Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Júliana Silfá
Einarsdóttir
fæddist í Bfldsey á
Breiðafirði 5. aprfl
1896. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 8. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Einar
Jónsson bóndi í
Bfldsey, f . 22. okt.
1847 í Bfldsey, d.
26. febr. 1936, og
~* Guðrún Helgadótt-
ir, vinnukona hans,
seinna húsfreyja á
Hópi í Eyrarsveit, f.
30. mars 1873 í Rimabúð í Eyr-
arsveit, d. 11. aprfl 1958. Systk-
ini (hálfsystkini) Júhonu voru
Krislján Hólm Einarsson, f. 6.
sept. 1884, d. 8. sept 1884, Ólöf
Einarsdóttir, f. 28. maí 1886, d.
15. janúar 1967, Halldóra Ein-
arsdóttir, f. 20. febr. 1888, d. 1.
júlí 1927, Guðjón Einarsson, f.
8. maí 1889, d. 12. maí 1889,
Pétur Einarsson, f. 1. ágúst
1890, d. 20. aprfl 1974, Krist-
Langri ævi er lokið. Júlíana Ein-
■%arsdóttir fæddist á síðustu öld og er
búin að lifa nærri alla þessa. Hún er
búin að lifa þá mestu breytingartíma
sem orðið hafa í íslandssögunni, frá
hlóðarsteinum til Internetsins. Hún
fæddist í Bfldsey og ólst þar upp hjá
föður sínum, Einari Jónssyni, og
konu hans, Soffíu Þórðardóttur, sem
reyndist henni góð móðir. Móðir
hennar, Guðrún Helgadóttir, fór úr
Bíldsey út í Eyrarsveit á sínar æsku-
stöðvar og á sína sögu þar.
Til marks um þá breyttu tíma sem
Júlíana lifði sagði hún þá sögu, sem
** hefur gerst um 1905, þá fór faðir
hennar út í Stykkishólm og átti að
kaupa mjöl. Þegar hann kom til baka
kom hann með mjöl sem Soffía eld-
aði úr graut og gaf Júlíönu. Henni
fannst grauturinn mjög góður, enda
var þetta í fyrsta skipti sem hún
smakkaði hafragraut; þá vitum við
hvenær haframjöl kom til landsins.
Júlíana átti mjög góða æsku í Bflds-
ey hún fékk að vera eins og hún vildi,
hún fór með fóstru sinni í kaupa-
vinnu á sumrin á Skógarströnd og í
Dali og stundum var hún smali. Þeg-
ar hún var ung stúlka reri hún til
fískjar með föður sínum og bróður.
Það sýnir frelsi Júlíönu að þegar hún
gifti sig 25 ára gömul hafði hún
y aldrei verið vinnukona. Júlíana lærði
karlmannafatasaum í Reykjavík vet-
urinn 1919-1920 og fór í Hússtjóm-
arskóla Reykjavíkur 1920-1921.
Hún hafði verið í kaupavinnu í
Fremri-Langey sumarið 1920 og
hafa þau Kjartan þá ákveðið hjóna-
band sitt. Þegar hún kom heim úr
Reykjavík vorið 1921 giftist hún
Kjartani Eggertssyni, bónda í
Fremri-Langey, og bjuggu þau þar
sinn búskap en voru ekki í Langey
að vetrinum mörg síðustu ár. Þá
dvöldu þau á Ormsstöðum hjá Selmu
og Baldri en Kjartan stundaði far-
kennslu í mörg ár. Þau hættu bú-
skap sínum í Langey 1982.
