Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 11
Fjöldi hvala á íslandsmiðum og áætlað fæðunám
Fæða hvala í tonnum
Fjöldi Fiskur Smokkfiskur Áta Samtals
Hrefna* ^ -^62.500 1.055.602 1.025.398 2.081.000
Langreyður* 16.000 32.045 1.448.363 1.480.408
Sandreyður* 10.500 1.781 122.021 123.802
HnúfubaKur 1.800 118.889 110.792 229.681
Steypireyður 878 206.364 206.364
Búrhvalur 1.400 58.104 18.349 76.453
Andarnefja 42.000 34.315 651.980 686.295
Marsvín 35.000 154.943 619.771 774.714
Háhyrningur 5.000 139.342 139.342
Hnýðingur 12.000 67.810 3.569 71.378
Leiftur 38.000 184.643 9.718 194.361
Höfrungur 27.000 138.728 7.301 146.029
Hnísa 27.000 45.823 2.412 48.235
SAMTALS 279.000 2.032.024 1.313.100 2.912.938 6.258.062
‘StofnarsemHafrannsóknastofnun hefurlagttilað verði leyftaöveiðaúr. Heimild: Hafrannsoknastofnun
Þorskafli með og án hvalveiða
Hugsanleg áhrif á þorskveiðar á komandi árum eftir því hvort hvalveiðar verða leyfðar á ný eða ekki
1995 2000 2005 2010 2015 2020
Stiklað
um söguna
húfl bæði varðandi útflutning og
vaxandi hagsmuni af ferðaþjónustu,
ef Islendingar hefji hvalveiðar. Þá
hefur hann látið í ljós áhyggjur yfir
því að umhverfisvemdarsinnar gætu
spillt mjög fyrir þeirri kynningar-
starfsemi á landinu sem fram fer í
tengslum við landafundina, þar sem
markmiðið er að laða fleiri ferða-
menn til landsins.
Jóhann Sigurjónsson forstjóri
Hafrannsóknastofnunar bendir aft-
ur á móti á, að Bandaríkjamenn hafi
aldrei beitt neina þjóð viðskipta-
þvingunum út af hvalveiðum, þótt
þeir hafi oft hótað því.
Reynsla Norðmanna
Ymsir hafa vakið athygli á því, að
Norðmenn, sem tóku upp hrefnu-
veiðar árið 1993, hafi ekki orðið fyrir
efnahagslegum skakkafóllum vegna
hvalveiða sinna og draga í efa að Is-
lendingar muni verða það heldur.
Trond Bjorndal prófessor við Við-
skiptaháskólann í Bergen, sem hélt
erindi á ráðstefnu hér 1997, benti á
að neytendur í Bandaríkjunum
hefðu ekki tekið undir áskorun
stjórnvalda um að sniðganga
norskar vömr. Hann sagði ennfrem-
ur að refsiaðgerðir af þessu tagi
gætu haft jákvæð áhrif vegna um-
fjöllunarinnar. Þannig hefði amer-
ískum og þýskum ferðamönnum til
Noregs fjölgað meðan á refsiaðgerð-
unum stóð. Þetta hafi einmitt verið
þær þjóðir sem gengu einna harðast
fram í mótmælum gegn hvalveiðum.
Andstæðingar þessara viðhorfa,
eins og til dæmis forráðamenn Sölu-
þrdun og nýtingu auðliuda. Hann
bendir á, að það sem hafi bara ver-
ið orð í upphafi sé nú farið að skila
sér í því, að þjóðir séu famar að
skilgreina sjálfbæra þróun og nýt-
ingu. „I vísindalegu tiiliti eru meun
að setja skýrari mælikvarða á hvað
sjálfbær nýting stofna er, þ.e. hvað
má taka mikið úr þeim til þess að
sjálfbær nýting þeirra sé tryggð.
Þetta þýðir að með því að ganga
gegn hvalveiðum, þegar stofnum
stafar ekki hætta af þeim, er hrein-
Iega að ganga gegn anda Ríó-sátt-
málans.
Þessi breyttu viðhorf endur-
speglast á vettvangi alþjóðastofn-
ana, svo sem fram kom á ríkjaráð-
stefnu CITES-sáttmálans árið
1997. Þá studdi meirihluti þjóða til-
lögu um, að heimilt væri að stunda
viðskipti með hrefnuafurðir ef
stofninn þyldi veiðar.
