Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 27 HÚS Tolkien-hjónanna við Northmoor Road. ARNDIS í dag á heimili sínu á Selfossi. Það var þarna gestaherbergi sem hann svaf í. Hún lét ekki bjóða sér að hann væri með vínlykt... svona var það. Tolkien var ósköp þægi- legur, ekkert voða mikið talandi, bara leið um. Hann kom heim í há- degismat, alltaf, og hann stoppaði og fór inn í „stöddíið" þegar búið var að borða. Þangað fékk hann eina bjórflösku og beinakex í háum stauk, mjóum. Það var hlegið að því að ein stúlkan var beðin að fara með bjórinn inn til prófessorsins og kexið, en hún tók „siffonier" sem er notað til að sprauta sóda- vatni. Hún áttaði sig ekki á hvað bjór var. Þeir sögðu mér þetta strákarnir." Það má heyra greini- lega væntumþykju þegar Adda tal- ar um börnin. „Eg sá um að baða þau á kvöldin og koma þeim í háttinn. Þeir nefni- lega spurðu mig svo mikið um Is- land, um tröll og forynjur. Og ég vissi nú að prófessorinn hafði eyr- un á þessu alltaf og heyrði hvað var talað um. Hann var aldrei langt frá og hann tók nú ýmsar hugmyndir upp úr íslenskum þjóðsögum og kunni það. Honum fannst öll nátt- úran vera lifandi. Adda verður svo- lítið íbyggin á svipinn. Hann lifði í hálfgerðum ævintýraheimi. „Hobbitinn" ...þetta er náttúrulega ævintýraheimur. Mér fínnst ennþá voðalega gaman að lesa „Hobbit- inn“. Adda hlær við. „Já, að búa til þetta litla fólk sem er loðið á tánum eins og rjúpur!!! rófessorinn var alltaf í tvíd- jakka og ljósgráum buxum en var gjaman í skrautlegu vesti. Svo þegar þessi gilli vom niðri í háskóla fór hann í kjólfót. Hann langaði alltaf til íslands en taldi sig ekki hafa ráð á því og hon- um var aldrei boðið, það var ekki tíska þá.“ Adda var ekki þama nema hálft ár. Henni leiddist þegar leið á. Eg spyr hvort erfitt skap frú Tolkien hafi ráðið einhverju þar um, en Adda vill meina að fleira hafi komið til þótt það hafi vissulega ekki hjálpað. „Það bar meira og meira á að ég fékk aldrei að fara neitt. Eg kynnt- ist einni stúlku, Betty; sem var nemandi Tolkiens og hún vildi bjóða mér eitt og annað, t.d. að koma niður í „college“ að hitta vin- konur sínar. Einu sinni hentaði það að ég fékk að fara!! Betty og vin- kona hennar vildu bjóða mér að róa með sér á ánni, sem þótti voða sport og gaman, en það hentaði frúnni aldrei. Ég fann aldrei ástæðu fyrir því að ég fengi ekki að fara. A sunnudögum var prófessor- inn heima svo hún var ekki ein með börnin og mér fannst þetta vera meinsemi að hún gæti ekki þolað mér að komast í samband út á við. Og svo þegar ég fann að ég var far- in að hugsa á ensku þá vissi ég að ég var komin yfir þröskuldinn. Enn í dag, ef ég hitti Englending og fer að tala þá hugsa ég á ensku. Svo hef ég alltaf lesið á ensku góðar enskar skáldsögur. Nú er ég að lesa sögu sem gerist í Oxford og það rifjast upp fyrir mér götunöfn- in.