Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 43r úr Einholtinu í Bogahlíðina þar sem tekið var á móti mér með smákök- um og heitu súkkulaði eða jafnvel gosi. Svo settumst við inn í stofu og þú kenndir mér að sauma útsaum og nota hin ýmsu mynstur til að skapa fallegar myndir. Mikið voru myndirnar þínar fallegar. Ef ég korn á sunnudegi var stundum kveikt á sjónvarpinu og þá horfðum við með öðru auganu á ítalska bolt- ann. Eg gat ekki betur séð en að þú hefðir bara gaman af því. Seinna þegar ég hóf nám í fram- haldsskóla kom ég stundum í stutt spjall yfir smákökum og súkkulaði. Mér fannst alveg stórkostlegt hvað þú mundir margt. Allir afmælisdag- arnir í fjölskyldunni og þeir voru nú ekki fáir, hvaða skóla hver hafði gengið í og hver atvinna hvers væri og þú varst jafn stolt af okkur öll- um. Þegar leið á námið fækkaði heimsóknunum og eftir stúdents- þróf fór ég utan til náms og vinnu. Eg kom þó og heimsótti þig áður en ég fór út og aftur í jólafríinu. Það særði mig að sjá þig þjást svona en nú veit ég að þér líður betur og ert nær okkur öllum en áður. Guð blessi þig og hjálpi þér að halda verndarhendi yfir okkur. Arna Hrund. Nú er amma Dadda farin til afa Kristins og Badda frænda. Það verða eflaust miklir fagnaðarfundir. Hún amma var meiriháttar kona. Alltaf svo glæsileg og flott í tauinu með nýlagt fallega hárið sitt. Hún bakaði bestu kleinur í heimi og pi'jónaði flottustu vettlingana og sokkana. Amma var líka svo sterkur karakter og ákaflega hjartahlý, og svo var alltaf svo gott að halda í höndina hennar ömmu. Það var alltaf svo notalegt að koma í Bogahlíðina. Manni var varla hleypt úr húsi nema hafa þeg- ið góðar veitingar. Þannig var amma, vildi alitaf vera að bjóða upp á eitthvað. Amma vildi heldur aldrei að maður færi með vitið úr bænum þegar maður var að fara frá henni. Því fylgdi hún manni alltaf alla leið út á tröppur og veifaði þangað til að bfllinn var horfinn henni úr augsýn. Eg minnist sterklega einnar heim- sóknar minnar í Bogahlíðina. Eg hafði setið hjá henni dágóða stund. Þegar ég var að kveðja hana í for- stofunni tók ég eftir því að hrossa- fluga hafði hreiðrað um sig í einu horninu í loftinu. Eg benti ömmu á fluguna. Amma þaut inn í eldhús og náði í viskustykki og byrjaði svo að hoppa eins og unglamb og veifa viskustykkinu til að reka fluguna út. Eg hugsaði með mér: „Svona vil ég vera ef ég verð níræð.“ Elsku amma, bestu þakkir fyrir allt. Megi guð geyma þig og varð- veita. Ilalla Rósenkranz. Nú ertu sofnuð, elsku amma mín. Þegar ég hugsa til baka man ég margar yndislegar stundir með þér í Bogahlíðinni. Alltaf þegar jólin nálguðust kom ég til þín og hjálpaði þér að skrifa á öll jólakortin. Þá varst þú alltaf tilbúin með gyðinga- kökur og mjólk, þær bestu sem ég hef smakkað. Alltaf ætlaðir þú að „tóra“ eftir stærstu stundunum í lífí mínu. Fyrst var það fermingin mín, svo útskriftir úr skólum og síðast var það svo brúðkaupið mitt. Þetta eru ógleymanlegar stundir fyrir mig og að þú skyldir taka þátt í öll- um þessum hamingjustundum eru mér dýrmætar minningar. Ég veit að þér þótti miður að flytjast úr Bogahlíðinni en ég man alltaf eftir blikinu í augum þínum þegar litli sonur minn og ég birtumst í dyrun- um í herberginu þínu á Skjóli. Það að litli sonur minn varð þess aðnjót- andi að fá að hitta þig finnst mér vera forréttindi fyrir hann. Elsku amma Dadda, ég kveð þig með söknuði en minningin um þig lifir í hjarta mér alltaf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briera.) Hildur Kristín. Ég rainningar gejmi ég man þær og skil, þær minna á vordagsins blessaðan yl. Því syrgir minn hugur, ég sé þína mynd í sólhýru blómi, í fjallanna lind. Pá haustblærinn kaldur um heiðina fer ég hlusta og vaki og bið fyrir þér að veturinn hverfi, að vorsólin blíð vermi þitt hjarta um ókomna tíð. (S.