Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
svo að ekki er aðeins um að ræða
fjölgun verslana ATVR heldur hef-
ur áfengissalan í reynd verið sam-
þætt annarri verslun.
Strax og bjórinn var leyfður
fjölgaði þeim krám og matsölustöð-
um sem sóttust efth' að fá vínveit-
ingaleyfí. Arið 1988 voru 80 vín-
veitingaleyfi skráð á landinu öllu
og fjöldi þeiiTa meira en fimmfald-
aðist á næsta áratug. Frá 1988 til
1997 þrefaldaðist fjöldi vínveitinga-
Þrátt fyrir almenna
tilhneigingu til þess að
laga sig að alþjóðlegum
venjum og siðum, segir
Hildigunnur Ólafsdótt-
ir, virðast drykkjusiðir
enn fylgja sérstökum
menningarlegum skil-
yrðum, sem er þáttur
sem skiptir máli fyrir
forvarnir og meðferð.
leyfa í Reykjavík úr 52 í 164 og tí-
faldaðist í öðrum landshlutum úr
28 í 280. Þrátt fyrir þessa fjölgun
fluttist áfengisneyslan ekki af
heimilunum og yfir á vínveitinga-
húsin. Á árunum 1986 til 1994 var
hlutfall þess áfengis sem ÁTVR
seldi til vínveitingahúsa stöðugt,
um 20%. Þetta er hátt hlutfall bor-
ið saman við hin norrænu löndin.
Olíkt því sem sumir héldu urðu
ekki til hverfiskrár að breskri fyr-
irmynd, enda engar forsendur fyrir
þeim hér á landi. Langur vinnutími
og mikil áhersla á fjölskyldulíf hafa
komið í veg fyrir það. Þvert á móti
eru krámar í Reykjavík að mestu
leyti á litlu afmörkuðu svæði í mið-
bænum.
Þótt aðgangur að áfengi hafi
aukist veralega eftir að faríð var að
selja bjór hefur áfengissalan ekki
fylgt sömu þróun heldur hefur hún
sveiflast á þessu tímabili. Fyrsta
árið sem bjórinn var seldur jókst
áfengissala um 23%, dróst síðan
saman og varð árið 1993 lægri en
áður en bjórinn var leyfður. Síðan
jókst hún aftur og var 5,09 alkó-
hóllítrar á íbúa fimmtán ára og
eldri árið 1997. Hún er enn sú
minnsta í Evrópu. En sölutölurnar
segja ekki allt, hvorki hér á landi
né annars staðar, því að til viðbótar
þeim kemur smygl og bragg sem
getur verið á bilinu 15-30% viðbót
við skráða áfengissölu. Á áranum
1990 til 1995 vora árlega 15 til 77
mál vegna ólöglegrar áfengissölu
hjá lögreglunni í Reykjavík. Smygl
og brugg á bjór hefur því ekki
lagst af þótt farið væri að selja bjór
eins og sumir spáðu. Hlutfall bjórs
í áfengissölu mælt í hreinum vín-
anda var 47% árið 1997, sterk vín
vora 34% og létt vín 19%. Sala á
sterku áfengi hefur farið minnk-
andi og hefur ekki verið jafn lítil og
nú síðan á stríðsáranum. Segja má
að bjórinn hafi slegið í gegn sem
áfengur drykkur.
Verðlag á áfengi hefur farið
lækkandi þótt það sé enn hátt eins
og í öðram norrænum löndum að
Danmörku undanskilinni. Áfengi
hefur löngum verið talin munaðar-
vara og þess vegna eðlilegt að það
sé dýrt. Þá hefur það verið opinber
stefna að draga úr skaðsemi áfeng-
is með því að hafa verðlag hátt og
draga þannig úr neyslu þess. Verð
á áfengi, sérstaklega á bjór lækk-
VILTU LÉTTAST UM 10 KÍLÓ EÐA MEIRA?
Fitubrennslunámskeið eru að hefjast. Sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari sjá um kennslu ng þjálfun.
Mikið aöhald, vikulegar fitumælingar og vigtun, fræðsla um matarræði og heilbrigða lífshætti.
Allar nánari upplýsingar i síma: 565 8898 ng 565 8872 eða á staðnum: Garðatorgi 1, Garðabæ.
ÞEGAR bjórsala varð lögleg á
Islandi 1. mars árið 1989 var það
að sjálfsögðu fréttnæmt, ekki bara
á Islandi heldur víða um lönd.
