Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ KIriii og væiicli RÉTT, Gísli minn það er kominn tími til að gera eins og kollegar okkar í Ameríku og kalla þessar gellur fyrir þingið og láta þær segja sögur sínar. 59.900 kr Magnari 2 x 120W rns útvarp neð 24 stöðva nlnnl - rds 26 diska spilari Tvöfalt segulband P^uerj Hátalarar tviskiptir: 150W pouer bass B R Æ Ð U R N \ R- í \ ( ') f.rv '>f f J-JAv./r J Ji l Lágmúla 8 • Sími 533 2800 umboðsmenn um land allt 49.900 kn Magnari: 2 x íoow rms 'J!J' útvarp neð 24 stöðva ninni - rds briggja diska spilari TvöfaLt seguLband p3uer j ^ Hátatarar tvískiptir: 120W -J pouer bass skipta máii jy.yyjsjm. Magnari: 2 x 50W rms útvarp með 24 stöðva minni - ros þriggja diska spiLari Tvöfait seguLband pauer.■ Æ HátaLarar tviskiptir: 8ow pouer bass Magnart: 2 x 33U rms J útvarp með 24 stöðva minni þriggja diska spiLari piuer ^ ivöfaLt seguLband JJ Hátatarar tviskiptir: 50U l. * - i Framadagar Háskóla Islands Tenging náms og atvinnulífs Framadagar, atvinnulífsdagar Háskóla ís- lands, verða haldnir í næstu viku, nánar til tekið dagana 3. til 5. mars nk. Haldnir verða hádegisfyrir- lestrar á háskólasvæð- inu 3. og 4. mars klukkan 12.20, allir um málefni tengd vinnu- markaði og skóla. Þann 5. mars, sem er aðaldagur Framadaga, munu fulltrúar fjörutíu leiðandi fyrirtækja kynna starfsemi sína í Þjóðarbókhlöðunni milli klukkan 12 og 17. Munu Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, og Finnur Ing- ólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verða viðstaddir opnunina klukkan 12. Gunnar Páll Tryggvason er formaður fram- kvæmdanefndar Framadaga. Hann var spurður hvers vegna haldnir væru Framadagar? - Framadagar hafa sýnt gildi sitt sem kjörinn vettvangur til þess að tengja saman á per- sónulegan hátt nemendur Há- skólans og fulltrúa atvinnulífs- ins. Hafa þessi tengsl sem myndast leitt til þess að fjöl- margir nemendur hafa fengið vinnu eða nælt sér í lokaverk- efni. Það að gefa nemendum kost á að komast í beint sam- band við vinnumarkaðinn og fá innsýn í hver þróunin þar er getur hjálpað þeim að móta námsáherslur. Auk framan- greindra kosta er þátttaka á Framadögum sterk ímyndar- kynning fyrir fyrirtæki en segja má að einn stærsti kostur fyrir- tækja sé getan til þess að laða að sér hæft starfsfólk. - Hvers konar fyrirtæki kynna starfsemi sína á Frama- dögum? - Við val á fyrirtækjum er haft að leiðarljósi að sem flestir nemendur Háskólans fínni eitt- hvað við sitt hæfi, þau eru því fjölbreytt. Markmið okkar er að höfða til nemenda í sem flestum deildum Háskólans. Áhugi hjá fyrirtækjum á þátttöku í Framadögum er mikill og komust því færri að en vildu. Sem dæmi um fyrirtæki sem kynna starfsemi sína á Frama- dögum má nefna íslenska erfða- greiningu, Kaupþing, Marel, Skýrr, Eimskip og Ossur. Það hefur sýnt sig á miklum áhuga fyrirtækja og nem- --------- enda að Framadagar eiga erindi og hafa sannað gildi sitt. Enn er nokkuð ábótavant að tengsl atvinnulífs- ins og Háskólans séu með fullnægjandi hætti og af niðurstöðum nýlegr- ar könnunar sem gerð var hjá háskólanemum má sjá að meg- inástæða flestra nemenda fyrir að stunda nám við Háskóla Is- lands sé að undirbúa sig til starfa á vinnumarkaðinum. Nám í flestum deildum Háskól- ans er mjög fræðilegt og vantar nokkuð upp á hinn hagnýta þátt námsins, þar sem nemendur gera sér oft litla grein fyrir því hvaða kröfur verða gerðar til þeirra þegar út á vinnumarkað- inn er komið. Gunnar Páll Tryggvason ►Gunnar Páll Tryggvason er fæddur 9. desember 1977 í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1997 og er hann nú á öðru ári í viðskipta- fræðinámi við Háskóla Islands. Síðasta sumar starfaði Gunnar Páll hjá Kaupþingi en hann er núna formaður framkvæmda- nefndar Framadaga Háskóla fslands. Gunnar Páll er ókvæntur og barnlaus. Fjölmargir nemendur hafa fengið vinnu og lokaverkefni - Hafa Framadagar oft verið haldnir? - Þetta er í fimmta skipti sem Framadagar eru haldnir og er það AIESEC, alþjóðlegt félag viðskipta- og hagfræðinema, sem stendur að framkvæmd daganna. Þeir eru haldnir að er- lendri fyrirmynd þar sem þeir ganga undir nafninu Careerda- ys. Góðæri og þensla í atvinnu- lífinu gerir það að verkum að fyrirtæki eru í auknum mæli að leita að háskólamenntuðu starfsfólki. Fulltrúar fyrirtækja koma margir gagngert til þess að ná í starfsfólk. Það myndast einskonar „markaðstorg" á Framadögum, þar sem nemend- ur og fyrirtæki eru að reyna að markaðssetja sig og á því ferli hagnast báðir aðilar. - Um hvað fjalla hádegisfyr- irlestrarnir? - Fyrirlestrarnir eru fimm. Frosti Sigurjónsson hjá Ný- herja fjallar um störf tengd upplýsingatækni, Drífa Sigurð- ardóttir hjá PWC talar um hvernig bera eigi sig að í starfsviðtölum og hvernig eigi að útbúa starfsferilsskrá, full- trúi frá Flögu mun fjalla um hátækni frá Islandi, Sólveig Gísla- dóttir mun fjalla um framhaldsnám er- lendis og Bjarni Ar- manns mun fjalla um fjármál sem starfs- vettvang. Fyrir Framadaga verður gefin út vegleg handbók þar sem upplýsingar er að finna um þau fyrirtæki sem taka þátt í dögunum. Það hefur reynst nemendum vel að kynna sér efni handbókarinnar en einnig er hægt að nálgast upplýsingar um Framadaga á heimasíðu þeirra www.framadagar.hi.is. Ég vil að lokum hvetja alla háskólanem- endur sem og aðra áhugasama til þess að taka þátt í Frama- dögum og nýta sér það sem þeir hafa upp á að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.