Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
fltrgmnMuliiti
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FORYSTA SJALF-
STÆÐISFLOKKS
SÚ breyting, sem varð á forystu Sjálfstæðisflokksins á
landsfundinum sl. sunnudag, með kjöri nýs varaformanns
flokksins er staðfesting á því að gömul vandamál innan for-
ystu flokksins eru að baki. Segja má, að togstreita innan for-
ystu Sjálfstæðisflokksins hafi brotizt fram á tuttugu ára tíma-
bili frá 1971 til 1991 með ýmsum hætti og lokið með þeim
átökum, sem urðu við formannskjör á landsfundinum 1991.
A landsfundinum nú var nýr varaformaður kjörinn í stað
Friðriks Sophussonar, sem gegnt hefur því starfi með sóma
um langt árabil. Kosið var á milli þeirra Geirs H. Haarde,
fjármálaráðherra, og Sólveigar Pétursdóttur, alþingismanns.
Geir H. Haarde hlaut afgerandi kosningu eins og kunnugt er
og hefur þar með treyst stöðu sína sem annar áhrifamesti for-
ystumaður Sjálfstæðisflokksins með ótvíræðum hætti. Sólveig
Pétursdóttir hlaut hins vegar mikla sæmd í hugum ílokks-
manna af því, hvernig hún tók úrslitum varaformannskjörs-
ins.
Þegar horft er til sögu Sjálfstæðisflokksins undanfarna
áratugi verður ljóst af varaformannskjörinu og viðbrögðum
við því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur komizt yfir þau vanda-
mál, sem að sumu leyti settu svip sinn á forystusveit flokksins
um tveggja áratuga skeið. Þótt þetta hafí reyndar ekki farið á
milli mála undanfarin ár reyndi á það í fyrsta sinn á lands-
fundi við varaformannskjörið nú.
Sú yfirburðakosning, sem Davíð Oddsson hlaut við for-
mannskjör, undirstrikar þá sterku stöðu, sem hann hefur inn-
an Sjálfstæðisflokksins. Með kjöri Geirs H. Haarde hefur for-
maður Sjálfstæðisflokksins eignast traustan samstarfsmann,
sem hefur öðlast mikla reynslu á vettvangi stjórnmálanna en
býr jafnframt yfir mikilli alþjóðlegri yfirsýn m.a. vegna
menntunar sinnar, fyrri starfa og reynslu í alþjóða samskipt-
um.
AFSÖGN FRAMKVÆMDA-
STJÓRNARINNAR
TÍMASETNING þeirrar pólitísku kreppu er nú hefur
skollið á í Evrópusambandinu gæti vart hafa verið
óheppilegri. Um síðustu áramót var hrint í framkvæmd ein-
hverju umfangsmesta og metnaðarfyllsta verkefni, sem sam-
bandið hefur tekið sér fyrir hendur frá upphafí. Trúverðug-
leiki og stöðugleiki hinnar nýju, sameiginlegu myntar, evr-
unnar, byggist ekki síst á trú markaða á pólitískri festu í Evr-
ópusambandinu og aðildarríkjum þess. Þótt afsögn fram-
kvæmdastjórnarinnar hafi ekki úrslitaáhrif í þeim efnum er
ljóst að hún, ásamt afsögn fjármálaráðherra Þýskalands í síð-
ustu viku, verður vart til að auka tiltrú markaða, að minnsta
kosti til skemmri tíma litið. Sú upplausn, sem nú ríkir í Bruss-
el, verður vart heldur til að auðvelda lausn á deilu ESB og
Bandaríkjanna um viðskiptamál, sem nú er að komast á alvar-
legt stig, þannig að takast megi að afstýra viðskiptastríði.
