Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 43 bænum, fuglarnir farnir að syngja. Þessar minningai- eru dásamlegar. Það voru náttúrlega nokkrir fundir á ári hverju en þetta er mér svo minnisstætt. Við Kristín áttum margt saman að sælda í gamla daga og höfum við alltaf haldið því að tala saman svona einu sinni í mánuði eða svo, mér til mikillar gleði alla tíð. Til marks um það hve ég á Kristínu mikið að þakka er saga á þessa leið: Þegar ég missti heils- una fyrir þó nokkuð mörgum áium tók hún upp á því að baka kökur fyrir hver einustu jól og senda okkur; þegar ég reyndi að mót- mæla þessum ósköpum svaraði hún því að hún gerði þetta bara fyrir sjálfa sig. Þetta er bara dæmi um hennar mikla myndarskap. Kærar þakkir. Börnum hennar og ástvinum öll- um vottum við samúð okkar. Regína á Skálabrekku. Ein mesta mannkostakona sem við höfum kynnst um dagana, hún Kristín á Þingvöllum, er látin. Kynni okkar við hana og fjölskyldu hennar hófust í upphafi sjöunda áratugarins, þegar þau fluttu frá Núpi í Dýrafirði til Þingvalla, og séra Eiríkur tók við embætti prests og þjóðgarðsvarðar þar. Á Þing- völlum bjuggu þau í rúma tvo ára- tugi eða allt til ársloka 1981. Þar stýrði Kristín fjölmennu heimili, því fyrir utan þeirra stóra barnahóp voru þar í fæði og hús- næði á sumrin starfsmenn þjóð- garðsins auk fjölmargra annarra gesta og gangandi. Þótt ekki væru húsakynnin stór stóð heimilið ávallt opið þeim sem á þurftu að halda og það var eins og alltaf væri hægt að rýma til fyi’ir einum enn, gestrisn- inni voru engin takmörk sett. Að auki þurftu þau hjónin að sjá um símstöðina og veðurathugunar- stöðina á Þingvöllum. Síminn átti að vera opinn tvo tíma á dag en var í raun opinn allan sólarhringinn, því aldrei var Kristín langt undan þegar hringt va.r, boðin og búin að gefa samband. í þá daga var Þing- vallasveitin oft mjög einangruð á vetrum vegna snjóþyngsla, áður en vegir voru bættir til muna, og þá hafði síminn mikilvægu öryggis- hlutverki að gegna og var mikill á píanóið. Það hreinlega tók undir í stofunni. Hann söng í kórum bæði í Bolungarvík og einnig hér fyrir sunnan, nú síðast með Drangeyj- arkórnum. Eftir að þau fluttust til Reykja- víkur og tóku við Hallgrímskirkju kom maður stundum við í kii'kjunni og var ávallt vel tekið þar. Halli bauð okkur í tuminn sem var til- komumikið. Alltaf þegar ég hitti Halla nú í seinni tíð faðmaði hann mig eins og hann ætti í mér hvert bein og gantaðist við börnin mín því gamansamur var hann. Þannig maðm- var Halli, honum þótti vænt um alla og ég veit að öllum þótti vænt um hann. Nú síðastliðið sumar varð hann pabbi minn 70 ára og létu þau Halli og Sigga sig þá ekki muna um að keyra vestur í veisluna og ég veit að það þótti foreldrum mínum alveg sérstaklega vænt um. Fyrir hönd foreldra minna, systk- ina og fjölskyldna votta ég Siggu Nóu, Unni, Betu, Öddu og fjölskyld- um þeirra mína dýpstu samúð og bið guð um að blessa þau á þessum erfiðu tímum. María Elva. Kveðja frá Söngsveitinni Drangey Nótt að beði sígur senn, sofnargleðiávörum. Samt við kveðjum eina enn áður en héðan fórum. Þetta ljóð sungum við á kóræf- ingu kvöldið sem fréttin um lát Hálfdáns barst okkur til eyma. Hugur okkar vai' hjá honum og ekki var laust við að tár blikaði á hvarmi. Við vorum einmitt farin að hlakka fréttamiðill í sambandi við ferðalög og fólksflutninga. Þá voni símtólin oft á lofti. Kristín tók strax virkan þátt í