Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/2 - 27/2 ►MEÐALÞYNGD loðnu á Áfengisauglýsinga- bann ekki andstætt yfirstandandi vertfð er sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Skýringin gæti ver- ið að lítið hafí verið um æti á ætisslóð loðnunnar síðastlið- ið sumar. ►23 ÁRA Nígeríumaður var á þriðjudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hann hefði innleyst falsaða gjald- eyristékka fyrir að jafnvirði 11,2 milljónir króna í ís- landsbanka í Keflavfk. Mað- urinn var handtekinn á mánudag í Leifsstöð, um 10 nn'nútum áður en flugvél, sem hann átti bókað far nieð, lagði af stað til Kaup- mannahafnar. ►BREYTILEGUR bak- grunnur nemenda á meiri þátt í mismun milli meðalein- kunna grunnskóla í Reykja- vík á samræmdum prófum í 10. bekk en mismunandi innra starf skólanna. I könn- un sem gerð hefur verið kemur fram að þættir á borð við menntun og starfsstétt íbúa í skólahverfí tengist fremur hárri meðaleinkunn skóla en þættir á borð við stuðning við nemendur og óheimilar fjarvistir nem- enda, sem þó höfðu marktæk áhrif til lækkunar á meðal- einkunn. ►ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, stökk 4,3 metra á móti í Stokkhólmi á fimmtudag. Þórey hefur stokkið 41 em hærra innanhúss í vetur en hún gerði í fyrravetur og 10 cm hærra en hún fór hæst utanhúss sfðastliðið sumar. stjórnarskrá BEITING bannákvæða við áfengisaug- lýsingum stríðir hvorki gegn stjómar- skránni né mannréttindasáttmála Evr- ópu samkvæmt dómi Hæstaréttar á fímmtudag. Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf., var dæmdur til greiðslu sektar að fjárhæð 1.500.000 krónur vegna birtingar bjórauglýsingar á flettiskilti, í dagblaði og sjónvarpi. Seðlabankinn hækkar vexti til lánastofnana BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti í viðskiptum við lánastofnanir. Hækkar ávöxtun í endur- hverfum viðskiptum um 0,4% á næsta uppboði, ávöxtun daglána hækkar nú þegar um 0,4% og vextir af innstæðum lánastofnana í Seðlabankanum um 0,4%. Bankinn hyggst leggja lausafjár- kvöð á lánastofnanir. I kjölfarið hækk- uðu Búnaðarbankinn og Landsbanki Is- lands skuldavexti. Mun meiri snjóflóða- hætta en talið var Á ANNAÐ hundrað manns mætti á fund sem bæjarstjórn Bolungarvíkur efndi til í vikunni til að kynna áfanga- skýrslu um mat á snjóflóðahættu og frumhönnun á varnarmannvirkjum. I skýrslunni kemur fram að snjóflóða- hætta í Bolungarvík er talin mun meiri en áður hefur verið gert ráð fyrir. Lagt er til að skoðaðar verði hugmyndir um mikla rás ofan við alla byggð í Bolung- arvík. Kostnaður við hana er áætlaður um milljarður til að verja hús þar sem um helmingur bæjarbúa býr. I viðræð- um Bolvíkinga við starfsmenn um- hverfísráðuneytisins var ákveðið að skoða aðra kosti til að verja byggðina nánar. Mesta fannfergi í fjörutíu ár Á FJÓRÐA tug manna féllu í snjóflóð- um i Tíról í Austurríki í vikunni en ekki hefur verið eins mikið fannfergi í aust- urrísku og sviss- nesku Ölpunum í 40 ár, að sögn kunnugra. Snjóflóð sem féllu á bæina Galtúr og Valzur á þriðjudag og mið- vikudag kostuðu a.m.k. 37 manns lífið. Nokkrir lét- ust einnig í snjóflóðum í svissnesku og frönsku ölpunum um og eftir síðustu helgi. Þúsundir ferðamanna urðu inn- lyksa á skíðasvæðum í Ölpunum um margi’a daga skeið vegna snjóþyngsla og gripu stjómvöld í Tíról í Áusturríki loks til þess ráðs að fá lánaðar á fjórða tug herþyrlna til að flytja fólkið á brott. Fjölmargir Islendingar voru á hamfara- svæðunum en engan mun hafa sakað. Farið er að hlýna og óttast yfirvöld frekari snjóflóð þegar snjór fer að bráðna. Mikil spenna í Kosovo-héraði