Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðursystir mín, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 24. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 5. mars kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Hilmar Júlíusson. f Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJARNASON málmsteypumeistari, frá Geitavík, til heimilis að Hörpulundi 4, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mánu- daginn 1. mars kl. 15.00. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Erna Guðmundsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Guðmunda Guðmundsdóttir, Björn Þórðarson, Svanfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Fannberg Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona, móðir, mágkona og frænka okkar, SIGRÍÐUR G. BENJAMIN, áður til heimiiis í London og Bristol í Bretlandi, andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 23. febrúar sl. í Victoria á Vancouver- eyju í Kanada. Bálför fer fram í Victoria mánudaginn 1. mars. Minningarathöfn fer einnig fram hérlendis síðar. Lloyd Benjamin, Thomas Benjamin, Sheila Jacobe, Sigurbjörg Bjarnadóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir, afi, bróðir og mágur, GÍSLI JÓNSSON prófessor emiritus, Brekkuhvammi 4, Hafnarfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu daginn 22. febrúar sl., verður jarðsunginn fn Víðistaðakirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsfélögin og hjúkrun- arþjónustuna Karítas. Margrét Guðnadóttir, Elín Gísladóttir, Gunnar Linnet, Guðni Gíslason, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Halldór J. Ágústsson, barnabörn, Aðalheiður Jónsdóttir, Haraldur Sæmundsson. ODDUR GUÐMUNDSSON + Oddur Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 22. september 1918. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 14. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Oddsdóttir, f. 11.9. 1885, d. 11.2. 1943, og Guðmundur Jónsson, skósmiður, f. 9.2. 1886, d. 11.10. 1967. Bjuggu þau lengst af á Grettis- götunni í Reykjavík. Þau eignuðust sex börn. Systk- ini Odds eru: Sverrir, f. 14.2. 1914 (látinn), Þuríður, f. 20.9. 1915 (látin), Anna, f. 28.12. 1916 (látin), Hjördís, f. 1.9. 1920 (lát- in), og Guðbjörg, f. 1.10. 1925. Hinn 27. aprfl 1945 kvæntist Oddur Guðmundu Árnadóttur frá Holtsmúla í Landsveit, f. 29. ágúst 1924, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn og eru þau: 1) Ingiríður, tanntækn- ir, f. 23.6. 1944, maki Óli Pétur Friðþjófsson, frkvstj., 24.9. 1940. Eiga þau einn son, Frið- þjóf Adolf, f. 23.2. 1964. Sambýliskona hans er María Thejll. 2) Þórunn, húsmóðir, f. 17.4. 1947, maki Örn Ottesen fjár- málastj., f. 16.6. 1946. Eiga þau fjögur börn: Arnar Hauk, f. 18.8. 1965, kvæntur Ragn- heiði Friðriksdóttur; Þórodd, f. 6.4. 1970, kvæntur Helenu Erl- ingsdóttur; írisi, f. 18.7. 1974, sambýlismaður Daníel Castellon; og Valgerði, f. 19.10. 1979. 3) Davíð Atli, pípulagninga- meistari, f. 27.5. 1948, kvæntur Ingigerði Friðriksdóttur sjúkra- liða, f. 28.3. 1946. Börn þeirra eru: Guðmunda Sif, f. 22.12. 1971, gift Walter Unnarssyni; Þröstur, f. 4.6. 1975; og Bryndís, f. 15.11. 1978. Áður átti Ingigerður dótt- urina Ingibjörgu Guðjónsdóttur, f. 31.1. 1966. 4.) Hjörtur, hjarta- læknir í Svíþjóð, f. 28.2. 