Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
f Í//L7V /CÓMA}
r í FPOStCASTÖ/cK? 1
Grettir
Hundalíf
JLOMPC/. LUB8t, t//£> a/Auat sreeroEF
'--- • 1//Ð //IAUPI/A4
I •
(’T/xgctA, /v&cvl-'cg Aeí eéíi c/fr/fV
i aeroéic, ó/mc//n. e//>sj>g /xj/^ -
Ljóska
Ferdinand
f WHEN 1 WA5 /LITTLEJHE 5CH00LM BUS CAME BY ff \ WHERE U)E J1 VLlvep- 1 <?-/z ■ : J
i
I (
i
I U5ED T0 JUMP UP ANP
DOWN AND BARK, AND
ALL TME KIDS WOULD
TELL AND WAVE..
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Endurnýjuð kjarn-
orkustríðsógn Rússa
Frá Tryggva V. Líndal:
NÚ BERAST þær válegu fréttir
utan úr heimi, að Rússar séu enn
með mikinn hluta kjarnorkueld-
flauga sinna í viðbragðsstöðu; tO-
búnir að skjóta þeim á Vesturlönd
með jafn sjálfvirkum hætti og áður.
Er ekki einasta, að þeir miði ennþá
langdrægum milliálfueldflaugum á
N-Ameríku heldur hafa þeir verið
að koma fyrir nýtískulegii eld-
flaugum í stað kaldastríðsflaug-
anna.
Síðast er það að frétta að Banda-
ríkjamenn NA hafa áhyggjur af að
Rússar fari að steypa kjarnorku-
sprengjum yfír þá út af misskiln-
ingi sem tengist tölvuvanda þeirra
árið 2000.
Eg held að það sé komið að því
að þeir sem létu sig varða kjam-
orkustríðsvána hér á landi í kalda
stríðinu; þar til fyrir tæpum ára-
tug; verði nú að viðurkenna að slíkt
er ennþá raunhæfur möguleiki.
Hvort sem Rússar miða enn mörg-
um flaugum á Island eða ekki, má
telja að líf og heilsa flestra Islend-
inga sé í veði; ef Rússar fara að
skjóta flaugum sínum yfir Atlants-
hafíð. Jafnvel það eitt að votti fyi-ir
kjamorkuvá sem getur eytt öllu
mannlífí á Islandi, er næg ástæða
til að áhugamenn um varnarsam-
starf taki við sér aftur; eftir lang-
þráða hvíld.
Helstu boðleiðir kjamorku-
stríðsandstæðinga þurfa að vera
endurvaktar; ríkisstjómin, Sjálf-
stæðisflokkurinn, utanríkisráðu-
neytið; og Varðberg og Samtök um
vestræna samvinnu; þurfa að end-
urnýja þrýsting á Nató og Banda-
ríki NA; með því að skilyrða vem
þeirra á Keflavíkurvelli; til að Nató
gangi enn lengra í því að fyrir-
byggja kjamorkuárásir frá Rúss-
landi fyrir slysni.
Rússar nota núna kjarnorku-
vopnabúr sitt sem gnmdvöll fyrir
þrýstingi á Vesturlönd til að kúga
út úr þeim efnahagsaðstoð; vitandi
að kalt stríð eða heitt myndi kosta
Vesturlönd margfalt meira. Ég
held að betra sé að margfalda
þessa fjárhagsstyrki til Rússa en
að búa við áframhaldandi útrým-
ingarhættu Islendinga; sú aðstoð
yrði hvort sem væri ekki nema
brot af því sem vopnakapphlaup
kalda stríðsins kostaði Nató.
Smásmuguleg umræða um
kjamorkuvamarmál Rússa (og
Nató) er að mínu viti brýnni en öll
heimsins umræða um umhverfís-
mál; og jafnvel öll önnur fjárhags-
mál og afkomuvandamál.
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn
ætti kannski að gera þetta að einu
af stefnumálum sínum fyrir kom-
andi alþingiskosningar; með
áherslu á 2000-tölvuvandann í
rússnesku herbúðunum. Þetta
myndu margir kalla kaldastríðs-
áróður; en það virðist ennþá þurfa
að bíta í þetta súra vígbúnaðarepli;
um fyrirsjáanlega framtíð, a.m.k.
TRYGGVI V. LÍNDAL
þjóðfélagsfræðingur,
Skeggjagötu 3, Reykjavík.
Herinn burt?!
Frá Ingvari Tryggvasyni:
ÞAD ER í mínum huga fagnaðar-
efni að þingsályktunartillaga um að
gengið verði til viðræðna við banda-
rísk stjórnvöld um brottfór hersins
og yfírtöku íslendinga á rekstri
Keflavíkurflugvallar var felld í at-
kvæðagreiðslu í gær. Þó svo að
heimsmyndin hafí breyst á síðustu
árum og kaldastríðinu sé lokið þá
efast ég um að íslendingar geti rek-
ið Keflavíkurflugvöll með sómasam-
legum hætti eins og hugarfar
stjórnvalda er í dag.
Forsmekkinn af yfírtöku íslend-
inga á rekstri Keflavíkurflugvallar
sáum við fyrir örfáum árum. Banda-
ríkjaher var þá uppálagt að taka
upp niðurskurðarhnífinn á Keflavík-
urflugvelli og í kjölfarið var íslend-
ingum boðið að yfirtaka rekstur
einnar flugbrautar af þremur. ís-
lendingar brugðust þannig við að
flugbraut 07/25 var lokað og tóku
þar með fyrsta skrefíð í þeirri þró-
un sem hefur komið Reykjavíkur-
flugvelli í núverandi ástand. Þó svo
að umrædd flugbraut hafí tölfræði-
lega verið lítið notuð þurfti að grípa
til hennar við vissar aðstæður.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er
lítið notað en okkur dettur ekki í
hug að leggja það niður. Fyrir
nokkrum vikum þurfti farþegaþota
að snúa til Glasgow með ærnum til-
kostnaði þegar suðvestanáttin var
upp á sitt besta á Miðnesheiði. Þann
dag sannaðist aftur að kostnaðurinn
við lokun brautarinnar vegur
þyngra en sparnaðurinn. íslending-
ar geta nú montað sig af því að eiga
dýrasta snjógeymslusvæði í heimi á
Miðnesheiði sem áður var þriðja
besta flugbraut á landinu.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er
annað gott dæmi um hvemig ís-
lendingar reka flugvallarmannvirki.
Sú hefð hefur skapast að verja tekj-
um flugstöðvarinnar í eitthvað allt
annað en að standa undir rekstri og
afborgunum. Flugstöðin hefur alltaf
staðið undir sér og væri skuldlaus
ef rétt væri að máfum staðið. Svo
tala menn um fortíðarvanda.
Yfirtöka íslendinga á rekstri
Keflavíkurflugvallar kallar á gríðar-
lega hugarfarsbreytingu hjá stjórn-
völdum. Það er meira en að segja
það að reka stóran flugvöll og til
þess þarf aðra hugmyndafræði en
þá sem ráðuneytin hafa. Þó svo að
stefnumál samfylkingarinnar séu að
mörgu leyti áhugaverð þá held ég
að þeir þingmenn sem stóðu að
þessari þingsályktunartillögu hafí
ekki reiknað dæmið til enda.
INGVAR TRYGGVASON,
flugmaður.
Þegar ég var lítill, ók
skólabíllinn framhjá þar
scm ég bjó...
Ég var vanur að hoppa upp og nið-
ur og gelta, og allir krakkarnir
hrópuðu og veifuðu...
Varst þú vanur að
veifa þegar kaktus-
bíllinn ók framhjá?
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.