Einnig hefur þetta án efa áhrif á
ábyrg félagasamtök sem beijast
fyrir raunverulegri náttúruvemd,“
segir Jóhann Siguijónsson.
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segja
að umhverfi Norðmanna sé ekki
sambærilegt við ísland. Viðskipti
Norðmanna á alþjóðamörkuðum séu
margfalt meiri og fjölbreyttari en
Islendinga. Þeir séu stórveldi í olíu-
iðnaði og stundi mikinn útflutning
ýmissa iðnaðarvara en fiskafurðir í
litlum mæli. Þegar Norðmenn hafi
staðið frammi fyrir líklegu við-
skiptabanni hafi utanríkisráðherra
þeirra nánast verið hetja í augum
ráðamanna í Washington vegna frá-
bærrar frammistöðu í tengslum við
gerð friðarsamninga milli Israela og
PLO. I kjölfarið hafi náðst sam-
komulag um að Bandaríkjamenn
féllu frá viðskiptabanni í þakklætis-
skyni. Einnig hafi Norðmenn mót-
mælt hvalveiðibanninu á sínum tíma
og því telji þeir sig vera að veiða
samkvæmt alþjóðalögum.
Við þetta bætir Kristinn Grétars-
son sölu- og markaðsstjóri hjá Cold-
water í Bandaríkjunum, að eftir því
sem þeir best viti, hafi Norðmenn
fallist á þær kröfur Bandaríkja-
manna að flytja ekki út hvalaafurðir
til þess að komast hjá viðskipta-
þvingunum og slíku. Hann bendir
einnig á að undirbúningur Norð-
manna hafi verið mikill áður en þeir
hófu hvalveiðar og þeir lagt mikið fé
til verkefnisins.
Ferðaþjónustan
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
tekur undir að vissulega hafi ferða-
mannastraumur aukist til Noregs,
en engar kannanir hafi verið gerðar
á því hver þáttur Olympíuleikanna í
Lillehammer hafi verið í því. Norð-
menn hafi sjálfir lýst yfir, að þeir
hafi notið gífurlegrar kynningar í
kringum leikana. „Hefði ferða-
mannastraumurinn kannski orðið
enn meiri, ef þeir hefðu ekki farið út
í hvalveiðar? Það veit enginn,“ sagði
Magnús.
Hann tekur fram, að Ferðamála-
ráð Islands hafi ekki ályktað gegn
hvalveiðum sem slíkum heldur þyki
ráðinu ekki tímabært að hefja veiðar
nú. Þetta hafi komið fram í ályktun,
sem ráðið sendi frá sér í fyrra, en í
kjölfarið hafi vaðið uppi sá misskiln-
ingur, að ráðið fordæmdi hvalveiðar.
„Einnig stendur í þeirri ályktun
að þjóðir eigi að halda til haga sínum
sjálfsagða rétti til að nýta með sjálf-
bærum hætti auðlindir sínar. Meg-
inskoðun Ferðamálaráðs hefur allan
tímann verið sú, að verði farið út í
hvalveiðar verði menn samhliða að
setja verulega fjármuni í að koma
öðrum í skilning um okkar rök.
Verði það ekki gert geta afleiðing-
arnar orðið slæmar."
Magnús segir að Ferðamálaráð
hafi einnig lagt áherslu á að rann-
sóknir og viðhorfskannanir skorti til
þess að menn geti haft raunhæfar
skoðanir á því, hvort hvalveiðar og
hvalaskoðun fari saman. Ráðið hafi
fengið viðvaranir frá seljendum er-
lendis um að hvalveiðar gætu haft
slæmar afleiðingar.
„Menn hafa þó aðallega byggt
skoðanir sínai’ á tilfinningum og það
sama má segja um almenning í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Ég er
ekki viss um að með því að ræða við
stjórnvöld í viðkomandi löndum
breyti menn skoðunum neytenda.
Ég held að kynningarherferð hljóti
að verða verulegu kostnaðarsöm,
þar sem menn verði að höfða til al-
mennings með upplýsingar og kynn-
ingar. En okkar skoðun er sú að á
meðan kynningarstarfið hefur ekki
farið fram þá eru hvalveiðar ekki
tímabærar. Það þýðir ekki að um
aldur og ævi eigi ekki að nýta þessa
auðlind."