Merkilegast við atburðinn var ekki
lögleiðingin sjálf heldui- hversu
lengi bjórbannið hafði staðið - í 74
ár. Slík tilraun í félagslegu aðhaldi
á sér fáar hliðstæður og verður
sagnfræðingum framtíðarinnar ef-
laust tilefni til margbreytilegra
rannsókna.
Nú þegar liðin era tíu ár síðan
leyfilegt varð að selja bjór hér á
landi er tilefni til þess að kanna
hvaða afleiðingar sú ákvörðun
hafði. í sjálfu sér má fremur h'ta á
lögleiðinguna sem lið í þeim breyt-
ingum á áfengismálum sem hafa
verið að þróast síðustu áratugi en
sem sérstök tímamót. Allt eins má
búast við að á næstu næstu tíu ár-
um verði enn meiri breytingar en á
síðasta áratug.
Þótt löggjöfin bannaði bjór var
hann kominn til landsins alllöngu
áður en lögunum var breytt.
Smyglaður bjór var í umferð og
heimabraggaður bjór var sums
staðar á boðstólum. Þá máttu sjó-
menn og áhafnir flugvéla flytja inn
takmarkað magn af bjór og frá
1980 var það látið óátalið að ferða-
menn gerðu slíkt hið sama. Þessi
mismunun í aðgengi braut gegn
grandvallarhugmyndum um jafnan
aðgang landsmanna að vöram og
þjónustu. Hún var ein
ástæða þess að bjór-
bannið var afnumið
ásamt breyttum við-
horfum til áfengis, sem
endurspeglaði kyn-
slóðabilið í þjóðfélag-
inu.
Þegar tekist var á
um bjórinn skiptist
fólk aðallega í tvær
fylkingar. Annars veg-
ar vora þeir sem héldu
því fram að bjórinn
yrði viðbót við annað
áfengi og myndi því
auka áfengisneyslu
sem hefði í för með sér
aukin vandamál. Hins
vegar vora þeir sem töldu að bjór-
inn kæmi í stað sterku drykkjanna
og þess vegna myndi áfengissalan
standa í stað eða minnka og vanda-
málum fækka þegar Islendingar
tækju upp nýjar áfengisneyslu-
venjur. Segja má að efnahag-
skreppan í íslensku þjóðfélagi hafi
komið í veg fyrir að meta megi
áhrifin af bjórsölunni því að sam-
dráttur í efnahagslífinu hafði áhrif
á alla neyslu og breytti því for-
sendunum.
Reynslan af tíu ára bjórsölu vek-
ur ýmsar spurningar sem misjafn-
lega auðvelt er að svara. Fyrsta
spurningin er auðvitað sú hvort Is-
lendingar hafi færst nær öðram
Evrópuþjóðum í við-
horfum til áfengis-
neyslu og drykkjusið-
um. Innan Evrópu-
sambandsins hefur
ekki verið samræmd
stefna í áfengismálum.
Evrópskar áfengis-
rannsóknir hafa sýnt
að enn er mikill munur
á drykkjuvenjum í
Noregi, Hollandi og
Frakklandi svo dæmi
séu tekin. Áfengis-
neysla hefur farið
minnkandi í löndum
eins og Frakklandi og
Italíu en aukist í Dan-
mörku og Bretlandi.
Sumum þáttum í áfengismálun-
um raskaði bjórinn lítið sem ekkert
og er skýringamar á því að hluta
til að finna í forsendum bjórbanns-
ins. Gamlar drykkjuvenjur era oft
ótrúlega lengi við lýði. Ýmislegt
breyttist þó með bjómum og verð-
ur reynt að benda á nokkur helstu
atriðin. Eitt af þeim er aukinn að-
gangur að áfengi. Árið 1988 rak
ÁTVR sautján áfengisútsölur, sex
vora á höfuðborgarsvæðinu og ell-
efu í öðram landshlutum. I árslok
1998 hafði áfengisútsölum fjölgað í
26, þar af vora átta á höfuðborgar-
svæðinu og átján annars staðar. Af
þessum verslunum eru ellefu rekn-
ar í tengslum við aðra starfsemi
Hildigunnur
Ólafsdóttir
BJÓR í TÍU ÁR -
ÞJÓÐFÉLAGSLEG ÁHRIF
aði frá 1992 til 1995. Borið saman
við verð á Norðurlöndunum sker
Island sig úr fyrir hátt verðlag á
léttum vínum. Hins vegar er minni
munur á verði á sterku áfengi og
bjór á Islandi og hinum norrænu
löndunum.