1959, Ég vil með nokkrum orðum minnast tengdafóður míns, Odds Guðmundssonar, og þakka honum allar samverustundirnar og stuðn- inginn sem hann veitti mér og mín- um í gegnum tíðina. Ég kynntist Oddi og konu hans 1960 og var mér strax tekið opnum örmum, en son- ur okkar ólst mikið til upp hjá þeim á æskuárunum og naut góðs af því að alast upp í stórum samheldnum systkinahópi og vera tekinn sem einn af fjölskyldunni. Oddur og Munda byggðu sér fal- legt einbýlishús við Skipasund 64 og fluttu þangað 1954 og þar óx þessi stóri barnahópur úr grasi og hefur komist vel til manns, ekki síst fyrir gott uppeldi og innprentun á góðum siðum og trú á hið góða í líf- inu. Fallegur garður var við húsið þeirra sem eiginkonan dundaði við að rækta og hlúa að. Þeim hjónun- um þótti mjög gaman að ferðast bæði innan og utanlands. Fyrsta utanlandsferð Odds var til Banda- ríkjanna og var sú ferð farin á veg- um bandarísku í-íkisstjórnarinnar, sem hafði boðið íslenskum iðnaðar- mönnum í kynnisferð þangað og var Oddur valinn einn af þeim. Ferðast var til margra ríkja og skoðuð mörg mannvirki og nýjung- ar í iðnaðarmálefnum. Tók ferðin tíu vikur. Árið 1975 fóru þau hjónin í hópferð til íslensku nýlendunnar í Kanada og komu til baka yfir sig hrifin af landi og þjóð og höfðu frá mörgu að segja. Margar ferðir fóru þau út á land í sumarleyfi og til Norðurlanda. Þótti Oddi mikið til koma að ferðast með flugbáti á milli Danmerkur og Svíþjóðar en hann var mikið íyrir nýja tækni sem þá var að ryðja sér til rúms í heimin- um. Oddur var mikill áhugamaður um bifreiðir og vann um tíma við bíla- smíði hjá Kristni Jónssyni vagna- smiði. Hann var mjög lagtækur og gerði við margar vélar auk bfla og úra. Ef vantaði varastykki í ein- hvern hlut sem hann var að lagfæra bjó hann til nýjan úr litlum efnum. Það má segja að allt hafi leikið í höndum hans. Hann var glaðlyndur og hafði fallegt bros sem smitaði út frá sér. Oddur hefði ekki kosið að láta skrá um sig mikið lof eða löng eftir- mæli og átti þetta ekki að vera það heldur. Ég og fjölskylda mín og all- ir sem honum eru tengdir eða kunnugir þakka honum samfylgd- ina og óska honum góðrar heim- komu á land hins eilífa lífs, þar sem allt er grænt og fagurt. Blessuð sé minning góðs manns. Óli Pétur Friðþjófsson. Elsku afi minn, ég kveð þig nú í dag með söknuði. Þótt ég sé nú ekki gamall þá hugsa ég til baka um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við gerðum margt skemmtilegt, fórum oft í bíltúr nið- HELGILEÓ KRISTJÁNSSON + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN M. SIGURÐSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 21. febrúar. Útför Jóns verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Lilja Sigurjónsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Baldur Birgisson, Jón Sævar Jónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, Stefán Ómar Jónsson, Steinar Jónsson, Auður Kjartansdóttir, Snorri Jónsson, Prachim Phakamart, Reynir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Helgi Leó Kristjánsson fæddist á Akureyri hinn 13. mars 1979. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerár- kirkju 24. febrúar. Við kynntumst Helga öll við mis- munandi aðstæður, sum í æsku og önnur seinna meir. I augum hvers okkar var hann sama persónan. Hann gat verið glaðlyndur, skemmtilegur og fyndinn en jafn- framt einlægur vinur í raun. Hans fyrsta hugsun var ekki um hann sjálfan heldur fólkið í kringum hann. Helgi var góður vinur sem hægt var að treysta, hann lagði allt af mörkum til að hjálpa til og gat aðstoðað við ótrúlegustu aðstæður. Hann stóð alltaf með okkur sama hvað var að. Helgi var maður sem breytti leiðinlegum tíma í eitt af bestu augnablikum lífs okkar. Nei- kvæðni er eitt af þeim orðum sem hann þekkti ekki, hann var alltaf til í allt. Þó að lífið haldi áfram mun hans sæti í lífi okkar aldrei vera fyllt, það vantar alltaf einn. Elsku Stjáni, Lísa