Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ^8 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 Taktujiátt í léttum leik og hver veit! <g> mbl.is -ALLTAf= eiTTH\/A£> /\TÝT7 á mbl.is Glímdu við Jóa sterka í léttum leik á mbl.is og þú gætir unnið Jóa-úr, Jóa-vasaljós, miða fyrir tvo á myndina eða glæsilega Sony Playstation-leikjatölvu frá BT með tveimur leikjum, minniskubbi, tösku og Glove-stýripinnanum. Jói sterki er spennandi fjölskyldumynd sem fjallar um górilluapa sem sleppur úr haldi eftir að hafa verið fluttur til Bandaríkjanna af öryggisástæðum. SAMBÍ ______UMRÆÐAN____ Umbyltinga þörf í skólamálum SKÓLINN er íhaldssöm stofnun og breytingar og nýjungar í skóla- málum eru sjaldan í takt við þær breytingar sem verða í samfélaginu. Allar manneskjur eru í eðli sínu námsfúsar og fullar af fróðleiksfýsn. Kennar- ar sem taka við 6 ára bekkjum að hausti upp- lifa þetta hvert haust þegar þeir mæta til- hlökkuninni og gleðinni í andliti sérhvers barns. Barnið er fullt eftirvæntingar og hef- ur fullt af spurningum á takteinunum sem það vill fá svör við. I stað þess að virkja kraftinn, gleðina og áhugann hjá barninu drepur skólinn niður á fáum árum all- an áhuga barnsins til náms. Kennarar við skólana eru allir af vilja gerðir en fá litlu áorkað vegna mið- stýrðs kerfís sem veitir lítinnn möguleika til sveigjanleika. Kenn- arar finna fljótt til vanmáttar í þessu kerfi og margir þeirra segja upp störfum. Skólakerfið þarf á umbyltingu að halda. í meginatriðum eru allir skólar svipaðir að uppbyggingu. Þetta eru stofnanir með stórum byggingum, skólalóð, frimínútum, bömum raðað í bekki eftir aldri, ákveðið námsefni sem þarf að fara yfir og síðan próf til að meta hversu vel barnið hefur tileinkað sér náms- efnið. Þetta skólakerfi sem er við líði í dag var skapað af uppeldis- fræðingnum Johann F. Herbarth í kringum 1800 í konungsríkinu Prússlandi sem einkenndist af skrifræði og hernaðarmennsku. Þetta skólakerfi hentaði vel inn í tíðarandann þá og var tekið upp alls staðar í Evrópu og síðar í nýlendun- um og smám saman út um allan heim. Regla, agi og skilyrðislaus hlýðni við yfirboðara voru einkunn- arorð sem hinn dugandi nemandi í prússneska skólanum átti að til- einka sér. Því miður hefur þetta kerfi haldið velli allt fram á okkar daga. „Þýski nasisminn" og kenn- ingar atferlissinna festu þetta kerfi kyrfilega í sessi. „En nú er hún Snorrabúð stekk- ur.“ I dag þarf á grundvallarstefnu- breytingu í skólamálum að halda. Prófessor Edvard Befring, einn helsti sérfræðingur nútímans í skólamálum, telur að skólakerfið eins og það er í dag með hinni gífur- legu áherslu á prófum og sam- keppni, þar sem fyrirfram staðlað námsefni er prófað, eyðileggi marga nemendur. Allt of mikil áhersla er lögð á að prófa nemendur í þurrum staðreyndum sem hafa lítið að segja um námshæfi eða kunnáttu nem- andans. Allir nemendur skólans þurfa að fara í gegnum sama námsefni og sömu síu. Námið er matað af kenn- urum sem eru fyrst og fremst að miðla fyrirfram lögskipuðu náms- efni til nemenda sinna. Afleiðingin verður sú að frumkvæði og sköpun- armáttur nemanda jafnt sem kenn- ara verður lítið og skólakerfið ein- kennist af leiða og útbrennslu. Eftir því sem kemur á efri stig skóla- skyldunnar verða agavandamál Hlífdarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. sýnilegri. Hver skyldi svo ástæðan vera? Jú, börnin okkar eru orðin svo leið á skólanum, ítroðsluaðferð- inni sem þar ræður ríkjum að þau segja hingað og ekki lengra! Eg er sannfærður um að stór hluti af agavandamál- um unglinga í grunn- skólum landsins mætti laga með því-að gjör- breyta áherslunum í skólamálum. Illa ígrundaðar yfir- lýsingar yfirmanna menntamála hér á landi um lélega náms- hæfni barna í stærð- fræði er ámælisvert. Ekki sé ég tilganginn né ábatann í því að bera börn vor saman við börn í Singapore og annarra Asíuþjóða sem skara fram úr í stærð- fræði. Urval nemenda þessara þjóða þarf að læra myrkr- anna á milli með svipuna yfir sér. Við Islendingar þurfum ekki á þeim samanburði að halda. Olík menning og ólíkar forsendur gera allan sam- anburð hjákátlegan. Það er ámælis- Skólamál Valmöguleikar, segir Jakob Bragi Hannes- son, eiga að einkenna skólastarfíð. vert að yfirmenn menntamála hér á landi skuli hlaupa upp til handa og fóta og hrópa „úlfur úlfur“ þegar skín í gegn að verið sé að nota grýl- una um lélega námshæfni íslenskra grunnskólanemenda í stærðfræði í pólitísku ábataskyni. Það er annars umhugsunarvert að núna þegar helstu nágrannaþjóðir okkar eru að tala um allt of mikla áherslu á próf og samanburð á efri stigum grunn- skólans, að þá skuli yfirmenn ís- lenskra menntamála auka náms- kröfunar og pressuna á grunnskóla- böm hér á landi. Meinið við íslenskt skólakerfi er að kröfurnar eru allt of miklar á einhæft og að mörgu leyti úr sér gengið námsefni. Hvað er þá til ráða? Jú, börnin eiga að fá að vera börn miklu lengur. Uppgötvunarnám og leikur eiga að vera allsráðandi á barnaskólastiginu. Við megum ekki gleyma því að bömin læra í gegnum leikinn! Það á að vera gaman í skól- anum! Nemendurnir eiga að fá miklu meira að segja um nám sitt. Val- möguleikar eiga að einkenna skóla- starfð. Við eigum að leyfa barninu að beina spjótum sínum inn á þær brautir sem hæfileikar þess og áhugi segir til um. Hver og einn skóli á að fá miklu meira sjálfstæði til eigin ákvarðana- töku í allri uppbyggingu. Það á að ráða viðskiptafræðinga við skólana sem eiga að sjá um bókhaldið, skrif- finnskuna sem tekur allt of mikinn tíma frá skólastjórum og yfirkenn- uram. í staðinn eiga skólastjórar og yfirkennarar alfarið að beina orku sinni að skólamálum og faglegu starf. Miklu meira fé ætti að leggja til skólarannsókna og ég tel að við ís- lendingar í fámenni okkar ættum að eiga alla möguleika á að vera leið- andi í skólatilraunum og rannsókn- um. Það er nú einu sinni þannig að núna þegar við erum að fara inn í nýja öld viljum við sjá nýjan betri skóla fyrir komandi kynslóðir. Eg skora á stjórnvöld að taka nú til hendinni og gera almennilegt átak í skólamálum á nýjum 2000 aldar forsendum! Höfundur er í nmstersnámi l sérkennslufræðum. Jakob Bragi Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.