Þ.G.) Elsku amma mín, ég mun varð- veita allar góðu minningamar um þig í hjarta mínu. Ég kveð þig með ljóði sem þú fórst með fyrir mig, skömmu áður en börnin mín komu í heiminn. Treystu Jesú hann mun hjálp þér veita, hann mun hverjum skugga þínum í geisla breyta. Kvíðanum í kærleiksstrauma hlýja kvöldskuggum í morgunbirtu nýja. Frið og gleði sál þín ætíð safni, svo fel ég þig Guði í Jesú nafni. (Höf. ók.) Þín Metta. Amma litla er farin. Umhyggja hennar og ást til síns stóra af- komnendahóps var með yndislegum hætti og kunnum við öll að meta það. Amma var stærsti hlekkurinn í fjölskyldukeðju okkar, hún var aðal- hlekkurinn. Hún var fasti punktur- inn. Hún var höfuðið. Með djúpri virðingu og þökk fyrir allt og allt, kveðjum við elsku ömmu. Yndislegar minningar um hetjuna í lífi okkar munu ávallt lifa. Megi Guð geyma hana og vernda. Matthildur (Lóló) og Birna. Þegar við Anna Sigga og dætur okkar komum heim til íslands frá Þýskalandi til að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar heimsóttum við hana ömmu Döddu þar sem hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Skjóli sem var heimili hennar síðustu árin. Henni hafí hrakað allverulega, orðin sjóndöpur og þreytuleg, en það gladdi mig þó mikið að hún þekkti mig strax á röddinni og var alveg með á hreinu alla meðlimi fjöl- skyldu minnar. Tel ég það vel af sér vikið af 95 ára gamalli konu sem á orðið yfír 70 afkomendur. Ég spjallaði við hana um heima og geima en fannst hún hálfáhuga- laus. Mig langaði til að ná betra sambandi við hana þar sem mig grunaði að þetta væri hugsanlega síðasta samtalið okkar og brá ég á það ráð að segja henni frá ýmsu spaugilegu sm hent hafði hana í gamla daga í samskiptum hennar við barnabörnin sín, mig, systur mínar, frændur og frænkur, en það var ætíð mikil og góð rækt lögð við fjölskyldutengslin. Amma Dadda hafði oft allan hóp- inn í kringum sig, börnin sín fimm og öll barnabörnin, hvort sm var heima hjá henni eða annars staðar. Ég minnti hana á hvernig hún ætíð vaktaði hópinn vökulum augum og færi eitthvað úrskeiðis hjá þeim minnstu var hún svo viðbragðs- snögg að hvaða spretthlaupari sem væri hefði getað vel við unað og síð- an stikaði hún tórum skrefum, kló- festi sökudólginn, og siðaði aðeins til. Uppeldið hennar ömmu á okkur krökkunum var þannig að við lærð- um að bera virðingu fyrir henni og ævinlega endaði þetta með klappi á kollinn. Ég minnti hana einnig á daginn sem við fórum upp í Árbæj- arsafn að njóta veðurblíðunnar og alls sem sá staður hefur upp á að bjóða, en þar sem amma sat í gras- inu og fylgdist með okkur krökkun- um kom aðvífandi hundur, læddist aftan að henni, lyfti fæti og merkti. „Farðu hundur," sagði amma foxill, en við ki-akkarnir höfðum gaman af. Við þessa sögu lyftist brúnin á ömmu og hún sagðist muna eftir þessu og bætti við ,;bannsettur hundurinn" og hló við. Ég sá það á henni að mér hafði tekist að vekja með henni minningar og að hún hafði gaman af. Ég held að ég mæli fyrir munn okkar allra afkomenda ömmu Döddu er ég segi, að þær til- finningar sem sitja eftir nú þegar hún er öll, eru fyrst og fremst stolt. Stolt yfir því að hafa átt þvílíkan kvenskörung fyrir öihmu, eina af þessum konum sem vinna stórsigra á degi hverjum í því stríði sem lífið bíður upp á. Amma var fjörutíu ára gömul, fimm barna móðir þegar hún missti manninn sinn en þá bjuggu þau vestur í Haukadal í Dýrafirði. Hún fluttist til Reykjavíkur með barna- hópinn sinn og sá fyrir sér og börn- unum með saumaskap. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt á þeim tíma að vera einstæð móðir. Svo maður tali nú ekki um með svona mörg böm, en hún sigraðist á hverri þraut og kom öllum sínum bömum til manns. Eins og gerist með stórar fjöl- skyldur, tognar oft svolítið úr tengslunum þar sem fólk fer hvað í sína áttina og gerðist það einnig í fjölskyldu ömmu. En einn fastan punkt héldum við alltaf í, það var af- mælisdagur ömmu Döddu. Þá hitt- ist gjarnan allur hópurinn heima hjá henni í Bogahlíðinni en síðar, þegar hópurinn var orðinn stærri, var ætíð haldið jólaball á afmælinu hennar og var þá eins og amma yngdist öll upp er hún hafði þennan stóra hóp sinn allan samankominn. Það hlýtur að vera góð tilfinning íyrir einstakling sem eitt sinn flutti suður að vestan með barnahópinn sinn, að horfa yfir stóran hóp af- komenda, en allt fólk ömmu er gjörvilegt og gott og andrúmsloftið sem einkenndi samkomur þessar var léttur, stríðinn húmor með al- varlegri undiröldu. Elsku amma mín. Með söknuð í huga samgleðjumst við þér. Þegar þú lítur um öxl getur þú verið stolt af dagsverki