Júlíana var dugleg kona og stjóm-
söm en hún stjórnaði af viti og ráð
^hennar vom oftast góð. Hún var
hörð og stundum ósanngjöm í orð-
um, það fannst manni ungum, en
þegar henni var svarað af hreinskilni
þá kvmni hún að meta það, það er
mín reynsla. Júlíana stjórnaði stóru
heimili, þau Kjartan stunduðu hlunn-
indabúskap auk venjulegs búskapar
sem útheimtir mikla vinnu. Hún
gekk til allrar útivinnu vor og sumar
með manni sínum, en hún sagði að
hún hefði aldrei farið út fyrr en hún
var búin að ganga frá inni, þá pass-
aði Kjartan bömin á meðan, svo fóru
þau út með bömin með sér. Bama-
'^börn Júlíönu og Kjartans dvöldust
mörg hjá þeim að sumrinu, var það
gott veganesti út í lífið. Amma þeirra
var ströng en góð við þau, hún var
mjög hörð á því að allir segðu sann-
leikann því hún fyrirleit ósannindi.
Eg dvaldist mfldð í Langey að
sumrinu hjá Júh'önu og Kjartani, það
^ar gaman að hlusta á þau segja sög-
ur frá löngu liðnum tíma, það færði
jana Guðmundsdótt-
ir, f. 20. júní 1901, d.
23. júní 1985, Guð-
mundur Guðmunds-
son, f. 8. sept. 1902,
d. 29. okt. 1924,
Hjálmtýr Ragnar
Árnason, f. 7. okt.
1907, d. 11. sept.
1940, Guðnín Sólveig
Ámadóttir, f. 11 júlí
1910, d. 22. jan. 1975.
Hinn 30. aprfl 1921
giftist Júlía Kjartani
Eggertssyni bónda
og kennara í Fremri-
Langey á Breiðafirði,
f. 16. maí 1898 í Fremri-Langey,
d. 29. júlí 1992. Hann var sonur
Eggerts Th. Gíslasonar bónda í
Fremri-Langey og konu hans
Þuríðar Jónsdóttur. Júh'ana og
Kjartan bjuggu í Fremri-Langey.
Böm Júlíönu og Kjartans era: 1)
Svafa, f. 5. júlí 1923, húsfreyja í
Reykjavík, maður Reynir Guð-
mundsson, f. 23. aprfl 1923, d. 6.
aprfl 1997, börn þeirra eru þrjú.
2) Selma, f. 30. ágúst 1924, hús-
mig nær þeim í árum. Júlíana hafði
þann sið síðustu ár þegar hún var
hætt útistörfum í Langey, að eftir
miðdagskaffí settist hún niður í róleg-
heitum og lét sér líða vel. Hún minnti
mig á hefðarkonu og þá var tækifæri
til að láta hana segja sér sögur, það
var gaman að hlusta á hana og það
eru dýrmætar upplýsingar sem hún
gaf mér af lífi sínu og annarra.
Það er ekki hægt að minnast
Júlíönu án þess að geta Péturs bróð-
ur hennar, það var mjög kært með
þeim systkinum. Pétur stundaði
alltaf sjó og var einn á báti, hann átti
lengi heimili í Langey hjá Júlíönu og
Kjartani. Júlíana var mikil skart-
kona, hún var fín þegar hún var
komin í upphlutinn, hún var líka
snyrtileg alla daga, enda var hún
þrifin húsmóðir og myndarleg bæði í
sjón og raun. Júlíana var sterkur
persónuleiki og þeir sem kynntust
henni muna hana lengi.
Það er fallegt sólarlagið við
Breiðafjörð; nú er Júlíana horfín inn
í sólarlagið. Hún stendur á strönd-
inni hinum megin og tekur á móti
okkur við bauluhlein.
Hólmfríður Gísladóttir.
Hún amma var eins og sjálfsagður
hluti af tflverunni og margar góðar
minningar eru tengdar henni. Því er
eins og það hafí orðið þáttaskil með
fráfalli hennar og allt í einu er maður
orðinn svo miklu fátækari.
Eg og Rúnar frændi vorum hjá afa
og ömmu á sumrin í Fremri-Langey
frá tíu ári aldri í nokkur ár. Á undan
okkur höfðu bræður, frændur og
frænkur gegnt sama hlutverki. Við
vorum þeirra síðustu ráðsmenn og
getum talið okkur lánsama að hafa
upplifað horfna búskaparhætti í
Breiðafjarðareyjunum með fólki sem
unni landi sínu af lífí og sál.
Ömmu féll aldrei verk úr hendi.