Evrópusambandið stendur einnig frammi fyrir því risa-
vaxna verkefni að semja um aðild ríkja í Mið- og Austur-Evr-
ópu jafnframt því að gera róttækar breytingar á innra fyrir-
komulagi sambandsins. Eftir rúma viku munu leiðtogar ESB-
ríkjanna hittast á fundi í Berlín, þar sem teknar verða fyrir
tillögur að uppstokkun sameiginlegra fjárlaga ESB. Fyrir-
fram var ljóst að hart yrði tekist á um þau mál og víst er að
atburðir síðustu daga verða vart til að auðvelda þær viðræð-
ur.
Hitt er svo annað mál að þessi örlög framkvæmdastjórnar
Jacques Santers kunna að styrkja Evrópusambandið, þegar
til lengri tíma er litið. Þrátt fyrir þau miklu völd sem fram-
kvæmdastjórnin hefur á mörgum sviðum er greinilegt að
skort hefur á eftirlit með því hvernig þeim völdum er beitt.
Það er ekkert nýtt að rætt sé um spillingu, valdhroka og sóun
fjármuna innan Evrópusambandsins. Þetta er hins vegar í
fyrsta skipti sem æðstu ráðamenn sambandsins eru látnir
sæta ábyrgð, þegar upp kemst um vítaverða hegðun.
Greinilegur vilji virðist vera fyrir hendi í mörgum aðildar-
ríkjum ESB til að nýta þetta tækifæri til gagngerrar endur-
skoðunar á starfsaðferðum stofnana sambandsins. Verði sú
raunin verður Evrópusambandið betur undir það búið að
takast á við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Eigi svo að
verða er mikilvægt að sem fyrst verði tekin ákvörðun um
skipan nýrrar framkvæmdastjórnar og drög lögð að því
hvernig komast megi hjá svipuðum uppákomum í framtíðinni.
Óvissa og ótti vegna
„stj órnarkr eppu “
Þrátt fyrir að framkvæmdastjórn ESB hafi
sagt af sér sem heild í fyrradag munu full-
trúarnir tuttugu gegna störfum sínum
áfram enn um sinn. Mikil óvissa ríkir um
framhaldið og margir stjórnmálamenn
reyndu að slá á ótta um að sambandið
yrði óstarfhæft næstu mánuðina.
MIKIL óvissa ríkti um
stöðu mála í höfuðstöðv-
um Evrópusambandsins í
Brussel í gær í kjölfar
þess að framkvæmdastjórn Jacques
Santers sagði af sér í heilu lagi um
miðnætti á mánudag. Þetta er fyrsta
„stjórnarkreppan“ í sögu ESB og að
mati flestra var fulltrúunum tuttugu í
framkvæmdastjórninni ekki sætt
lengur eftir að starfsaðferðir þeirra
höfðu verið gagnrýndar harðlega í
skýrslu óháðrar sérfræðinganefndar.
Talið er ljóst að Evrópuþingið hefði
samþykkt vantraust á framkvæmda-
stjórnina hefði hún ekki sagt af sér.
Þjóðverjar fara nú með forystuna í
ráðherraráði Evrópusambandsins og
reyndi Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, að slá á ótta manna um
að ESB yrði óstarfhæft næstu vik-
urnar. Schröder, sem nú er á ferð um
öll aðildam'ki ESB, sagði að ekki
væri um neina „kreppu" að ræða og
að hann myndi hafa samráð við önnur
ríki sambandsins áður en næstu skref
yrðu tekin. Sagði hann mjög ólíklegt
að samstaða myndi nást um nýjan
forseta framkvæmdastjórnarinnar
fyrir næsta leiðtogafund ESB en
Frakkar hafa látið þá ósk í ljós að
reynt verði að ná samkomulagi um
framhald mála fyiir fundinn.
Leon Brittan, varaforseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, var hins vegar
ómyrkur í máli í gær og sagði afsögn-
ina „hörmulegan atburð" sem taka
yrði á hratt og með festu.
Framkvæmdastjórnin situr áfram
sem starfsstjórn þangað til að ný
framkvæmdastjórn verður skipuð.
Ríkisstjórn Spánar hvatti í gær til
þess að framkvæmdastjórnin sæti
áfram eins lengi og mögulegt væri en
undir eðlilegum kringumstæðum
hefði umboð framkvæmdastjórnar-
innar runnið út í janúar á næsta ári.