Samkvæmt fjölþjóðlegri könnun
um hvalveiðar, sem Morgunblaðið
skýrði frá 18. febrúar síðastliðinn,
kemur í ljós, að meirihluti aðspurðra
er hlynntur veiðum úr hvalastofn-
um, sem vísindalega er sannað að
þoli veiðar. Hins vegar taldi meiri-
hluti svarenda í öllum löndunum,
þ.e. Ástralíu, Bandaríkjunum, Bret-
landi og Frakklandi, að hvalastofnar
í öllum heiminum væru á undan-
haldi, ógnað eða í útrýmingarhættu.
Flestir sem voru á móti hrefnu-
veiðum sögðu það vera vegna rétt-
inda dýranna, en þeir sem voru
hlynntir hrefnuveiðum sögðu það
vera vegna fæðuöflunar.
Engin rök fyrir veiðum
Asbjöm Björgvinsson fram-
kvæmdastjóri Hvalamiðstöðvarinn-
ar á Húsavík segist alfarið á móti
því að íslendingar hefji hvalveiðar
við núverandi aðstæður, þótt hann
sé ekki á móti hvalveiðum sem slík-
um. Hann segir, að yrði farið út í
þær þyrftum við fyrst að ganga í AI-
þjóðahvalveiðiráðið. „Ég sé engin
rök íyrir því að við þurfum að
stunda hvalveiðar meðan ekki eru
forsendur til þess. Ég tel tómt mál
að tala um að hefja veiðar meðan
ekki ríkir alþjóðlegt samkomulag
um að Islendingar hefji hvalveiðar
og við getum ekki selt afurðirnar úr
landi. Norðmenn hafa til dæmis
reynt að fá hrefnuna flutta niður um
flokk þannig að hægt sé að selja
hana á milli landa, en ekki tekist.“
Asbjörn kveðst hræddur um að
hvalaskoðun og hvalveiðar geti ekki
farið saman. Hann segir að hrefnan
hér við land hafi verið full af leik í
kringum bátana, en ekki sé vitað
hvaða áhi-if veiðar hafi á hegðun
hennar. „Það þarf að skoða þetta
mun betur. Norðmenn fara út í land-
grunnskantinn og sýna fólki búr-
hvali, en þeir geta ekki sýnt hrefn-
una, því þær fælast bátana, samt
eru hvalveiðarnar ekki stundaðar á
sama bletti og hvalaskoðunin. Ég
ætla ekki að fullyrða um tengslin
þarna á milli, þau þarf að skoða bet-
ur.“
Gagnrýni á
mælingar Hafró
Hilmar J. Malmquist doktor í líf-
fræði og vistfræðingur - sem hefur
rannsakað mikið samspil dýrahópa á
landi - er einn þeirra sem hafa
gagnrýnt þau rök, að nauðsynlegt sé
að hefja hvalveiðar vegna áhrifa
þeirra á þorskstofninn. Hann segir
að líkanið sem Hafrannsóknastofn-
un hafi notast við til útreikninga sé
of einfalt og byggi á of mikilli óvissu,
sérstaklega um hvað hvalirnir éta.
„Ef íslendingar ætla að fara út í
hvalveiðar verða þeir að gera það á
skynsamlegum grunni. Að veifa
klisjum eins og Jafnvægi í sjávarlíf-
ríkinu“ og að við töpum svo mörgum
milljörðum vegna þess að hvalirnir
éti svo mikinn þorsk er okkur bara
til vansa og íslensku vísindasamfé-
lagi líka,“ segir hann.
„Menn halda því líka fram að ís-
lendingar eigi að ákveða sjálfir
hvort þeir nýti „sínar“ auðlindir, en
það gildir allt annað um flökkuspen-
dýr en nytjafiskstofnana sem klekj-
ast hér á strandsvæðinu okkar.
Langflestir hvalir eru fæddir suður
undir miðbaug og dvelja hér ein-
hvern tíma úr árinu. Út frá því má
segja að ekki sé einkamál okkar
hvernig við nýtum þá.
Það sem ég geri er að vara við
þjóðrembingstali í málflutningi okk-
ar.“
HVALVEIÐAR hófust að ráði á
norðurhveli á miðölduni og voru
hvalir þá einkum veiddir úti fyrir
ströndum, færðir á land, þar sem
gert var að þeim. Þótti kjötið eft-
irsóknarvert en einnig voru veið-
arnar stundaðar vegna amburs-
ins, lýsisins og skíðanna, að því er
segir í Islensku alfræðiorðnbók-
inni.