“ Adda segist ekki hamast við að sauma út og prjóna eins og margar vinkonur hennar sem eru svo alveg að drepast í öxlunum á eftir. „Ég bara les í staðinn og ekkert drasl, segir Adda glettnislega, heldur góðar skáldsögur." Adda nefnir að sonur sinn hafi kvartað stundum, því hún endaði alltaf inni í bókabúðum á öllum ferðalögum úti í heimi. „Svo var Alþingishátíðin þá um sumarið og öll fjölskylda mín ætl- aði og það svona ýtti undir að ég var búin að fá nóg eiginlega. En ég vildi endilega sjá London áður en ég færi heim. Éyrst fannst frúnni að það kæmi ekki til mála en ég fór mínu fram. Ég bjó á hóteli í London og hitti íslenska stúlku, Gunnu, sem sýndi mér margt. Hún hafði ekkert að gera og var öllu kunnug. Ég sá Hyde Park og fleira. London var ósköp róleg borg og ekkert að ótt- ast. Við fóram eitt kvöld á „restaurasjón" og var setið við löng borð en ekkert fyllirí eða svoleiðis; ósköp pent. Hún sagði við mig „sittu kyrr ég þarf að skreppa frá“ og hún var lengi í burtu. Ég veit ekkert hvað ... en hún tók ein- hvern þátt í kvöldselskapslífi því hún átti kvöldkápu og svona sem fylgdi. En hún var sæt og góð við mig og ég sá og kynntist meiru fyr- ir bragðið. Fannst þér mikill munur á fólki á Islandi og Englandi? „Ekki svo mikill, þarna var að vísu mikið ríkidæmi. Þama leigði vellauðug kona frá Svíþjóð sem var með syni sína í skóla. Svona ríkt fólk var allt í kring. En prófessors- launin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. En eitt var einkennilegt með Edith. Hún sýndi mér klæðaskáp- inn sinn uppi á lofti, sem var eftir endilöngum vegg og FULLUR af fótum og hún sem aldrei fór neitt, í mesta lagi niður í bókasafnið. Og hún fór jú með mig og eldri strák- ana stundum á „matinée", eftirmið- dags leikhús, .. hún gerði það nú. Hún vildi ala mig upp, já, já, kenna mér. vona eins og í vinnukonuleys- inu, var hringt dyi-abjöllunni og ég fer til dyra og þar er maður sem spyr eftir frúnni. Ég hafði vanist því að láta fólk ekki standa úti á tröppum og býð honum innfyrir og svo kalla ég á frúna. Þegar hún kom niður kemur í ljós að hann er að selja þvottaklemmur. Eftir á segir hún við mig: „Þú mátt aldrei hleypa ókunnugum inn, mað- ur veit aldrei hvers konar fólk þetta er. Kannski er það bara að kynna sér húsakynnin til að brjótast inn.“ Allt í lagi, ég skal passa upp á það, hugsaði ég. Svo líður nokkuð langur tími þar til einn dag fer ég til dyra. Þá standa þar tvær nunnur, og ég, minnug þess sem áður gerðist, seg- ist ná í mrs. Tolkien og loka dyrun- um. Og hún heUsaði afskaplega innilega og útskýrði fyrir þeim að ég væri útlendingur. Afsakaði að þær væru látnar standa úti. Þetta voru nunnur sem gengu á kaþólsk heimUi að selja handavinnu. Ég hló nú með sjálfri mér að svona rekst þetta aUt á.“ Og Öddu er enn skemmt yfir þessu í dag. „Þegar ég var þama voru Morr- is-bflaverksmiðjurnar búnar að reisa sér framleiðslustað fyrir sunnan Oxford og það heyrðist há- vaði upp Northmoor Road þar sem við vorum. Þeim fannst þetta ómögulegt, það væri verið að eyði- leggja Oxford með svona nokkru. Já, þau voru svolítið afturhalds- söm, t.d. voru bíó alveg afskrifuð en leikhús aftur var gott.“ Mér virðist sem þér hafi þótt vænt um stundirnar með börnun- um? „Já afskaplega. Stákarnir ... John var elstur, 14 ára, og hann var líkur pabba sínum, blærinn var hans. Sá næsti var Michael og hann var svo laglegur, fallegur krakki, að mamma hans var stundum stoppuð úti á götu; hann vakti athygli. „Og hann á að verða prestur,“ sagði mamma hans. „Guð almáttugur,“ sagði ég „held- ur þú að hann fái nokkurn frið?