Josep Pique, talsmaður spænsku
stjórnarinnar, sagði Spánverja virða
ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar
en að vonandi yrði hægt að afstýra
kreppuástandi. Þá væri það ekki
heppilegt ef ESB-ríkin myndu ana að
því að skipa nýja framkvæmdastjóm.
Spurður hvort það væri afstaða
Spánverja að best væri ef fram-
kvæmdastjórnin sæti út kjörtímabil
sitt sagði Pique: „Ef það er mögu-
legt.“
Ramon de Miguel, er fer með Evr-
ópumái í spænsku ríkisstjórninni,
sagði Spánverja óttast að „stofnana-
legt lofttæmi" gæti myndast er
myndi toivelda samningaviðræður
um fjármál sambandsins. Til stendur
að afgi-eiða áætlun er ber nafnið
Agenda 2000, þar sem fjárlög sam-
bandsins eru endurskoðuð, á leið-
togafundi í Berlín dagana 24. og 25.
maí. Meðal annars gerir áætlunin ráð
fyrir niðurskurði útgjalda til land-
búnaðarmála.
Santer gagnrýnir
skýrsluhöfunda
Þýska stjórnin sagðist hins vegar
telja æskilegt að framkvæmdastjórn-
in sæti ekki lengur en fram að Evr-
ópuþingskosningunum í júní. Joschka
Fischer, utanríkisráðherra Þýska-
lands, reyndi að slá á ótta margra um
pólitíska upplausn og sagðist ekki
telja að afsögn framkvæmdastjórnar-
innar myndi draga úr starfsgetu
sambandsins. Nauðsynlegi’a væri en
nokkru sinni fyrr að stokka upp fjár-
mál ESB.
Harkalegur áfellisdómur
yfir starfsháttum í Brussel
SKÝRSLA óháðrar nefndar, sem
sett var á laggirnar í kjölfar þess
að borin var upp tillaga um van-
traust á framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins (ESB) á Evrópu-
þinginu í janúar sl., var mun
harkalegri áfellisdómur yfir
starfsháttum framkvæmdastjórn-
arinnar en almennt hafði verið bú-
ist við. í niðurstöðukafla skýrsl-
unnar eru meðiimir framkvæmda-
stjórnarinnar sem heild sakaðir
um að hafa litla eða enga yfirsýn
yfir mál sem þeir þó hafa yfirum-
sjón með. Jafnframt eru þeir
gagnrýndir fyrir að gangast ekki
við ábyrgð sem þó hlýtur að teljast
þeirra.
„Það gerist æ erfiðara að finna
nokkurn sem býr yfir svo litlu sem
snefli af ábyrgðarkennd. Slík
ábyrgðarkennd er hins vegar al-
gerlega nauðsynleg," segir í nið-
urlagi skýrslunnar. „Hana verða
meðlimir framkvæmdasljórnarinn-
ar að sýna einir og sér, en einnig
sem heild. Sú tilhneiging þeirra til
að gengisfella hugtakið „að bera
ábyrgð“ er hættuleg. Þetta hugtak
er nefnilega hin endanlega for-
senda þess að lýðræði ríki.“
I skýrslu nefndarinnar segir að
fundist hafi dæmi um að meðlimir
framkvæmdastjórnarinnar væru
ábyrgir fyrir misferli, jafnvel þótt
þeir hefðu sjálfir ekki hagnast
íjárhagslega á því. Jafnframt er
Edith Cresson, en undir liana
heyrði m.a. menntamálaáætlunin
LEONARDO, gagnrýnd sérstak-
lega fyrir klíkustarfsemi. Er
Cresson sögð sek um að hafa
hyglað vinum sinum í a.m.k. einu
tilviki.