Hún kveikti upp í eldavélinni á
morgnana með selspiki og sá til þess
að alltaf færi torf, kol eða rekaviður í
vélina til að halda heitu. Kaffí- og
matartímar voru alltaf á sama tíma
og nóg á borðum. Þess á milli sinnti
hún öðrum verkum svo sem að þvo
þvott og láta drengina ná í vatn í
brunninn og verka það sem borið var
í búið, egg, fugl og sel.
Amma var mjög reglusöm og allir
hlutir áttu sér tíma og stað. I koff-
ortinu fyrir framan eldavélina voru
hennar eigin verkfæri, skrúfur og
fleira sem hún hélt vel til haga. Það
kom sér oft vel í leik og starfi.
Amma var ákveðin og sagði hlut-
ina umbúðalaust, hún leyfði okkur
ekki að bulla einhverja vitleysu sem
ekki átti sér stoð. En við vorum
hennar menn og hún sá vel um sína.
Hún tók fagnandi á móti gestum
og það voru ekki margir sem fóru frá
Langey án gjafa sem voru þá ein-
hver náttúrugóðgæti úr eyjunum.
Eg þakka ömmu samveruna,
minningin um hana hlýjar mér um
hjartarætur og ég er þakklátur fyrir
freyja á Ormsstöðum, maður
hennar Baldur Gestsson, f. 19.
nóv. 1912, dætur þeirra eru
þijár. 3) Gunnar, f. 29. maí
1927, járnsmiður í Reykjavík,
d. 24. mars 1992, kona Ólöf
Hólmfríður Ágústsdóttir, f. 13.
maí 1933, dætur þeirra eru
fjórar. 4) Stúlka, andvana, f. 9.
nóv. 1928. 5) Unnur, f. 25. febr.
1930, húsfreyja í Reykjavík,
maður Ágúst, Bjarni Björnsson,
f. 8. sept. 1922, d. 24. okt. 1988,
synir þeirra eru fjórir. 6) Egg-
ert Thorberg, f. 20. des. 1931,
múrari í Reykjavík, kona Hólm-
fríður Gísladóttir, f. 6. sept.
1935, börn þeirra eru fimm. 7)
Kópur, f. 24. maí 1933, bifreið-
arstjóri í Reykjavík, kona Alda
Þórarinsdóttir, f. 31. des. 1935,
börn þeirra eru fjögur. 8) Elsa,
f. 18. febr. 1937, húsfreyja í
Reykjavík, maður Gunnar Haf-
steinn Valdimarsson, f. 21. júní
1928, d. 14. febr. 1996, börn
þeirra eru fjögur. Fóstursonur,
Kjartan Jónsson, f. 21. aprfl
1918, bifreiðarstjóri í Reykja-
vík, kona Gróa Þorleifsdóttir, f.
12. sept. 1921, börn þeirra eru
þijú.
Utför Júlíönu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
að fá að njóta eyjanna sem hún sjálf
hélt svo mikið upp á.
Gísli Karel Eggertsson.
Það var fögur sjón sem blasti við
morguninn sem hún amma dó. Sjór-
inn á Reykjavíkurhöfn var spegil-
sléttur og sólin glampaði af Snæfells-
nesinu og heiðskírt var yfír Breiða-
firði. Snjótittlingamir tístu úti fyrir
ásamt þröstunum og aðeins vantaði
maríuerluna til að fullkomna þann
söng. Náttúran var að kveðja ömmu.
Síðustu ár hef ég talað um það við
aðra hvað það væri gott ef amma
fengi að deyja, en það er skrítið
þetta tómarúm sem hún skilur eftir
sig. Vera ömmu uppi á Hrafnistu var
punkturinn yfir i þessarar tilveru.
Hún var eins konar ættarhöfðingi
sem minnti mann í sífellu á uppruna
manns og þá tíma sem hún lifði og
það sem hún stóð fyrir. Júlíana
minnti mann ekki aðeins á þær við-
teknu venjur sem uppi voru á hennar
tímum, heldur á það sem sjálfstæðar
ákvarðanir geta áorkað. Þær vörður
sem hún reisti á lífsleiðinni voru íyr-
ir fáum árum ein helstu hitamál jafn-
réttisbaráttunnar og ungt fólk í dag
gæti verið stolt af þeim áföngum.
