Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Islenskur sigurvegari 1 alþjóð- legri keppni viðskiptaskóla Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SIGURLIÐIÐ við heimkomu til Danmerkur. Sigurgeir er lengst til vinstri. SIGURGEIR Guðlaugsson var einn fjögurra keppenda í liði frá Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn er fór með sig- ur af hólmi í alþjóðlegri stjórn- unarkeppni liða frá Ijórtán bestu viðskiptaskólum heims í Los Angeles nýlega. Keppnin vekur athygli í viðskiptaheimin- um og bandarísk fyrirtæki hafa augun á henni, svo sigur þar er gott veganesti, auk þess sem hún býður upp á skemmtileg og gagnleg persónuleg kynni. Sigurgeir er á þriðja og síð- asta ári í BS-námi í alþjóðavið- skiptum, en þetta er ný náms- braut í skólanum, sem ætlað er að mennta fólk í stjórnunarstöð- ur í alþjóðavæddu viðskiptalífi. Fimmtíu nemendur af 21 þjóð- erni stunda nám á þessari braut og um tíu prósent þeirra er sækja um eru teknir inn. Sigur- geir segir að eftir að hafa kynnst ráðningaraðstæðum er- iendis þyki honum mikið á vanta að íslensk fyrirtæki séu nógu dugleg að leita eftir góðu fólki í námi. Keppnin sem danska liðið sigraði í er alþjóðleg stjórnunar- keppni, „The Superbowl of Und- ergraduate Scholastics“. Fjórtán lið frá jafnmörgum skólum tóku þátt í keppninni, meðal annars frá þekktum viðskiptaháskólum eins og The Wharton School of Buisness í Pensilvaníu, sem oft er talinn besti viðskiptaháskóli í heimi. Þeir átta bandarísku skólar sem tóku þátt í keppninni eru aílir á lista yfír bestu við- skiptaskóla Bandaríkjanna. Ur- slitin þykja því mikill sigur fyrir danska skólann, sem er nýgræð- ingur á þessu sviði iniðað við hina skólana. Þrír af Ijórum keppendunum dönsku stunda BS-nám í alþjóðaviðskiptum. Keppnin fólst í að leggja lín- urnar fyrir Acer-tölvufyrirtæk- ið. Hvert lið fékk sólarhring til HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fjóra menn í fangelsi í 18 mánuði til þrjú ár fyrir þátttöku í margvíslegum fjársvikum og auðgunarbrotum, að miklu leyti í nafni félaga, sem áttu engar eignir og höfðu ekki tekjur af öðru en svikum. Fimmti maðurinn, sem tengist málinu, var dæmdur í 6 mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Tveir til viðbótar voru sakfelldir án þess að þeim væri gerð sérstök refsing en tveir menn til viðbótar voru sýknaðir af ákærum. Örn Karlsson, 43 ára, var dæmd- ur í 3 ára fangelsi. Magnús Hörður Jónsson, 56 ára, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Már Karlsson, 51 árs, var dæmdur í 2 ára fangelsi og Stefán Axel Stef- ánsson, 28 ára, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Auk þess voru mennirnir dæmdir til greiðslu sak- arkostnaðar og málsvamarlauna. 54 brot framin Málin voru höfðuð með útgáfu tveggja ákæruskjala þar sem af- brotum mannanna er lýst á 16 að taka saman efni í 20 mínútna kynningu og flytja. Sigurgeir sagði að þrátt fyrir að liðið hefði barist við tímamun og ferða- þreytu, auk þess sem þau hefðu fyrst fengið smákompu til að vinna í og tölvu sem alltaf var að hrynja hefði liðið náð góðum tökum á efninu og unnið vel, þótt niðurstöðurnar hafi síðan komið gleðilega á óvart. Dönsku nýgræðingarnir voru þarna að keppa við fólk, sem var að taka þátt í kepnninni í annað sinn og nemendur frá Singapúr höfðu æft sig frá því í september, svo aðkoman að keppninni var ekki sú sama fyrir alla. Um áhrif sigursins segir Sig- urgeir ómögulegt að segja enn, en í kvöldverði þegar úrslitin voru kunngerð höfðu margir gestanna úr viðskiptalífinu og frá skólum áhuga á að ræða við sigurvegarana. Fulltrúi Acer- fyrirtækisins hafði meðal annars áhuga á að hópurinn kynnti nið- urstöður sínar fyrir bandarísk- um starfsmönnum