MIKIL spenna ríkir í Kosovo-héraði í Júgóslavíu þótt heita eigi að stríðandi fylkingar hafi náð áfangasamkomulagi í friðarviðræðum sínum, sem lauk í Ram- bouillet í Frakklandi á þriðjudag. Ser- bar eru sagðir hafa flutt mikinn fjölda hermanna og þungavopna til landamæra Kosovo og óttast margir að þeir hyggist blása til stórsóknar gegn skæruliðum Frelsishers Kosovo (UCK) til að styrkja stöðu sína fyrir viðræður sem hefjast eiga að nýju 15. mars. Vest- urveldin gera ráð fyrir að deilendur skrifí þá undir endanlegt samkomulag en óvíst er talið að takast muni að leysa þau erfíðu deilumál sem hömluðu við- ræðunum í Rambouillet. Serbar neita t.d. enn að sætta sig við erlent herlið í Kosovo, sem vesturveldin vilja að standi vörð um friðinn, og liðsmenn UCK neita að láta vopn sín af hendi. ►SEXTÍU og einn maður fórst í flugslysi kínverska flugfélagsins China Sout- hwest Airlines í austurhluta Kína á miðvikudag. Komst enginn lífs af en þetta mun vera mannskæðasta flugslys í Kína í fimm ár. Flugvélin var af gerðinni Túpelov Tú- 154 en tildrög slyssins voru ókunn. ►KURDALEIÐTOGINN Abduliah Öcalan fékk á fimmtudag að hitta lögfræð- inga sína í fyrsta skipti síðan Tyrkir höfðu hendur í hári hans í Kenýa fyrir tæpum tveimur vikum. Öcalan var á þriðjudag birt landráðaá- kæra og á yfir höfði sér dauðadóm verði hann fund- inn sekur, en tyrknesk stjórnvöld telja Öcalan ábyrgan fyrir dauða þeirra 30 þúsund manna sem farist hafa í átökum skæruliða Kúrda og tyrkneskra örygg- issvcita á síðustu árum. ►BÆNDUR frá öllum aðild- arlöndum Evrópusambands- ins stóðu á mánudag fyrir háværum mótmælaaðgerð- um í Brussel en þar voru landbúnaðarráðhcrrar ESB- ríkjanna 15 samankomnir til að ræða um endurskoðun sameiginlegrar landbúnað- arstefnu ESB. Þykir bænd- um að draga eigi ótæpilega úr styrkjum til landbúnaðar. ►NÍU fórust í bflslysi í Sví- þjóð á föstudag, þar af sjö böm, þegar skólabifreið rann til í hálku og rakst á ol- íuflutningabfl. Eldur kvikn- aði þegar í bflunum og lok- uðust farþegar skólabifreið- arinnar inni, með fyrr- greindum afleiðingum. Öku- maður flutningabflsins slapp hins vegar lífs af. Dómur Hæstaréttar um bann við áfengisauglýsingum Ekki vikið að jafn- réttissjónarmiðum EFTIR nýgenginn dóm Hæsta- réttar þess efnis að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi á Islandi virðist þversagnar gæta í banni við áfengisauglýsingum á Islandi, þar sem innlendum framleiðendum er óheimilt lögum samkvæmt að aug- lýsa bjór og áfengi, en erlendum framleiðendum er heimill aðgang- ur að islenskum neytendum í gegn- um auglýsingar í erlendum tímarit- um, sjónvarpi og á íþróttakapp- leikjum. Misrétti gagnvart framleið- endum og fjölmiðlum Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður furðar sig á því í dómi Hæstaréttar að ekki sé vikið að jafnréttissjónarmiðum í dómsforsendunum. „Þetta er innlendur bjórfram- leiðandi sem á hlut að máli og hann er í samkeppni við aðra aðila sem selja erlenda framleiðslu hér á landi,“ segir Jón Steinar. „í blöðum, sem eru seld alls staðar, eru áfengisauglýsingar og á sjónvarpsstöðvum sem nást á hverju einasta heimili er einnig fullt af áfengisauglýsingum. Það má segja að misréttið sem í þessu felst sé grófara gagnvart fjölmiðl- unum heldur en gagnvart þeim sem selja og framleiða áfengi. Inn- lend tímarit geta ekki fjármagnað starfsemi sína með áfengisauglýs- ingum á meðan samkeppnistímarit sem hér eru seld geta það,“ segir Jón Steinar. Bannið ekki framkvæmanlegt nema að hluta Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins, seg- ir ráðuneytið ekki hafa neina lausn á þeirri