Amma menntaði sig, hún réri til
fiskjar, stjórnaði búi með Kjartani
manni sínum og réði ríkjum á sínu
barnmarga heimili. Hún gat stund-
um verið hryssingsleg í orðavali er
hún arkaði um Langeyjarhúsið og
skellti hurðum, enda stundum morg-
unúrill, en hún var eigingjöm á sig
og sína og það var henni fyrir mestu,
en þó veit ég að hún var réttsýn og
þeim góð, sem dvöldu hjá henni og
afa, sumarlangt.
Því miður þekkti ég ömmu ekki
mikið meðan hún stjórnaði búi í
Fremri-Langey, en kynntist henni
svolítið meðan hún dvaldi hér í
Reykjavík. Oft fékk ég að heyra það
hve mikill um miðjuna ég væri en
alltaf rétti hún mér þó eitthvert góð-
gæti í hverri heimsókn. Eftir að afi
og amma hættu að fara í Langey
þótti þeim gaman að tala um veruna
þar, sérstaklega ef fólk var kunnugt
staðháttum og gat sagt frá einhverju
sem gerðist þar á líðandi stundu.
Undir það síðasta var þetta eitt af
því fáa sem amma meðtók og gat
rætt um, ásamt frásögnum af sam-
ferðamönnum sínum og ættingjum
og af því sem ekki var algengt að
gerðist þegar hún var upp á sitt
besta, s.s. ferðalögum til útlanda.
Stundum sagði ég í gríni við ömmu
að það væri gaman ef henni tækist að
vera uppi á þremur öldum. Þá hló
hún við en sagði svo að hún væri orð-
in alltof gömul. Þegar ég kom til
hennar í fyrra á afmælisdaginn henn-
ar og sagði henni að hún væri orðin
102 ára, leit hún upp á mig í forundr-
an og sagði: „Hvað segirðu!" enda
sagði hún oft að hún vildi fá að fara
bráðlega. Það er því bæði með sökn-
uði og gleði sem ég kveð hana ömmu.
Snorri Pétur Eggertsson.
Hún stendur á fitinni við lending-
una. Áður en báturinn lendir á
klöppunum stekk ég fram í og tek á
móti. Eg hoppa í land og amma tek-
ur utan um andlitið mitt og kyssir
mig á báðar kynnar rembingskossi.
„Velkominn í Langey, vinur.“ Þau
orð eru besta vorkveðja sem hægt er
að fá. Amma heilsaði og kvaddi með
sérstökum innileik. Maður hvarf eig-
inlega inn í kinnar hennai’ þegar hún
kyssti mann.
Amma og afi bjuggu alltaf í
Fremri-Langey þótt þau hefðu ekki
vetursetu þar frá því snemma á
sjötta áratugnum. Við sem vorum í
sveit hjá þeim á sumrin vorum kall-
aðir ráðsmenn. Sumum þótti þetta
hálfgerð útilega en öðrum forrétt-
indi. Forréttindin voru þau að fá að
kynnast búskap eins og hann var
stundaður á fyrri hluta aldarinnar.
Vatn var sótt í fötum í brunn, kynt
var upp með timbri úr niðursöguðum
bátum, kolum, mó eða því sem til
féll. Allt var gert í höndum sem
þurfti að gera. Eina vélin var í bátn-
um. Maturinn var sérstakur vegna
þess að það var borðað sem eyjarnar
gáfu af sér, egg, fugl, selur, oftast
saltaður, og súrsaðir selshreifar.
Eflaust var mitt fyrsta verk í
sveitinni að ganga frá mjólk sem
kom með mér ofan af landi. Mjólkin
var sett til kælingar í brunninum.
Hafí ég komið um kvöld í Langey þá
hefur amma verið búin að fresta því
að láta eldinn deyja í eldavélinni.
