Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 1
63. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS DOW JONES YFIR 10.000 STIG Tíu þúsund stiga mark- inu náð New York. Reuters. DOW JONES-verðbréfavísitala kauphallarinnar á Wall Street í New York fór í gær í fyrsta sinn í sögunni yfír 10.000 stig. Þótti verð- bréfamiðlurum atburður þessi mik- ið fagnaðarefni, en sá fögnuður ent- ist reyndar ekki lengi. 10.000 stiga „múrinn“ var brotinn skömmu eftir að viðskipti hófúst en þegar þeim lauk í gærkvöldi endaði vísitalan í 9.930,74 stigum. Ris hennar í 10.000 stig markar nýtt hámark fádæma mikillar uppsveiflu sl. 4% ár. A því tímabili hefur Dow Jones hækkað um því sem næst 6.000 stig samtals. En sumir kauphallarsérfræðing- ar álíta nýjustu uppsveifluna í hlutabréfaviðskiptum vestra ekki byggða á traustum grunni. Fjár- festingarnar hafi að mestu leyti ver- ið í þekktum stóríyrirtækjum, eink- um á sviði upplýsingatækni. Lausnar leitað á stjórnkerfískreppu ESB eftir afsögn framkvæmdastjórnarinnar Eftirmaður Santers jafn- vel útnefndur í næstu viku Brussel. Reuters. RÁÐAMENN aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) lögðu í gær kapp á að reyna hið snarasta að fínna lausn á því óvissuástandi í stjórnkerfi sambandsins sem afsögn allrar framkvæmdastjórnar þess hefur valdið. Það valdatóm sem fylgir afsögninni er ein alvarlegasta kreppan sem komið hefur upp í stjórn- kerfí ESB í 42 ára sögu þess, en ríkisstjómir aðildarlandanna eru staðráðnar í að sæta nú lagi til að gera gagngerar umbætur á stofnanauppbyggingunni, einkum með endurskipulagningu starfshátta framkvæmdastjórnarinnar. Reuters TONY Blair tók á móti Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlara í bústað sinum við Downingstræti 10 í Lundúnum í gær. Efst á dagskrá viðræðna þeirra voru viðbrögð við stjómkerfískreppunni í ESB. Forseti hennar, Jacques Santer, tilkynnti afsögnina eftir langan fúnd allra meðlimanna 20 á mánudags- kvöld, eftir að óháð nefnd sérfræð- inga, sem falið hafði verið að fara ofan í saumana á ásökunum um misferli og fjármálaóreiðu innan framkvæmda- stjómarinnar, sakaði hana um að hafa misst yfírsýn yfir stjómsýsluna sem undir stofnunina heyrir og að hafa leitt hjá sér vísbendingar um að innan hennar viðgengist misferli og svindl af ýmsu tagi. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands - sem þetta misserið gegnir fonnennsku í ráðherraráði ESB og er því uppálagt að stýra leit- inni að lausn vandans - lýsti því yfir eftir fund með Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, í Lundúnum í gær að leiðtogar aðildarríkjanna myndu reyna að tilnefna nýjan for- seta framkvæmdastjórnarinnar á aukafundi leiðtoganna í Berlín í næstu viku. Sagði Schröder hugsan- legt að halda þyrfti annan aukaleið- togafund til að gera út um val eftir- manns Santers. „Evrópa verður að vera áfram starfhæf,“ sagði Schröder. „Aðstæð- ur hafa gerbreytzt og við verðum að grípa í taumana," bætti Blair við. Santer ósáttur Santer hafði fyrr um daginn blásið til gagnsóknar, þar sem hann á fundi með fréttamönnum sagði sérfræð- ingaskýrsluna „yfírgengilega“ og að í henni væri innra ósamræmi. Sjálfur sagðist hann hafa fullkomlega hrein- an skjöld og myndi sitja áfram til bráðabirgða unz ríkisstjórnarleið- togarnir hafa skipað eftirmann sinn. Blair sagði þessi viðbrögð Santers „fullkomlega ófullnægjandi" og skor- aði á hann að fara frá eins fljótt og auðið væri en „pólitískur þungavigt- armaður" kæmi í hans stað með nýtt umboð til að gera þær umbætur sem þörf væri á. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði að Evrópusambandið ætti að draga lærdóm af þessu kreppu- ástandi sem ekki ætti sér fordæmi og gera endurbætur á stofnanaupp- byggingunni sem dygðu til að gera stofnanirnar skilvirkari, ábyrgari og í nánari tengslum við almenning. Greinilegt var í gær að ekki ríkir einhugur meðal ríkisstjórna aðildar- ríkjanna um hvaða leið skuli farin til lausnar vandans. Sú brezka og þýzka kallaði á róttæk umskipti hið snarasta en Italir og Spánverjar mæltust til þess að framkvæmdastjóm Santers sæti áfram út skipunartímabil sitt sem lýkur um næstu áramót. Gengi evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils ESB, féll fyrst eftir að fréttist af afsögn framkvæmda- stjómarinnar en hækkaði