þínu og áhrif veru þinnar í þessum heimi eru svo mörgum áþreifanleg og augljós. Við kveðjum þig nú og megi algóður guð blessa þig og vernda. Trausti Þór. Amma Dadda er dáin. Minning- arnar sem eni mér efst í huga eru frá þeim tíma þegar amma var frísk og bjó í Bogahlíðinni. Þær voru ófá- ar ferðirnar sem ég gerði mér til hennar. A barnaskólaárunum hringdi ég oft til ömmu eftir skóla og bað um að fá að koma í heim- sókn. Alltaf var svarið: Já. Síðan tók ég fyi-sta strætó til hennar. Þegar ég átti erindi í Kringluna gerðist það oft að ég kom við hjá ömmu. Amma átti alltaf eitthvað gott að borða þegar ég kom til hennar, hún var með kók og kökur en ef fyrir kom að ekkert var til sendi hún mig út í búð til að kaupa eitthvað gott. Amma var mikil saumakona. Hún sat tímunum saman og saumaði út eða heklaði. Ég gat setið lengi hjá henni og horft á hana vinna og við spjölluðum saman á meðan. Stund- um spiluðum við líka. Oftast endaði dagurinn á því að við horfðum á sjónvarp. Lengi var það þátturinn Nágrannar sem við horfðum á sam- an, og svo kom pabbi og sótti mig um leið og hann fór heim úr vinn- unni. Svona var þetta í nokkur ár, á meðan amma var frísk. Við hittumst oft í viku. En svo flutti hún á Skjól. Enginn mun geta fyllt upp í skarðið sem amma skilur eftir. Ég mun sakna þín, elsku amma. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þitt langömmubarn, Lára Harðardóif ir. Þá er amma Dadda farin leiðar sinnar. Þegar ég hugsa til baka frá því ég man fyrst eftir mér minnist ég jiess hvað það var gaman þegar amma Dadda átti að passa okkur systkinin. Hún var alltaf svo hlý og góð og þegar hún las fyrir mig Blá- skjá þá gæddi hún söguna lífi, það var eins og ég væri á söguslóðum. Seinna þegar ég eltist og var að stíga mín fyrstu skref í atvinnurekstri, var ég með lítið pláss hjá pabba í skúm- um hans í Bogahlíð, það var ekki um annað að tala en fara í kaffi til ömmu Döddu því ef maður kom ekki þá kom hún amma Dadda og sótti mig í kaffi. Það sama gerði hún við pabba. Ef honum seinkaði þá átti hún það til að spyrja hann hvaða menn þetta væru sem tefðu það að pabbi kæmist í kaffl á réttum tíma. Amma Dadda var ekki ánægð með þessa menn sem töfðu pabba. Amma fylgdist alltaf vel með íþróttum og var alltaf vel inni í öll- um þeim greinum sem bamabörn hennar stunduðu. Það var alltaf gott að koma til ömmu Döddu í Boga- hlíðina, heimilið var alltaf svo glæsi- legt og veitingar efír því. Gunnar Kristinn Baldursson. Góða nótt, elsku amma, og svífðu með englasöng til himna. Róbert og Clara Rún. Elsku amma Dadda. Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. UTFARÁKSTOFA OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI ÍR • 1(11 REYKJAVflC I.IKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR kynnast þér. Það eru liðin tuttugu ár síðan við hittumst fyrst. Alltaf var gott að koma til þín og ætíð margt um manninn. Þú fylgdist vel með öllum, einnig hvað hver og einn«rr var að aðhafast. Þú varst mikill íþróttaunnandi og fylgdist gi’annt með. Þú varst mikið ljúfmenni, hóg- vær, lítillát og gefandi. Alltaf barstu af hvar sem var fyr- ir glæsileika því þú varst smekk- manneskja. Handbragð þitt bar þess merki og hefði ég viljað læra af þér. Elsku amma Dadda, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okk- ar. Ég geymi öll gullkornin sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Kærleikskveðja. Inga Gunnarsdóttir. Blómabúð ín Öaúðskom v/ f-ossvoc|ski»*kjwgatA Sími. 554 0500 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Svem'r Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Elskuleg eiginkona mín og dóttir okkar, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Heiðar Þórðarson, Sigfríð Valdimarsdóttir, Guðmundur Einarsson. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA DANIVALSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnu- daginn 7. mars sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 18. mars kl. 13.30. Grettir Pálsson, Oddný Jakobsdóttir og aðrir aðstandendur. + Móðir mín, BERTA FRERCK (BETTÝ) HREINSSON, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. mars kl. 15.00. Agnar Wilhelm Agnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.