störfum kvenfélags sveitarinnar og var kosin formaður innan fárra ára frá því hún gekk í félagið. Hún kom því meðal annars á að haldnar voru jólatrésskemmtanir á bæjun- um til skiptis, því ekkert er sam- komuhúsið í sveitinni. Reyndar voru þessar skemmtanir oftar en ekki haldnar hjá henni sjálfri í Þingvallabænum. Fleira var sér til gamans gert og mikið líf var í störfum félagsins á þessum árum. Á síðastliðnu sumri var haldið upp á 90 ára afmæli kvenfélagsins og þá hittum við Kristínu í síðasta sinn, káta og hressa að vanda. Þá kom hún færandi hendi með veg- lega peningagjöf og sýndi það enn og aftur hug hennar til gamla fé- lagsins síns. Þegar séra Eiríkur lét af störfum fyrir aldurs sakir haustið 1981 flutti fjölskyldan á Selfoss og keypti þar gamla læknisbústaðinn á Hörðuvöllum 2. Þar urðu þátta- skil hjá Kristínu, því auk þess að hafa loks betri tíma fyi-ir sig og sína gat hún látið gamlan draum rætast, þ.e. farið að rækta garðinn í kringum sitt eigið hús. Ekki stóð á árangrinum, því eftir fáein ár var garðurinn á Hörðuvöllunum orðinn mjög blómlegur og gróskumikill. Annað var það sem Kristín gerði sér til mikillar ánægju ásamt vin- konum sínum á Selfossi. Þær komu saman einu sinni í viku og sungu og spiluðu á hljóðfæri. Þá var aldeilis glatt á hjalla og þær vinkonurnar urðu ungar í annað sinn. Kristín fylgdist vel með sínu fólki í Þingvallasveitinni eftir að hún flutti þaðan og alltaf sendi hún einstaklega persónulegar og sér- stakar jólakveðjur, sem yljuðu um hjartarætur. Ekki var hún heldur í vandræðum með að setja saman vísu ef svo bar undir og jafnvel hefiu kvæðin. Alltaf var gömlum sveitungum vel tekið á Hörðuvöll- unum og síðar að Heimahaga. Ein- hverju sinni hýsti Kristín t.d. son okkar þegar hann varð veðurteppt- ur á Selfossi á leið frá Reykjavík að Laugarvatni. Engum treystum við betur fyrir honum en Kristínu og dvaldi hann hjá henni í þrjá daga í góðu yfirlæti, þar til veðri slotaði og vegurinn var opnaður á ný. Við kveðjum Kristínu á Þingvöll- um með hugheilum þökkum fyrii- áratuga vináttu og tryggð. Hlýtt og sterkt handtak hennar, geislandi hlýtt bros og dillandi innilegur hlátur er einhvern veginn yfir og allt um kring í minningunni. Ákveðnum kafla í sögu Þingvell- inga er lokið, nú þegar þau hjónin era bæði horfin af sjónarsviðinu, en séra Eiríkur lést árið 1987. Áfram era ljóslifandi ótal góðar minningar um þau bæði og eftir stendur stór og öflugur hópur afkomenda þeirra, sem alltaf getur gengið að vinum sínum í sveitinni vísum. Öll- um færum við þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Steinunn og Sveinbjörn á Heiðarbæ. Mig langar að minnast Kristínar og votta henni virðingu mína í örfá- um orðum. Kristín og sr. Eiríkur komu að Þingvöllum 1960, þar sem Eiríkur var prestur og þjóðgarðs- vörður fram til 1981. Það er eril- samt starf að vera þjóðgarðsvörður og ekki síður að vera húsmóðir á stað sem Þingvöllum. Við Þingvell- ingar komumst fljótt að því, að Kristín á Þingvöllum var einstök sómakona og búin flestum þeim kostum sem prýtt geta einstakling. Húsmóðir á Þingvöllum, móðir á Þingvöllum, ekki eingöngu sinna eigin barna, einnig okkar er byggð- um þetta litla samfélag í Þingvalla- sveit. Þingvallasveit var mjög ein- angruð, hvað varðaði samgöngur og símamál á þessum tíma. Símstöð var á Þingvöllum og átti símatími að vera á ákveðnum tímum, en það var alltaf opið, allan sólarhringinn. Það er