“ Christopher var yngstur og var alltaf þrætuepli þeirra hjóna. Hann var svolítið vælinn, ekki skemmtilegur krakki. Hann vildi ekki borða þetta og ekki svona ... þú veist. Pabbi hans hélt upp á hann alla tíð og vildi sinna honum og gerði sér grein fyrir að það þurfti að taka öðruvísi á hon- um en þeim hinum. Seinna lifði svo Christopher á því að gefa út verk föður síns eins og bók með jólabréfunum sem Tolkien gerði handa börnum sinum. Þetta kom í lokuðu umslagi til þeirra á hverj- um jólum. Þegar ég er þarna er Tolkien að byrja að skrifa „Hobbitinn" og er í raun og veru að semja söguna fyrir Christopher og las fyrir hann. Hann hafði stórt bókaherbergi, „stöddíið", og þar samdi hann. John varð prestur, sá elsti. Hann var sá sem mamma hans sagði við: „John, Adda á ekki að baða þig.“ Hún stoppaði það. En þeir elskuðu það alveg að ég sæti hjá þeim við baðkarið og segði þeim sögur og talaði við þá bara. Ég hafði gaman af að vera með krökkunum. Við fórum stundum niður að síki utan við bæinn og veiddum hornsíli. dda fékk alltaf fréttir af fjöl- skyldunni þótt það slitnaði upp úr bréfaskriftum í stríð- inu. Hún kom hins vegar aldrei aft- ur inn á heimili Tolkien-hjónanna. Svo kemur hún heim mitt í krepp- unni og atvinnuleysinu og var svo heppin að fá vinnu hjá Fiskifélag- inu sem var þá að byrja með hag- fræðiskýrslur um fiskveiðar og út- flutning. Það hjálpaði auðvitað að hafa enskukunnáttu og þama vann hún í 18 ár. „Ég fylgdi fiskinum upp úr sjónum. Hvernig hann var verkað- ur, hvað var gert við hann, hvurt hann var seldur og svo til baka, hvað fékkst fyrir hann o.s.frv. Þetta var voðalega spennandi. Fiskifélagið hafði menn úti á landi í þorpunum og þeir söfnuðu afla- tölunum. Ég hringdi alltaf tvisvar í mánuði hringinn í kringum land- ið, fékk tölur hjá þeim og vann svo úr því. Þá var ekki til... náttúru- lega ekki tölva, en ekki heldur raf- magnsritvél eða reiknivél þetta var allt handsnúið. Síðustu árin var ég komin með eigin skrifstofu. Þessar upplýsingar spiluðu svo mikla rullu þá að það var segin saga, að þegar þing kom saman þá komu alltaf þingnefndir og vildu fá upplýsingar. Ég lenti oft í að vélrita heilu formúlurnar fyrir þá.“ Svo flytur fjölskyldan til Sel- foss þegar Marteinn, eiginmaður Arndísar, fær vinnu á Suðurlandi við að gera útekt hjá bændum. Vinnan átti að vera bara í fáein ár en varð 25 ár. „Svæðið hans náði frá Núpsvötnum og vestur í Sel- vog, þetta var náttúrulega brjál- æði,“ segir Adda. n ekki var hægt að sleppa Arndísi án þess að heyra eitthvað frá Bfldudal þar sem hún ólst upp. „Pabbi minn var héraðslæknir og það tilheyrðu honum allar sveit- imar út allan Arnarfjörðinn sunn- anverðan. Þetta hafa verið svona 1.000 manns að hugsa um. Pabbi stofnaði svo sparisjóð þama, því það var þannig lag á að kaupmaðurinn sem átti útgerðina rak líka verslanirnar... og fólkið var eiginlega þrælar. Það fékk aldrei pening í hendumar, bara úttekt. Já, annars var þetta indæll maður, en svona var lagið á þessu. Pabbi hafði nú einhver laun fyrir að reka sparisjóðinn, sem ég held að hafi verið notuð til reksturs heimilisins, en föstu launin vom lögð fyrir þar til börnin fæm í nám. Foreldrar mínir, ekki síst pabbi, lögðu af- skaplega mikið upp úr því að við fengjum menntun. Yfirleitt hafði fólk ekki lært neitt nema í barna- skólanum. Það var í rauninni alveg sérstakt