Rannsóknir hafa sýnt að því
meiri sem heildarneyslan er því
meiri skaða veldur áfengið. Dauðs-
föll af völdum skorpulifrar, áfeng-
iseitrunar og áfengissýki era afar
fá miðað við íbúafjölda. Þetta má
þakka lágri heildarneyslu og miklu
framboði á meðferð. Hins vegar
era önnur heilbrigðisvandamál og
félagsleg vandamál vegna áfengis-
neyslu töluverð. Lögreglumál
vegna ölvunaraksturs hafa lengi
verið um 2.600 á ári, sem er há tala
borið saman við grannlöndin. Þetta
gefur til kynna að ölvunarakstur sé
algengur eða eftirlitið mikið. I her-
ferðum lögreglu gegn ölvun-
arakstri sl. haust, þegar nokkur
hundrað ökumenn voru stöðvaðir
að degi til og áfengismagn mælt,
reyndust aðeins örfáir með áfeng-
ismagn í líkamanum. Skýrslur lög-
reglu sýna líka að ölvunarakstur er
að mestu bundinn við næturakstur
um helgar. Tölur yfir slasaða og
látna þar sem ölvunarakstur er or-
sök slyss sveiflast á milli ára og
ekki verður séð að áfengisslysum
hafi fjölgað eða fækkað síðastliðinn
áratug.
Á áttunda áratugnum var ölvun
á almannafæri oft tilefni til gisting-
ar í fangageymslu. í kæraskrá
vora 2.645 slík rnál árið 1990 en
fækkaði í 1396 árið 1995. Þessar
upplýsingar sýna að breytt vinnu-
brögð lögreglu hafa haft áhrif
fremur en að ölvun á almannafæri
hafi minnkað.
Sýnt hefur verið fram á með
rannsóknum á geðdeild Landspít-
alans að hlutfall þeirra sem hafa
einkenni um misnotkun lækkaði
frá 1972/74 til 1992. Skýringin á
þessu kann að liggja í því að með-
ferðarframboð hefur aukist gríðar-
lega á þessum tuttugu áram sem
leiðir til þess að fleiri fara í með-
ferð en fyrr. Að jafnaði hefur ein-
staklingur drakkið í nokkur ár áð-
ur en drykkjan verður að vanda-
máli. Bjórinn hefur eflaust orðið
einhverjum að falli og hefði þess
vegna átt að koma fram í aukinni
áfengismeðferð sex tiþátta áram
síðar. í ársskýrslu SÁÁ árið 1996
kemur fram að alkóhólismi greind-
ist hjá 59% þeirra sem vora í með-
ferð á Vogi auk þeirra 25% sem
misnotuðu önnur vímuefni. Áfeng-
isneysla eykur líkur á því að beita
ofbeldi og verða fyi-ir ofbeldi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá RLR hef-
ur fjöldi ofbeldisbrota verið tiltölu-
lega stöðugur eða jafnvel minnkað
frá 1989 til 1996.
Þegar bjórinn var lögleiddur
höfðu sumir áhyggjur af því að
hann hefði í fór með sér áfengis-
neyslu á vinnustöðum. Hér á landi
er löng hefð fyrii- því að áfengi og
vinna fari ekki saman. Þróunin hef-
ur líka verið sú að um alla Evrópu
hefur áfengi verið á útleið úr at-
vinnulífinu. Tæknivæðing nútíma-
samfélaga og aukin krafa um arð-
semi umbera ekki di-ykkju á vinnu-
tíma. Þess vegna var ekki líklegt
að slíkir siðir næðu fótfestu á Is-
landi, enda hefur sú ekki orðið
raunin. Áfengi er einmitt táknrænt
fyrir hin skörpu skil á milli vinnu
og frítíma og hvað leyfist í vinn-
unni og hvað ekki. Ánnað atriði
sem lítið hefur breyst er neysla
léttra vína og bjórs með mat. í
bjórrannsókn geðdeildar Landspít-
alans árið 1992 kom í ljós að 40%
karla drukku venjulega mjólk með
kvöldmatnum.
Sú mikla aukning sem varð á
heildarsölu áfengis eftir að bjórinn
var leyfður fjaraði út á næstu ár-
um. Áðalskýringin felst líklega í
lakari afkomu sem kom fram í at-
vinnuleysi og kjararýrnun. í hinu
margumtalaða góðæri nú hefur
einkaneysla og þar með talin
áfengisneysla aukist. Af rannsókn-
um sem gerðar vora á áfengis-
neysluvenjum árið 1992 (geðdeild