Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
KIriii og væiicli
RÉTT, Gísli minn það er kominn tími til að gera eins og kollegar okkar í Ameríku
og kalla þessar gellur fyrir þingið og láta þær segja sögur sínar.
59.900 kr
Magnari 2 x 120W rns
útvarp neð 24 stöðva nlnnl - rds
26 diska spilari
Tvöfalt segulband P^uerj
Hátalarar tviskiptir: 150W
pouer bass
B R Æ Ð U R N \ R-
í \ ( ') f.rv '>f f
J-JAv./r J Ji l
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
umboðsmenn um land allt
49.900 kn
Magnari: 2 x íoow rms 'J!J'
útvarp neð 24 stöðva ninni - rds
briggja diska spilari
TvöfaLt seguLband p3uer j ^
Hátatarar tvískiptir: 120W -J
pouer bass
skipta máii
jy.yyjsjm.
Magnari: 2 x 50W rms
útvarp með 24 stöðva minni - ros
þriggja diska spiLari
Tvöfait seguLband pauer.■ Æ
HátaLarar tviskiptir: 8ow
pouer bass
Magnart: 2 x 33U rms J
útvarp með 24 stöðva minni
þriggja diska spiLari piuer ^
ivöfaLt seguLband JJ
Hátatarar tviskiptir: 50U
l.
* - i
Framadagar Háskóla Islands
Tenging náms
og atvinnulífs
Framadagar,
atvinnulífsdagar
Háskóla ís-
lands, verða haldnir í
næstu viku, nánar til
tekið dagana 3. til 5.
mars nk. Haldnir
verða hádegisfyrir-
lestrar á háskólasvæð-
inu 3. og 4. mars
klukkan 12.20, allir um
málefni tengd vinnu-
markaði og skóla.
Þann 5. mars, sem er
aðaldagur Framadaga,
munu fulltrúar fjörutíu
leiðandi fyrirtækja
kynna starfsemi sína í
Þjóðarbókhlöðunni
milli klukkan 12 og 17.
Munu Páll Skúlason,
rektor Háskóla ís-
lands, og Finnur Ing-
ólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra,
verða viðstaddir opnunina
klukkan 12. Gunnar Páll
Tryggvason er formaður fram-
kvæmdanefndar Framadaga.
Hann var spurður hvers vegna
haldnir væru Framadagar?
- Framadagar hafa sýnt gildi
sitt sem kjörinn vettvangur til
þess að tengja saman á per-
sónulegan hátt nemendur Há-
skólans og fulltrúa atvinnulífs-
ins. Hafa þessi tengsl sem
myndast leitt til þess að fjöl-
margir nemendur hafa fengið
vinnu eða nælt sér í lokaverk-
efni. Það að gefa nemendum
kost á að komast í beint sam-
band við vinnumarkaðinn og fá
innsýn í hver þróunin þar er
getur hjálpað þeim að móta
námsáherslur. Auk framan-
greindra kosta er þátttaka á
Framadögum sterk ímyndar-
kynning fyrir fyrirtæki en segja
má að einn stærsti kostur fyrir-
tækja sé getan til þess að laða
að sér hæft starfsfólk.
- Hvers konar fyrirtæki
kynna starfsemi sína á Frama-
dögum?
- Við val á fyrirtækjum er
haft að leiðarljósi að sem flestir
nemendur Háskólans fínni eitt-
hvað við sitt hæfi, þau eru því
fjölbreytt. Markmið okkar er að
höfða til nemenda í sem flestum
deildum Háskólans. Áhugi hjá
fyrirtækjum á þátttöku í
Framadögum er mikill og
komust því færri að en vildu.
Sem dæmi um fyrirtæki sem
kynna starfsemi sína á Frama-
dögum má nefna íslenska erfða-
greiningu, Kaupþing, Marel,
Skýrr, Eimskip og Ossur. Það
hefur sýnt sig á miklum áhuga
fyrirtækja og nem- ---------
enda að Framadagar
eiga erindi og hafa
sannað gildi sitt. Enn
er nokkuð ábótavant
að tengsl atvinnulífs-
ins og Háskólans séu
með fullnægjandi
hætti og af niðurstöðum nýlegr-
ar könnunar sem gerð var hjá
háskólanemum má sjá að meg-
inástæða flestra nemenda fyrir
að stunda nám við Háskóla Is-
lands sé að undirbúa sig til
starfa á vinnumarkaðinum.
Nám í flestum deildum Háskól-
ans er mjög fræðilegt og vantar
nokkuð upp á hinn hagnýta þátt
námsins, þar sem nemendur
gera sér oft litla grein fyrir því
hvaða kröfur verða gerðar til
þeirra þegar út á vinnumarkað-
inn er komið.
Gunnar Páll Tryggvason
►Gunnar Páll Tryggvason er
fæddur 9. desember 1977 í
Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð árið 1997 og er
hann nú á öðru ári í viðskipta-
fræðinámi við Háskóla Islands.
Síðasta sumar starfaði Gunnar
Páll hjá Kaupþingi en hann er
núna formaður framkvæmda-
nefndar Framadaga Háskóla
fslands. Gunnar Páll er
ókvæntur og barnlaus.
Fjölmargir
nemendur
hafa fengið
vinnu og
lokaverkefni
- Hafa Framadagar oft verið
haldnir?
- Þetta er í fimmta skipti sem
Framadagar eru haldnir og er
það AIESEC, alþjóðlegt félag
viðskipta- og hagfræðinema,
sem stendur að framkvæmd
daganna. Þeir eru haldnir að er-
lendri fyrirmynd þar sem þeir
ganga undir nafninu Careerda-
ys. Góðæri og þensla í atvinnu-
lífinu gerir það að verkum að
fyrirtæki eru í auknum mæli að
leita að háskólamenntuðu
starfsfólki. Fulltrúar fyrirtækja
koma margir gagngert til þess
að ná í starfsfólk. Það myndast
einskonar „markaðstorg" á
Framadögum, þar sem nemend-
ur og fyrirtæki eru að reyna að
markaðssetja sig og á því ferli
hagnast báðir aðilar.
- Um hvað fjalla hádegisfyr-
irlestrarnir?
- Fyrirlestrarnir eru fimm.
Frosti Sigurjónsson hjá Ný-
herja fjallar um störf tengd
upplýsingatækni, Drífa Sigurð-
ardóttir hjá PWC talar um
hvernig bera eigi sig að í
starfsviðtölum og hvernig eigi
að útbúa starfsferilsskrá, full-
trúi frá Flögu mun
fjalla um hátækni frá
Islandi, Sólveig Gísla-
dóttir mun fjalla um
framhaldsnám er-
lendis og Bjarni Ar-
manns mun fjalla um
fjármál sem starfs-
vettvang. Fyrir Framadaga
verður gefin út vegleg handbók
þar sem upplýsingar er að finna
um þau fyrirtæki sem taka þátt
í dögunum. Það hefur reynst
nemendum vel að kynna sér efni
handbókarinnar en einnig er
hægt að nálgast upplýsingar um
Framadaga á heimasíðu þeirra
www.framadagar.hi.is. Ég vil að
lokum hvetja alla háskólanem-
endur sem og aðra áhugasama
til þess að taka þátt í Frama-
dögum og nýta sér það sem þeir
hafa upp á að bjóða.