að við voram sjö og feng- um öll það nám sem við vildum. Við fóram öll heiman að um fermingu til að komast í framhaldsnám. Einu sinni kom maður sem ég þekkti frá Bíldudal upp í Fiskifélag og bauð mér með sér niður í Sjálf- stæðishús, sem var „restaurasjón" þá. Hann hafði farið til Ameríku og var margmilljóner. Hann hafði heimsótt bróður minn í Ameríku, sem er læknir, með heyi-narlausa dóttur sína. „A hverju hefur Maggi orðið svona ríkur?" spurði ég bróð- ur minn seinna. „Ég hef ekki hug- mund um það,“ var svarið. „Ætli hann selji ekki bara eiturlyf...“ bætir Adda við og skellihlær. „Maggi þessi sagði, að pabbi minn hefði sagt sér að drífa sig burt frá Bfldudal og fara þar sem er skóli. Pabba fannst þetta engin framtíð fyrir unga fólkið." dda kenndi tvo vetur í ung- lingaskólanum á Bfldudal sem var verið að koma upp. „Ég kenndi meira að segja á orgel þótt ég hafi bara verið búin að læra í einn vetur. Fólk var eins og svampar varðandi menntun," segir Adda. Ýmislegt er Öddu minnisstæð- ara en annað úr bamæskunni. „Þegar pabbi kemur sem læknir á Bíldudal er allt flæðandi í berkl- um. Og svo árið 1920 deyr Björn bróðir úr berklum. Þetta var voðalega harður vetur og mikill frostavetur árið áður. Hafís; svo að maður gekk út á miðjan Arnarfjörð á ís. Það kom gífurlegt snjóbrot úr gili þetta árið, það var í júnímánuði og mikil fönn ennþá. Þá voram við krakkamir að leika okkur upp undir fjallsrótum í snjóskafli. Heiman frá séð kvíslað- ist vatnið eins og rætur yfir skafl- inn; okkur fannst þetta spennandi. Við áttum fótum fjör að launa und- an þessu flóði. En það varð nú ekki manntjón og ekki alvarlegt, en óg- urlegur aur. Þórður bróðir minn var þama og missti skóinn sinn á hlaupunum. Við urðum voðalega hrædd. Ég man að ég varð hálf- tryllt bara. Ég æddi í gegnum hús- ið heima, inn um aðrar dymar og út um hinar og áfram niður í pláss- ið. Þar greip mig kona og bar mig. Hún bjó hinum megin við ána, og tók mig yfir trébrú sem þá var og fór með mig heim og lét mig ró- ast.“ Adda staldrar örlítið við í frá- sögn sinn og hugsar líklegast 78 ár aftur í tímann. „Svo fæddist nýr Björn sem fór til Bandaríkjanna og varð læknir. Við Marteinn höfum farið tvisvar og svo fór ég ein núna síðast fyrir 5-7 áram síðan þegar eldri sonur Bjöms var að gifta sig. Þau hjónin hálfkviðu fyrir að hitta allt fólkið sem þau þekktu ekkert og vildu að ég yrði fulltrúi ættarinnar í brúð- kaupinu. Ég var afskaplega ánægð að ég fór þessa ferð. Ég var þá 81 árs gömul, alveg frísk, nema hægri löppin á mér. Eg hélt svo ræðu til heiðurs brúðhjónunum og bjargaði þessu alveg, sagði bróðir minn.“ Og það efast ég ekki um þar sem Arndís hefur útgeislun og reisn á við tvo. Hún sagði mér sögur af fleiri ferðalögum lífs síns og gaf mér fal- leg minningarbrot um nýútsprung- inn laufskóg og rústir umvafðar rós- um. Áður en við kveðjumst sýnir hún mér garðinn og ekki er annað að sjá en að hún, ekkert síður en prófessorsfrú í Oxford, leggi alúð og metnað við tré og plöntur. Ég kveð hana þai- sem hún stendur á úti- tröppunum. Ég er orðin örlítið fróð- ari um sérstakan prófessor í Oxford og hef fengið að kynnast greindri og skemmtilegri frú á Selfossi. Höfundur er ljósmyndari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.