á tveimur eða þremur stöðum í húsinu. Það er því mikið hagræði að þessu fyrir lækna og ekki eingöngu þá sem era í húsi Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, heldur í öllum stofnun- um Sjúkrahússins, Landakoti, Grensás- deild og víðar. „En þetta hefur vissulega tekið tíma,“ segú- Niels. „Núna fyrst getum við farið að nota kerfið eins og til var ætlast. Síðar munum við svo huga að því hvernig við getum nýtt tölfræðileg- ar upplýsingar úr kerfinu." Baldur tekur undir að við upp- byggingu kerfisins hafi verið horft til þarfa sjúkrahússins og starfs- fólks þess, en ekki tæknilegra lausna. „Aðrir hafa þróað alls kon- ar tæknilegar lausnir, sem við not- færam okkur. Ef ég ætla að ráðast í fólksflutninga, þá kaupi ég rútu, en ef ég vil flytja möl þá kaupi ég vörabíl. Eg byrja ekki á því að smíða rútu eða vörabíl og tek svo seinna ákvörðun um hvernig farar- tækið nýtist mér.“ Ingvar segir að ef sérfræðingar í tölvumálum hefðu einir komið að lausninni hefði hún orðið önnm-. „Við hlustuðum á starfsmennina og bjuggum tU kerfið sem þeir þurftu." Rafrænt heilbrigðisnet Baldur, Ingvar og Niels telja enga ástæðu til að láta hér staðar numið. „Það væri áhugavert að skoða heilbrigðiskerfið í heild og byggja upp heilbrigðisnet, þar sem samskipti væru í rafrænu formi, í stað þeirra dýra og óhagkvæmu samskipta sem nú tíðkast," segir Baldur. Hann vísar til þess að í 180 þúsund manna léni í Svíþjóð hafi verið metið hagræðið af þvi að koma upp tölvukerfi fyrir rann- sóknarbeiðnir og svör. „Svíarnir töldu sig geta sparað 160 milljónir króna á ári með þessu kerfi, sem þýðir að hér á landi gætum við sparað um 240 milljónir ár- lega.“ Ingvar segir áhuga- vert að nota heilbrigðiskerfi Is- lands til að þróa ýmsar lausnir. „Það er einfalt að byrja þetta starf í smærri kerfum, en þarfimar hjá sjúkrahúsum um allan heim era hinar sömu. Ef okkur tekst vel til hér getum við selt slíkar lausnir." Hjartalínurit sem fylgiskjal Ingvar nefnir ýmsa möguleika til að nýta tölvukerfí SR. „Við eram að velta fyrir okkur að skanna hjarta- línurit og láta þau fylgja sem mynd með sjúkraskrá viðkomandi sjúk- lings. Auðvitað væri best að hafa hjartalínuritið í rafrænu formi, en við getum alveg notast við hitt í nokkur ár, á meðan við þróum kerf- ið betur. En eftir því sem upplýs- ingar í sjúkraskrá verða nákvæm- ari verður læknismeðferðin það líka. I sumum tilvikum væri hægt að komast hjá innlögn og kostnað- arsömum rannsóknum.“ Varðveisla sjúkraskráa í tölvu til lengri tíma er vandamál. Niels bendir á, að hann geti farið í Þjóð- arbókhlöðuna og skoðað handrit aldir aftur í tímann, en tölvan hans geti ekki lengur lesið 15 ára tölvu- gögn. „Formlega séð era sjúkra- skrár enn pappírsgögn, sem við þurfum að prenta út og geyma. En við þurfum að geta geymt þær í tölvutæku formi í áratugi, ef vel á að vera.“ Ingvar segir að finna þurfi geymslu- og samskiptastaðla sem haldist óbreyttir um langa hríð, svo ekki þurfi að prenta öll gögn út og geyma þau þannig eða á örfilmum. Baldur segir ýmis stórfyrirtæki geyma gögn samkvæmt alþjóðleg- um stöðlum á borð við SGML, til dæmis geymi flugvélaframleiðand- inn Boeing öll hönnunargögn sín með þeim hætti. Tölvan skammtar lyfin Nú er verið að þróa tölvukerfi, í samvinnu Ríkisspítalanna, Sjúkra- húss Reykjavíkur og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, sem ger- ir lyfjagjöf á sjúkrahúsunum ein- faldari og öraggari. Hugbúnaðar- fyrirtækið Tölvumyndir hefur hannað kerfi, sem byggir á því að læknar gefa skipanir um lyfja- skammt fyrir hvem sjúkling í tölvu, skipan- imar berast lyfjabúri sjúkrahússins þar sem pökkunarvél sér um að útbúa skammt hvers sjúklings og skammtamir era sendir á deildirnar í strikamerkt- um umbúðum, svo hægt sé að lesa af þeim við lyfjagjöf og fylgjast þannig með að lyf séu gefín á rétt- um tíma. Hjúkranarfræðingar þurfa þá ekki lengur að raða pillum úr lyfjaglösum í bikara, sem getur nánast verið fullt starf fyrir hjúkr- unarfræðing á stómi deild. Sjúkrahúsin era þegar farin að prófa þetta kerfi, en rekstur þess fer formlega af stað nú í vor og það verður eitt af þeim kerfum sém tengist sjúkraskránni. Kerfin tengd saman á innra neti spítalans Fjárfesting í kerfi skilar sér fljótt ($) BLÓÐBAINKINN ^ - geföu með hjartanu! I&\? +!| 6rnno/av'ífcvr J Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu nýrra blóðgjafa í Rauða Kross húsinu, Hafnargötu 13, Grindavík, þriðjudaginn 2. mars kl. 9-18. Blóðgjöf er lífgjöf. í fjarskiptasafni landssímans, sem er ný- opnað, er að finna minjar og fróðleik um sögu fjarskipta á íslandi frá upphafi. Safnið er til húsa í gömlu Loftskeytastöðinni á Melunum, við Suðurgötu skammt frá Háskólabíói. Safinið verður opið á þriðjudögum, fimmtudögum og surmudögum frákl. 13:00 til 17:00. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum eftir samkomulagi og er aðgangur ókeypis. Umsjónarmaður safnsins er Jón Ármann Jakobsson. Sími Fjarskiptasafnsins er 550 6410, fax 550 6416 og netfang: safn@simi.is LANDS SÍMINN www.simi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.