Amma hefur örugglega haft nýsoðin
egg og rifinn harðfísk. Hún gerði allt
þannig að þú fannst fyrir því að þú
varst velkominn. Hér var ekkert
gert með hangandi hendi.
Amma var höfðingi og stjórnsöm.
Hún átti samt ekkert nema sjálfa sig
þegar hún giftist afa. Það var ættin
hans afa sem var jarðeigandi. Amma
orðaði það einu sinni svo að hún
væri: „hreiðurdrútur föður síns og
frumburður móður sinnar“, sem þýð-
ir að pabbi hennar Einar átti hana
með vinnukonunni Guðrúnu. Eftir að
amma fæddist var vinnukonan send
að heiman en amma ólst upp hjá föð-
ur sínum í Bfldsey og Soffíu stjúpu
sinni sem reyndist henni sem besta
móðir. Aldrei fann maður að amma
hefði alist upp við kröpp kjör en sög-
ur hennar voru samt öðru vísi eins
og sagan um það þegar hún fékk
mjólk út á mjölgraut í fyrsta sinn.
Lífið og störfín hjá afa og ömmu í
Fremri-Langey var að mörgu leyti
einstakt, þar fléttaðist alltaf saman
kennsla, uppeldi og vinna. Afi og
amma vildu gjarnan að börn og
bamabörn gætu komið í Langey og
dvalið þar á sumrin. Ömmu leið
hvergi betur en með fólkið sitt í
kringum sig. Á kvöldin söfnuðust all-
ir í baðstofuna. Fólk sat á öllum
rúmum, afí las vísnagátu og amma
kom með niðurskornar appelsínur.
Með einföldum hætti og af fágun
gerði amma hátíð í baðstofunni.
Með reisn hélt amma heimili í
Fremri-Langey. Eg sé hana fyrir
mér kveðja fólkið sitt. Hún tekur af
sér svuntuna, brýtur hana saman og
gengur með því niður að bát. Þegar
báturinn hefur lagt frá landi veifar
hún í kveðjuskyni með báðum hönd-
um. Hún hafði alltaf sítt hár sem var
fléttað og bundið í hnút undir hár-
net. Hendurnar voru breiðar og
sterkar. Hún snýr sér við, lagar til
timbrið í naustinu svo það fúni ekki
og hagræðir belgjunum svo þeir
fjúki ekki ef það skyldi hvessa. Svo
gengur hún bein í baki upp að hús-
inu. Á meðan líður báturinn út vog-
inn í Langey.
Eggert Eggertsson.
Nú er hún Júlíana amma dáin eft-
ir langan og farsælan ævidag. Hún
fæddist og ólst upp í Bíldsey á
Breiðafírði og giftist ung Kjartani
afa og bjuggu þau sína búskapartíð
í Fremri-Langey. Hún var af þeirri
kynslóð sem lifði af því sem eyjarn-
ar og sjórinn gáfu af sér. Mér er
sagt að Júlíana hafi kunnað vel til
verka, hvort sem var á sjó eða landi.
Það vafðist ekki fyrir henni að sigla
ein á seglbáti, né heldur að róa ára-
báti, enda var hún kjarkmikil og
með fádæmum hraust. Ég man að
Kjartan sagði að margir karlmenn
hefðu farið illa út úr því að reyna að
snúa á hana í róðri og margir hefðu
svitnað mjög við það að halda í horf-
inu.
JULIANA SILFA
EINARSDÓTTIR
Kjartan og Júlíana voru flutt að
Ormsstöðum þegar ég fæddist og
varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að
hafa afa og ömmu á heimilinu þegar
ég var að alast upp. Ég var íyrsta
barnabai-nið og naut ég væntum-
þykju þeirra í ríkum mæli. Þeim var
annt um mig og vildu allt fyrir mig
gera.
