Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ekki alltaf samræmi
í loftslagsbreytingum
Jón Eiríksson jarðfræðingur
við Rannsóknarstofnun Há-
skólans hefur síðustu árin
fengist við rannsóknir á sjáv-
arsetlögum á landgrunni Is-
lands úti fyrir Norðurlandi.
Eftir jarðfræðinám hér
heima, við HI, lauk hann námi
við Háskólann í Austur-Angl-
íu í Englandi og doktorsverk-
efni hans þar fjallaði um sjáv-
arset- og jökulbergslög á
Tjörnesi. Jón segir markmið
rannsóknanna á landgrunninu
vera að sjá ástand sjávarins
síðustu 15.000 árin, átta sig á
þeim veðurfarsbreytingum
sem orðið hafa og setja þær í
samhengi við aðstæður hverju
sinni. Hann segir eitt og ann-
að merkilegt hafa komið í ljós
og á komandi sumri verði enn
hert á rannsóknunum með
leiðangri sem farinn verður
norður fyrir í samvinnu við
erlenda vísindamenn.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Jón Eiríksson
UM ER að ræða nor-
rænt verkefni sem
hófst árið 1995 og á
komandi sumri
koma fleiri vísinda-
menn frá ýmsum
löndum til skjalanna og leggja til
stórt og glæsilegt rannsóknarskip.
Þá verða vísindamenn á sjó í þrjár
vikur samfleytt og verður þá unnið
að ýmiss konar rannsóknum. Jón
segir mikinn áhuga erlendis á þess-
um rannsóknum, enda sé Norður-
Atlantshafíð sérlega vel fallið til
rannsókna af þessu tagi og þar sé
Island miðpunktur.
Rannsóknirnar hafa farið fram á
svokölluðu Tjömesbrotabelti sem
nær frá Öxarfirði, yftr í Eyjafjarð-
arál og einnig meðfram Kolbeins-
eyjarhrygg sem nær allt norður
fyrir Jan Mayen. Norræna verk-
efnið snýst um botndýralíf við ís-
landsstrendur og er þekkt undir
nafninu Bioice og hefur verið í
gangi meiri hluta þessa áratugar.
Um er að ræða gríðarlega stórt
verkefni, en Jón hefur einsett sér
að greina setlögin, kanna á hvernig
botni dýrin hafa lifað og hvaða dýr
hafí verið um að ræða á hinum
ýmsu tímum og skeiðum. Sérstök
áhersla er lögð á fornumhverfí við
norðanvert Island.
„Markmiðið er að kortleggja
ástand sjávarins síðustu 15.000 árin.
Fyrirfram vissum við ekki hvers
konar setlög þama væri að fínna, en
í ljós hefur komið, með óbeinum
mælingum, að þau em nokkur þús-
und metra þykk, eða a.m.k. 2-4 kíló-
metrar. Þetta hefur safnast saman á
mjög löngum tíma og við höfum til
þessa aðeins verið að lesa úr efstu
fjómm metmnum," segir Jón.
Morgunblaðið/Sjöfn Kristjánsdóttir
RANNSÓKNARHÓPURINN sem tók þátt í síðasta leiðangri, f.v. Sigmar A. Steingrímsson, Torleif Brattgard, Jömndur Svavarsson, Christoffer
Boström, Jón Eiríksson, Dagmar Barthel, Ole Tendal og Frank Rytter. Krjúpandi er Kristín Miskov.