stöðu sem komin er upp í málefnum innlendra og erlendra áfengisframleiðenda aðspurður hvort eðlilegt sé að áfengisauglýs- ingar séu fiuttar inn í landið á með- an bann ríki við þeim. „Löggjafanum er þetta ljóst þeg- ar hann setur þessi lög og bannið er ekki framkvæmanlegt nema að hluta því við getum ekki bannað er- lend blöð,“ segir Björn. Hann segir afstöðu ráðuneytisins hins vegar skýra varðandi áfengisauglýsingar, eins þær sem sést hafa á íþrótta- kappleikjum þar sem þekkt áfeng- isvörumerki era auglýst í stað ákveðinna framleiðsluvara eins og Ölgerðin var dæmd fyrir að gera meðEgil sterka. „Eg lít svo á að það sé ekki verið að auglýsa framleiðsluvöru með sama hætti og gert var á vegg- spjöldum og í sjónvarpi þar sem verið var að auglýsa bjór sem er S Morgunblaðið/Golli Isafoldarhúsið horfíð GÖTUMYNDIN við Austurstræti er töluvert breytt frá því sem áð- ur var því ísafoldarhúsið, sem stóð við Austurstræti 8-10, er horfið. Húsið mun ekki hverfa sjónum manna um alla tíð því ráðgert er að reisa það í sem næst uppruna- legri mynd í Aðalstræti 10. Ármannsfell hf. byggir nýtt hús á lóðinni, þar sem ísafoldarhúsið stóð. Mál og menning Síðumúla 7-9 Sími 510 2500 6,2%. Vörumerkjakynning, sem hefur ekkert annað en merkið og nafnið og hugsanlega flösku, er allt annar hlutur en auglýsing á ákveð- inni framleiðsluvöru með ákveðn- um eiginleikum." Björn segir að með EES-samn- ingnum hafi Island, Noregur, Finnland og Svíþjóð heimild til að ragla útsendingu þegar áfengis- auglýsingar eru sendar út í sjón- varpi í gegnum geivihnetti, en seg- ist þó telja að enginn hafi nýtt sér heimildina. Kæmi til greina að auglýsa á erlendum íþróttaleikvangi Jón Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, segir að sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi að auglýsa í erlendum sjónvarps- stöðvum sem nást hér á landi. „En ég er hræddur um að við kláraðum fljótt það fjármagn sem ætlað er til markaðsmála því þetta eru dýrar auglýsingar. Áuk þess höfum við enga tryggingu fyrir því hve stór hluti manna sér útsendinguna." Jón Snorri sagði að það kæmi frekar til gi-eina að kaupa auglýs- ingu á erlendum íþróttaleikvangi ef um væri að ræða beina útsendingu til íslands frá kappleik íslensks íþróttaliðs og erlends. Sjálf- stætt fólk á banda- rískum markaði SJÁLFSTÆTT fólk eftir Halldór Laxness, sem bókaút- gáfan Vaka-Helgafell hefur samið um við bresku bókaút- gáfuna Harvill Press að verði dreift í yfir 50 löndum, kom út í kilju í Bandaiíkjunum fyrir tveimur árum. Með því var þess minnst að hálf öld var lið- in síðan bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum, eða árið 1946. Endurútgáfan var að til- stuðlan bandaríska rithöfund- arins Brad Leithauser, sem ritaði jafnframt inngang verksins. Verk eftir Louisu Matthíasdóttur skreytti kápu bókarinnar. Bókin var í marg- rómaðri þýðingu J.A. Thomp- sons. Bókmenntamenn gerðu góðan róm að endurútgáfunni og t.d. var bókin kölluð „ein af þeim stóru“ í Kirkus Reviews og í News & Observer var þeirri spurningu velt upp, hvort hún myndi ekki ryðja norrænum bókmenntum braut inn á Bandaríkjamarkað. Vintage-bókaforlagið gaf Sjálfstætt fólk út árið 1997, en forlagið er hluti Random Hou- se-útgáfusamsteypunnar, og var bókin gefin út af sömu samsteypu eftir seinni heims- styrjöld. Hún seldist þá í hálfri milljón eintaka á um það bil hálfum mánuði. Engin bók Halldórs kom út eftir það hjá stóru bókaforlagi í Banda- ríkjunum fyi-r en Sjálfstætt fólk var endurútgefin 1997 eins og áður var getið. Fékkst bókin eingöngu í fornbóka- verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.