Hvert vor fóru þau fram í Langey
og var það sérstakt tilhlökkunarefni
að fá að fara með. Þar fengum við
krakkarnir að kynnast lífínu eins og
það hafði alltaf verið í eyjunum á
vorin. Eftir að ég eignaðist sjálf fjöl-
skyldu vorum við svo heppin að geta
oft hjálpað þeim við að flytja fram,
eins og sagt var, og fá að dvelja þar í
nokkra daga. Jafnan var við það mið-
að að þau væru komiri fram'fyrir
stóradag, en nú vita fáir hvaða dagur
það er. Vordagarnir í eyjunum verða
öllum sem þá upplifa ógleymanlegir.
Þar er ekki hugsað um útvarp né
sjónvarp, heldur aðfall og útfall. Þar
fer mannfólkið ósjálfrátt að fylgja
klukku náttúrunnar, fer snemma á
fætur og snemma að sofa. Þama var
Júlíana drottning í ríki sínu.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Júlíönu ömmu minni fyrir alla góð-
vfld við mig og mína fjölskyldu og
bið guð að geyma hana.
Áuður Baldursdóttir.
Sæl amma. Mig langar að skrifa
þér nokkrar línm- svona í lokin. Ég
átti alltaf eftir að þakka þér fyrir
samverustundimar í Langey. Þar
bjugguð þið afi án allra nútímaþæg-
inda og fannst mér það alveg eðlilegt.
Seinna, þegar mér gafst tækifæri
til að segja öðrum frá sem ekki
þekktu til, áttaði ég mig á að fæstir á
mínum aldri höfðu upplifað slíka lifn-
aðarhætti.
Hin daglegu verk sem sinna þurfti
í Langey voru af ýmsum toga. Ég
fékk að fara á selveiðar með afa,
sækja vatn í brunninn og torf til að
kveikja upp með. Þetta þótti mér allt
nokkuð gaman en svo voru önnur
verk sem féllu mér ekki eins vel í
geð. Versta verkið sem þú lést mér
eftir, amma mín, var að hella úr
koppunum á morgnana og grafa frá
kamrinum með afa en auðvitað
þurfti að sinna þessu eins og öðru.
Mér þótti alltaf svo spennandi
þegar þú komst með eitthvað gott í
gogginn úr búrinu þínu. Það var eins
og þú hefðir skroppið út í búð en
ekki rétt inn í búrið, þvflíkar kræs-
ingar komu þaðan. Skemmtilegast
var þegar þú töfraðir fram gosflösk-
urnar á betri dögunum. Þú varst
alltaf svo ákveðin og dugleg en samt
svo góð.
Minningar mínar frá Langey eru
mér dýrmætar og hef ég góða gjöf
að geyma og segja frá.
Ég þakka þér þessar stundir,
amma mín, og við sjáumst seinna.
Mamma mín og systur biðja fyrir
kveðjur til þín og þakka gömul og
góð kynni.
Okkur langar að biðja þig fyrir
kveðjur til afa og pabba.
Þín sonardóttir,
Elfa Gunnarsdóttir.
Júlíana langamma og Kjartan
langafi tengjast æskuminningum
mínum órjúfanlegum böndum. Ár
hvert þegar leið að vori og prófin
nálguðust var hugur minn floginn til
fuglanna í Langey. Eftirvæntingin
að komast þangað óx jafnt og þétt og
náði svo hámarki þegar Golu var ýtt
frá Hnúksnesbryggju. Dagarnir í
Langey voru sæludagar og hvert vor
eins og lítið ævintýri. Langamma
dekraði við mig og langafi var sífellt
að gauka að mér fróðleik um lífið og
tilveruna.
Að augum mér bar eina bernskusýn.
Ur blámanum hófust æskulönd mín,
fjarlægar strendur fjarlægra daga.
Og söngurinn ljúfi, sem sveif yfir láð,
yar sá, er ég mest hafði tregað og þráð.
Eg nam hann ungur af vörum vorsins.
(Tómas Guðm.)
Það góða vegarnesti sem
langamma og langafi gáfu mér í
æsku hefur reynst mér vel og oft ylj-
að mér um hjartaraeturnar og fyllt
mig stolti og gleði. Ég var ríkur að
eiga langömmu og langafa að og
minningin um þau mun lifa í ævin-
týrum liðinna daga.
Baldur Grétarsson.