sérstakt að minnast þess núna, ef einhver fór til Reykjavíkur eða eitthvert annað, og slæmt var veður, snjór og ófærð, þá var hringt að Þingvöllum fyrir heim- ferð og látið vita að verið væri að leggja af stað og svo aftur tilkynnt um heimkomu. Þetta er aðeins lítið dæmi um umhyggju þeirra hjóna fyrir velferð samferðamanna sinna. En þetta kom fram á margan ann- an hátt, sem ekki verður upptalið hér, enda ekki í þeirra anda að lofa verk þeirra. til að þau hjón kæmu frá Kanaríeyj- um til þess að æfa með okkur fyrir næsta verkefni og ekki síst bara fá þau aftur til okkar í hópinn. Hálfdán var sannur vinur og fé- lagi okkar allra í Söngsveitinni Drangey og var gott að hafa hann nálægt sér, hvort sem var á æfing- um, við vinnu fyrir kórinn eða á ferðalögum. Hann var spaugsamur með afbrigðum og alltaf stutt í dill- andi hláturinn. Þar sem Hálfdán var, þar var hans ljúfa eiginkona, Sigga okkar, eins og hún var kölluð af okkur kór- félögum og var ljóst að hún hugsaði vel um eiginmann sinn. Þegar Hálf- dán sagðist ekki vera með nótur að lagi sem við vorum af æfa, vissi Sigga alltaf betur: „Jú, víst ertu með þær,“ sagði hún þá gjarna. Síð- an sagði hún honum nákvæmlega hvar þær væra í fóram hans. Og mikið rétt, þá var Hálfdán kominn með nótumar sínar og lagði sig fram við sönginn með sinni fallegu tenórrödd. Okkui- er mikill missir að Hálf- dáni, en við munum halda minningu hans á loft á meðal okkar í Drangey. Við biðjum algóðan Guð að halda sinni almáttugu verndarhendi yfir Sigiáði, eiginkonu hans, og fjölskyldu og gefa þeim styrk í sorg sinni. Mig langar með örfáum orðum að minnast hans Halla. Það var snemma árið 1987 sem Halli kom til starfa í Hallgrímskirkju. Sigga, konan hans, hafði þá unnið þar í nokkra mánuði sem meðhjálpari. Hallgrímskirkja hefur verið mitt annað heimili frá fæðingu og get ég því sagt að um leið og Sigga byrjaði að vinna þar þá breyttist andrams- loftið töluvert. Þar var komin mynd- arleg húsmóðir sem lagði mikið upp úr því að hafa umhverfið heimilis- legt og þægilegt. Hún færði okkur líka Halla. Halli var húsvörður og sá um „turnvörslu", það er lyftuna. Hann var hress, lá ekkert á skoðun- um sínum og lét allt flakka. Ég kem seint til með að gleyma því þegar hann stóð í anddyrinu og útlending- arnir voru að spyrja um hitt og þetta, og Halli, sem skildi lítið í ensku, horfði á þau og sagði hlæj- andi: „Ég skil ekkert hvað þið eruð að blaðra, en það kostar 200 krónur að fara upp í turninn." Og einhvern veginn gat hann alltaf gert sig skilj- anlegan. Og hver segir svo að ís- lenskan sé ekki alþjóðatungumál! Það var alltaf nóg að gera hjá þeim hjónunum, fjöldi ferðafólks sívax- andi og svo allur sá fjöldi sem þar kom til alls konar athafna og við- burða. Og svo var líka gestagangur til þeirra, fólk að koma frá Bolung- arvík til að heilsa upp á þau og spjalla og þá var oft glatt á hjalla og margar sögur sagðar og hlegið hátt! Þetta fólk vissi það eins vel og ég hvað allir vora velkomnir. Þeim hjónum kynntist ég betur þegar ég fór að hjálpa til í kirkjunni á sumr- in. Það var mikið gaman að spjalla við hann Halla, hann var ræðinn, uppfullur af húmor og gat verið býsna stríðinn. Svo var hann líka söngelskur maður, var gjarnan ti'aliandi eða syngjandi við störf sín og hafði fallega söngrödd. Hann hafði líka verið máttarstólpi í kirkjukórnum heima í Víkinni þar sem Sigga var organisti. Hans Halla er sárt saknað. Innilegustu samúðarkveðjur, elsku Sigga, Unnur, Beta, Adda og fjölskyldur. Guð blessi minningu hans Halla. Rannveig Eva Karlsdóttir. Það er mannbætandi að hafa fengið að kynnast þeim hjónum og fyrir það þökkum við. Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt útbreiði. Um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð, lýði og byggðum halda. (Hallgr. Pét.) Ég votta fjölskyldu Kristínar samúð okkar á Heiðarbæ II. Sveinbjörn F. Einarsson. Skömmu eftir fermingu flutti ég frá Suðureyii við Súgandafjörð til Reykjavíkur. Ég saknaði vinanna að vestan svo mér var leyft að fara að Núpsskóla í Dýrafirði veturinn 1957-58 þar sem vinkonurnar vora við nám. Þar þurftu allir að hjálp- ast að og ein af skyldum okkar nemendanna, sem við flest gerðum með ánægju, var að aðstoða í eld- húsinu og borðsalnum öðra hvora. Þar réði hún Kristín ríkjum. Hún kom sér einstaklega vel við nem- endur og ekki virtist það vefjast fyrir henni að stjórna eldamennsk- unni ásamt því að reka stórt og barnmargt heimili. Aldrei man ég eftir því að hún skipti skapi þó ör- ugglega hafi hún oft verið þreytt og misjafnlega mikil hjálp í „aðstoðar- fólkinu“ við eldhússtörfin. Þennan vetur var mjög góður og samhent- ur hópur nemenda við skólann og kennarar og annað starfsfólk ein- staklega notalegt og gott. Síðar átti Kristín eftir að stjórna ekki síður erilsömu heimili þegar eiginmaður hennar sr. Eiríkur J. Eiríksson var þjóðgarðsvörður á Þingvöllum um margra ára skeið. Því hlutverki veit ég að hún gegndi af sama æðru- leysinu og ljúfmennskunni. Vorið 1978, 20 áram eftir að við útskrifuðumst frá Núpi, hittumst við skólasystkinin aftur og höfum gert á fimm ára fresti síðan. Við buðum kennuranum með okkur og öll árin hefur Kristín komið og glaðst með okkur, fyrstu árin ásamt sr. Eiríki en eftir að hann lést kom hún líka, nú síðast vorið 1998. Við munum sakna vinar í stað er við hittumst næst. Ég hef verið svo lánsöm að vinna við Kvennskól- ann í Reykjavík undir stjórn Aðal- steins sonar hennar í mörg ár. Það varð til þess að við Kristín heyrð- umst oftar en ella, mér til mikillar ánægju. Hjartagæska, óeigingirni og glaðværð vora aðalsmerki Krist- ínar. Slíku ljúfmenni er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast. Eg sakna hennar. Ollum bömum hennar og öðram aðstandendum votta ég samúð mína. Þeir hafa mikils að sakna sem mikið hafa átt. Vilhelinína Salbergsdóttir. • Fleirí minningargrcinar um Sigríði Krístínu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJALLABRAUT 58, HAFNARFIRÐI 313 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum 32 m2 bílskúr. Á aðalhæð eru fjögur svefnherbergi, stofa með arni og sjónvarpsholi, í kjallara er lítil einstaklings- íbúð, einnig stórt herbergi sem tengist aðalíbúð. Einnig er óinnréttað rými undir hluta hússins. Verð kr. 15.000.000,- Opið hús í dag miili kl. 14.00 og 16.00. Loftur og Erla sýna. Eignaborg, fasteignasala, Hamraborg 12, Kópaivogi, sími 564 1500, fax 554 2030 DALVEGUR 16D VIÐ SMÁRANN, KÓPAVOGL Höfum í einkasölu þrjár glæsilegar þjónustueiningar í þessu vandaða húsi. Um er að ræða jarðhæðir með milli- lofti. Stærð eininga er fm. 265 fm og 233 fm. Húsnæðið er nánast alveg fullfrágengið að innan. Að utan er húsið fullbúið klætt með múrsteini. Allur frágangur mjög vandaður. Lóð er malbikuð. Til afhendingar strax. ÁSBYRGI Suðuriandsbraut 54 - Við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.