Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 29
UMRÆÐAN
Um lýðræði og
upplýsingaflæði
í íslensku þjóðfélagi
hér nefnd
I FRETTUM í
Morgunblaðinu 12. og
13. mars er haft eftir
Víglundi Þorsteins-
syni, stjórnarformanni
Lífeyrissjóðs verslun-
armanna, að auka
þurfi hluthafalýðræði
á Islandi og bæta upp-
lýsingaflæði frá
stjórnum fyrirtækja til
hluthafa. Rök má leiða
að því að víðar sé þörf
á auknu lýðræði og
bættu upplýsinga-
flæði. Þetta á við ekki
aðeins um hlutafélög
heldur einnig stjórn-
sýslu og önnur félög
en hlutafélög. Skulu
nokkur dæmi.
I lögum um ársreikninga frá
1994 er hlutafélögum gert skylt að
skila inn til félagaskrár ársreikn-
ingi sem almenningi er veittur að-
gangur að. Dæmi eru um að fyrir-
tæki sem mikið berast á fullnægi
ekki þessari skyldu. Má vera að
ástæðan sé sú að ársreikningurinn
falli ekki að þeirri ímynd sem reynt
er að skapa? Hér vantar greinilega
eitthvað á upplýsingastreymið.
Annað dæmi er úr stjórnsýslu.
Eyþór Arnalds borgarfulltrái
benti nýlega á að Reykjavíkurborg
hafi um margra ára skeið keypt
megnið af gagnstéttarhellum til
framkvæmda í Reykjavík án út-
boðs af einum helluframleiðanda.
Sérstakur innkaupasamningur var
gerður við þennan hellusala og al-
menningi hefur verið neitað um
aðgang að þessum innkaupasamn-
ingi. Hér skortir á að jafnræði
borgaranna hafi verið virt, því ekki
hafa allir fengið jöfn tækifæri til
viðskipta. Jafnræði borgaranna er
einn af hornsteinum
lýðræðisins og þess
vegna má segja að
þarna hafi lýðræði
skort. Upplýsingaflæði
frá Reykjavíkurborg
til borgaranna hefur
einnig skort því samn-
ingurinn hefur ekki
fengist birtur. Skatt-
greiðendur geta því
ekki fengið að vita
hvernig farið hefur
verið með fé þeirra í
þessu tilfelli.
I Morgunblaðinu
Sveinn hinn 13. mars spurði
Valfells Benedikt Sveinsson
ýmissa spurninga um
stjómir Mfeyrissjóðanna og skipan
þeirra. Svo háttar til að þeir laun-
þegar sem fá laun samkvæmt
Stjórnsýsla
Rök má leiða að því,
segir Sveinn Valfells,
að víðar sé þörf á
auknu lýðræði og
bættu upplýsingaflæði.
kjarasamningum hafa ekki kost á
að velja sér sjálfir lífeyrissjóð.
Verkalýðs- og atvinnurekendur
ákveða hvaða sjóð launþegai'
greiða í og skipta með sér stjórnar-
sætum lífeyrissjóðanna eftir hinni
gamalkunnu helmingaskiptareglu.
Þessir launþegar geta því hvorki
valið sér sjóði né kosið beint í
stjórn þeirra. Hér virðist eitthvað
skorta á lýðræðið.
Þeim sem standa utan almenna
lífeyrissjóðakerfisins er gert skylt
að greiða í Söfnunarsjóð lífeyris-
réttinda. Fjármálaráðherra skip-
ar sjóðsstjórn en meirihluti
stjórnar þar er skipaður eftir til-
nefningu fulltrúa lífeyrissjóðanna.
Sjóðsfélagar þessa sjóðs hafa því
hvorki bein né óbein áhrif á skip-
un stjórnar sjóðsins, en hún fer
með yfírstjórn hans. Hér virðist
aftur eitthvað vera bogið við lýð-
ræðið.
At’ið 1997 lánaði Söfnunarsjóður
lífeyrisréttinda fyrirtæki sem
stjórnarformaður eins stærsta líf-
eyrissjóðsins stýrir á þriðja hund-
rað milljónir króna. Lánið var á
góðum kjörum. Fyrirtækið sem
um ræðir er eitt af þeim fyrirtækj-
um sem ekki hafa skilað ársreikn-
ingi til félagaskrár. Sjóðsfélagar
geta ekki kynnt sér hvort þessi
ráðstöfun iðgjalda þeirra var skyn-
samleg, því ársreikningar fyrir-
tækisins hafa ekki verið gerðir op-
inberir þrátt fyi-ir tilmæli laga.
Hér skortir greinilega á að kröfum
um upplýsingaflæði hafi verið full-
nægt. Þó er nú vitað að bókfært
eiginfé fyi'irtækisins var í árslok
1996 neikvætt um hátt á annað
hundrað milljónii'.
