Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FLEST höfum við lesið „Hobbitinn" 0g jafnvel „Hringadróttinssögu" og öll höfum við heyrt eitthvað um fóður þess- ara ævintýra, rithöfundinn heims- þekkta J.R.R. Tolkien. En við er- um færri sem vitum að fyrrverandi fóstra bama hans býr á Selfossi. Þegar ég frétti þetta gat ég vart beðið eftir að fá að hitta hana og heyra sögu hennar. Amdís er hóg- vær kona og ekki mikið fyrir að gorta af sjálfri sér en hún lét til- leiðast að hitta mig þegar hún heyrði ákafa minn. Svo einn gráan rigningardag sit ég í hlýlegu eld- húsi hennar og fæ að spyrja hana spjörunum úr. Hún er læknisdóttir frá Bíldu- dal, fædd 1910. I þá daga var ekki hægt að aka þaðan til Reykjavíkur og eina menntaða fólkið var lækn- irinn, presturinn og barnakennar- inn. Þegar Arndís, kölluð Adda, fór til höfuðborgarinnar með einum af „Fossunum“; þá 15 ára gömul, var hún viku á leiðinni með öllum við- komum. Hún útskrifaðist úr Kvennaskóla Reykjavíkur 17 ára gömul og kenndi unglingum á Bfldudal í tvo vetur. Síðan lá leiðin út í hinn stóra heim. Það var svo í upphafí ársins 1930 að Adda steig af skipsfjöl í Edin- borg og fór ein með lest til Oxford þar sem fjögur börn Tolkien-hjón- anna biðu hennar. Tolkien náði í Öddu á brautarstöðina og heilsaði henni á íslensku. Nú er Amdís komin hátt á ní- ræðisaldur. Hún og Marteinn, maðurinn hennar, eiga tvö böm og eitt bamabam. Með ánægju rifjar hún upp dvöl sína á heimili Tolki- ens og fágað viðmót hennar minnti á þann virðuleika sem hefur ein- kennt England um aldir. Hvemig kom það til að þú fórst að passa böm Tolki- ens? „Á undan mér vpru búnar að vera tvær stúlkur; Aslaug og svo Rúna úr Flensborg. Áslaug var bekkjarsystir mín í Kvennaskólan- um og hún var nú eitt og hálft ár hjá þeim. Þetta nálgaðist það sem kallast „au-pair“ en þó ekki. Við höfðum engin frí, vomm bara sem einn úr fjölskyldunni eins og einn krakkinn. Eg var með krökkunum alltaf. Það voru fjórir krakkar og það yngsta á öðru ári. Prófessorinn var afskaplega þægilegur maður, ljúflingur, hann elskaði náttúmna, tré og gróður. Sem dæmi um það, þá var stein- steyptur tennisvöllur á túninu við húsið, sem þau vom nýbúin að kaupa, og hann byrjaði á að rífa hann og setja gras í staðinn. Þau hjónin vom gamaldags varðandi nýjungar. Til dæmis fannst þeim alveg fáránlegt að fólkið sem keypti gamla húsið þeirra byrjaði á að setja miðstöð í það. Þau vom bæði sammála um þetta. Frúin hafði afskaplega gaman af blómum og hafði stórt beð frá húsinu yfír miðjan garðinn með öllum mögu- legum plöntum. Og hún var enn um vorið að fara yfir í gamla húsið, sem þau höfðu selt veturinn á und- an, til að taka heilu plönturnar. Mér fannst þetta voðalega skrítið." Adda dokar við. „Tilfellið er að svona betri stéttin er fyrir að elska blóm og gróður og að skrifa sendi- bréf. Þær skrifuðu þessi lifandis ósköp ...“ Arndís var búin að draga upp gamla myndaalbúmið sitt með myndum frá Oxford og á milli blaðsíðnanna em lítil heima- tilbúin jólakort frá sonum Tolki- ens. Hún sýnir mynd af stæðilegu húsi sem fjölskyldan var þá nýflutt inn í. Gamla húsið þeirra var næsta hús við. „Elsti strákurinn, Johnny, sem var orðinn 14 ára, þurfti að fá sitt eigið herbergi. Þama var „nurserí- ið“ sem var leikstofa krakkanna og eiginlega dagstofa þar sem maður hélt til bara. Svo var borðstofa þar sem allir sátu til borðs í einu. Þarna var ágætt húshald og regla á öllu en frúin hafði erfiða lund, henni lynti ekki við fólk og hélst illa á því.