Cresson, sem var forsætisráð-
herra Frakklands um átta mánaða
skeið á árunum 1991-1992, er í
skýrslunni sökuð um að hafa stuðl-
að að því að undir hennar stjórn
sköpuðust skilyrði fyrir fjármála-
óreiðu. Tilnefning hennar á vini
sínum og tannlækni,
Réné Berthelot, sem
sérstaks aðstoðar-
manns er sögð dæmi
um frændgæsku af
hennar hálfu.
Berthelot hafi verið
vanhæfur í starfið, og
raunar veikur mestan
hluta þess tíma sem
hann var á launum hjá
ESB.
í skýrslunni kemur
fram að Berthelot,
sem Cresson réð til
starfa sem sérstakan
vísindaráðunaut um
alnæmi (AIDS), heim-
sótti bæinn ChAatell-
erault ítrekað vegna
vísindastarfa sinna en þannig vill
til að Cresson var borgarstjóri þar
í bæ til ársloka 1997. Er gefið í
skyn í skýrslunni að þar hafi hann
sinnt persónulegum skyldum
Cresson sem borgarstjóra en ESB
verið látið borga brúsann.
„Það er niðurstaða okkar að hér
hafi Cresson augljóslega hyglað
vinum sínum. Maður var ráðinn til
starfa þrátt fyrir að hann uppfyllti
augljóslega ekki þau skilyrði sem
gerð eru til þeirra verka sem hann
var ráðinn til,“ segir í skýrslunni.
Aðrir sem gagnrýndir eim í
skýrslunni eru m.a. Jacques Sant-
er, forseti framkvæmdasljórnar-
innar. Hann er gagnrýndur fyrir
að liafa ekki haft nægilega vak-
andi auga með samningagerð við
tilteknar stofnanir um öryggisráð-
stafanir fyrir meðlimi fram-
kvæmdastjórnarinnar, ekki síst
þar sem þegar lágu fyrir ásakanir
um misferli í tengslum við þessa
starfsemi. „Afleiðing þessa and-
varaleysis var sú að ekkert eftirlit
var haft og „ríki innan ríkisins“
var leyft að verða til.“
Monika Wulf-Mathies, hinn
þýski byggðastefnuráðherra fram-
kvæmdastjórnarinnar,
er gagnrýnd fyrir að
nota „óviðurkvæmi-
lega“ starfshætti er
hún réð manneskju í
sitt persónulega
starfslið.
Manuel Marin, hinn
spænski varaforseti
framkvæmdastjórnar-
innar, fær blendna
dóina í skýrslunni.
Honum er að vísu hrós-
að fyrir að bregðast
fljótt og vel við þegar
sannanir um misferli í
tengslum við aðstoð við
Miðjarðarhafslöndin
Iágu fyrir en er sakað-
ur um að hafa ekki
haft nægjanlega vakandi auga með
framkvæmd áætlunarinnar.
Jao de Deus Pinheiro, portú-
galskur fulltrúi utanríkismála í
framkvæmdastjórninni, er í
skýrslunni hreinsaður af ásökun
um að hafa viðhaft gagnrýniverð
vinnubrögð við ráðningu mágs sín
í þjónustu ESB en þó er bent á að
almennt beri að varast að ráða
ættingja sína eða vini í störf.
I skýrslunni er bent á að með-
limir framkvæmdastjórnarinnar
geti ekki borið því við að þeir hafi
í mörgum tilfellum ekki vitað um
umfang misferlis sem viðgengst á
lægri stigum sljórnkerfis ESB.
„Staðhæfingar um að hafa ekki
haft vitneskju um vandamál sem í
mörgum tilfellum voru á allra vit-
orði í ráðuneytum þeirra merkja í
raun að æðstu valdamenn gangist
við því að þeir hafi ekki haft end-
anleg völd í málefnaflokkum sein
þó áttu að heita undir þeirra
stjórn."
Segir í skýrslunni að meðlimir
framkvæmdastjórnarinnar verði
einir og sér, og sem heild, að axla
þá miklu ábyrgð að ESB var í raun
stjórnlaust í valdatíð þeirra.
EDITH Cresson fær
verstan dóm í
skýrslu sérfræðinga-
nefndarinnar.