Þetta eru aðeins örfá dæmi um
hvernig víða er skortur á lýðræði
og upplýsingaflæði í íslensku þjóð-
félagi. Eins og þessi dæmi sýna má
margt betur fai’a. Því vill undirrit-
aður þakka þeim Víglundi, Eyþóri
og Benedikt fyrir að hafa vakið at-
hygli á þessum málum og vonar að
ummæli þeirra leiði til almennrar
umi'æðu um skort á lýðræði og
upplýsingaflæði. Þar virðist af
nógu að taka.
Höfundur er verk- og
viðskiptafræðingur.
Er þetta
ekki hlutverk
Alþingis?
UMRÆÐUR á Al-
þingi um málefni aldr-
aðra hafa verið nokkuð
einhliða undanfarin ár.
Þessi umræða snýst yf-
irleitt um einhvern
vanda eins og skort á
hjúkrunarplássum og
vistun íyrir aldraða, of
lágum ellilífeyri og öðr-
um efnislegum réttinda-
málum aldraðra. Og
umræðan ber yfirleitt
keim af þeiri þrálátu
skoðun að aldraðir séu
vandamál. Að tilvera
þessa þjóðfélagshóps og
fjölgun hans hlutfalls-
lega í þjóðfélaginu skapi
efnahagsvanda! Kvíði stjórnvalda á
hverjum tíma kemur oft fram í því að
í framtíðinni verði stöðugt fleira full-
orðið fólk „byrði“ á þjóðfélaginmu og
færra fólk verði stöðugt til að vinna
og borga skattana!
Stundum rísa aldraðir sjálfir upp
og safnast saman framan við alþing-
ishúsið til að bera fram kröfur sínar.
Aldraðir og Alþingi eru sem sagt
í hefðbundnum skakstri um skipt-
ingu kökunnar.
Ekki skal hér dregið í efa nauð-
sym þessarar baráttu. Sumir aldr-
aðir hafa skelfilega afkomu. Aðbún-
aður margra sem eru í lokaróðrin-
um á stofnunum og í heimahúsum
er stundum svartur blettur á sið-
menntðu þjóðfélagi sem er auðugt
og fleira mætti telja.
En er þessi umræða þrátt fyrir
þetta ekki of einhæf? Er það ekki
hlutverk Alþingis að skilgreina mál
aldraðra í þjóðfélagslegu samhengi?
Að „rökræða“ úr ræðustól Alþingis
um grundvallarspurningar? Sést
Alþingi kannski yfir það hvaða al-
menn þróun er að verða í lífi þeiiTa
sem fara af vinnumarkaði? Kemur
hin félagslega staða fullorðins fólks
Alþingi ekki við?
Það er að verða grundvallarbreyt-
ing á félagslegri gerð
þjóðfélagsins. Full-
orðnu fólki fjölgar ekki
aðeins hlutfallslega
heldur lengist líka sá
tími sem fólk heldur
góðri heilsu eftir starfs-
lokin. Oft 10-30 ár. Hér
verður fullyi't að þarna
sé á ferðinni mesta
þjóðfélagsbylting á
nýrri öld. Að hér sé á
ferðinni heillandi ævin-
týri fyrir fullorðið fólk
sjálft til að glíma við.
Auðvitað er það
fyrst og fremst fókið
sjálft sem á að ráða
ferðinni. Fólkið sjálft
þarf að hafa frumkvæðið. Fólk á að
neita að láta teyma sig áfram af
öðrum og láta setja sig á sérstaka
Aldraðir
Fólk er þegar byrjað
að rísa upp, segir
Hrafn Sæmundsson,
og taka málin
í sínar hendur.
bása í þjóðfélaginu. Það á að neita
að gangast undir yfirþyrmandi for-
sjárhyggju á öllum sviðum, forsjár-
hyggju sem drepur niður frum-
kvæði og sjálfstæði og einangrar
fólk frá virkri þátttöku í þjóðfélag-
inu.
Fólk er þegar byrjað að rísa upp
og taka málin í sínar hendur. Þær
tilraunir ættu alþingismenn að
kynna sér af eigin raun. Þá gætu
umræður á Alþingi orðið frjórri og
á breiðari grundvelli þegar þessi
málaflokkur er á dagskrá.
Höfundur er fulltníi.
Hrafn
Sæmundsson
m/hettu
. Stelpubolír
Stelpuboiir
im/blómum
1 Útvíðar legi
Ragazzi-gallabuxup a tilbooi
Kringlan 8-12,
s. 581 1717
^APACArÓj
U&L-U£
MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan
og skreytingar
15 mismunandi litir
B""ip0:rwisr
konfelctmótum
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
"slim-line"
dömubuxur frá
gardeur
Qhrnrv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Verð kr. 3.200 samfella
Skólastærðir b-c-d.
Litur Ijós- og dökkblór.
Verð kr. 3.200 settið
Skólastærðir a-b-c-d.
Litur Ijós- og dökkblór.
ítalskur
undirfatnaður
Spennandi
leynitilboð
Veður og færð á Netinu
jg/ mbl.is