og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Reynir, Ómar, Andrés, Áki, Heimir, Heiðar, Dóra, Kristinn og Fanney. Okkur langar til að minnast með örfáum orðum skólafélaga okkar Helga Leós Kristjánssonar. Það var okkur mikið áfall þegar okkur var sagt frá andláti Helga Leós. Hann hafði verið áberandi í félags- lífi skólans og var mjög virkur í leikfélaginu okkar. Hann hafði ávallt áhuga á því sem var að ger- ast í skólanum og hafði nýverið stofnað sinn eigin klúbb. Hans verður sárt saknað í VMA. Við vottum fjölskyldu og vinum Helga Leós okkar dýpstu samúð. Nemendafélag VMA. maki Ragnhildur Krisljánsdótt- ir, barnalæknir, f. 27.8. 1960. Eiga þau þrjá syni: Hjalta Gaut, f. 26.12. 1981, Pétur Gaut, f. 16.8. 1988, og Átla Gaut, f. 10.8. 1991. 5) Eygló Iris, hársnyrtir, f. 3.3. 1960, maki Hannes Ó. Sampsted bflasmiður, f. 1.5. 1958. Eiga þau tvö börn: Harry, f. 10.12. 1980, og Karen Ósk, f. 1.4. 1985. 6) Dagný, hársnyrti- meistari, f. 16.9. 1962, maki Jónas Hjartarson, sölumaður, f. 27.3. 1961. Eiga þau tvo syni: Odd Óla, f. 3.6. 1987, og Dag, f. 29.5. 1993. Langafabörnin eru sjö. Oddur var í Iðnskóljmum í Reykjavík 1936-1940, samfara námi í Blikksmiðjunni Gretti. Hann tók sveinspróf í blikk- smíði 1. maí 1940. Meistarabréf fékk hann 6. maí 1943. Hann vann við blikksmiði í nokkur ár en sneri sér að ökukennsiu og járnsmíði og vann hjá Kristni Jónssyni vagnasmið um tíma við bflasmíði. Hann starfaði hjá Ingólfsapóteki 1961-1966 og hjá Lyfjaheildsölu Stefáns Thorarensen hf. þar til hann lét af störfum. títför Odds fer fram frá Langholtskirkju á morgun, mánudaginn 1. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur að höfn að skoða skipin og til Atla frænda upp á Höfða. Svo fór- um við oft hringferð með strætó okkur til skemmtunar þegar þú og amma vorað að passa mig. Þú kenndir mér margt og varst alltaf tilbúinn að gantast við mig. Elsku afi, hvíl þú í friði. Háiið líkist hvítum snjó, höndin stirð og fætur, ennþá leynist ylur þó innst við hjartarætur. (Margrét Jónsdóttir.) Oddur Óli Jónasson. Þegar við hugsum til baka kemur margt upp í hugann. Fyrst og fremst er það heimili afa og ömmu í Skipó. Þar var oft mikið fjör þegar öll fjölskyldan var saman komin. Stiginn, sem afi smíðaði og liggur milli hæða, var oft leikvöliur okkar og era til myndir, í gegnum árin, af okkur öllum sitjandi í honum. Afi var þúsundþjalasmiður og var fátt sem hann gat ekki gert í höndun- um. Heimili þeirra byggði hann svo til sjálfur og var sama hvað var lagt í hendurnar á honum, hann leysti málið á faglegan hátt. Eitt er það sem kemur til með að lifa með okk- ur um ókomna tíð, það era allar myndirnar, bæði ljósmyndir og hreyfimyndir, sem hann tók af fjöl- skyldunni í gegnum árin. Afi var einstaklega íhaldssamur maður og var líf hans allt í fóstum skorðum. Sem dæmi um þetta þá mátti eng- inn sitja í sætinu hans við matar- borðið. Eftir mat og kaffibolla lagði hann sig alltaf. Ein af skemmtilegri minningum um afa er „Trabbinn“. Mátti greini- lega heyra og sjá þegar „Trabbinn" nálgaðist Skipó og við biðum í of- væni úti í garði eftir að afi stigi út úr „drossíunni". Öll fengum við sögur af ferðalög- um hans og þá sérstaklega hinni sögufrægu ferð til Ameríku 1955. Hana fengum við að heyra í 30 ár. Afi var alltaf hress, það var stutt í húmorinn þar sem afi var annars vegar. Hann var barngóður og alla tíð skemmtilegur heim að sækja. Afi er ekki farinn frá okkur, því minningin um hann lifir með okkur og við eram öll ríkari eftir að hafa alist upp með honum í gegnum árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Guð blessi þig og varðveiti, elsku afi. Barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.