Síðar hófust hvalveiðar frá
stórum skipum þar sem vinnsla
fór einnig fram. Þegar hvölum
fækkaði á norðurhveli færðust
veiðarnar sunnar, allt til haf-
svæða við Suðurskautslandið.
Hvalveiðar náðu hámarki
skömmu eftir 1950, en þá voru um
50.000 hvalir veiddir, þar af um
5.000 steypireyðar. Meðan á stór-
tækun hvalveiðum stóð framan af
öldinni voru hvalastofnar ofveidd-
ir vi'ða um heim.
Síðari hluta aldarinnar veiddu
Islendingar aðallega langreyðar
en einnig sandreyðar og búrhveli.
Árið 1982 var búrhvalurinn frið-
aður í Norður-Atlantshafi og árið
1986 gekk í gildi ákvörðun Al-
þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um
timabundna stöðvun veiða í at-
vinnuskyni.
Norðmenn, Sovétmenn, Perú-
menn og Japanir mótmæltu hval-
veiðibanninu og voru því ekki
bundnir ákvörðuninni, en tillaga
þess efnis var felld með einu at-
kvæði á Alþingi Islendinga. Réð
þar mestu, eins og ætíð síðan, að
menn óttuðust að skaða mikil-
væga fiskmarkaði auk þess sem
ætla má, að þrýstingur frá erlend-
um stjórnvöldum liafi haft áhrif.
Sömuleiðis trúðu margir því, að
Alþjóðalivalveiðiráðinu snerist
hugur og myndi leyfa takmarkað-
ar hvalveiðar að nýju þegar frá
liði. Það að Islendingar hreyfðu
engum mótmælum táknar að við
erum bundin af samþykktinni.
Pólitík í stað vísinda?
Árið 1990 ætlaði ráðið að end-
urskoða þessa ákvörðun í ljósi
rannsókna sem átti að fram-
kvæma á heildarástandi hvala-
stofna. „íslensk stjórnvöld lögðu
áherslu á að stuðla að þessari út-
tekt og vörðu miklu fé til hvala-
rannsókna. Meðal annars voru
stundaðar hvalveiðar í vísmda-
skyni 1986-89, en þá var öllum
veiðum hætt,“ segir Jóhann Sig-
urjónsson forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, sem sljórnaði rann-
sóknunum.
Jóhann segir að þrátt fyrir
stuðning visindamanna víða um
heim varðandi þessar rannsóknir,
hafi andstæðingar hvalveiða verið
ineð mikla áróðursvél og samtök
þeirra hafi barist gegn veiðunum,
svo og stjórnvöld ýmissa landa.
„Menn voi’u með dylgjur í sam-
bandi við veiðarnar, um að verið
væri að veiða undir yfirskyni vís-
inda. Þegar Hafrannsóknastofn-
uninni var hins vegar falið að
gera fjögurra ára áætlun um efl-
ingfu hvalarannsókna var gengið
til þess verks af heilum hug og
fullum vísindalegum metnaði.
Fyrir atbeina stjórnvalda lauk
Hafrannsóknastofnunin áætlunum
sinum um hvalarannsóknir og ég
held, að allir geti verið sammála
um að þær hafí skilaði okkur
gríðarlegum árangri," segir hann.
Hann tekur dæmi um talningar-
verkefni, sein unnið var í sam-
vinnu við Norðmenn árið 1987, og
segir að það hafi verið afar mikil
frumkvöðulsstarfsemi. Árið 1989
hafi verið gerðar enn víðtækari
talningar, sem Norðmenn, Spán-
veijar, Færeyingar og Grænlend-
ingar tóku þátt í. „Þetta var bylt-
ing í þekkingu okkar á útbreiðslu
hvala á N-Atlantshafi og fjölda
þeirra. Árið 1995 var þessi taln-
ing endurtekin og þá á veguin N-
Atlantshafssjávarspendýraráðs-
ins; NAMMCO."
I Alþjóðahvalveiðiráðinu eru nú
36 ríki og var ísland meðal fyrstu
aðildarrfkjanna. En um mitt ár
1992 tók úrsögn íslendinga úr
ráðinu gildi eftir að íslensk
stjórnvöld töldu fullreynt að
breyta starfsháttum ráðsins.