þess. Viðskiptanám í alþjóðlegu umhverfí Sigurgeir útskrifaðist úr Verslunarskólanum og tók síðan stefnuna á Copenhagen Business School. Auk þess sem umhverfið er alþjóðlegt í krafti þess að helmingur nemendanna er út- Iendingar og að kennt er á ensku eru nemendur hvattir til að vera gestanemendur erlendis. í haust var Sigurgeir því gesta- nemandi við University of Southern California í Los Angel- es, einmitt við skólann, þar sem keppnin var haldin. Auk Sigur- geirs stunda þau Guðfinna Traustadóttir og Róbert Ró- bertsson BS-nám við hina eftir- sóttu alþjóðadeild skólans, rétt eins og Sigurgeir, og eru bæði á öðru ári. Sigurgeir segir að námið veiti blaðsíðum. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa gerst sekir um 54 brot. Þeir sem voru dæmdir til refsingar voru sakfelldir fyrir þorra brota sinna og dæmdir til að greiða þorra sakarkostnaðar og málsvarnar- launa. Málsvöm þeirra tveggja sem ekki var gerð refsing var að hálfu greidd úr ríkissjóði og vörn hinna tveggja sem sýknaðir voru er að öllu leyti greidd af ríkinu. Örn og Magnús Hörður voru m.a. ákærðir fyrir að hafa, vorið 1996, svikið út sameiginlega í nafni Rúna sf. ýmsar vörur, m.a. undir því yfirskyni að þeir væru milligönguaðilar um fjáröflun framhaldsskólanema. Erni og Má var m.a. gefíð að sök að hafa, í febrúar og mars 1997, framið svik í nafni áhugamannafélagsins Brúna. Bæði þessi félög voru eignalaus og höfðu ekki að því er virtist tekjur af öðru en svika- starfsemi sinni. Auk þess kemur fram í dóminum að nokkrir mann- anna hafi um skeið tengst rekstri veitingastaðarins Ölkjallarans við Pósthússtræti í Reykjavík. ómetanlega innsýn inn í alþjóð- legt viðskiptalíf, auk þess sem kynnin af hinum stúdentunum séu mikilsvirði. Þar sem svo stranglega sé valið inn séu margir nemendanna þegar með reynslu úr viðskiptalífinu. Sigurgeir segist alltaf hafa hugsað sér að flytja heim að loknu námi. Hugmyndin er að vinna í nokkur ár, afla sér reynslu og síðan er draumurinn að komast í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Sigurinn í keppninni og ýmis sambönd, sem honum hafi fylgt, geti nú gert honum auðveldara fyrir um þáfyriratlun. I náminu segist Sigurgeir hafa kynnst því hve alþjóðleg fyrir- tæki leita markvisst eftir fólki í námi til að ráða strax að loknu prófi. „Það er að renna upp fyrir dönskum fyrirtækjum að ef þau gera þetta ekki líka missa þau besta fólkið,“ segir hann. „Is- lensk fyrirtæki þurfa að skoða alþjóðlega geirann betur. Það er Mennirnir voru sakaðir um að hafa falsað tékka í viðskiptum við þessi fyrirtæki, hafa ritað undir skuldabréf sem ekki stóð til að greiða eða komist í reikningsvið- skipti við þau og tekið út vörur og endurselt þær án þess að hafa ætl- að að greiða seljandanum fyrir þær. I annarri ákærunni er um að ræða brot sem framin voru vorið 1996 en í hinni brot sem flest voru framin í febrúar og mars 1997. í öðru málinu kröfðust 14 aðilar 8 milljóna króna bóta og í hinu kröfð- ust 14 aðilar um 4 milljóna króna í bætur. Fjölmörg stórfyrirtæki svikin Meðal þeirra fyrii'tækja, sem svik mannanna bitnuðu á voru ÁTVR, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Húsasmiðjan, Fjöregg, Glitn- ir, Harpa, Penninn, Gúmmívinnu- stofan, BYKO, Radíóbúðin, Bónus, Hekla, GKS og Samvinnusjóður ís- lands. Mennirnir komust yfir fleiri tonn sorglegt að sjá að fyrirtæki skuli ekki sækja meira í skólana og leita eftir góðu fólki þar.