iítillega á ný áður en gjaldeyrisviðskiptum lauk í gær. Torveldar EES-samstarf Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, lét svo ummælt í gær að Norðmenn hefðu áhyggjur af því að hin skyndilega afsögn fram- kvæmdastjórnarinnar gæti hægt á viðræðum um ýmis hagsmunamál Noregs í samsMptunum við ESB og torveldað samstarfíð innan EES. Norskir ESB-andstæðingar gripu tækifærið til að lýsa því yfir að þeir hefðu haft rétt fyrir sér með því að hafna ESB-aðild landsins í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 1994. ■ Sjá umíjöllun á miðopnu Samningaviðræðurnar í Frakklandi um Kosovo-deiluna þokast lítt áfram Tengslahópur hafn- ar tillögum Serba Washington, París. Reuters. JAMES Rubin, talsmaður bandaríska utanríMs- ráðuneytisins, sagði í gærkvöld að staðan í samn- ingaviðræðum vegna Kosovo-deilunnar, sem nú fai-a fram í Frakklandi, gæfi ekM ástæðu til bjart- sýni. Þvermóðska Serba ylli því að þolinmæði manna væri næstum á þrotum. Hörð átök voru í Kosovo í gær og efldu Serbar enn vígbúnað með flutningi a.m.k. átta skriðdreka af gerðinni M-84 inn í héraðið, að því er eftirlitsmenn Oryggis- og samvinnustofnunar Evrópu greindu frá. Sögðu fulltrúar bandaríska varnarmálaráðuneytisins að herflutningar Serba undanfarna daga bentu til að þeir „gerðu sig klára í stríð“. Ummæli Rubins koma í kjölfar þess að Tengsla- hópurinn hafnaði breytingartillögum sem samn- inganefnd Serba gerði við fyrirliggjandi sam- komulag vegna Kosovo-deilunnar, á öðrum degi annarrar lotu samningaviðræðna í París í gær. Serbar lögðu fram langan lista breytingartillagna við textann um sjálfstjórn Kosovo-héraðs og höfn- uðu enn og aftur veru gæsluliðs frá Atlantshafs- bandalaginu í Kosovo. Sem kunnugt er samþykkti samninganefnd Kosovo-Albana fyrirliggjandi sam- komulag fyrir sitt leyti við upphaf viðræðnanna á mánudag. Samningamenn Tengslahópsins, frá Bandaríkj- unum og Evrópusambandinu, líta svo á að samn- ingurinn sé frágenginn og aðeins sé hægt að gera á honum minniháttar breytingar. Aðildarlönd Tengslahópsins beita Serba miMum þrýstingi og segja nóg komið af samningaþófi. „Stund sannleik- ans er ekki langt undan,“ sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra FrakMands, og talskona hans, Anne Gazeau-Sercret, sagði Serba verða að stíga skref í átt til sátta: „Ef ekM, þá brýst út stríð.“ Milutinuvic svarar fullum hálsi Milan Milutinovic, forseti Serbíu, svaraði fullum hálsi yfirlýsingum Tengslahópsins í gær: „Það er ekkert samkomulag til fyrr en báðir aðilar hafa samþykkt það.“ Hann bætti svo við að „lagfæring- ar“ á hinum pólitíska kafla samningsins væru nauðsynleg forsenda þess að Serbar gætu léð máls á því með hvaða hætti samkomulaginu skuli fram- fylgt- Reuters „ÞAÐ er ekkert samkomulag til fyrr en báðir aðilar hafa samþykkt það,“ sagði Milan Milut- inuvic, forseti Serbíu, sem hér nýtur aðstoðar lögreglu til að komast á fundarstaðinn í París. Að sögn stjórnarerindreka í París mun Tengsla- hópurinn gefa sér tíma fram á föstudag til þess að knýja fram samþykM stjórnvalda í Belgrad við samkomulaginu. Atök undanfarinna daga eru þau mestu í langan tíma og hafa um 9.000 manns þurft að flýja heimili sín frá því í byrjun vikunnar, að því er Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá í gær. Bandaríkin og N-Kórea semja NORÐUR-kóresk stjórnvöld hafa fallizt á að heimila eftirlitsheimsókn- ir Bandaríkjamanna að neðanjarðar- tilraunastöð, sem grunur leikur á um að hýsi tilraunir í sambandi við meinta kjarnorkuhervæðingaráætl- un Norður-Kóreu. Frá þessu greindi James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, í gærkvöld, en með þessu samkomulagi er stórri hindrun í samskiptum Norður- Kóreu og Bandaríkjanna rutt úr vegi. N-Kóreumenn hafa neitað því að umræddar byggingar tengist kjai'norkutækni á nokkurn hátt. Árið 1994 höfðu ríkin tvö undirrit- að samning um að N-Kóreumenn féllu frá því að halda áfram kjam- orkuhervæðingaráætlun sinni gegn því að fá m.a. sem svarar 420 millj- ai’ða króna virði af bandarískri tækni til friðsamlegrar kjarnorkufram- leiðslu, en Bandarílg'amenn hafa ekki viljað aflétta viðsMptabanni af hinu einangraða kommúnistaríM nema þai-lend stjórnvöld sanni að þau séu ekki að reyna að kjarnorku- vígbúast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.