Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Islenskar fornsög’ur á þýsku BÆKUR F o r nbókmennti r GRETTIS SAGA - RIDDARASÖGUR Umsjón með útgáfu: Hubert Seelow, Jiirg Glauser, Gert Kreutzer og Her- bert Wackerlin. Eugen Diederichs Verlag, Míinchen 1998. ÁHUGI Þjóðverja á fornís- lenskri menningu er löngu kunnur og staðfestist í ýmsu, m.a. því að óvíða í Evrópu eru fleiri kennara- stöður í íslensku á háskólastigi en í Þýskalandi. Þessi lifandi áhugi endurspeglast m.a. í framtaki Di- etrichs útgáfunnar sem á dögunum sendi frá sér tvær útgáfur ís- lenskra fornbókmennta á þýsku: Grettis sögu og nokkrar riddara- sögur í einu bindi undir heitinu „Islándische Márchensagas“. Það fyrsta sem slær lesandann er hve frágangur, uppsetning og prentun eru með miklum ágætum. Þetta eru vandaðar og snyrtilegar bækur sem freista Iesandans til að hand- leika sig. I kjölfarið vaknar spum- ing: Hvað rekur erlent útgáfufyrir- tæki til að standa að þessari útgáfu með jafn myndarlegum hætti og blasir við? Ekkert ákveðið svar verður dregið af formála eða eftir- mála bókanna annað en það al- menna viðhorf að þessum bók- menntun hæfir að vera komið á framfæri við lesendur, hvar sem er og hvenær sem er. Grettis saga Hubert Seelow, þýðandi og um- sjónarmaður þessarar útgáfu Grettis sögu, er prófessor við nor- rænudeild Friedrich-Alexander há- skólans í Erlangen. Hann ritar fróðlegan eftirmála við útgáfuna þar sem gefíð er yfirlit um uppruna Grettis sögu, ritunartíma, handrit og hugsanlegan höfund. Grettis saga er talin með yngstu Islendingasögunum og byggir reyndar ríkulega á þeim fyrir vikið, m.a. á Landnámu, Konungasögum og einstökum Islendingasögum. Meðal þeirra eru Laxdæla saga, Bandamanna saga og Fóstbræðra saga. Hubert Seelow rekur hug- myndir manna um hugsanlegan höfund Grettlu, nefnir bæði Haf- liða Steinsson og sjálfan Sturlu Þórðarson. Hann rekur einnig vangaveltur manna um ritunartíma og nefnir að fyrri tímamörk sög- unnar geti ekki verið eldri en frá upphafi 14. aldar. Á hinn bóginn sé ekki hægt að útiloka að Grettla sé miklu yngri, eða jafnvel frá miðri 15. öld. Það er löngu ljóst að íslenskar fombókmenntir eru hluti af evr- ópskri menningu miðalda. Þær eru framleg blanda erlendrar og inn- lendrai- uppsprettu, blanda munn- legi’ar sagnalistar og bóklegrar rit- hefðar. Hubert Seelow minnir á hve sterk erlend áhrif leynast í Is- lendingasögunum, ekki síst í Grettlu. Hann nefnir sem dæmi at- vikið þegar griðkonan á Reykjum kemur að Gretti fáklæddum og sof- andi eftir Drangeyjarsundið. Hér er um að ræða flökkusögn frá mið- öldum sem felur í sér eftirtalin at- riði: sofandi mann, konur sem ræða um hann, nekt, kynmök. Eitt frægasta hliðstæða dæmið er í Decameron eftir Boccaccio. Hu- bert Seelow telur ekki ljóst hvern- ig þessi flökkusögn hefur borist í Grettlu, hins vegar séu fjölmörg hliðstæð dæmi um fornítalskar flökkusagnir í íslenskum fornsög- um. Þær hljóti að hafa borist með íslendingum sem námu við skóla á Ítalíu. Að mati Seelows geymir Grettis saga kjarna sem er óháður tíma og rúmi. Óhamingjumaðurinn Grettir lifir í jaðri samfélagsins, á mörkum reglu og raglings. Eins og svo margar aðrar söguhetjur miðalda vill hann nýta afl sitt til góðs, m.a. til að frelsa náunga sinn, en við- leitnin leiðir af sér ranghverfuna. Líflausar ástir KVKMYfllHK Háskólabfó KYSSTUR „KISSED" ★★ Leikstjóri: Lynn Stopkewich. Hand- rit: Barbara Gowdy og Angus Fraser. Aðalhlutverk: Molly Parker, Peter Outberbridge, Jay Brazeau. Kanada 1996. „KISSED“ er kanadísk bíómynd eftir Lynn Stopkewich frá árinu 1996 sem kannski má kalla sam- bland af nútímahrollvekju og