“ Og þarna þyngist róm- urinn í Öddu örlítið en hún heldur áfram. „Vinnukona kom á morgn- ÞESSA mynd tók prófessorinn af Öddu og Edith með börnunum úti í garði. Barnfdstran frá Islandi og Tolkien-fj ölsky ldan Fyrir nærri 70 árum steig Arndís Þorbjarn- ardóttir, læknisdóttir frá Bíldudal, af skips- fjöl í Edinborg og fór ein með lest suður til Oxford. Þar á brautar- stöðinni tók á móti henni rithöfundurinn og fræðimaðurinn kunni, J.R.R. Tolkien og heilsaði henni á ís- lensku. Arndís var komin í vist til Tolkien- hjónanna til að gæta fjögurra barna þeirra, jafnframt því sem Tolkien gældi við að fá æfingu í að tala ís- lensku með því að hafa íslenska barnfóstru á -------------7------------- heimilinu. I viðtali við Lindu Ásdísardóttur lýsir Arndís vist sinni hjá Tolkien-hjónunum. ana og sá um þrifín. Eg var alltaf úti á morgnana og kom aldrei ná- lægt eldhúsinu, frúin hefur nú eitt- hvað séð um það, en hún baðaði litlu stelpuna á morgnana og klæddi og svo tók ég við.“ En hvers vegna vildu þau endi- lega íslenskar stúlkur? „Tolkien var nú norrænufræð- ingur og talaði íslensku dálítið og meiningin var að nota þessar ís- lensku stúlkur til að tala við um leið og þær væru að læra enskuna. En ég fann það fljótt að það varð afskaplega lítið úr því að við töluð- um íslensku saman. Frúin varð af- brýðisöm ef við töluðum eitthvað sem hún skildi ekki. Hún var ekk- ert vond við mig eða svoleiðis en varð aldrei vinkona. Hún tók mig alltaf sem unglinginn sem þurfti að passa. Hún kenndi mér ýmislegt. Vinnukonan pússaði alltaf kopar- þröskuld og þreif vel útihurðina, en sú hljópst úr vistinni og var stúlku- laust í hálfan mánuð og það var farið að verða skítugt. Ég sá þetta og fór að þvo þröskuldinn. Þá kom frúin, Edith, og sagði: „Adda, þetta mátt þú ekki gera. Þú mátt ekki láta fólk sjá að þú, sem ert með okkur, sért að vinna verkin sem vinnukonan gerir.“ Það var óskapleg stéttaskipting og ekki síst í Oxford, en á þeim ár- um var þetta svona háaðall. Pró- fessoramir voru eins og þjóðflokk- ur út af fyrir sig. að komu mjög fáir gestir tfl Tolkien-hjónanna. Einu sinni komu hjón sem höfðu verið vinafólk þeirra og flutt svo til Indlands og voru nú að flytja heim aftur. Þau drukku bara með okkur í dagstofunni. Þessi hjón höfðu þau ekki séð í mörg ár og það var bara ein kaka og rúgbrauðssamlokur!" Það má heyra á Öddu að þetta fannst henni eilítið hneykslanlegt enda voru fimm smákökusortir með kaffínu hjá henni. Var Tolkien þá ekki gefínn fyrir félagslíf? „Jú, ég hugsa að hann hafi verið það, en gamla barnfóstran hennar mrs. Tolkien, mrs. Gro, afskap- lega elskuleg manneskja, sagði mér að það hefði verið voðalega mikil andstaða gegn sambandi þeirra hjóna og verið reynt að stía þeim sundur en ekki tekist. Þau eiginlega struku til að gifta sig og byrja að búa. Edith þótti ekki hæfa honum, hún hafði engin efni og hann hafði engin efni. Hann var fátækur en kaþólikkar hjálpuðu honum í skóla. Mrs. Tolkien var ekki háskólagengin, en hafði alist upp í Birmingham eins og hann. Þau voru svo ung... En þau hafa alltaf staðið saman þótt þau ættu ekki allt sameiginlegt. Miss Gro sagði mér að Edith fengi alltaf mígrenikast þegar háskólahátíð átti að vera, þetta hefur verið taugakerfið eitthvað ... og svona hélt þetta áfram. Það getur vel verið að hún hafi ekki fundið sig innan um háskólafólkið. Hún var voðalega mikið uppi á lofti á dag- inn, ég veit ekki hvað hún gerði, hvort hún lá fyrir. Hún lærði á pí- anó og þótti mjög góð um það leyti sem hún giftist. Hún var orðin organisti í kirkju. Það var lítil stássstofa í húsinu sem aldrei var gengið um og þar var píanó en Edith snerti það aldrei. Ekkert af krökkunum lærði á hljóðfæri. Ef Tolkien kom heim kenndur svaf hann ekki í hjónaherberginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.