Islendingar, sem höfðu varið
tugum milljóna króna til rann-
sókna, fóru fram á að endurúttekt
á ástandi hvalastofnanna yrði lok-
ið og ákvörðun um tímabundnar
veiðar yrði endurskoðuð í sam-
ræmi við fyrri samþykktir ráðs-
ins. Því var hafnað af meirihlut-
anum, sem leiddi til ákvörðunar
stjórnvalda um úrsögnina.
Jóhann segir að það hafi veri
pólitísk ákvörðun ráðsins að hefja
ekki veiðar, því vísindanefnd þess
hafi sýnt fram á það í kringum
1991, að óhætt væri að veiða
hvali. „Meira að segja voru þróað-
ar öruggar aðferðir til að stjórna
veiðunum," segir hann.
NAMMCO stofnað
Þegar ljóst var að sum aðildar-
rfld Alþjóðahvalveiðiráðsins ætl-
uðu ekki a_ð samþykkja hvalveiðar
þjöppuðu Islendingar, Norðmenn,
Grænlendingar, Færeyingar, Jap-
anir, Rússar og Kanadamenn sér
saman og héldu ráðstefnu um
skynsamlega nýtingu sjávarspen-
dýra. Var jþað gert að frumkvæði
Halldórs Ásgrímssonar þáverandi
sjávarútvegsráðherra.
I framhaldi af því var stofnuð
Samvinnunefnd um rannsóknir á
sjávarspendýrum á N-Atlantshafi,
sem var undanfari Norður-Atl-
antshafssjávarspendýraráðsins,
NAMMCO. Aðildarlönd eru ís-
land, Noregur, Færeyjar og
Grænland en áheyrnarfulltrúar
koma frá Japan, Rússlandi og
Kanada o. fl., auk ýmissa alþjóða-
stofnanaj eins og Álþjóðahafrann-
sóknarráðsins og Alþjóðahval-
veiðiráðsins.
í upphafi var ákveðið að
NAMMCO einbeitti sér að smá-
hvölum og sehim á hafsvæðum
innan ríkjanna. Smám saman
færði stofnunin út kvíarnar og
hefur tekið fyrir stöðugt fleiri
verkefni sem lúta að stærri hvöl-
um. Innan NAMMCO starfar nú
vísindanefnd, sem lauk á síðasta
ári úttekt á ástandi hrefnustofns-
ins við Island og mun Ijúka úttekt
á langreyðastofninum á N-Atl-
antshafi nú í vor. Einnig hefur
NAMMCO sett reglur um lág-
markseftirlit með hvalveiðum í
aðildarlöndunum, svo dæmi séu
nefnd.
Efasemdaraddir hafa öðru
hvoru heyrst um að NAMMCO sé
alþjóðleg stofnun. Arnór Hall-
dórsson formaður NAMMCO seg-
ir að alþjóðastofnanir séu skil-
greindar í þjóðarrétti sem stofnun
sem sett er á laggirnar með samn-
ingi milli tveggja eða fleiri ríkja.
„Það er því alveg skýrt að
NAMMCO er alþjóðastofnun.
Einnig er hún skráð á lista yfir al-
þjóðastofnanir hjá Sameinuðu
þjóðunum, sem hefur ekki aðrar
stofnanir á skrá en alþjóðlegar.
Þegar þeir, sem halda því fram
að NAMMCO sé ekki alþjóðleg
stofnun, eru spurðir um hver sé
lögfræðileg forsenda þeirrar
skoðunar, þá hef ég aldrei heyrt
nein svör sem benda til þess að
menn hafi skoðað málin lögfræði-
lega, heldur slá þeir þessu bara
fram. Það er mjög alvarlegt, eink-
um ef það eru Islendingar, vegna
þess að það grefur undan þeim
hagsmunum okkar að ákveða sjálf
hvernig við nýtum náttúruauð-
lindir innan íslenskrar lögsögu.
Hafréttarsamningurinn er skýr
um rétt strandríkja til að ráða
þessum málefnum sjálf, en að
sjálfsögðu með þeirn tilteknum
takmörkunum sem leiðir af
ákvæðum þess samnings.
Með tilliti til þeirra verkefna,
sem unnin eru að á vegum stofn-
unarinnar tel ég þau vera fylli-
lega í samræmi við þær kröfur til
samstarfsvettvangs, sem fram
koma í 65. grein Hafréttarsamn-
ingsins,“ sagði Arnór.