ást- arsögu. Hún segir af ungri stúlku sem er gagntekin af dauðanum, safnar ung hræjum fugla og músa og grefur með mikilli viðhöfn, og þegar hún eldist og tekur að starfa við útfararþjónustu (hvar annars staðar?) gerist hún ástleitin mjög við líkin og stundar kynlíf með þeim. Eins og sjá má er myndin ekki fyrir hneykslunargjarna. Hvað höfundar hennar era að fara með sögunni um ástkæra líkriðilinn er nokkuð óljóst. Sjálf reynir stúlkan að skýra málið út fyrir nýja kærastanum sínum sem heillast af henni vegna áhuga henn- ar á líkum. Hún talar eitthvað um LISTIR Hubert Gert Seelow Kreutzer Hetjan kallar yfir sig ofsókn og óhamingju. Islenskar riddarasögur Hitt verkið geymir eftirtaldar sex sögur: Ála flekks sögu, Vil- mundar sögu viðutan, Flóres sögu konungs og sona hans, Rémundar sögu keisarasonar, Sigurðar sögu þögla og Dámusta sögu. Þrír þýskir norrænufræðingar sáu um útgáfu þessa verks: Júrg Glauser, prófessor við háskólana í Basel og Zúrich, Gert Ki-eutzer, forstöðumaður Norrænu deildar- innar við háskólann í Köln, og Her- bert Wáckerlin, nemandi í nor- rænu. Sögurnar sex tilheyi-a hópi forn- sagna sem erfitt hefur reynst að fella saman. Ymist er hópurinn nefndur lygisögur eða íslenskar riddarasögur. Ekki er þó alltaf ljóst hversu hreiníslenskar sögum- ar era, því þótt þær séu framskrif- aðar hér á landi geyma þær gjarn- an klassísk ævintýraminni sem ekki verða kennd einu landi öðra fremur. Afar misjafnt er um útgáf- ur þessara sagna, sumar hafa vezið gefnar oft út (Sigurðar saga þögla) en aðrar mun sjaldnar (Rémundar saga keisarasonar). Markmið segja aðstandendur bókarinnar vera að gefa innsýn í ólík form íslenski-a riddara- og æv- intýrasagna. I því skyni hafi þessar sögur verið valdar. Engin þeiiTa hefur áður verið þýdd á þýsku. Mikil vinna liggur að baki þýðing- unum. Sérstaklega segja aðstand- endur bókarinnar að hafi kostað mikla vinnu að finna stíl við hæfi. I Þýskalandi hefur skapast hefð fyr- ir þýðingum á fomíslenskum bók- menntum, reglufesta hefur skapast þannig að tiltekin orð hafa ófrá- víkjanlega verið þýdd með ákveðn- um þýskum orðum. Þýðendurnir telja þessa kyrkingslegu reglufestu ekki þjóna neinum tilgangi og því brjóta þeir hana upp innan skyn- samlegra marka. Ekki verður annað séð en þýðendum hafi tekist hlutverk sitt, a.m.k. að svo miklu leyti sem þessi blek- beri ber skynbragð á þýska tungu. Textinn er trúr uppranatext- anum að því leyti að hann einkennist af einföldum, auðskild- um aðalsetningastíl. Aftast í bókinni er 137 blaðsíðna viðauki með ýtarlegum orð- skýringum, yfirlit- skaflar um einstakar sögur og nafnaskrá. Það er gleðilegt til að vita að ís- lensk menning skuli vera flutt út með þeim hætti sem hér er gert. Þetta framtak staðfestir aðeins það sem margir hafa sagt um dagana, og kannski Halldór Kiljan einna oftast, að íslenskar bókmenntir fyiT og síðar eiga á öllum tímum erindi út fyrir lándsteinana. Þetta er mjög eðlilegt þegai- haft er í huga að fornbókmenntirnar urðu til við menningarlega árekstra nýs og gamals, kristni og heiðni, ey- menningar og meginlandsmenn- ingar. Það er eðlilegt að því sem við fengum að láni og umbreyttum með svo listilegum hætti sé skilað með þessu móti. Að mínum dómi hefur það tekist glæsilega í þessum tveimur bókum. Ráðstefna um höfundarrétt ljósmyndara MYNDADEILD Þjóðminjasafns Islands, Ljósmyndasafn Reykja- víkur og Ljósmyndarafélag Is- lands efna til málþings um höf- undarréttarmál í tengslum við ljósmyndir í Skólahúsinu í Viðey, laugardaginn 20. mars kl. 10-13.15. Fyrirlestra flytja Knút- ur Bruun, Erla Árnadóttir, Tómas Þorvaldsson og Ragnar Aðal- steinsson lögmenn. Við upphaf nýrrar aldar hafa höfundarréttarmál í tengslum við ljósmyndir aldrei brunnið heitar í almennri umræðu. Kemur þar margt til; söfn víða um land era nú farin að varðveita og selja kópíur úr ljósmyndasöfnum, útgáfa á myndefni hefur aldrei verið meiri og með tilkomu tölvunnar hafa fjölmörg álitamál gagnvart ljós- myndinni risið, ekki síst með til- komu alnetsins, segir í fréttatil- kynningu. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 18. mars. Skráning fer fram á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, eða á Þjóðminjasafni Islands. Þátttaka í málþinginu er ókeypis. Gestir fá afhent ráðstefnugögn og munu njóta veitinga í boði aðstandenda málþingsins. Þátttakendur greiða hins vegar sjálfir bátsferðir til og frá Viðey. Brottför verður frá Sundahöfn kl. 9.30. Ingi Bogi Bogason Karlakórinn Heim- ir í Skagafírði með tónleikarunu KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur nokkra tón- leika á Suðvesturlandi næstu daga og verða þeir íyrstu í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Föstudaginn 19. mars í nýbygg- ingu Grafarvogskirkju kl. 20.30. Laugardaginn 20. mars í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 14 og kl. 17 syngur kórinn nokkur lög í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Um kvöldið verður kórinn með söng- og skemmtikvöld á Broadway. Á söngskránni era lög eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Jón Björnsson, Pétur Sig- urðsson, Geirmund Valtýsson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Weber, Verdi, Ortelli o.fl. Söngmenn Karlakórsins Heimis era 70 og einsöngvarar með kómum era Einar Hall- dórsson og Álftagerðisbræðum- ir Óskar, Pétur og Sigfús Pét- urssynir. Söngstjóri er Stefán R. Gísla- son. Undirleikarar era Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Aðgöngumiðasala er í Penn- anum og Eymundsson. ÞÆR sýna málverk og styttur í Safnahúsi Borgarfjarðar: Hrönn Eggertsdóttir og Margrét Jónsdóttir. Heimurinn okkar í Safna- húsi Borgarfjarðar að verða eitt með líkunum og um ljósið skæra og að hvert þeirra hafi sitt sérkenni og hún upplifi þau alls ekki sem dauða hluti heldur þvert á móti era þau fyrir henni sprelllif- andi. Kærastinn unnir stúlku þess- ari mjög en eini gallinn er sá að hann dregur andann og veit að hann mun aldrei fá að njóta sannra ásta með henni á meðan hjartað dælir blóði. Einhver gæti litið á þetta sem svartan húmor og fremur líflausan en höfundarnir gefa ekkert uppi. Þeir fjalla mjög blátt áfram um efni þetta og grafalvarlega. Það er ósvikinn drungi yfir frásögninni og myndatakan fangar hann vel. Stúlkan er sögumaður myndarinn- ar og veit í aðra röndina að samfé- lagið lítur á hana sem eitt af skrímslum næturinnar en hins veg- ar er þetta hennar aðferð til þess að fást við dauðann, kynnast hon- um og lifa sig inn í hann, jafnvel ná tökum á honum. Dauðinn svífur auðvitað mjög yfir vötnum og höf- undamir ná fram býsna hrollvekj- andi blæ með ýmsum smáatriðum varðandi meðferð á líkum, sem bet- ur lægju í þagnargildi. Leikur er allur hinn ágætasti, einkum hjá Molly Parker í hlutverki stúlkunnar sem krefur áhorfendur um skilning en fær hann varla. Arnaldur Indriðason HRÖNN Eggertsdóttir og Margrét Jónsdóttir sýna málverk og styttur í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarn- arbraut 4-6, Borgarnesi. Sýninguna kalla þær Heimurinn okkar og sýnir Hrönn verk unnin með olíu á striga en Margrét stytt- ur af mönnum og dýrum úr stein- leir og jarðleir. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur föstudaginn 26. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.