“ Að hans mati hafa mörg íslensk fyr- irtæki verið of værukær við að leita uppi gott fólk, heldur treyst því að fólk leiti til þeirra. „Islenskt atvinnulíf er líka að breytast, orðið meira en aðeins fiskur. Það verður mikil sam- keppni um gott fólk og gömlu stórfyrirtækin keppa við ný fyr- irtæki um fólk. Það þýðir ekki að sitja endalaust og bíða eftir að það komi af sjálfu sér. í Dan- mörku er líka farið að bera á að besta fólkið fari til alþjóðlegra fyrirtækja, sem senda fólk út um allan heim,“ bendir Sigurgeir á, sem meðal annars hefur kynnst atviimulífínu sem sumarmaður á Morgunblaðinu, þar sem hann hefur skrifað íþróttafréttir. Og þó það tengist ekki viðskipta- náminu segist hann eiga erfítt með að hugsa sér sumar án þess að horfa á fótboltaleiki og skrifa um þá. af matvælum undir því yfirskini að þeir væru í ijáröflun fyi-ir fram- haldsskólanema. Þeir keyptu einnig bíla, vélsleða, heimilistæki, parket, málningu og tölvubúnað á kaupleigu og greiddu allt með fölsuðum tékkum, skuldabréfum, sem ekki stóð til að greiða af eða voru í reikningsviðskiptum og höfðu að einhverju leyti endurselt mikið af verðmætunum fyrir lægra verð áður en að skuldadögum kom. Á eitt skuldabréfið vai- fasteign föður eins hinna dæmdu veðsett og falsaði sonurinn nafnritun föður síns, sem samþykks eiganda hinn- ar veðsettu eignar. Mennirnir voru, í dómi Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara, dæmdir til refsingar og greiðslu kostnaðar eins og fyn’ greinir en til frádráttar refsingum þeirra, sem þyngsta dóma hlutu, kom gæslu- varðhald í 25-37 daga. Skaðabótakröfum var hins vegar öllum vísað frá dómi og þær ekki taldar nægilega reifaðar og rök- studdar. Ákveða nafnið Borgar- fjarðar- sveit HREPPSNEFND samein- aða sveitarfélagsins í upp- sveitum Borgarfjarðar sem ekki fékk opinbera staðfest- ingu á heitinu Borgarfjörður hefur ákveðið að sveitarfélag- ið skuli heita Borgarfjarðar- sveit. Þegar unnið var að undir- búningi sameiningar Anda- kílshrepps, Reykholtsdals, Lundarreykjadals og Hálsa- sveitar í eitt sveitarfélag naut heitið Borgarfjörður mestrar hylli íbúanna. Hreppsnefndin ákvað að það skyldi verða nafn sveitarfélagsins en fékk ekki staðfestingu ömefna- nefndar og félagsmálaráðu- neytis fyrir því. Astæðan er sú að hugtakið Borgarfjörður nær yfir stærra svæði en um- rætt sveitarfélag. Gerð hefur verið ný könnun á viðhorfum fólks í sveitarfé- laginu og hefur hreppsnefndin nú ákveðið nafnið Borgar- fjarðarsveit. „Nafnið segir hvar við erum og hvað við er- um,“ segir Þórann Gestsdóttir sveitarstjóri og vísar til þess að sveitarfélagið sé sveitar- samfélag í Borgarfirði. Hún segir einnig að það sé afar mikilvægt að fá nafn á sveit- arfélagið. Nafnið fer nú til umsagnar örnefnanefndar og staðfest- ingar félagsmálaráðuneytis. Þórann vonast eftir jákvæð- um viðbrögðum og bendir á að forystumenn nági-annasveit- aifélaga geri ekki athuga- semdir við heitið. Nýr prófast- ur í Múla- prófasts- dæmi BISKUP íslands hefur út- nefnt sr. Sigfús J. Árnason, sóknarprest á Hofi í Vopna- fírði, til að vera prófastur í Múlaprófastskjördæmi frá 1. febrúar 1999 til næstu fimm ára. Sr. Sigfús er fæddur 20. apríl 1938 á Sauðárkróki. Hann vígðist til Miklabæjar- prestakalls árið 1965. Hann var síðan skipaður sóknar- prestur á Hofi frá 1. septem- ber 1980. Biskup Islands, hr. Karl- Sigurbjörnsson, setti sr. Sig- fús í embætti miðvikudaginn 10. mars sl. við messu í Hofs- kirkju. Kringlukast hefst í dag KRIN GLUKAST hefst í Kringlunni í dag og stendur fram til laugardags. Á meðan Kringlukast stendur verða ýmis tilboð í verslunum Kringlunnar. Sam- kvæmt fréttatilkynningu verður boðið upp á 20-50% af- slátt. Auk þess munu nokkrar verslanir bjóða upp á enn meiri afslátt á einstökum vörategundum. í tilefni Kringlukasts verð- ur Kringlan opin til kl. 18 á laugardag. Dómar í máli níu manna sem ákærðir voru fyrir skipulögð milljónasvik Fjórir menn dæmdir í 1 x/2-3 ára fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.